Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 Með morgunkaffinu Hann er á tilboðsverði vegna þess að hann syngur svo vel að allir hinir kanarí- fuglarnir verða afbrýðisam- ir Ég fæ ekki af mér að segja honum að fyrirtækið er að rúlla yfir HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TLL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Eystrasaltsríkin og við Frá Tryggva V. Líndal: Þegar Sovétríkin gömlu liðu und- ir lok beindust augu íslendinga að Eystrasaltsríkjunum litlu, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Voru til þess ýmsar ástæður: Eldra fólk man þá tíð er þau voru sjálfstæð á árunum milli stríða, en þá var mikill sam- gangur milli þeirra og Norðurlanda, sérstaklega milli Eistlands og Sví- þjóðar. Síðan þegar löndin voru innlimuð í Sovétríkin í síðari heimsstyijöld, fundu öll lýðræðisríki til með örlög- um þessara skoðanabræðra sinna, en þó sér í lagi hin litlu grannríki þeirra, Norðurlöndin. Svo fór í hönd kalda stríðið, svo- nefnda. Þá lifði áfram þverpólitísk- ur áhugi íslendinga á lýðræðishrær- ingum í þessum löndum, sem liggja í austurvegi næst á eftir Finnlandi og koma fyrir í íslenskum fornsög- um sem Eysýsla, Kúrland og Lit- haugaland. Síðan hrundu Sovétríkin og heimsmynd kalda stríðsins með. Eystrasaltsríkin báðu lýðræðisríkin ásjár. Reyndist þá ekkert því til fyrirstöðu að íslenska þjóðin sam- einaðist öll í hlýhug til þessara meðbræðra sinna. Var hún í farar- broddi er kom að viðurkenningu sjálfstæðis þeirra og kunna þau okkur góðar þakkir fyrir. Spurningin er nú um hver verði eftirleikurinn. Sem ritari hins nýja vináttufélags Lettlands og íslands er mér hugleikið hvert stefni í sam- starfi okkar við þessi ríki. Þar er ýmis þróun í gangi. íslensk stjórnvöld hafa gerst full- trúar Litháens í alþjóðlegum banka- stofnunum. Skipst hefur verið á menningarheimsóknum milli land- anna. Samstarf hefur orðið milli Dýralæknasambanda íslands og Litháens. Hingað hafa komið hópar frá Eystrasaltslöndunum í boði ís- lenskra stjórnvalda til að kynna sér rekstur fýrirtækja. Einnig hefur komið hingað fólk til íslenskunáms, aðallega frá Lettlandi. Færri íslendingar hafa farið til Eystrasaltslanda í nám. Hins vegar virðast kaupsýslumenn leita þangað um samstarf og þá aðallega til Lit- háens. Svo virðist því sem þróun al- þjóðatengsla sé að dafna. En spurningin er: Eiga Eystrasalt- slöndin sérstaka samleið með Norðurlöndum? Og hvert er hlut- verk vináttufélaga í því sambandi? Hér skipta persónuleg kynni máli; að sem flestir nái að heilsast með handabandi. Mér sýnist að Eistlendingar séu nú þegar búnir að endumýja rótgróin tengsl við Svíþjóð og Finnland og séu því í raun komnir í fjölskylduhóp þeirra. Lettar, hins vegar, sem höfðu jafnan viðskiptatengsl við Svíþjóð og Danmörku, en einnig við aðra nágranna, þurfa aukinnar menn- Frá Sigríði K. Lister: Við erum tvær stöllur í fríi og ákváðum að drífa okkur eitthvað. Spáin var góð og við keyptum okk- ur far með rútu Norðurleiða norður Kjöl. Okkur fannst upplagt að hafa viðdvöl í Kerlingarfjöllum, þó að ekki ætluðum við á skíði. Það reynd- ist heillaráð, því þar fengum við ágæta gistiaðstöðu, prýðisgott fæði og mættum einstaklega ljúfmann- legu viðmóti hjá öllu starfsfólki skíðaskólans. Þarna er tilvalið að fara til hvíldar og afslöppunar, en einnig til að skemmta sér í góðum hópi, því söngur og gaman ráða ríkjum á kvöldvökunum. Nátt- úrufegurð staðarins er sérstæð og hægt er að fá ferð „upp í fjallið" ingarsamvinnu okkar við. Litháar, sem eru þeirra fjölmennastir en fjærst Norðurlöndum og næst Mið- Evrópu, þurfa sérstakrar ræktunar við, þar eð gömul tengsl eru lítil við Norðurlönd. Nema þá helst að strandríki Eystrasalts hafa heyrt undir yfirráð Svía og Dana öðru hverju. En það er Iöng og margbrot- in saga. Almenningi má benda á að úr- val bóka og tímarita frá þessum löndum er nú að finna í bókasöfn- um hér. Einnig að til eru vináttufé- lög við Litháen og Lettland, en ekki við Eistland. enn sem komið er. Er starfsemi þessara félaga fjölþætt. Fjölmiðlum má benda á að enn er eftir að fjalla ítarlega um þessi lönd með fréttaflutningi og kvik- myndum allskonar, en allt slíkt er vænlegt til vinarþels. TRYGGVI V. LÍNDAL, þjóðfélagsfræðingur. þar sem víðsýni er mjög mikið og leiðsögn um gönguleiðir í Hverada- lina — einstakt náttúruundur — auk fjölda annarra gönguleiða. Líklega er mörgum farið eins og mér, að halda að öll aðstaða skíða- skólans væri eingöngu ætluð iðk- endum skíðaíþróttarinnar. Svo er ekki, allir eru velkomnir og því lang- aði mig að vekja athygli á þessum skemmtilega möguleika. Að lokum vil ég færa starfsfólk- inu okkar innilegustu þakkir og góðar óskir, en gaman hefði verið að hafa yfir meiri tíma að ráða til að gera dvölina hjá ykkur lengri. SIGRÍÐUR K. LISTER, Sólheimum 23, Reykjavfk. Kerlingarfjöll Víkveiji skrifar að var athyglisvert að hlusta á viðtöl ljósvakamiðlanna við forráðamenn útihátiðahalda um verzlunarmannahelgina og raunar einnig að lesa ummæli þeirra hér í Morgunblaðinu um gang mála á þessum hátíðum. Allir lögðu þeir mikla áherzlu á að skýra frá því, hvað hátíðahöldin gengu vel, hvað lítið væri um óhöpp, áfengisdrykkja væri ekki meiri en almennt gerðist og þá ekki sízt, að mikið væri um fjölskyldufólk á viðkomandi hátið. Raunveruleikinn var annar skv. þeim upplýsingum, sem Víkverji hefur aflað sér. Víða var drykkju- skapur svo mikill, að til vandræða horfði og umgengni og samskipti fólks í samræmi við það. Er óþarfi að hafa mörg orð um enda vita flest- ir landsmenn hvernig útihátíðir af þessu tagi ganga fyrir sig. En hvað veldur því, að talsmenn þessara hátíðahalda reyna að gefa aðra mynd af þeim en raunveruleikinn segir til um? Einn gekk meira að segja svo langt að segja, að það hefði komið ein smá hnífsstunga, það hefðu verið saumuð nokkur spor og þar með hefði það verið búið! Ástæðan fyrir því, að mótshald- arar segja ekki nema hálfan sann- leikann er auðvitað sú, að miklir fjárhagslegir hagsmunir eru tengdir þessum hátíðahöldum. Ef mótshöld- urum tekst að sannfæra fólk um, að mikil og góð þátttaka sé, fram- koma gesta sé til fyrirmyndar o.sv. frv. er hugsanlegt að þeim takist að beina straumnum til sín. Þetta er sama fyrirbærið og ef bókaútgef- endur eru spurðir um bóksölu fyrir jól gengur hún alltaf vel vegna þess, að þeir virðast trúa því, að segi þeir annað muni það draga úr bóka- sölu. xxx að verður nú stöðugt algeng- ara, að verzlanir séu opnar á sunnudögum. Ikea auglýsti hér í blaðinu í fyrradag, að opið yrði á sunnudögum í ágústmánuði. Sumar verzlanir Hagkaups eru opnar á sunnudögum. Hið sama á við a.m.k. sumar verzlanir Nóatúns. Verzlun- arhús verzlunarinnar Sautján við Laugaveg auglýsti í sunnudagsblaði Morgunblaðsins að útsala hæfíst þann dag. Þetta minnti Víkverja á frásögn af bandarískum fatakaupmanni, sem vinnu sjö daga vikunnar vegna þess, að verzlun hans er opin alla daga. Hann fer á fætur alla daga kl. 5.30 og kemur heim til sín kl. 20.00 á kvöldin. Hann tekur sér helzt ekki frí vegna þess, að hann telur nauðsynlegt að fylgjast með verzlun sinni hvern dag. Þessi kaup- maður er ekkert einsdæmi í Banda- ríkjunum. Þeir, sem hafa einhver umsvif eða bera ábyrgð á rekstri fyrirtækja vinna mjög langan vinnudag og taka sér lítil frí enda eru sumarfrí í Bandaríkjunum margfallt styttri en hér. Það skyldi þó aldrei vera, að hér sé komin skýring á því, að ein- hveiju Ieyti, hve efnuð bandaríska þjóðin er? Hún vinnur einfaldlega meira en t.d. við íslendingar, sem tökum okkur 4-6 vikna frí á ári, vinnum helzt ekki laugardaga og sunnudaga nema tilneyddir og tök- um okkur lengri frí um stórhátíðir en nokkurs staðar þekkist um víða veröld. Vel má vera, að sú staðreynd, að fleiri og fleiri verzlanir eru opn- ar á laugardögum og sunnudögum, þegar fólk hefur betri tíma til að stunda viðskipti sé til marks um, að breyting sé að verða í þessum efnum. Ef svo er ber að fagna því. xxx alldór Blöndal hefur hafið harða gagnsókn fyrir hönd landbúnaðarins vegna skýrslu þeirrar um landbúnaðarmál, sem Sighvatur Björgvinsson kynnti á dögunum og unnin var af Hag- fræðistofnun Háskólans. Hvað sem öðru líður er ljóst, að með þessu framtaki styrkir hann stöðugt póli- tíska stöðu sína, sem forystumaður landsbyggðararms Sjálfstæðis- flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.