Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 8
 VIÐSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 Verslun Grípandí gluggaútstíllingar Rætt við útstillingahönnuði Habitat sem telja mörgu ábótavant í gluggaútstillingum hér á landi ÚTSTILLINGAR í verslunum eru áfkaflega misjafnar og á með- an sumar þeirra virkilega laða að viðskiptavini hrekja aðrar væntanlega viðskiptavini á brott. En hvað er það sem gerir gæfu- muninn? Þeir sem svarað geta því eru æ fleiri Islendingar sem farið hafa til útlanda til að læra útstillingahönnun og koma heim titlaðir sem útstillingahönnuðir. Morgunblaðið ræddi tvær ungar konur sem eru útstillingahönnuðir hjá Habitat, en sú verslun hefur vakið athygli fyrir fallegar og fagmannlegar útstiilingar. UTSTILLIIMGAHONNUÐIR — Þær Aðalheiður Gylfadóttir og Svava Grímsdóttir eru báðar starfandi sem útstill- ingahönnuðir í versluninni Habitat. Myndin er tekin af þeim inni í versluninni, en Habitat hefur vakið athygli fyrir fallegar og frum- legar útstillingar. Þær Aðalheiður Gylfadóttir og Svava Grímsdóttir, útstillinga- hönnuðir sem báðar vinna hjá Habitat, sögðu að íslenskar versl- anir legðu nú meiri áherslu á út- stillingar sínar en fyrir áratug eða svo. Aðalheiður lærði í Bretlandi og Svava í Danmörku en nokkur fjöldi íslendinga hefur farið í nám í útstillingahönnun. Aðeins hluti þeirra skilar sér út í atvinnulífið og margir þeirra sinna útstilling- hönnun aðeins að hluta með öðr- um störfum. Aðalheiður og Svava segja enn færri útstillingahönnuði starfa sjálfstætt þar sem markað- urinn sé svo bundin við ákveðin tímabil, svo sem jól og páska, en minna að gera þess á milli. „Það hefur kannski líka sitt að segja að þetta er mjög vanþakklát vinna. Margir kaupmenn vilja fá mikið fyrir lítið. Útstillingin á að vera glæsileg en má ekki kosta mikið,“ sagði Svava. Litlir og grunnir gluggar Enn eru ekki margar verslanir á íslandi sem hafa lærða útstill- ingahönnuði í föstu starfi, en þær Aðalheiður og Svava nefndu versl- anir eins og IKEA, Hagkaup og Húsasmiðjuna. Margir verslunar- eigendur reyndu hins vegar að gera þetta sjálfir og sögðu þær að mjög auðvelt væri að sjá hvort fagmaður hefði séð um útstilling- una eða ekki. Um hvað væri helst ábótavant hjá íslenskum verslunum sögðu þær glugga oft of litla og grunna og ekki væri nógu mikið gert fyr- ir „andlit“ verslana, þ.e. umhverf- ið að utan og við innganginn. Oft væri uppröðun í búðum einnig skipulagslaus og það vildi gleym- ast að stilla þeirri vöru sem væri árstíðabundin á áberandi staði þegar hún væri vinsæl. Röng kreppuviðbrögð Aðalheiður sagði athygli vekja að nú þegar kreppti að væru út- stillingar og auglýsingar eitt það fyrsta sem íslensk fyrirtækin drægju úr kostnaði við. Hún sagð- ist hafa kynnst þveröfugum við- brögðum í Bretlandi þar sem enn meiri áhersla væri lögð á útstill- ingar til að laða viðskiptavini til verslananna þegar samdráttar gætti. „Islendingar líta allt öðrum augum á þetta én gert er víða erlendis. Eg vann um tíma í Selfridges á Oxford Street og um leið og talað var um kreppu var helmingi meiri áhersla lögð á út- stillingar þar sem talið er að þær hafí sömu áhrif og auglýsingar. Sagt er að ef búðin er ekki í lagi þá er alveg eins gott að sleþpa auglýsingum." Aðalheiður sagði búðir oft verða varar við áþreifanlega aukna veltu þegar þær hefðu gert átak í útstillingarmálum sínum og sagðist hún þekkja dæmi þess að velta verslunar hefði aukist um helming vegna þess. Jólaglugginn skipulagður í janúar Um hvernig íslenskar verslanir væru í samanburði verið erlendar sögðu þær það vera mjög mis- jafnt. Erlendar stórverslanir gætu sett miklar upphæðir í að skapa ákveðna stemmingu og það þekkt- ist að vangaveltur hæfust um jó- laútstillingu ársins í janúar! Einn- ig þekkist það í stórum verslunum erlendis að settar væru upp leik- piyndir úr þekktum ævintýrum í verslununum og þegar gesti koma í verslunina ganga þeir inn í ævin- týrið. Þetta væri vissulega kostn- aðarsamt en fyrir þessu hefði hefð og þannig skapaðist skemmtilegt andrúmsloft. Svava og Aðalheiður sögðu hins vegar að skemmtilegar útstilling- ar þyrftu þó ekki alltaf að kosta mikið og t.d. væri mjög sniðugt fyrir búðir að koma sér upp litlu stúdíói, eiga t.d. nóg af málningu, ódýr efni sem hægt er að búa til hitt og þetta úr o.fl. Einnig hafa verið haldin námskeið til að kenna fólki útstillingar. Það væri af hinu góða þó vissulega gætu verslunar- eigendur eða aðrir ekki orðið fullnuma í slíku á nokkrum vikum. Sótt til Bretlands Reglulega eru haldnar alþjóð- legar sýningar í útstillingum og að sögn Aðalheiðar er mikill mun- ur á hvaða áherslur fulltrúar frá ólíkum löndum hafa. „Japananir búa t.d. sérstaklega til gínur fyrir eitt ákveðið tilefni. Þjóðverjar eru mjög nákvæmir og allt þarf að vera fullkomið en Bretar leggja meiri áherslu á húmorinn. Varla er hægt að segja að íslendingar hafi ákveðinn stíl og hér í Habitat reynum við að fylgja línunni sem er í smærri búðunum í Bretlandi." Fólk Starfsmaður Iðntæknistofn- unar á Akureyri MKRISTJÁN Björn Garðarsson hefur verið ráðinn til starfa fyrir Iðntæknistofnun Islands, með að- setur á Akureyri. Kristján starfaði sem iðnráðgjafí og framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra 1991-1993. Hann er fæddur 1953 og lauk B.Sc. prófi í rekstrar- verkfræði frá Aalborg Universit- etscenter í Alaborg árið 1989 og M.Sc. prófi í iðnaðarverkfræði frá Bradley University, Illinois, Bandaríkjunum árið 1991. Kristján er kvæntur Helgu Alfreðsdóttur og eiga þau þijú börn. Fjölmiðlun Turner til Hollywood TED Turner, stofnandi Cable News Network eða CNN-sjón- varpsstöðvarinnar, hefur loksins látið gamlan draum sinn rætast og ráðist til inngöngu í Holly- wood. Það gerði hann með því að kaupa tvö kvikmyndaver, Castle Rock Entertainment og New Line Cinema, fyrir 672 milljónir dollara í reiðufé og hlutabréfum. Mun Turner eða fyrirtæki hans, Turn- er Broadcasting System, TBS, einnig taka við skuldum kvik- myndaveranna, 170 milljónum dollara. Rekstur þessara tveggja vera hef- ur gengið vel og þau munu því gefa Turner tækifæri til aukinna umsvifa í skemmtanaiðnaðinum. Castle Rock hefur framleitt vinsælar myndir á borð við In the Line of Fire og A Few Good Men. New Line er þekkt fyrir ódýrar kvikmyndasyrpur eins og Teenage Mutant Ninja Turtles og Nightmare on Elm Streét en hef- ur auk þess gert metnaðarfyllri myndir eins og Glengarry Glen Ross. T o r g i ð „Æðislegir" íslendingar HÆTT er við að ýmsum viðskipta- vinum hins nýja pizzustaðar, Dom- ino's Pizza, hafi brugðið nokkuð í brún við samskiptin þar sem þjón- ustulund starfsfólks er slík að varla þekkjast sambærileg dæmi hér á landi. Símsvörunin er til fyrirmynd- ar og kurteisi sendlanna einstök. í sjálfu sér ætti það ekki að vera í frásögur færandi að starfsfólk fyrirtækis sem skipt er við komi fram þannig að viðskiptavinurinn . sé ánægður með þjónustuna. Því miður hefur það hins vegar verið þannig hér á landi að starfsmenn fjölmargra fyrirtækja virðast telja sig vera að gera viðskiptavinum persónulega greiða með því að afgreiða þá. Þrátt fyrir að menn virðist hafa verið að vakna til vit- undar um mikilvægi slíkra þátta í ímynd fyrirtækja, hefur það samt ekki komið nægilega vel fram í framkvæmdinni. Athyglisvert verður að fylgjast með hvaða áhrif innreið alþjóð- legra fyrirtækja, líkt og Domino’s, hefur á verslunar- og viðskiptalíf hér á landi og þ.á.m. hvort starfs- menn fyrirtækja hér á landi muni í auknum mæli læra þá list að sýna eðlilega þjónustulund. Múgæsing Ýmislegt annað hefur vakið at- hygli á pizzumarkaðnum að undan- förnu þar sem svo virðist sem ein- hvers konar „pizzu-æði" hafi gripið landann. Mikill fjöldi pizzustaða hefur verið settur á laggirnar und- anfarna mánuði og virðist þar ekk- ert lát á. Þetta minnir um margt á margumtöluð fiskeldis- og loð- dýraævintýri þjóðarinnar. í því sambandi vaknar upp sú spurning hvort íslendingar séu það ófrjóir í hugsun að þeir verði að apa upp eftir náunganum ef vel tekst til eða hvort eitthvað annað búi að baki slíkri „múgæsingu", líkt og virðist hafa gripið um sig á pizzumarkaðn- um. Ekki er nóg með að pizzu- stöðunum skjóti upp líkt og gorkúl- um heldur virðast þeir nú flest all- ir fara sömu leið til að laða til sín viðskiptavini. í fyrstu var aðalgul- rótin sú að viðskiptavinirnir fengu fría heimsendingarþjónustu og lögðu pizzustaðirnir mikla áherslu á að taka það upp hver eftir öðr- um. Til eru dæmi um að pizzastað- ir hafi jafnvel auglýst sem svo að þeir sendu pizzur heim til við- skiptavina án endurgjalds. Ef menn hins vegar kæmu og næðu í pizzurnar sjálfir fengju þeir nokk- ur hundruð króna afslátt af vör- unni. Hvað er þetta annað en orða- leikur og til þess eins að gera lítið úr viðskiptavininum, sem auðvitað er með þessu fyrirkomulagi sjálfur að greiða fyrir heimsendingarþjón- ustuna? Annað „auglýsinga-æði“ pizzu- staða er að nokkrir þei.rra hafa auglýst að undanförnu að pizzan sé komin heim í hús innan 30 mín- útna frá pöntum og skiptir litlu hvort viðkomandi pizzustaður hafi burði til að fylgja því sómasamlega eftir eða ekki. Sé farið yfir 30 mín- útna mörkin fæst pizzan ókeypis. Þannig eru dæmi um að viðskipta- vinir hafi fengið sendar heim hálf- hráar pizzur frá stöðum sem eðli- lega leggja sig alla fram við að uppfylla þessi ákveðnu tímamörk. Jafnframt hefur komið fram í fjöl- miðlum að pizzusendlar hafa lent í umferðaróhöppum vegna flýtis- ins. Væri ekki nær að einhverjir pizzustaðir legðu áherslu á að vera með ódýrari pizzur, hollari pizzur, fjölbreyttari pizzustærð eða eitt- hvað annað sem getur skipt neyt- andann máli, og unnið sér þannig sérstöðu á markaðnum? Skyndibitamarkaðurinn hefur ekki verið ýkja hátt skrifaður né vakið mikla athygli í íslensku við- skiptalífi fram að þessu en ákaf- lega fróðlegt hefur verið að fylgj- ast með pizzumarkaðunum að undanförnu. Hér hefur verið gagn- rýnt hversu einsleit og ófrumleg samkeppnin hefur verið, en á móti má segja að hún hefur verið hörð og almennt neytendum í hag. Væntanlega má ýmislegt læra af þessu nýjasta „fiskeldis-ævintýri" þjóðarinnar og fróðlegt verður að fylgjast með framþróuninni á þeim markaði og ekki síst hvaða „æði" tekur við í viðskiptalífinu þegar þessu slotar. ÁHB/HKF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.