Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. SEPTÉMBER 1993 B 7 Sjónarhorn Evrópusamtök tækni- og verkfræðinga eftir Jón Vilhjálmsson, Egil Skúla Ingibergsson, Daða Ágústsson og Frosta Bergsson Á SIÐUSTU árum hefur sameiginlegur markaður ríkja Evrópubanda- lagsins verið ofarlega á baugi hjá flestum stofnunum og samtökum Evrópuríkja. Þar eru Evrópusamtök tækni- og verkfræðinga engin undantekning en þau hafa hafið veitingu sérstaks titils sem félags- menn aðildarfélaga þeirra geta sótt um og fengið ef þeir uppfylla vissar kröfur varðandi menntun og starfsreynslu. Evrópusamtök tækni- og verkfræðinga Hæfni tækni- og verkfræðinga Evrópusamtök tækni- og verk- fræðinga voru stofnuð árið 1951 en Tæknifræðingafélag íslands og Verkfræðingafélag íslands urðu að: ilar að samtökunum árið 1965. í daglegu tali er yfirleitt notuð skammstöfunin FEANI um þessi samtök (Féderation Européenne d’Associations Nationales d’Ingenie- urs) en þau hafa höfuðstöðvar í París. Alls eru 22 ríki þátttakendur í þessu samstarfi og er tilgangur þess m.a. eftirfarandi: — Að tryggja að evrópskir tækni- og verkfræðititlar séu viður- kenndir og að vernda þessa titla. Þetta er gert til að auðvelda tækni- og verkfræðingum að fara á milli landa innan og utan Evrópu til starfa. — Að standa vörð um og vekja faglegan áhuga tækni- og verk- fræðinga. — Að stuðla að sem bestri mennt- un og faglegum vinnubrögðum og að fylgjast reglulega með slíkum hlutum. — Að auka tengsl innan stéttarinn- ar, bæði í menntunarlegu og atvinnulegu tilliti, sérstaklega innan Evrópu. I þessum tilgangi hafa samtökin komið á fót lista þar sem félags- menn aðildarfélaga geta látið skrá ef þeir uppfylla vissar lágmarkskröf- ur. Atvinnurekstur Menntun tæknimanna er mismun- andi í Evrópuríkjunum og einnig mat á tæknimenntun. Slíkt þarf ekki að vera ókostur en það sem skiptir mestu máli að mati FEANI er fagleg hæfni tækni- og verkfræðinga. Að mati FEANI þurfa tækni- og verkfræðingar að hafa eftirfarandi til að bera: a. Skilning á tækni- og verkfræði- starfinu. Ábyrgð gagnvart fé- lögum sínum, vinnuveitendum, viðskiptavinum, þjóðfélaginu og umhverfinu. b. ítarlega þekkingu á lögmálum tækni- og verkfræðinnar grund- vallaða á stærðfræði, eðlisfræði og upplýsingatækni eins og við á í hverju fagsviði fyrir sig. c. Almenna þekkingu á því hvað teljast góð verkfræðistörf á þeirra fagsviði og hvað viðkem- ur eiginleikum, hegðun, fram- leiðslu og notkun hráefna, ein- inga og hugbúnaðar. d. Þekkingu á því hvernig nota má tækni á sínu sérsviði. e. Þekkingu til að nýta sér tækni- legar upplýsingar og statistikk. f. Getu til að þróa og nota tækni- leg líkön til að lýsa hegðun raun- verulegra hluta og kerfa. g. Hæfileika til að geta sett fram sjálfstætt tæknilegt mat byggt á vísindalegum athugunum og samantekt. h. Hæfileika til að vinna að verk- efnum sem tengjast mörgum fagsviðum. i. Þekkingu á starfsemi fyrirtækja og þeim lögmálum sem gilda . við rekstur þeirra og þá sérstak- lega að geta tekið tillit til tækni- legra-, fjármálalegra- og mann- legra þátta. j. Hæfileika á sviði munnlegra og skriflegra samskipta, þar á með- al að geta skrifað skýrar og skilmerkilegar skýrslur. k. Að geta notfært sér grundvall- aratriði góðrar hönnunar til að auðvelda framleiðslu, viðhald og gæði á hagkvæman hátt. l. Að vera móttækiiegur fyrir nýj- ungum á tæknisviðinu og að byggja ekki alltaf á hefbundnum leiðum heldur að vera tilbúinn til að þróa nýjar leiðir og að vera skapandi í starfi sínu. m. Hæfileika til að meta mismun- andi þætti, sem geta verið í andstöðu hver við annan, bæði til skemmri og lengri tímna litið og að finna út frá því bestu tæknilegu lausn á vandamálinu. n. Hæfileika til að geta tekið tillit til umhverfisþátta. o. Að vera fær um að nýta sér hæfileika og þekkingu annarra manna. p. Góða þekkingu á einu Evrópu- máli öðru en móðurmálinu. Kröfur sem gerðar eru til umsækjanda Um er að ræða tvenns konar við- urkenningu sem tækni- og verkfræð- ingar geta fengið hjá FEANI: — Skráning á grundvelli menntun- ar. — Skráning á grundvelli menntun- Clinton varpar byrð- inni á smáfyrirtækin BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, talar gjarna um „nýtt upphaf" í efnahagsmálunum en hvort stefna hans að því leyti mun rætast ræðst fyrst og fremst af gengi bandarískra smáfyrirtækja. Þegar helstu stór- fyrirtækin fækkuðu starfsfólki sínu úr 16',2 milljónum 1990 í 11,8 miHj- ónir nú, voru það fyrirtæki með færri en 100 starfsmenn, sem komu til bjargar. Það er líka sennilegt, að þessi sömu fyrirtæki hefðu að óbreyttu skapað flest nýju, vel launuðu störfin næsta áratuginn en nú þykir það ekki lengur sjálfgefið. Clinton getur ekki borið við nemni vanþekkingu. í kosningabaráttunni átti hann ekki nógu sterk orð til að lýsa mikilvægi smáfyrirtækjanna, þessari kjölfestu bandarísks efna- hagslífs, en samt þykir hann hafa valdið þeim töluverðum búsifjum. Það var fátt, sem gladdi hjörtu eigenda smáfyrirtækjanna, í fjárlög- um Clinton-stjórnarinnar. Hún bind- ur að vísu vonir við, að lægri íjár- magnstekjuskattur hvetji til aukinn- ar fjárfestingar í litlum en vænlegum fyrirtækjum og verði þannig til að skapa fleiri störf, tvær milljónir bara í Kaliforníu, en það gleymdi því ein- hver, að áhættuféð kemur aðallega frá lífeyrissjóðum og þeir eru hvort eð er undanþegnir fjármagnstekju- skatti. Auknir skattar — færri starfsmenn Skattahækkanirnar í fjárlögunum koma auk þess illa við litlu fyrirtæk- in. Meira en helmingur þeirra telur nú fram með líkum hætti og einstakl- ingar og verði hagnaður þeirra meiri en sem nemur 18 milljónum kr., sem ekki er óalgengt, hækkar skattpró- sentan úr 31% í nærri 40%. Vel rek- ið fyrirtæki með 1,4 milljarða kr. í árlegri sölu þarf að borga 7,2 millj. kr. meira í skatta — nóg til að fjölga starfsmönnum um tvo eða þijá. Af því verður nú ekki. Ofan á allt þetta bætist enn meiri ógnun við smáfyrirtæki í Bandaríkj- unum: Fyrirhugaðar umbætur í heil- brigðis- og tryggingakerfinu. Það er eitt aðalatriðið í tillögum forsetafrú- arinnar, Hillary Clintons, að öllum fyrirtækjum, stórum og smáum og án tillits til fjárhagsstöðu, verði gert að kaupa sjúkratryggingu fyrir starfsmenn sína. Flest fyrirtæki, sem hafa 100 starfsmenn eða fleiri, bjóða upp á einhveija tryggingu af þessu tagi en aðeins þriðjungur fyrirtækja með níu manns í vinnu eða færri. Hvað er „réttlátt"? Það eru þrjár meginröksemdir fyr- ir því, að fyrirtækin bjóði sjúkra- tryggingu. Sú fyrsta er, að frá 1945 hafa bandarísk stórfyrirtæki annast sjúkratrygningar starfsmanna sinna og því er auðveldast að láta trygging- amar ná til sem flestra með því að segja smáfyrirtækjunum að gera það einnig. Önnur er, að sum smáfyrir- tækjanna eru utan við kerfið að því sagt er og því þykir réttlátt, að reynt sé að ná til þeirra með þessum hætti. Þriðja ástæðan er pólitísk. Kjósend- um fellur betur, að kostnaðurinn skuli lenda hjá fyrirtækjunum fremur en þeim, sem ættu að greiða hann. Fyrsta og önnur röksemdin eru að sumu leyti góðar og gildar og eðlilegt er, að mönum þyki réttlátt, að sem flestir séu tryggðir. „Réttlæt- ið“ getur þó alls ekki þýtt, að vinnu- veitendur eigi að borga brúsann. Bandarískir skattborgarar munu raunar hvort eð er borga kostnaðinn við umbæturnar á endanum. Vanmetinn kostnaður Ef bandarísk smáfyrirtæki verða að greiða háan sjúkratrygginga- kostnað ofan á hærri skatta munu mörg þeirra fara yfir um og þar með hundruð þúsunda starfa. Clinton- stjórnin lofar, að sjúkratrygginga- kostnaðurinn verði aldrei meiri en 3,5% af launakostnaði en líklega hefur hún vanmetið kostnaðinn við að koma 35 milljónum ótryggðra manna inn í kerfið. Hættan við kerfi af þessu tagi er sú, að kröfur á hendur því vaxa en minnka ekki. Clinton-stjórnin virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hún geti ekki fjármagnað stefnu sína í heilbrigðismálum nem með því að ráðast gegn smáfyrirtækjunum en geri hún það, er hætt við að hún skaði verulega þessa merkilegustu uppsprettu nýrra starfa í veröldinni. (Heimild: The Economist) VIÐURKENNINGARSKJÖL — Á myndinni eru tveir höfundar greinarinnar, Frosti Bergsson og Jón Vilhjálmsson, með FEANI viðurkenningaskjöl sín, en nú þegar hafa 8 íslendingar sótt um og fengið titilinn „Euroengineer". ar og starfsreynslu sem veitir EUR ING-titilinn. Til að vera skráður á grundvelli menntunar þarf nám umsækjanda að vera að lágmarki eftirfarandi: B + 3U B: Menntaskólanám eða sam- bærilegt nám sem iýkur með fullgildu prófi við 18 ára aldur eða síðar. U: Eitt ár af fullgildu námi á háskólastigi sem viðurkennt er af FEANI og er að finna í lista þeirra yfir fullgiit nám. Til að vera skráður á grundvelli menntunar og starfsreynslu þarf slíkt að hafa staðið að minnsta kosti í full 7 ár að uppfylltu eftirfarandi: B + 3U + 2(U og/eða T og/eða E) + 2E B og U tákna það sama og áður en um aðra þætti giidir eftirfarandi: T: Eitt ár af starfsþjálfun sem er skilgreind af og undir umsjón viðkomandi skóla á háskólastigi sem hluti af menntun hans. E: Eins árs starfsreynsla af tækni- og verkfræðistörfum sem viður- kennd er af FEANI. Það er hugsánlegt að aðilar með menntun frá öðrum skólum eða námsbrautum en þeim sem fram koma í lista FEANI geti fengið skráningu hjá FEANI en meta þarf' hvetja slíka umsókn sérstaklega og SMÁFYRIRTÆKI - Clinton hyggur gott til glóðar- innar. MIRO-TÆKNI MIRO 15“, 17“, 20“ og 21“ Trinitron skjáir. Upplausn allt að 1408 x 1024. Lárétta tíðni allt að 85kHz MIRO skjáspjöld fyrir PC/AT og MACINTOSH - tölvur. li/IIRO reklar fyrir öll CAD-, Windows-, umbrots- og MultiMedia forrit. Litafjöldi frá sv/hv upp í 16,7 millj. í Kágæða uppiausn. CAD-kerfið, Bíldshöfða 14, sími/fax: 91-676911. í flestum tilvikum verður umsækj- andi að vera að minnsta kosti 35 ára. Endurnýjun skráningar EUR ING-titillinn er veittur til æviloka nema ef viðkomandi brýtur siðareglur FEANI, en þær fylgja hér með. Skráningu hjá FEANI verður aftur á móti að endurnýja á fimm ára fresti og er það gert til að koma í veg fyrir að upplýsingar í henni úreldist. Á þann hátt er hægt að lagfæra heimilisföng og taka út látna félaga. Þeir sem áhuga hafa á skráningu hjá FEANI eða EUR ING-titlinum geta fengið upplýsingar um umsókn- areyðublöð á skrifstofum Tækni- fræðingafélags íslands og Verk- fræðingafélags íslands. Einungis félagsmenn þessara samtaka geta látið skrá sig hjá FEANI á vegum samtakanna. Höfundar eru stjórnarmenn í FEANI nefndinni á íslandi. CITIZEN Citizen 120D+ 9 nála nótuprentari Citizen Swift 90 9 nála titaprentari Citizen Swift 240 24 nála litaprentari i^Tæknival Skeifan 17, sfmi 681665 Umboðsaðiii fyrir Citizen prentara og rekstrarvörur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.