Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 43
MÖRGUNBLAÐÍGÐ ÞRIÐJÚDAGUR 10. ÁÖÚST1 ið&s'' „WEEKEND AT BERNIE'S II" Bernie sló í gegn þegar hann var nýdauður og nú hefur hann snúið aftur - ennþá steindauður - fyndnari en nokkru sinni fyrr. Sjáið Bernie og félaga í frábærri grínmynd þar sem líkið fer jafnvel á stefnumót og fleira. STÆRSTA TJALDIÐMEÐ HX "l 'II l'l I M ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Á ALLAR MYNDIR NEMA HELGARFRIMEÐ BERNIE TOPPGRÍNMYND SUMARSIIMS Sýnd kl. 5,7,9 og 11 í A-sal. HEFNDARHUGUR Frábær hasarmynd þar sem bardaga- atriði og tæknibrell- ur ráða ríkjum. Ef þér líkaði „Total Recall“ og „Termin- ator“, þá er þessi fyrir þig! Sýnd kl. 5,7,9 og 11 í B-sal. Stranglega bönnuð innan 16 ára FEILSPOR ONE FALSE MOVE ★ ★★★ EMPIRE ★ ★★MBL. ★ ★★y2 DV Einstök sakamála- mynd, sem hvar- vetna hefur fengið dúnduraðsókn. Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Skotið og skotið - einkum yfír markið Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: Síðasta hasar- myndahefjan — „Last Acti- on Hero“. Leikstjóri John McTiernan. Handrit Zak Penn, Adam Leff, Shane Black, David Arnott. Kvik- myndatökustjóri Dean Semler. Aðalleikendur Arnold Schwarzenegg-er, Austin O’Brian, Charles Dance, Anthony Quinn, Mercedes Ruehl, Robert Prosky, F. Murray Abra- ham. Bandarísk. Columbia 1993. Síðasta hasarmyndahetjan átti svo sannarlega að verða síðasta, mesta og besta has- armyndin (ekki aðeins hans Schwazeneggers). Mynd sem átti að slá allt annað út sem áður hefði verið gert, verða nýjasta toppviðmiðunin þeg- ar rætt væri um heimsins bestu afþþreyingu. Gulltrygg blanda átaka/ævintýra/gam- anfantasíu. Einhvern veginn hefur það nú samt farið svo að myndin er ekki nema skugginn af sjálfri sér — þrátt fyrir góða spretti og afburða fagmennsku. Dóm- arnir slakir og myndin ekki fengið nema brot þeirrar að- sóknar vestan hafs sem reiknað var með. Grunnhug- myndin er í sjálfu sér nokkuð góð en koðnar í langvinnum gauragangi. Við fylgjumst með Danny (O’Brian), ungum bíófíkli sem lendir í annarri vídd fyr- ir tilstuðlan töfrum gædds aðgöngumiða. Þetta er veröld þar sem allt er ein bíómynd, enginn raunverulegur nema eymingjans Danny. Það er þó honum til mikillar ánæju að fá að starfa með átrúnað- argoðinu sínu, hetjunni Slat- er (Schwarzenegger), og böðlast með honum í nýjustu hasarmynd kempunnar. Sem vill að sjálfsögðu ekki trúa því að hún sé bara gervihetja í draumaheimi hvita tjaldsins miðjum, þar sem sólin aldrei sest, allt kvenfólkið fegurðar- gyðjur, heimurinn tómar kvikmyndaklisjur. Myndin er nánast ein- göngu eftirtektarverð fyrir urmul forláta brellna sem ekki er hægt að betrumbæta. Sviðsmyndirnar eru óað- finnanlegar og kvikmynda- taka Semlers (Dansað við úlfa) í hæsta gæðaflokki. Og leikstjórn Tiernans í sann- kölluðum hasarblaðastíl. En einhverra hluta vegna hafa handritshöfundarnir (sem eru fjórir, það boðar aldrei gott) teygt sem mest þeir mega á lopanum, einkum um miðbikið þar sem myndin dettur niður. Fyrir bragðið verður hin rösklega tveggja tíma Síðasta hasarmynda- hetja það sem síst af öllu má koma fyrir slíkar myndir — langdregin. Það kviknar aldrei þetta gneistandi samband á milli aðalleikaranna tveggja þótt báðir standi sig allvel. Það leynir sér þó ekki að Schwarzenegger er ekki á alveg réttri hillu, það klæðir hann ekki mýktin, hann er harðhaus, stórkostlegur harðhaus, með dulitla kímni- gáfu. Handritið á bestu sprettina þegar Hollywood er að gera grín að hetjunum sínum og skrumljómanum, þeir hefðu mátt vera lengri. Urmull af stjörnum í örhlut- verkum og tilvitnanir í fræg- ar kvikmyndir og persónur þeirra lífga einnig uppá þessa risaeðlu hasarmyndanna. SÍMI: 19000 Þriðjudagstilboð á allar myndir ÞRÍHYRNINGURINN Vegna vinsælda færum við þessa frábæru gam- anmynd í A-sal kl. 9 og 11. ★ ★★★ Pressan ★ ★★ 1/2 DV Ellen hefur sagt upp kærustu sinni (Connie) og er farin að efast um kynhneigð sína sem lesbiu. Til að ná aftur í Ellen ræður Connie karl- hóruna Casella til að tæla Ellen og koma svo llla fram við hana að hún hætti algjörlega við kari- menn. Frábær gamanmynd. Aðalhlv.: Willlam Baldwin („Sil- ver“, „Flatliners"), Kelly Lynch („Drugstore Cowboy“) og Sherilyn Fenn („Twin Peaks'1). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. Fór beintátoppinn í Bretlandi STÓRMYND SUMARS- INS SUPER MARIO BROS Vegna vinsælda færum við þessa stórmynd í A-sal kl. 5 og 7. Aðalhlutverk: Bob Hoskins, Dennis Hopper og John Leguizamo. Hetjur allra tíma eru mættar og í þetta sinner það enginn leikur. Ótrúlegustu tæknibrellur sem sést hafa i sögu kvikmyndanna. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. TVEIRÝKTIR1 Fór beint á toppinn í Bándaríkjun- um! Sýnd kl. 5,7,9 og 11. AMOS&ANDREW Meiriháttar grín- og spennumynd Aðalhlutverk: Nicolas Cage („Honeymon In Vegas", „Wild at Heart" o.fl.j og Samuel L. Jackson („Jurassic Park", Tveirýktir, „Jungle Fever“, „Patriot Games" o.fl. o.fl.). „Amos & Andrew er sannkölluð gamanmynd. Henni tekst það sem því miður vill svo oft misfa- rast í Hollywood, nefnilega að vera skemmtileg.11 G.B. DV. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. LOFTSKEYTAMAÐURINN Vinsælasta myndin á Norrænu kvikmyndahátíðinni '93. ★ ★★GE-DV ★★★Mbl. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Heilsuræktarstöð rekin í Reykhólaskóla í sumar Miðhúsum, Reykhólasveit. rí SUMAR hafa hjónin Sigrún Olsen og Þórir Barðdal rek- ið heilsuræktarstöð í Reykhólaskóla. Fólk kemur og er sjö daga, fer hresst og endurnært. Sumir dvalargesta koma ár eftir ár, borða heilnæmt fæði, hlusta á fyrirlestra og meðal fyrirlesara eru læknamir Úlf- ur Ragnarsson og Sigurður Bogi Stefánsson. Mikil áhersla er lögð á að koma jafnvægi á hugann. Fólkið stundar úti- vist, fer í sund og fær nudd. Einnig kemur Halldór Kristj- ánsson miðill og segir frá lífs- reynslu sinni. í hverri önn kemur listafólk og er þá gengið í kirkju og þar fara tónleikarnir fram. Þeir sem hafa komið fram í ár eru: Bergþór Pálsson, Signý Sæmundsdóttir óperu- söngvarar. Undirleik hafa annast Sólveig Anna Jónsdótt- ir og Steinunn B. Ragnars- dóttir píanóleikarar. Rut Ing- ólfsdóttir hefur leikið einleik á fiðlu. Hljómburður í kirkj- unni er ágætur, eri píanóið þarf að lagfæra eða skipta um og fá betra hljóðfæri. í næstsíðustu vikunni sem starfsemin verður mun þýsk kona sem er hörpuleikari, Monika Abenroth að nafni, koma og leika fyrir gesti. Það má segja að þau Sigrún og Þórir hafi sýnt fram á það að Reykhólakirkja er ágætt hús til þess að flytja í æðri tónlist og vonandi á Reykhóla- kirkja eftir að hljóma oft af fagurri hljómlist. — Sveinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.