Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 B 3 Fjármagnstekjuskattur Vaxtatekjur af ríkis- bréfum skattlagðar Vaxtatekjur lífeyrissjóðanna munu þó væntanlega verða undanþegnar skatti NEFND um fjármagnstekjuskatt gerir ráð fyrir að skila niðurstöðum sínum um útfærslu á framkvæmd skattlagningarinnar upp úr miðjum septembermánuði. Líkt og komið hefur fram er um að ræða 10% nafnvaxtaskatt af vaxtatekjum sem innheimta á í staðgreiðslu. „Það eru mörg tæknileg vandamál varðandi skattinn en markmiðið hjá okkur er að þetta verði eins einföld og skilvirk skattheimta eins og nokkur er kostur,“ sagði Stgingrímur Ari Arason formaður nefndar- innar um fjármagnstekjuskatt. Skatturinn verður lagður á frá og með næstu áramótum. Að sögn Steingríms Ara Arasonar er gert ráð fyrir að ríkissjóður innheimti skattinn fyrir milligöngu fjármála- stofnana, svo sem banka, sparisjóða og verðbréfafyrirtækja. Afföll og söluhagnaður skattlögð Um hvort ætlunin væri að skatt- leggja öll sparnarðarform og þ.á.m. sprariskírteini ríkissjóðs, ríkisvíxla og ríkisverðbréf sagði Steingrímur Ari Arason að ákveðið hefði verði að allar vaxtatekjur einstaklinga yrðu skattlagðar, þar með væru rík- isbréf. Nokkurrar óvissu hefur gætt með skattlagninguna og t.d. hafa menn ekki verið vissir um hvort liðir eins og afföll og söluhagnaður yrðu skattlagðir. Steingrímur Ari sagði að svo yrði þar sem slíkir liðir væru skilgreindir sem vaxtatekjur. Frítekjumark? Ekki fengust þær upplýsingar hvort miðað yrði við eitthvað frí- tekjumark í skattlagningunni né um mest seldu fólks- bílategundirnar í jan.-ágúst 1993 Fjöldi % 1. TOYOTA 852 20,7 2. MITSUBISHI 683 16,6 3. NISSAN 613 14,9 4. HYUNDAI 320 7,8 5. LADA 209 5,1 6. VOLKSWAGEN 154 3,7 7. DAIHATSU 146 3,6 8. SUBARU 141 3,4 9. RENAULT 139 3,4 10, VOLVO 133 3,2 Aðrir 721 17,5 5411 Bifreiða- innflutningur jan.-ágúst 1992 og 1993 FÓLKSBÍLAR nýir VORU-, SENDI- og HÓPFERÐABÍLAR nýir VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF DAGBÓK Upphaf tölvualdar á afmælis- sýningu Skýrslutæknifélagsins í UPPHAFI tölvualdar er yfir- skrift sýningar sem verður opnuð föstudaginn 3. septem- ber í Geysishúsinu í Aðal- stræti. Sýningin er haldin í til- efni 25 ára afmælis Skýrslu- tæknifélags Islands og verður til sýnis tölvubúnaður og þróun hans á síðustu 25 árum. Þeirri þróun verður lýst með gömlum munum og nýjum og mun fylgja ýmis fróðleikur um notkun þeirra. Meðal sýningargripa verða m.a. gataspjaldavél sem nú heyrir sögunni til og Newton handtölva frá Apple sem sögð er vera vísir að tölvu framtíðar- innar. Þróun vélbúnaðar síðasta aldaríjórðung er einnig sýndur í máli og myndum. Skýrsluvél- ar ríkisins og Reykjavíkur- borgar og Póstur og simi munu kynna dæmi um þá þjón- ustu sem þeir veita ásamt því að standa fyrir sérstökum dag- skraratriðum. A sýningunni verður sérstök dagskrá hvern dag sem á að sýna eða lýsa notkun á ýmsum munum, jafnt nýjum sem göml- um. Meðal dagskráratriða sem verða auglýst sérstaklega má nefna að Ottó A. Michelsen og fleiri munu segja frá því hvernig gömlu tölvurnar voru notaðar, gerð kvikmyndarinnar Jurassic Park verður kynnt með aðstoð tölvu, sýnt verður hvernig tölvu- tæknin getur verið hjálpartæki fyrir fatlaða, íslenskra mennta- netið verður kynnt, en það bygg- ir á nýjustu tækni í tölvusam- skiptum, notkun tölvu við gerð tónlistar verður kynnt og loks verður hugbúnaðargerð kynnt sem ný útflutningsgrein. Ásamt Skýrslutæknifélaginu standa Árbæjarsafn og Þjóð- minjasafn að sýningunni. Dag- skráratriðin munu hefjast kl. 16.30 á virkum dögum og kl. 14.30 og 16 um helgar. Sýningin er annars opin virka daga frá kl. 9.00-18.00 og um helgar frá kl. 11.00-18.00. Að- gangur er ókeypis en síðasti sýningardagur verður 19. sept- ember. ýmis önnur atriði varðandi fram- kvæmdina. Gert er ráð fyrir að vaxtatekjur lífeyrissjóða verði ekki skattlagðar. Morgunblaðið/ SKILTI — Á myndinni má sjá Ágúst H. Rúnarsson, framkvæmda- stjóra Hótelvara og Hilde M. Schramm, forstjóra Letter-3 við undirrit- un samnings sem veitir Hótelvörum umboðsrétt á vörum Letter-3 í New York. Skiltagerð Hótelvörur sjá um New York HÓTELVÖRUR, heildsala með hótel- og hjúkrunarvörur, hafa samið við þýskt fyrirtæki, Lett- er-3, um markaðssetningu á inn- anhúss auglýsingaskiltum fyrir hótel og skrifstofubyggingar í New York. Um er að ræða nokk- urs konar vegvísa sem gera fólki auðveldara að rata innandyra í stórum byggingum. Hótelvörur hafa um nokkurt skeið verið með umboð fyrir þessar vörur í Fær- eyjum og á Grænlandi auk Islands. Skiltin frá Letter-3 eru sérhönnuð fyrir hvern einstakan viðskiptavin og hafa að sögn Ágústs H. Rúnars- sonar, framkvæmdastjóra Hótelvara, átt miklum vinsældum _að fagna í löndum Vestur-Evrópu. Ágúst sagði að Letter-3 hafi aðeins farið inn á Bandaríkjamarkað, nánar tiltekið Florída, en þó helst átt í viðskiptum í Asíu auk Vestur-Evrópu. „Austur- hluti Evrópu hefur tekið mikinn tíma í markaðssetningu fyrirtækisins und- anfarið og því hefur Bandaríkja- markaði ekki verið sinnt nægilega vel. Nú verður breyting þar á,“ sagði Ágúst. Tilkynning um útgáfu markaðsverðbréfa Fiskveiðasjóður íslands Útboð skuldabréfa í september 1993 1. flokkur 1993 kr. 600.000.000,- kr. sexhundruðmilljónir 00/100 Útgáfudagur: 2. september 1993 Gjalddagar: 2. september 2001 (árlegur innköllunarréttur frá og með 2. september 1998) Sölutímabil: 2. september - 31. desember 1993 Grunnvísitala: 3330 Vextir: 7,5% fastir Einingar bréfa: kr. 1.000.000 og kr. 10.000.000 Verðtrygging og ávöxtun: Ofangreind bréf eru verðtryggð mið- að við hækkun lánskjaravísitölu, Ársávöxtun, umfram verðtryggingu, er 7,51% á útgáfudegi. Söluaðilar: Landsbréf hf., Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, Kaupþing hf., Kringlunni 5, Reykjavík svo og afgreiðslustaðir sparisjóða, Landsbanka íslands, Búnaðarbanka íslands og Kaupþings Norðurlands hf. Skráning: Sótt hefur verið um skráningu skuldabréfanna á Verðbréfaþingi Is- lands. Umsjón með útgáfu: Kaupþing hf., Landsbréf hf. |P KAUPÞING HF LANPSBRÉF HF. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.