Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINN1ILÍF FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 B 5 Fyrirtækjanet Samkeppnisstaðan bætt með markvissu samstarfi 14 umsóknir hafa hlotið samþykki í verkefninu Fyrirtækjanet og á bak við þær standa 94 fyrirtæki. FJÖGUR fyrirtækjanet eru nú komin af stað í verkefninu Fyrirtækjanet sem nokkur samtök atvinnulífsins standa að og hófst formlega í mars á síðasta ári. Markmið Fyrirtækja- neta er að stuðla að auknu og markvissara samstarfi ís- lenskra fyrirtækja í þeim tilgangi að auka samkeppnis- stöðu þeirra og að sögn Kristjáns Jóhannssonar, kynningar- stjóra hjá Eimskip, sem er formaður verkefnisstjórnar Fyrirtækjaneta, hefur gengið vel að ná því markmiði fram. Hann sagði þó að eðlilega tæki sinn tíma að samræma störf nokkurra mismunandi fyrirtækja í einum hópi, en nú eru alls 94 fyrirtæki og stofnanir á meðal þeirra 18 fyrirtækja- neta sem hlotið hefðu samþykki verkefnisstjórnar. I árslok 1989 hafði Vinnuveit- endasamband íslands frumkvæði að því að kynna hér á landi nýja aðferðafræði til að auka samstarf fyrirtækja. Formlegu verkefni í þá átt var hrint í framkvæmd í mars 1992. Þau samtök sem standa að Fyrirtækjanetum eru, auk Vinnu- veitendasambandsins, Alþýðusam- band Islands, Félag íslenskra iðn- rekenda, Landssamband iðnaðar- manna og Útflutningsráð íslands. Þá komu ýmsir sjóðir atvinnulífsins til sögunnar varðandi fjármögnun. Fjármögnun á hvert fyrirtækja- net sem verkefnið styrkir er að hámarki 1.200 þúsund krónur. Mat Excel 4.0 13. -17. sep. kl. 16-19 eða 27. sept. -1. okt. kl. 9-12 ClarisWorks 2.0 13. • 17. september kl. 9-12 FileMaker Pro 2.0 20. - 24. september kl. 9-12 PageMaker 4.2 Macintosh og Windows: 20. - 24. sept kl. 9-12 Macintosh f. byrjendur 6. -10. sepL kl. 9-12 eOa 20. -24.11.16-19 eða 13. - 27. kl. 19:30-22:30 Windows 3.1 8. -10. sepL kl. 9-12 eða 20. - 22. sept. kl. 16-19 eða S 15. - 22. sept. k!.19:30-22:30 l Word ritvinnsla 13. -17. sept. kl. 13-16 eða 27. sep. • 1. okt. kl. 16-19 Tölvuvélritun - 18. sept. -16. okt. kl. 10-12 á laugardögum Tölvu- og verkfræöiþjonustan Grensósvegi16 á framgangi hvers verkefnis fer fram í gegnum þrjá vel skilgreinda áfanga. Gefa þarf skýrslu eftir hvern áfanga sem verkefnisstjórn tekur afstöðu til. Samstarfið er því ekki samþykkt sjálfkrafa í verk- þátt tvö eftir verkþátt eitt nema fyrir liggi rök fyrir framhaldinu. Að sögn Kristjáns er fjárstyrk- urinn sem veittur er í þessu verk- efni mjög takmarkaður miðað við það sem þekkist annars staðar. Aðferðafræðin væri það sem mestu máli skipti og verið væri að reyna að leiða menn í samstarf sam- kvæmt henni. Haukur Björnsson, starfsmaður Útflutningsráðs, er verkefnisstjóri Fyrirtækjaneta. Hann sagði að með verkefninu væri í raun verið að kynna fyrir fyrirtækjum hag- kvæmni þess að vinna saman á faglegan hátt. Það væri hagur fyr- irtækjanna sjálfra að ganga þannig frá málum að þau hefðu skýrar niðurstöður í höndum í lok hvers verkþáttar. Þannig gætu þau í stuttu máli fengið allar þær for- sendur sem þau þyrftu til að geta tekið afstöðu til viðkomandi verk- þáttar. rlflll WW V/W WW Fiskvinnsla, viðgerðarþjónusta og vegagerð Fram til þessa hefur verkefnis- stjórn Fyrirtækjaneta fjallað um 19 umsóknir, samþykkt 14 en fimm eru í bið eða hefur verið hafnað. Á bak við þær umsóknir sem hafa verið samþykktar standa alls 94 fyrirtæki eða aðrir aðilar. Fjögur fyrirtækjanet hafa þegar hafíð rekstur, en þrjú komust að neikvæðri niðurstöðu áður en til rekstrar kom. Þá eru sjö umsóknir sem hafa verið samþykktar enn í vinnslu. Af þeim fyrirtækjanetum sem hafa verið samþykkt og eru komin í rekstur má fyrst nefna net sjö fyrirtækja sem vinnur að því að selja Ómönum aðstoð við uppbygg- ingu útgerðar og fiskvinnslu þar í landi. Að sögn Hauks hafa þessir aðilar sent Ómönum allmörg tilboð um hugsanleg verkefni sem nokkur eru í sérstakri skoðun þarlendra aðila. Þá má nefna fyrirtækjanet fjög- urra aðila sem starfa saman að þróun á búnaði til fullvinnslu á sjávarfangi. í fyrsta áfanga hafa þessir aðilar þróað vélbúnað til að vinna fiskmaming af beinum með nýrri aðferð sem gefur ákveðin fyrirheit um að mamingurinn verði mun verðmeiri afurð en með eldri aðferðum. „Þetta er mjög flókið mál sem hefur hlaðið utan á sig og verið þyngra í vinnslu en upp- haflega var gert ráð fyrir,“ sagði Haukur. „Það var farið að standa þessum aðilum fyrir þrifum að fjár- magna alla þessa þróunarstarfsemi án þess að geta selt nokkuð, en þó em þeir komnir á það stig að fyrsta vélin er komin í gang hjá Útgerðarfélagi Akureyrar til reynslu." Þriðja fyrirtækjanetið er saman- sett af sjö fyrirtækjum sem starfa saman að markaðssetningu við- gerðarþjónustu fyrir skip. Um er að ræða lítil og sérhæfð fyrirtæki sem hvert fyrir sig hefði yfirleitt aðeins getað boðið hluta af þeim viðgerðum sem þarf að fram- kvæma. Að sögn Hauks eru flest fyrirtækjanna sjö fyrrverandi þjón- ustuaðilar við skip sem byggð vom í Stálvík í Garðabæ eða voru þar í viðgerð. „Þegar Stálvík varð gjaldþrota fór að halla undan fæti hjá þessum fyrirtækjum, en nú em ATVINIMUREKSTUR — Innan verkefnisins Fyrirtækjanet má m.a. viðgerðarþjónustu fyrir skip. Þá má nefna fyrirtækjanet varðandi uppbyggingu á Morgunblaðið nefna net sett saman af fyrirtækjum sem starfa að markaðssetningu á útgerð og fiskvinnslu ýmiskonar þar sem þess er þörf. Vörusýning þau að snúa vörn í sókn og með þessu samstarfi geta þau tekið að sér mun viðameiri verkefni en áð- ur, stytt framkvæmdatíma og lækkað kostnað." Að lokum er um að ræða fyrir- tækjanet fjögurra fyrirtækja um öflun þekkingar til framleiðslu slit- lags með nýrri aðferð sem ekki hefur verið notuð hér á landi áður. „Þessi aðferð þarfnaðist fjármagns sem var umfram getu fyrirtækj- anna hvers fyrir sig enda þurftu þau að fara út að kaupa þessa þekkingu jafnframt því að afla sérstakra tækja. Þau ráða hins vegar við þetta sameiginlega og hafa stofnað sérstakt fyrirtæki til að framleiða blöndunarefnið sem aðferðin byggir á. Þessi efnablanda hefur þann eiginleika að slitlagið er tilbúið um leið og búið er að leggja það,“ sagði Haukur, en nú er búið að leggja reynslukafla með þessu slitlagi norður í landi. „Vonandi margfeldisáhrif af vinnubrögðunum" Hvert fyrirtækjanet er með sér- stakan tengilið sem starfsmann. Þar er venjulega um að ræða utan- aðkomandi aðila sem á að fara með faglega leiðsögn. „Tengiliður- inn er í raun helsta trygging okkar fyrir því að það sé faglega unnið að málum. Reynsla okkar er að það sé það erfiðasta við ferlið, þ.e. að fá þessi minni fyrirtæki til að vinna á faglegum nótum. Þau þurfa að vera með arðsemisút- reikninga og fara nákvæmlega of- an í markaðskannanir og annað til að varpa skýrari ljósi á mögu- leikana. Sumir kalla þetta skrif- ræði, en við köllum það fagleg vinnubrögð," sagði Kristján. Að sögn Hauks er vonast til þess að margfeldisáhrif verði af þeim vinnubrögðum sem fyrirtæk- in þurfa að tileinka sér við þátt- töku í fyrirtækjanetum á vegum verkefnisins. „Það er óskandi að þegar menn verða búnir að fara í gegnum eitt svona ferli muni þeir I framtíðinni njóta góðs af því. Það er hægt að nota þessi vinnubrögð við margskonar átök, t.d. í sam- bandi við EES, eflingu atvinnu- starfsemi kvenna o.s.frv. Enda er það eitt af einkennum fyrirtækja- neta að engar kvaðir eru lagðar á hendur þátttökufyrirtækja varð- andi formið á samstarfinu. Það getur verið allt milli himins og jarð- ar.“ Leitað eftir nýju fjár- ItaÖLgúirmagn sem verkefnið Fyrirtækjanet hafði til ráðstöfunar á fyrsta ári frá sjóðum atvinnulífs- ins er nú gengið til þurrðar. Því hefur verið leitað eftir frekari stuðningi þeirra og annarra aðila. Af upphaflegum aðilum hafa Iðnl- ánasjóður og Byggðastofnun þegar veitt framlög auk þess sem At- vinnumálanefnd Reykjavíkur hefur veitt Fyrirtækjanetum stuðning. Einnig sagði Haukur að von væri á stuðningi frá ríkinu af því fé sem sérstaklega væri ætlað til að styðja markaðsaðgerðir inn á Evrópska efnahagssvæðið. „Við höfum óskað eftir stuðningi fleiri aðila eins og atvinnumálanefnda víðs vegar um landið, en eigum ekki von á svari frá þeim fyrr en fyrir liggja áætl- anir um fyrirtækjanet á þeirra eig- in svæðum,“ sagði hann. Af þeim 18 netum sem þegar hafa sótt um styrk til Fyrirtækja- neta hefur mikill meirihluti eða 14 markaðssetningu að markmiði með samstarfinu. Þróun er markmið fjögurra en þtjú sækjast eftir öflun þekkingar, hráefnisöflun eða inn- kaupum. Atvinnugreining þátt- tökufyrirtækjanna, sem alls eru 94, er sem hér segir: Stofnanir 13 Félög 11 Fiskverkun 10 Vélsmíðar 10 Rafeindaiðnaður 8 Ráðgjöf 6 Plastiðnaður 5 Verktaka 5 Útgerð 5 Þjónusta sveitarfélaga og opinberra aðila 4 Hugbúnaður 4 Veiðarfæragerð 4 Fóðuriðnaður 3 Skipasmíðar 2 Verslun 1 Umbúðaframleiðsl a 1 Tréiðnaður 1 Fataiðnaður 1 Hópur ís- lendinga tilKína á vöru- sýningu UM miðjan október verður farið héðan í hópferð á viðamikla vörusýningu í Kanton í Kína. Þátttakendur í ferðinni verða íslendingar sem hafa áhuga á viðskiptum við Kína og vilja kynna sér hvað landið hefur upp á að bjóða í þeim málum. Vörusýningin í Kanton er sú stærsta sem haldin er í Asíu og taka fleiri þúsund fyrirtæki þaðan þátt í henni. Áætlað er að hópferð- in þangað frá íslandi taki tíu daga. Fyrst verður dvalist í Hong Kong daglangt og síðan tekin lest þaðan yfir til Shengzhen sem er toll- fijálst svæði í Kína. Þar verður stoppað í tvo til þijá daga þar til VORUSYNING í Kanton í Kína. Hópur íslendinga er á leið á vörusýningu haldið verður áfram til Kanton í lest. í Kanton verður sýningin skoðuð og eftir hana verður haldið til Shanghai til að skoða ýmsar verksmiðjur, m.a. þá stærstu í heimi sem framleiðir dósamat ásamt öðru. Áætlað er að íjöldi þátttakenda í Kínaferðinni verði 10-15, en þeg- ar hafa 4-5 aðilar skráð sig að sögn Gilberts Yokpeck, eiganda Shanghai veitingahússins og Frank hf., sem er meðal skipu- leggjenda ferðarinnar. HKF Á R Ó S A R V A R B E R G M O S S HELSINKI KAUPMANNAH Ö F N STYTTRI FLUTNINGSTÍMI TÝÐIR BETRI FJÓNUSTA Samskip sigla vikulega frá Skandinavíu til íslands og tryggja að þú færð vörumar þínar í hendur eins fljótt og kostur er. Þá bjóðum við einnig styttri afgreiðslutima en þekkist annarsstaðar og þú skilar vömnum um borð aðeins degi fyrir brottför. Liprir og traustir flutningar Samskipa með þéttu þjónustuneti innan Skandinavíu, auka möguleika þína í innflutningi og þar með í þjónustu við viðskiptavini þína. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg • 104 Reykjavík • Sími (91) 69 83 00 Við veitum lán til athafnaskálda sem yrkja framfaraverk á Vestur - Norðurlöndum Lánasjóður Vestur-Norðurlanda er í eigu Norðurlandanna allra og er samvinnuverkefni til eflingar og þróunar atvinnulífí í Færeyjum, á Grænlandi og íslandi. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem geta þróað nýja framleiðslu til útflutnings, eða bætta þjónustu og nýsköpunarverkefni, sem byggja á hugvitsauðiind þegnanna. Starfsmenn sjóðsins meta arðsemi verkefna í samvinnu við umsækjendur og lögð er áhersla á, að komast skjótt að niðurstöðu. Lán em gengistryggð og með hagstæðum greiðslukjörum. Trygging fyrir láni skal vera veð í fasteign eða bár.kaábyrgð. Skilyrt lán frá sjóðnum eru einnig í boði, til dæmis vegna forkönnunar á verkefni. Hqfðu samband. Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til raunhœfra framfaraverkefna í öllum atvinnugreinum. o LÁNASJÓÐUR VESTUR-NORÐURLANDA Rauðarárstígur 25, Box 125 Reykjavík Sími: (91)-60 54 00 Fax: (91)-2 90 44 Bíða margir á línunni? söludeild Pósts og síma í Ármúla fást allar stærðir og gerðir af símakerfum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við bjóðum allt frá einföldum heimilis- símakerfum upp í stórar og fullkomnar símstöðvar. Gott símakerfi veitir þér gott samband. Komdu við í söludeildinni í Ármúla og kynntu þér málið. Síminn okkar er 91-636680. PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.