Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 Námsbókaútgáfa Útgefendur vilja komast inn á grunnskólamarkaðinn Mál og menning eykur stöðugt hlutdeild sína í útgáfu fyrir framhaldsskóla Morgunblaðið/Kristinn NAMSBOKAFLOÐIÐ — Nemendur við framhaldsskóla landsins eru þessa dagana að útvega sér námsbækurnar fyrir veturinn. Ýmsar breytingar hafa orðið á þessum markaði undanfarin ár, meðal annars er meira í bækurnar lagt, myndskreytingar hafa aukist og hlutur íslenskra bóka fer ört vaxandi. NÚ ERU skólar landsins að hefj- ast aftur eftir sumarleyfi og marg- ir nemendur farnir að huga að bókakaupum. Innlend námsbóka- útgáfa hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum og um leið hefur efnið sjálft breyst. Meira er lagt í þessa útgáfu nú en áður, myndskreytingar af ýmsu tagi hafa aukist og efnið er alltaf að verða fjölbreyttara. Um Ieið hafa kröfurnar farið vaxandi, eins og til annars prentaðs efnis og hefur það að einhveiju leyti komið fram í auknum kostnaði við útgáfuna. Á námsbókamarkaðnum hefur Mál og menning aukið umsvif sín á undanförnum árum umfram önnur forlög, einkum í útgáfu fyr- ir framhaldsskóla. Sum hinna for- laganna gefa nokkuð út af bókum af þessu tagi, en hafa ekki lagt jafn mikla áherslu á þennan þátt. Námsgagnastofnun gefur út lang stærstan hiuta þess efnis, sem kennt er í grunnskólum en stofn- unin hefur þá lagaskyldu, að sjá grunnskólanemendum fyrir náms- efni. Onnur forlög hafa átt sam- starf við stofnunina um útgáfu fáeinna bóka og í samtölum við forsvarsmenn þeirra kemur fram talsverður áhugi á því að komast í auknum mæli inn á þann markað. Hjá nemendum á framhaldsskóla- og háskólastigi er bókakostnaður umtalsverður. Lausleg könnun, sem gerð var af DV síðasta haust, leiddi til dæmis í ljós, að framhaldsskóla- nemendur á bóknámsbrautum, sem keyptu allar sínar bækur, þurftu að jafnaði að veija um 40 þúsund krón- um til bókakaupa. Margir nemendur eiga þess að vísu kost að fá bækur lánaðar hjá eldri nemendum, vinum eða ættingjum, eða kaupa þær notað- ar, en þrátt fyrir það er hér um afar stóran markað að ræða, enda úreld- ast bækur í allmörgum kennslugrein- um á skömmum tíma og kennarar eru vakandi fyrir nýjungum. Nokkur hluti bókanna er erlendur, en hlutur íslensku bókanna fer sífellt vaxandi. Vaxandi þáttur í starfsemi Máls og menningar Halldór Guðmundsson, útgáfu- stjóri Máls og menningar, segir að námsbókaútgáfa sé vaxandi þáttur í starfsemi fyrirtækisins. Fyrirtækið sé allöflugt á þessu sviði, einkum hvað varðar útgáfu fyrir framhalds- skóla. „Mér hefur sýnst," segir hann, „að þessi markaður sé ekki eins stöð- ugur og margir kunna að halda. Ef til dæmis er litið til síðustu tíu ára hafa átt sér stað ýmsar breytingar. Þannig hafa kröfur bæði kennara og nemenda stóraukist, til dæmis varð- andi myndefni. Þá eru gerðar sífellt meiri kröfur um að efnið sé tilrauna- kennt áður en það er sett á markað. Bækurnar eru líka í auknum mæli skrifaðar af kennurum á viðkomandi sviðum eða i samvinnu við þá. Al- mennt má því segja að fólk sé meðvit- aðra um efnið en áður. Þá hefur sú breyting einnig átt sér stað, að kennslubækurnar eru i auknum mæli íslenskar. Það er alltaf nokkuð um þýðingar en mikill meirihluti bók- anna er nú hins vegar íslenskur. Sá mikli vöxtur, sem hefur verið í út- gáfu íslenskra námsbóka, leiðir líka til þess að kennarar geta nú valið milli íslenskra bóka í nokkrum helstu námsgreinunum." Óvenju vel þekktur markaður Að sögn Halldórs er skólabóka- markaðurinn á margan hátt frá- brugðinn almennum markaði fyrir bækur. „Markaðurinn er auðvitað óvenju vel þekktur og sölutíminn er líka afmarkaður. Nær öll salan á sér stað í september og svo upp úr ára- mótum. Um leið er þessi markaður ólíkur þessum svokallaða jólabóka- markaði að því leyti, að útgefandi sér strax hvort bók, sem gefín er út í jólabókaflóðinu, selst eða ekki. Það er hins vegar nauðsynlegt að gefa kennslubókunum að minnsta kosti ár til að sjá hvort þær seljast. Menn þurfa að ætla sér lengri tíma með þær,“ segir Halldór Guðmundsson. Minnkandi þáttur í starfsemi Iðunnar Jón Karlsson, framkvæmdastjóri Iðunnar, segir að útgáfa námsbóka sé minnkandi þáttur í starfsemi fyrir- tækis síns, þótt útgefnum titlum hafi í sjálfu sér ekki fækkað. „Við höfum ekki beitt okkur svo heitið geti á þessum markaði undanfarin sjö eða átta ár. Þetta er auðvitað stór markaður en það er nú þannig að forlögin velja sér mismunandi svið sem lögð er áhersla á og við höfum ekki lagt sérstaka áherslu á þennan þátt. Við höfum samt alltaf gefíð eitthvað út af námsbókum, aðallega fyrir framhaldsskóla, og munum halda því áfram. Hins vegar höfum við staðið í útgáfu orðabóka, sem auðvitað nýtast nemendunum, þótt ekki sé um eiginlegar kennslu- bækur að ræða.“ Talsvert áhættusöm útgáfa Jón bendir eins og Halldór Guð- mundsson á, að á undanförnum árum hafi átt sér stað allnokkrar breyting- ar á námsbókaútgáfunni. „Það er meira Iagt í bækurnar nú en áður. Kröfurnar sem gerðar eru í þjóðfé- laginu til prentaðs máls, eru alltaf að aukast og það á líka við um námsbækurnar. Myndlýsingin hefur þannig aukist til muna. Þetta hefur svo aftur að sjálfsögðu áhrif á bóka- verðið." Hann segir að kennslubókaútgáfa sé töluvert áhættusöm. Fáeinar stofnbækur í helstu námsgreinunum standi undir útgáfunni, en hins vegar sé tap á fjölmörgum öðrum. Þá beri líka að líta til þess, að þessar bækur seljist yfirleitt á löngum tíma. 60 til 80 nýir titlar árlega hjá N ámsgagnastof nun Lögum samkvæmt á Námsgagna- stofnun að sjá öllum grunnskólanem- endum fyrir námsgögnum, þeim að kostaðarlausu. Á hveiju ári gefur stofnunin út 60 til 80 nýja titla. Tryggvi Jakobsson, útgáfustjóri námsefnis, segir að þar sé um afar misjafnlega viðamikla útgáfu að ræða, sumt sé hálfgert smælki en í öðrum tilvikum sé um að ræða veru- lega metnaðarfullar bækur. Þá megi geta þess, að verulegur hluti útgáfu stofnunarinnar séu endurútgáfur og endurprentanir eldri kennslubóka. Segja megi að eftir því sem framboð á efni aukist fari þörfin á endurút- gáfu líka vaxandi. Tryggvi segir að Námsgagna- stofnun hafí að langmestu leyti séð sjálf um útgáfu efnis fyrir grunn- skóla og hafi hún tekið við því hlut- verki af Ríkisútgáfu námsbóka. „Stofnunin hefur hins vegar í ein- stökum tilfellum átt samvinnu við bókaforlög á hinum almenna mark- með nýju ári. Talsmenn fyrirtækja, sem hafa milligöngu um og annast viðskipti með ál, segja, að framkvæmd inn- flutningstakmarkananna sé í mesta skötulíki. Nefna þeir sem dæmi, að Þjóðveijar hafí þegar sett ákveðnar reglur um þær enn ítalir aftur á móti leyfi en ótakmarkaðan innflutn- ing á rússaáli. Alan Bekhor, fram- kvæmdastjóri Trans-World Metals, sem er einna stærst í rússaálinu, segir, að tilgangsleysi þess að tak- marka viðskipti með vöru eins og ál sjáist best á því, að síðan tilkynnt var um takmarkanirnar 7. ágúst sl. hafi verðið fallið um 30 dollara á tonn. Af þessum 60.000 tonnum, sem fiytja má til EB-ríkja út nóvember, méga 25.210 tonn fara til Þýska- lands; 24.552 til Hollands; 5.778 til Ítalíu; 1.548 til Spánar; 1.254 til Belgíu og Luxemborgar; 762 tonn til Bretlands; 454 tonn til Grikk- aði um útgáfu bóka. Til dæmis var nýlega gefín út kennslubók í sögu í samvinnu við Mál og menningu. Al- mennt má segja að við höfum verið í ágætu sambandi við forlögin. Við verðum hins vegar stundum varir við það, að ýmsum úti í skólunum þykir súrt í broti að eiga þess ekki kost að velja efni frá öðrum aðilum en okkur. Við því hefur verið brugðist undanfarin þijú ár með því að veita ákveðnum hluta af fjárveitingum hvers árs til kaupa á slíku efni. Sú upphæð var fyrstu tvö árin um 20 milljónir króna en lækkaði nokkuð í ár. Samtals hefur árlegt framlag rík- isins til starfsemi okkar verið milli 220 og 260 milljónir króna. Þó að lands; 306 til Portúgals; 48 til Frakk- lands og ekkert til Danmerkur og írlands. Þegar álið er komið til við- komandi landa má hins vegar flytja það á milli. Verðbreytingar í austurvegi Alan Bekhor heldur því fram, að innflutningstakmarkanirnar muni hitta EB-ríkin sjálf fyrir og bendir á, að álnotkun þeirra sé um fjórar milljónir tonna á ári en eigin fram- leiðsla þeirra ekki nema tvær millj- ónir tonna. Þá segir hann einnig, að útreikningar EB á niðurgreiðslum í austurvegi séu byggðir á úreltum tölum. Verð á súráli eystra hafi nú venð gefið fijálst og það sé einnig að gerast með raforkuna smám sam- an. Þá hafi flutningskostnaður hækkað verulega. Nú kosti það 25 dollara að flytja hvert áltonn frá bræðslum í Síberíu til strandar én hafí ekki kostað nema einn dollara þessi kvóti til kaupa á bókum frá öðrum forlögum sé ekki stór þá hef- ur þetta þó opnað ákveðna Vnögu- leika. Hins vegar hafa útgefendur ekki sýnt mikil viðbrögð við þessari breytingu enn sem komið er,“ segir Tryggvi. Utgefendur áhugasamir um grunnskólamarkaðinn Að sögn Halldórs Guðmundssonar hefur Mál og menning gefið dálítið út í samstarfi við Námsgagnastofnun en mest gefi hún út sjálf. „Ég held hins vegar að það væri bæði hægt að auka framboð bóka fyrir grunn- skóla og bæta efnið með því að gefa fleiri aðilum kost á að gefa út fyrir þennan markað. Það er í sjálfu sér ekki eðlilegt að ein stofnun sitji alfar- ið að honum. Hins vegar held ég, að það sé óhjákvæmilegt á svona litl- um og sérhæfðum markaði að ríkið styðji við útgáfuna með einhveijum hætti. Það er alveg ljóst, að minnsta kosti með sérhæft kennsluefni, að það gengur ekki að láta lögmál mark- aðarins ein gilda.“ Jón Karlsson segist telja sjálfsagt að stofnun á vegum hins opinbera tengist útgáfu námsbóka. „Hins veg- ar væri eðlilegra að mínu mati að slík stofnun beitti sér aðallega á sviði rannsókna og þróunar en léti öðrum eftir að sjá um útgáfuna sjálfa,“ seg- ir hann. Ekki ástæða til breytinga Tryggvi Jakobsson hjá Náms- gagnastofnun segir að núverandi fyrirkomulag hafi vissulega bæði kosti og galla. „Helsti gallinn er kannski sá að stofnunina skortir ein- hvers konar eftirlit eða aðhald frá aðila utan stofnunarinnar. Ég hef hins vegar ekki sannfærst um að það henti betur að taka upp annað fyrir- komulag í grundvallaratriðum en er fyrir hendi í dag. Við búum í litlu samfélagi og markaðurinn fyrir námsefni er lítill. Það mætti kannski auka framboð af efni í nokkrum höfuðgreinum með því að breyta Námsgagnastofnun í eins konar inn- kaupastofnun, en í heildina er hætt við að fjölbreytni myndi minnka í sérhæfðari greinum. Það myndi svo aftur leiða til þess að Námsgagna- stofnun yrði að gefa það efni út og þá má_ spyija til hvers breytingin væri. Ég tel að ef menn ætla að uppfylla þá lagalegu skyldu að út- vegá grunnskólanemendum náms- gögn þeim að kostnaðarlausu, þá sé núverandi kerfi þjóðhagslega hag- kvæmara," segir Tryggvi Jakobsson að lokum. meðan Sovétríkin voru við lýði. Bekhor segir, að álútflutningur samveldisríkjanna hafi náð jafnvægi eða stöðvast við eina milljón tonna auk þess sem markaðssetningin hafi tekist svo vel, að nú fari meginpart- urinn annað en til EB, aðallega tii Japans og Bandaríkjanna. Reynolds sker niður um 21% Um miðjan ágúst tilkynntu Reyn- olds Metals í Bandaríkjunum, að það ætlaði að minnka álframleiðslu sína um 88.000 tonn, en tilkynningin hfði þó lítil sem engin áhrif á heimsmark- aðsverðið. Er ástæðan sú, að vitað var, að Reynolds ætlaði að skera niður en niðurskurðurinn reyndist svo minni en búist hafði verið við. Þegar hann kemur til framkvæmda í október hefur Reynolds minnkað framleiðsluna um 209.000 tonn alls eða 21% en framleiðslugetan er 991.000 tonn. Þessi ákvörðun Reynolds er samt góð tíðindi fyrir áliðnaðinn. „Því minni sem framleiðslan er, því fyrr mun verðið hækka,“ segir Angus MacMillan, frammámaður hjá Royal Dutch/Shell. „Það er hins vegar mjög mikilvægt, að framleiðendur haldi aftur af sér þegar verðið fer að hækka á næsta ári.“ Innflutningur Umdeildar takmarkanir EB Allt bendir til að álverðið fari hækkandi á næsta ári TAKMARKANIR Evrópubandalagsins, EB, við innflutningi áls frá Rússlandi og öðrum samveldisríkjum eru nú komnar til framkvæmda og hefur ríkjunum verið úthlutaður ákveðinn innflutningskvóti. Honum er þó mjög misskipt því að af 60.000 tonnum alls til nóvemberloka fá Þjóðveijar og Hollendingar bróðurpartinn, önnur ríki lítið og sum ekkert. Heimsmarkaðsverð á áli er enn mjög lágt þrátt fyrir samdrátt í framleiðslu víða, til dæmis hjá Reynolds Metals, næststærsta álfram- leiðanda í Bandaríkjunum, en flestir telja víst, að verðið muni hækka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.