Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 4 Akranesi. 5 I > > > > > > Fjölsótt fjölskyldu- hátíð á Akranesi MIKILL fjöldi fólks tók þátt í fjölbreyttri fjölskylduhátíð, „Sumri og sandi“, á Akranesi á laugardaginn og var samfelld dagskrá í boði allan daginn. Há- tíðin fór fram við hafnarsvæðið og á Langasandi og þótti takast í alla staði vel, enda veður gott. Morgunblaðið/Einar Að aflokinni prófastsvísitasíu FYRIR framan Kálfafellsstaðarkirkju. Talið frá vinstri, Anna Bene- diktsdóttir, Jaðri, Ingibjörg Zophaníasdóttir, Hala, Jóna Þorsteins- dóttir, sr. Siguijón Einarsson, Sigrún Björnsdóttir og sr. Einar Jóns- son. Prófastur vísiterar söfnuði Suðursveitar Suðursveit GÓÐIR gestir voru hér á ferð á dögunum í Suðursveit. Það voru prófastshjónin á Kirkjubæjarklaustri, þau sr. Sigurjón Ein- arsson og Jóna Þorsteinsdóttir. Erindi prófasts var að vísitera söfnuði Brunnhóls og Kálfafellsstaðar. Vísitatsían hófst með messu í Brunnhólskirkju kl. 13, en þar þjón- aði sr. Einar Jónsson fyrir altari en prófastur prédikaði. Að messu lokinni hófst fundur með sóknar- nefnd á heimili safnaðarformanns, Vilborgar Þorsteinsdóttur á Nýpu- görðum. Aðrir í sóknamefnd eru Guðrún Guðmundsdóttir, Hólmi og Haukur Bjarnason, Holtaseli. Brunnhólskirkja er nýmáluð að utan, með nýjum smárúðugluggum, og umhirða kirkju og garðs með miklum ágætum. Landsfundur Al- þýðubandalagsins Kosið eftir nýjum reglum í fyrsta sinn ÁKVEÐIÐ hefur verið að lands- fundur Alþýðubandalagsins verði haldinn 25.-28. nóvember næstkomandi. Auglýst hefur ver- ið eftir framboðum til kjörs for- manns og varaformanns og ef fleiri en eitt framboð koma fram verða formaður og varaformað- ur í fyrsta sinn kjörnir eftir at- kvæðagreiðslu allra flokks- manna, en ekki einungis þeirra sem sitja landsfundinn. Allsherj- arkjörið fer fram í nóvember og verða úrslit tilkynnt á landsfund- inum. Yfírkjörstjórn auglýsti eftir framboðum í gær en framboðsfrest- ur rennur út 5 vikum síðar. Miðstjórn Alþlýðubandalags kaus á fundi sínum þann 12.-13. júní sl. fimm fulltrúa í yfirkjörstjórn til að stjórna allsheijarkosningunni. Yfir- kjörstjórn skipa Anna Kristín Sig- urðardóttir, Astráður Haraldsson, Elsa Þorkelsdótti'r, Gunnlaugur Júl- íusson og Kristján Valdimarsson. Á fyrsta fundi stjómarinnar var Elsa Þorkelsdóttir kjörin formaður. Árlegur kirkjugarðsdagur Síðan var messa í Kálfafellsstað- arkirkju kl. 16 með sömu embætta- skipan. Að athöfn lokinni var messukaffi og fundur með sóknar- nefnd á Kálfafellsstað. Sóknar- nefnd kirkjunnar skipa Ingibjörg Zóphaníasdóttir, Hala, formaður, auk Önnu Benediktsdóttur, Jaðri og Gísla Jóhannssonar, Brunnum. Kálfafellskirkja er hin reisuleg- asta bygging, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og vígð 1927. Kirkjan er girt nýlegu timburgirðingu svo og garður, og er flóðlýst í nætur- húminu til upplyftingar og menn- ingarauka fyrir stað og sveit. Fyrir dyrum stendur endumýjun á turni og þaki kirkjunnar. Sá ágæti siður er enn í heiðri hafður að halda ár- legan kirkjugarðsdag að áliðnum slætti. Koma þá flestir, er orfí og hrífu geta valdið, til sláttar og snyrtingar. Starf unnið af fómfýsi í messulok voru prófastshjónin ávörpuð, og góðum gestum þökkuð koman. Kirkjustarf í hinum dreifðu byggðum fer oft ekki hátt, en er engu að síður unnið af fórnfysi og alúð. Það er gæfa þessarra safn- aða, að þeir er til forystu veljast em vakandi um kirkjunnar hag, og jafnan boðnir og búnir til alls þess er til framfara og heilla horfa. - Einar Það var Átak ’93 sem em sam- tök verslunar- og þjónustuaðila á Akranesi sem efndu til þéssarar hátíðar í samvinnu við útvarpsstöð- ina Bylgjuna. í boði var skemmti- dagskrá og útimarkaður á hafnar- svæðinu og ýmis atriði á Langa- sandi m.a. sandspyrnukeppni. í voru skemmtisiglingar og sjó- stangaveiði, seglbretta- og kajak- sýning. Margir fóru í útsýnisflug með þyrlu yfir Akranes og ná- grenni en nokkrir reyndu sig í teygjustökki. Aflraunamenn reyndu með sér í aflraunum. Risastóru úti- grilli var komið fyrir og boðið upp á grillaðan nýjan físk. Sigu niður tankana Mannvirki Sementsverksmiðju ríkisins vom einnig vettvangur há- tíðarinnar með nýstárlegum hætti. Félagar úr Hjálparsveit skáta sigu niður sementstankana og listamenn bæjarins fengu það verkefni að skreyta suðurvegg sandþróar verk- smiðjunnar. Þá var sementsaf- greiðslan vettvangur markaðstorgs og þar var boðið upp á fjölbreytta verslunarvöm. Hljómsveitin Pláhnetan hélt úti- tónleika og síðar um kvöldið fór fram fjölmennur dansleikur. Eins og áður kom fram tókst þessi dag- skrá í alla staði mjög vel og hafnar- svæðið virðist vel til þess fallið að vera vettvangur slíkra mannamóta. - J.G. Austur-Eyjafjöll Glímt við tankana SKÁTAR létu sig síga niður sementstankana. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Kíkt á grillið MEÐAL þeirra sem kíktu á hvað boðið var uppá á grillinu var Ey- leifur Hafsteinsson, kunnur knattspyrnukappi á árum áður. Minnst þrjátíu ára afmælis Hótels Eddu á Skógum Holti. ÞRJÁTÍU ára afmæli Eddu-Hót- elsins í Skógum hefur verið minnst á árinu með endurnýjun húsgagna, bættri aðstöðu til þjón- ustu og síðast en ekki síst, með mestu aðsókn sem þekkt er, af ánægðu ferðafólki. Jón Grétar Kjartansson, hótel- stjóri, sem hefur stýrt Eddu-Hótel- inu í Skógum um helming starfstíma hótelsins eða í 13 ár, sagði að hann væri mjög ánægðurmeð þetta af- mælisár. Afmælisgjöfin væri tvö ný sófasett, stórbætt aðstaða á síðustu árum til hótelreksturs og núna það sem ánægjulegast væri, að líklega yrði nýting sú besta sem þekkt væri. Kvöldhlaðborð hótelsins væri fullset- ið kvöld eftir kvöld og oft yfirsetið, þannig að slá yrði upp hlaðborði á miðhæð. Þannig hefði nokkrum sinn- og sagðist hann vænta þess að sam- vinna gæti orðið milli heimaaðila, eignaraðila skólans og ferðaskrif- stofunnar um að byggt yrði við skól- ann eins og víða hefði verið gert við Eddu-Hótel. (Fréttaritari) Liþ’a Valdimarsdóttir. ■ Á KRINGLUKRÁNNI mið- vikudaginn 11. og 19. ágúst leikur Lilja Valdimarsdóttir ásamt Tríói Björns Thoroddssen. Lilja leikur á valdhorn í Sinfóníuhljómsveit ís- lands en leikur einnig á flugelhorn. Hún lærði hjá Viðari Alfreðssyni og nam síðar í Svíþjóð. Lilja kom fram á Listahátíð Hafnaifjarðar, Klúbb Listahátíðar ’93, og lék með Rúnari Georgs, Guðmundi Stein- grímssyni, Þóri Baldurssyni, Þórði Högnasyni og fl. Tónleikarnir næstu miðvikudaga hefjast kl. 22. N emendatónleik- ar á Þingeyri í KVÖLD, þriðjudagskvöld 10. ágúst kl. 20.30, verða tónleikar nemenda sem tekið hafa þátt í listnámskeiði á Núpi. Þar koma m.a. fram Björn Björnsson, barýtón, Esther Helga Guðmundsdóttir, sópran, Helga Dóra Kristjánsdóttir, sópran, Hlíf Káradóttir, sópran, Hrönn Hafliða- dóttir, alt, Reynir Ingason, tenór, Sigríður Elliðadóttir, alt, og píanó- leikararnir Guðbjörg Sigurðardóttir og Teitur Björn Einarsson. Kennari þeirra tveggja síðasttöldu á nám- skeiðinu hefur verið Elfrún Gabríel frá Leipzig. Moi^unblaðið/Halldór Gunnarsson Á Skógum JÓN Grétar Kjartansson hótel- stjóri á Skógum í andyri Eddu- hótelsins. um komið til kvöldverðar um 150 manns. Sama fólkið kæmi ár eftir ár, jafnvel langt að til að njóta kvöld- verðar, gistingar og síðan umhverf- isins í Skógum, þar sem byggðasafn- ið væri alltaf með nýjungar í sýning- um og Skógafoss og Kvernugil jafn töfrandi ár eftir ár. Þarf stærra svefnrými Stefnt er að lokun hótelsins föstu- daginn 27. ágúst og vonaðist Jón Grétar eftir því að gestir hótelsins myndu áfram njóta Skóga og þeirrar aðstöðu sem þar væri boðið upp á. Núna væri svo komið að hótelið þyrfi á stærra svefnrými að halda —efþú spilar til að vinna! | 31. lelkvlka ,7.-8. igást 1993 Nr. Leikur: Röáitt: 1. IFK Gflteborg - TrcUeb. 1 -- 2. Halmstad - Degerfors 1 - - 3. Malinö - Örgryte 1 — 4. Norrköplng - HScken 5. V-Frölunda - AIK 6. örebro - Helsingborg 7. Öster - Brage 8. Geflc - Brommap. 9. Sirius - Lulei 10. SpirvSgen - GIF Sundsv. 1 11. UMEA - Hammarby 1 12. Jonsered - Kalmar 1 13. MjSllby - Elfsborg 1 Heildarvinningsupplueöln: 83 milljón krónur | 12 réttir: 11 réttir: [ 10 réttlr: 1 71.840 1 kr. 1 2.540 kr. 1 280 } kr. 1 0 J kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.