Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 31 Vætutíð að venju á Stórmótinu á Hellu _________Hestar______________ Valdimar Kristinsson Þurrkinum á Suðurlandi var frestað svo hægt væri að liaida Stórmót sunnlenskra hesta- manna á Gaddstaðaflöt um helg- ina en rignt hefur á þessum mótum eins lengi og elstu menn muna. Þrátt fyrir dumbunginn fór mótið vel fram að flestu Ieyti. Kynbótahross voru dæmd frá miðvikudegi til föstudags en gæðingar voru dæmdir á laug- ardag. Kappreiðar fóru fram fyrir hádegi á sunnudag og úr- slitin hófust eftir sýningu kyn- bótahrossa. Að mótinu standa að venju hestamannafélögin á svæðinu frá Hellisheiði og aust- ur í V-Skaftafellssýslu. Allnokkrar sviptingar urðu í úrslita keppnunum þar sem hart var bar- ist og einungis Seifi og Halldóri Vilhjálmssyni í B-flokki tókst að halda fyrsta sætinu. í bæði barna og unglingakeppninni og A-flokki voru skipti á fyrsta sætinu. Dagur frá Búlandi og Þormar Andrésson í A-flokki og Sigríður Theódóra og Dúfa frá Hofstöðum í unglinga- flokki unnu sig upp úr þriðja sæti og Erlendur Ingvarsson vann sig upp úr öðru sæti. í heildarkeppni félaganna þar sem lagður er til grundvallar árangur úr ofangreind- um keppnisgreinum auk para- keppni, sigraði Sleipnir á Selfossi. í opinni töltkeppni mótsins sigruðu enn einu sinni Sigurbjörn Bárðar- son og Oddur frá Blönduósi en þeir hafa sigrað í öllum þeim tölt- keppnum sem þeir hafa tekið þátt í á þessu ári. Einnig vakti athygli ung hryssa, Næla frá Bakkakoti, sem Hafliði Halldórsson keppti á í töltinu en hann varð sjötti í for- keppni og vann sig upp í annað sætið í úrslitunum. Það kom reynd- ar ekki til af góðu að hann tók þátt í úrslitunum en einn keppandi sem hafði unnið sér rétt til þátttöku var dæmdur frá keppni vegna gruns um ölvun þegar að úrslitum kom. Þrátt fyrir mikinn áróður hesta- manna gegn áfengi í hestamennsku virðist enn eima eftir af því að ein- stakir keppendur eða sýnendur hrossa á hestamótum mæti í vafa- sömu ástandi til leiks eftir nætur- langa drykkju og því brýn þörf að taka á þessum málum af festu. Telji keppandi að brotið sé á sér ætti viðkomandi skilyrðislaust að krefjast þess að blóðsýni sé tekið svo sanna megi sakleysi hans. Tafði mál þetta nokkuð framgang dag- skrár og setti leiðindasvip á mótið sem að öðru leyti var gott í flesta staði. Úrslit urðu annars sem hér segir: A-flokkur 1. Dagur frá Búlandi, Geysi, F.: Kolfinnur, Kjarnh., M.: Sóley, Garðsauka, eigandi Sigurlín Osk- arsdóttir, knapi Þormar Andrésson, 8,30. 2. Gustur frá ísabakka, Sleipni, F.: Hrafn, Holtsmúla, M.: Mósa 5371, eigandi Ásta Bjarnadóttir, knapi Haukur Haraldsson, 8,53. 3. Gióblesi frá Neistastöðum, Sleipni, F.: Gassi, Vorsabæ, M.: 'Stefanía Sigurðardóttir, 8,24. 4. Vikivaki frá Selfossi, Sleipni, F.: Djákni, Kirkjubæ, M.: Leira 4519, Þingdal, eigandi og knapi Svanhvít Kristjánsdóttir, 8,42. 5. Óðinn frá Hala, Ljúfi, F.: Þokki, Garði, M.: Skjóna, Hala, ejgandi Björn Guðmundsson, knapi Áslaug Guðmundsdóttir, 8,26. B-flokkur 1. Seifur frá Litlu-Sandvík, Sleipni, F.: Viðar 979, Viðvík, M.: Skjóna, L-Sandvík, eigendur Ingimar Bald- vinsson og Halldór Vilhjálmsson sem sat hestinn, 8,46. 2. Bylgja frá Stekkjadal, Geysi, F.: Bylur 892, Kolkuósi, M.: Svala, 5974, eigandi og knapi Kristjón Kristjánsson, 8,32. 3. Tító frá Steinum IV, Sindri, F.: Patrik 1093, Brekkum, M.: Fluga, Steinum IV, eigandi Finnbogi Geirsson, knapi Vignir Siggeirsson, 8,41. 4. Brana frá Háholti, Smári, F.: Hrafn, Holtsmúla, M.: Gjósta 5053, eigandi Margrét Steinþórsdóttir, knapi Birna Káradóttir, 8,39. 5. Biskup frá Skálholti, Sleipni, F.: Mímir, Selfossi, M.: Skjóna, Skál- holti, eigandi Einar Öder Magnús- son, knapi Svanhvít Kristjánsdótt- ir, 8,32. 6. Freyr frá Syðri-Þverá, Ljúfi, F.: Láki, S-Þverá, M.: Freydís 6811, eigandi og knapi Monika Pálsdótt- ir, 8,32. Unglingar 1. Sigríður Theódóra Kristinsdóttir, Geysi, á Dúfu frá Hofstöðum, eig- andi Matjolyn Tiepen, 8,13. 2. Haukur Baldvinsson, Sleipni, á Galsa frá Selfossi, knapi er eig- andi, 8,30. 3. Ingi Björn Guðnason, Sleipni, á Galdri frá Glóru, knapi er eigandi, 8,07. 4. Berglind Sveinsdóttir, Ljúfi, á Vafa frá Útgörðum, eigandi Björg- vin Sveinsson, 7,96. 5. Helgi Gíslason, Ljúfi, á Dropa frá Hvíteyrum, knapi er eigandi, 8,21. Börn 1. Erlendur Ingvarsson, Geysi, á Fána frá Hala, eigandi Hekla Kata- rína Kristinsdóttir, 8,40. 2. Sigfús Brynjar Sigfússon, Smára, á Skenk frá Skarði, knapi er eigandi, 8,49. 3. Elvar Þormarsson á Sindra frá Svanavatni, knapi er eigandi, 8,10. 4. Berglind Sveinsdóttir á Vafa frá Útgörðum, eigandi Björgvin Sveinsson, 7,96. 5. Helgi Gíslason, Ljúfi, á Dropa frá Hvíteyrum, knapi er eigandi, 8,21. Tölt 1. Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blönduósi, 97,2. 2. Hafliði Halldórsson á Nælu frá Bakkakoti, 76,8. 3. Erling Sigurðsson á Össuri, 78,8. 4. Leifur Helgason á Nettlu, 81,2. 5. Vignir Siggeirsson á Þyrli frá Vatnsleysu, 77,6. 250 metra skeið 1. Leistur frá Keldudal, eigandi Hörður G. Albertsson, knapi Sigur- björn Bárðarson, 23,4 sek. 2. Funi, eigandi og knapi Guðni Jónsson, 23,5 sek. 3. Snarfari frá Kjalarlandi, eigandi og knapi Sigurbjörn Bárðarson, 23,8 sek. 150 metra skeið 1. Sóti frá Stóra-Vatnssskarði, eig- andi og knapi Sigurbjörn Bárðar- son, 15,4 sek. 2. Vala frá Reykjavík, eigandi og knapi Sigurbjöm Bárðarson, 15,4 Sigurbjörn og Oddur frá Blönduósi ósigrandi í töltinu. Seifur frá Litlu Sandvík og Halldór Vilhjálmsson hinir öruggu sigur- vegarar B-flokks. Sigríður Theódóra og Dúfa sigruðu í unglingaflokki. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Með öruggri reiðmennsku og vasklegri framgöngu höfðu þeir sig- ur í A-flokki gæðinga, Dagur frá Búlandi og Þormar Andrésson. Parakeppni félaganna setur svip á mótið en hér fara þau Guðmund- ur Jónsson og Nicola Bergmann en þau kepptu fyrir Sindra og höfnuðu í öðru sæti. sek. 3. Toppur frá Rauðafelli, eigandi og knapi Siguijón Sigurðsson, 15,5 sek. 300 metra brokk 1. Fylkir frá Steinum eigandi Magnús Geirsson, knapi Axel Geirsson, 38,6 sek. 2. Muggur frá Steinum, eigendur Geir Tryggvason og Axel Geirsson sem sat hestinn, 41,5 sek. 350 metra stökk 1. Leiser frá Skálakoti, eigandi og knapi Axel Geirsson, 27,1 sek. 2. Sprengja, eigandi Erlendur Árnason, knapi Magnús Benedikts- son, 27,4 sek. 3. Jarpur frá Syðri-Löngumýri, eig- andi Einar Einarsson, knapi Har- aldur J. Guðmundsson, 27,6 sek. Skeiðmeistarakeppni 1. Sigurbjörn Bárðarson. 2. Sigruijón Sigurðsson. 3. Magnús Benediktsson. Stóðhestar 6v og eldri 1. Fjölnir frá Holtsmúla, F: Atli 1016, S-Skörðugili, M: Freyja 4717, Uxahrygg, eigandi Lýður Jónsson, B: 7,98, H: 7,86, A: 7,92. 2. Grettir frá Hala, F: Þokki 1048, Garði, M: Feiju-Brúnka, Hala, eig- andi Björn Kristjánsson, B: 7,40, H: 8,24, A: 7,82. Stóðhestar 4 vetra 1. Glaumur frá Glóru, F.: Baldur frá Bakka, M.: Gletta, Glóru, eig- andi Guðlín K. Jónsdóttir, B.: 7,80. Hryssur 6v og eldri 1. Vaka frá Stóra-Hofi, F: Náttfari 776, Ytra-Dalsgerði, M: Hrefna, Efra-Seli, eigandi Símon Grétars- son, B: 8,05, H: 8,14, A: 8,10. 2. Koltinna frá Sæfelli, F: Gassi 1036, Vorsabæ II, M: óskráð, eig- andi Jens Petersen, B: 7,90, H: 8,20, A: 8,05. 3. Næla Frá Bakkakoti, F: Kópur, Ártúnum, M: Sæla, Gerðum, eig- andi Ársæll Jónsson, B: 7,93, H: 8,10, A: 8,01. Hryssur 5v 1. Askja frá Miðsitju, F. Hervar 963, Skr., M: Snjáka 6877, Tungu- felli, eigandi Snorri Kristjánsson, B: 7,80, H: 8,27, A: 8,04.' 2. Sara frá Hrepphólum, F: Feykir 962, Hafsteinsstöðum, M: Tinna 5766, Hrepphólum, eigandi Guð- björg Stefánsdóttir, B: 7,85, H: 7,86, A: 7,85. 3. Eik frá Hvolsvelli, F: Roði, Hvolsvelli, M: Jörp 4341, Núps- dalstungu, eigandi Þormar Andrés- son, B: 7,70, H: 8,00, A: 7,85. Hryssur 4 v 1. Hera frá Prestbakka, F: Hrafn 802, Holtsmúla, M: Gyðja 6492, Gerðum, eigandi Ólafur Oddsson, B: 7,78, H: 7,34, A: 7,56. 2. Vösk frá Gerðum, F: Ófeigur 882, Flugumýri, M: Yrpa, Kópa- vogi, eigandi Árni Þorkelsson, B: 7,58, H: 7,54, A: 7,56. 3. Virðing frá Köldukinn, F: Ridd- ari 1004, Syðra-Skörðugili, M: Brynhildur, Köldukinn, eigandi Loftur Guðmundsson, B: 7,70, H: 7,19, A: 7,44. Hestamót helgarinnar Síðustu mót fyrir HM Fimm hestamót verða haldin um helgina, allt lokuð félagsmót nema hjá Dreyra á Akranesi. Þeir halda svokallað íslands- bankamót sem er opið íþrótta- mót þar sem keppt verður í öll- um greinum hestaíþrótta. Mótið stendur yfir í tvo daga, laugar- dag og sunnudag. Þetta er annað opna mótið sem Dreyri stendur fyrir en góð þátttaka var þar í fyrra. Aðstaða er orðin mjög góð á Æðarodda, félagssvæði Dreyra. Trausti í Laugardal og Gríms- nesi verður með sitt árlega mót á laugardag á Laugardalsvöllum þar sem fram fer firmakeppni, keppni barna og unglinga, boðreið og kappreiðar. Logamenn úr Biskups- tungum munu koma í heimsókn og verður haldin grillveisla fyrir gestina í réttinni við Laugarvatn. Á Faxaborg í Borgarfirði halda félagar í Faxa árlega Faxagleði þar sem fram fer firmakeppni og kappreiðar með grillveislu og tón- list um kvöldið. Á Króksstaðamelum í Vestur- Húnavatnssýslu halda félagar í Þyti íþróttamót sitt á laugardag og sunnudag. Þráinn á Grenivík heldur firmakeppni á Áshóli á laug- ardag og Funi í Eyjafirði verður með firma- og bæjakeppni á Mel- gerðismelum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.