Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 37 Minning JONELDON - Fæddur 27. janúar 1946 Dáinn 22. janúar 1994 Þegar manns er minnst hvarflar hugurinn gjarnan til baka, til fyrstu kynna, sem leiða okkur til áranna í MA og þar stendur hann ljóslifandi í minningunni, höfuðið stórt og skónúmerin í stfl, en lík- aminn langur og mjór, virtist nán- ast laustengja höfuð og fætur. Hann var námsmaður góður og daðraði talsvert við listagyðjurnar og þá helst kvikmyndir og átti dijúgan þátt í því að kynna okkur hinum meistara á borð við Bunu- el, Bergmann og Eisenstein af slíkum áhuga að sum okkar tengdu ekki Hollywood við kvik- myndagerð fyrr en mörgum árum seinna. Á þessum árum sást ennþá í eyrun á Bítlunum, eiturlyf voru ekki til, tískan var á leið með pils- faldinn vel upp fyrir hné og lík- amspartar Jóns náðu fullum sátt-- um og samræmi þegar nær dró stúdentsprófunum. Leiðir okkar lágu þó ekki saman að ráði, fyrr en sameiginlegur vinur kom okkur í kynni við hjúkrunarnema sem voru í verklegu námi við FSA. Þarna kynntumst við okkar ör- lagadísum og áhuginn á hinu kyn- inu tók völdin en hvort það var bogfimi Amors, hækkandi pilsföld- um eða hormónunum, sem Jón átti eftir að rannsaka svo mikið, að þakka skal ósagt látið. Báðir hófum við nám í læknisfræði en Jón sneri sér fljótlega að líffræð- inni, sem var þá ný námsgrein hér heima og þar fann hann sína réttu hillu og naut virðingar fyrir vís- indastörf sín og fræðimennsku, bæði hér heima og erlendis. Á námsárunum skildust leiðir en kynnin voru endurnýjuð þegar heim kom og örlagadísirnar farnar að vinna á sama vinnustað. Ingi- björg og Jón urðu nágrannar okk- ar þegar þau fluttu í nýtt raðhús þar sem þau bjuggu sér og börnun- um griðastað og ræktuðu garðinn sinn í öllum merkingum þess orðs. Jón var hófsamur lífsnautna- maður á alla góða hluti, tónlist, myndlist, góðan mat og góð vín og kunni að gleðjast í góðra vina hópi. Hann hafði aldrei sjúklegan áhuga á íþróttum en hafði gaman af útivist, gönguferðum og göngu- skíðum og var áhugasamur og góður ljósmyndari. Þegar veikind- in kvöddu dyra kom best í ljós hvflíkan styrk og æðruleysi Jón hafði til að bera, baráttan var erf- ið en hveiju áfallinu af öðru mætt kjarki og bjartsýni. Þessir eigin- leikar gerðu honum kleift að vinna nánast fram á síðsta dag og auð- veldaði okkur öllum að ræða um sjúkdóminn opinskátt ef svo horfði eða láta það umræðuefni eiga sig á öðrum tímum. Þegar ljóst var hve hratt hallaði undan fæti síð- ustu vikuna sem hann lifði var nærri honum höggvið, því hann hafði vonað að eiga vorið og sumarið. Á þessum erfiðu stundum sínum var honum þó velferð barn- anna og Ingibjargar ofar í huga en eigin örlög. Fjölskyldan studdi hann svo aðdáunarvert var fram á síðustu stund og fengu dýrmæt- an stuðning frá Hlín systur Jóns, en hann var heima meðan hann vissi af sér og síðasta sjúkrahús- dvölin réttur sólarhringur. Elsku Ingibjörg, Bjarki, Lilja og Guðrún, missir ykkar er sár og sorgin stór en minningin um hann lifir áfram og megi hún verða það ljós sem lýsir veginn fram á við. Við söknum góðs vinar og sendum aðstandendum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Kristín, Magni og fjölskylda. Það hefur orðið að venju á undanförnum árum að hópur starfsfólks á Keldum gengur sér til ánægju og heilsubótar smáspöl í hádeginu. Hópurinn er misstór eftir aðstæðum en oftast er geng- ið rösklega flesta daga ársins, hvernig sem viðrar. Margar falleg- ar gönguleiðir eru í nágrenninu þar sem tækifæri gefast til nátt- úruskoðunar og umræðna um það sem fyrir augu ber eða er efst í huga. Jón Eldon lét sig sjaldan vanta í gönguliðið. Það var eins og óvænt og erfið sjúkdómsgreining á árinu 1990 og aðgerð í kjölfarið hefði orðið honum ærin viðvörun og áminning um holla lífshætti. Vafa- laust hefur þessi reynsla jafnframt breytt ýmsum viðhorfum hans og afstöðu til lífsins. Þegar' ljóst var að sjúkdómurinn hafði tekið sig upp aftur hélt hann samt áfram uppteknum hætti og gekk með okkur starfsfélögunum. Jón var mikill náttúruunnandi, eftirtektarsamur um hegðun fugla og bar umhverfismál mjög fyrir brjósti. Það vakti athygli og að- dáun okkar starfsfélaga hans hve yfírvegaður og æðrulaus hann var gagnvart sjúkdómi sínum sem hann ræddi raunsætt og opin- skátt. Þrátt fyrir erfiða meðferð og vaxandi sjúkdómseinkenni mætti hann til vinnu þegar hann gat og var jafnan vongóður og bjartsýnn og færði allt til betri vegar. Hann ræktaði með sér ják- vætt lífsviðhorf, var hugrakkur og virtist vaxa af hverri raun. Ótíma- bær dauði Jóns Eldon er okkur starfsfélögum hans sorgarefni og göngufélagarnir munu sakna hans. Þungbærastur er þó missir fjölskyldu hans og ástvina en þeim sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Göngufélagar á Keldum. Kveðja frá samstarfsfólki á Keldum Laugardaginn 22. janúar síðast- liðinn lést samstarfsmaður okkar, Jón Eldon sérfræðingur á Keldum, langt fyrir aldur fram eftir erfiða baráttu við illkynjaðan sjúkdóm. Hann var fæddur 27. jan. 1946 og því tæplega 48 ára er hann féll frá. Jón hlaut grunnmenntun í líf- fræði við Háskóla' íslands, lauk þaðan BS prófi í líffræði 1973 og framhaldsprófi í vistfræði 1975 en meistaraprófi í vistfræði frá háskólanum í Aberdeen 1976. Frá 1974 til 1977 starfaði hann við ýmis vistfræðileg verkefni á veg- um Líffræðistofnunar Háskóla Is- lands, rannsóknir á fæðuvali sjó- fugla og vistkerfi óshólmasvæðis Eyjafjarðarár og umverfisrann- sóknir við Lagarfljót. Einnig vann hann að athugunum á fæðu sela við Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins. Á árunum 1977-1978 fékkst Jón við athuganir á þungmálma- mengun í sjávarskeldýrum við háskólann í Helsinki, en sneri síð- an heim og rannsakaði þung- málma í jarðvegi, mosa og regn- vatni umhverfis Járnblendiverk- smiðjuna á Grundartanga. Næstu þijú ár vann Jón á meinefnafræði- deild Landspítalans við að koma upp nýjum rannóknaaðferðum í klíniskri lífefnafræði. Jón kom til starfa á Tilrauna- stöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum árið 1982 og hóf þá rannsóknir á innkirtlastarfsemi búíjár sem hann fékkst síðan við til dauðadags. Á grundvelli rann- sókna sinna á Keldum lauk hann doktorsprófi (Ph.D.) við dýra- læknadeild Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Uppsölum 1988 og fjallaði ritgerð hans um fijósemi íslenskra mjólkurkúa eftir burð. Með rannsóknum sínum á frjó- semi nautgripa og sauðfjár vann Jón mikilvægt brautryðjandastarf hérlendis. Hann var mikilvirkur og vandvirkur í rannsóknum og tók þátt í alþjóðlegu samstarfi meðal annars samnorrænu vís- indaverkefni og samvinnu vísinda- manna á vegum Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar í Vín. Jón birti niðurstöður rannsókna sinna í allmörgum greinum í alþjóðleg- um vísindaritum og kynnti þær í innlendum tímaritum. Einnig tók hann virkan þátt í vísindaráðstefn- um erlendis. Skömmu áður en hann lést kynnti hann okkur sam- starfsfólki á Keldum merkar nið- urstöður nýlegra athugana á fengitíma íslensks sauðfjár og samspili hormóna og lengdar dagsbirtu á okkar norðlægu slóð- um. Jón beitti sér fyrir stofnan starfsmannafélags á Keldum og var fyrsti formaður þess. Ferill Jóns sýnir að mátt hefði vænta mikils árangurs af frekari rannsóknum hans hefði honum orðið auðið lengri lífdaga. Hann var einlægur maður með ríka rétt- lætiskennd, ákveðinn í skoðunum og skapmaður. Skapstyrkur Jóns kom best í ljós í baráttu hans við erfiðan sjúkdóm síðustu árin. Okk- ur samstarfsfólki hans verður hann minnisstæður ekki síst vegna æðruleysis, kjarks og karl- mennsku sem einkenndi hann í þeirri baráttu. Við vottum fjölskyldu Jóns inni- lega samúð vegna þeirra þung- bæra missis. Samstarfsfólk á Keldum. Gísli Sigurbjörns son — Minning Það er skarð fyrir skildi, kappi er fallinn, sem tók að sér sjúka og ellimóða. Þegar eg var barn að aldri bjó eg við Ásvallagötuna, skammt frá þar sem Gísli Sigurbjörnsson átti heima og mætti honum oft á gangi á þessum slóðum. Eg vissi vel hver maðurinn var, en kynntist honum síðar, þegar eg var sendill hjá mági hans, Einari Kristjáns- syni, sem rak auglýsingaskrifstófu EK og var jafnframt fram- kvæmdastjóri Vikunnar. Þeir mágar, Gísli og Einar, höfðu sam- eiginlega skrifstofu í Austur- stræti. Þá fékkst Gísli við frí- merkjasölu og hjálpaði eg honum oft við að leysa upp frímerki og fór stundum í sendiferðir fyrir hann. Síðan liðu mörg, mörg ár, þar sem eg hafði lítið af honum að segja uns eg kom að Ási, Hvera- gerði. Þar kynntist eg Gísla vel. Hann kom oft í heimsóknir til mín og var að örva mig til þess að mála, en þá iðju hafði eg lagt á hilluna um lengri tíma vegna ýmiss konar erfiðleika. í fyrstunni leiddi eg þetta frá mér, en vegna stöðugrar eggjunar Gísla lét eg loks til leiðast og fór að mála að nýju í ágætum húsakynnum, sem hann léði mér aðgang að. Á sumrin var Gísli tíður gestur í Hveragerði til eftirlits og fór um Ásana með starfsmanni og gaf fyrirmæli um hvað væri aðkallandi að framkvæma, enda eru Ásarnir kunnir fyrir snyrtimennsku og gott skipulag. Síðasta stórátakið, sem Gísli lét framkvæma þar, var að láta leggja hitarör undir allar stéttirnar, svo að fólkið gæti farið óhindrað um hálkulaus svæði á veturna. Eg vil með þessum orðum minn- ast Gísla Sigurbjörnssonar, þessa mæta manns, sem gerði allt vel og hugsaði um hag og líðan skjól- stæðinga sinna. Margir eiga hon- um gott að unna og verður starf hans seint fullmetið. - Eggert E. Laxdal. Nú er góður vinur horfinn. Árið 1973 lágu leiðir okkar Gísla saman. Ég þurfti að koma gamalli konu á heimili fyrir aldr- aða. Hún vildi ekki eyða ævikvöld- inu á Suðurnesjum. Var mér bent á að fara í Hveragerði til Gísla Sigurbjörnssonar í Ási. Tók hann okkur vel. Hér á Suðurnesjunum var ekki mikið gert fyrir gamalt fólk á þessum tíma. Eitt elliheim- ili var í Keflavík. Sagðist hann taka frúna, ef eitthvað yrði gert fyrir aldraða á Suðurnesjum. Það varð úr, að stofnað var félag 1974, sem náði yfir öll sveitarfélög á Suðurnesjum. Nutum við þess hvað hann var úrræðagóður og sagði: „Bara að byija, svo kemur hitt allt á eftir.“ Það var satt. Styrkti hann okkar félagsskap með bókagjöfum, pen- ingum og svo öllum góðu sumar- dvölunum, sem okkar aldraða fólk fékk að njóta í ríkum mæli í Hvera- gerði. Vil ég fyrir hönd okkar á Suður- nesjum þakka Gísla Sigurbjörns- syni fyrir það stóra átak, sem hann hrinti í framkvæmd hér suð- ur með sjó. Hjartans samúðarkveðjur færi ég eiginkonu, dætrum og öllum aðstandendum sem á þessari stund sorgarinnar kveðja góðan mann. Guðrún M. Sigurbergsdóttir. Þegar sæmdarmaðurinn og mannvinurinn Gísli Sigurbjörns- son er genginn á braut koma mér í hug orð heilagrar ritningar: „Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða.“ (Orðskv. 16:3.) Gísli Sigur- björnsson var sannkristinn maður og mótaðist allt líf hans og starf af því, og augljóst var að Guð blessaði öll áform hans og fram- kvæmdir. Hann var frumkvöðull að því að veita öldruðum skjól og öruggt hæli með stofnun elliheimilisins Grundar í Reykjavík og síðar Ás- heimilanna í Hveragerði. Það er stórkostlegt hvernig þetta hefir þróast undir stjórn hans. Gísli lét líka margskonar menningár- og líknarmál til sín taka og studdi margt slíkt af mikilli rausn. Eg get ekki látið hjá líða að þakka allar þær yndislegu stundir, sem við hjónin höfum átt í boði hans að Ásflöt í Hveragerði. Þá sýndi hann í verki áhuga og kærleika til Salem-sjómannastarfsins á ísafirði og hvítasunnukirkjunnar. Sást af því hve honum var annt um útbreiðslu Guðs orðs og boðun fagnaðarerindisins. Fór hann þar að dæmi föður síns, sem hvatti mig og studdi á upphafsárum sjó- mannastarfsins meðan hans naut við. Nú er löngum starfsdegi lokið, og hefir Gísli verið kvaddur heim til dýrðar Drottins til „hvíldar frá erfiði sínu“. Við vitum að þeir, sem hafa tekið á móti Jesú og boðskap hans „hafa stigið yfir frá dauðan- um til lífsins", þar þurfum við engar „rannsóknir“ því Jesús hef- ur sagt: „Eg er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh. 11:25.) Eg sendi eftirlifandi konu hans og börnum innilegar saknaðar- og samúðarkveðjur en minnist þess um leið að „aldrei mæst í síðsta sinni / sannir Jesú vinir fá“. Jesús sagði við lærisveina sína, og segir enn: „Eg kem aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð og þar sem eg er.“ (Jóh. 14:3.) Blessuð veri minning Gísla Sigurbjörnssonar. Sigfús B. Valdimarsson. Kveðja frá Krabbameinsfé- lagi Reykjavíkur Á aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur árið 1974, þegar fé- lagið minntist 25 ára afmælis síns, kaus það sér fyrstu heiðursfélag- ana. Einn þeirra var Gísli Sigur- björnsson forstjóri sem nýlega er látinn að loknu einstaklega giftu- ríku ævistarfi. Það var ekki ófyrirsynju að fé- lagið sýndi Gísla þennan heiðurs- vott, slíkan hlut sem hann hafði átt að stofnun þess og fyrstu spor- um. Um tildrög þess að félagið var stofnað segir Alferð Gíslason læknir (sem einnig var kjörinn heiðursfélagi 1974) í viðtali sem birtist í tímaritinu Heilbrigðismál- um árið 1979: „Við Gísli Sigur- björnsson forstjóri ræddum það nokkrum sinnum á árinu 1948 hvort ekki væri orðið tímabært að efna til einverra krabbameins- varna á íslandi og hvernig þeim yrði best hrint af stað, en Gísli hafði kynnst starfi danska krabba- meinsfélagsins.“ Þegar í nóvember 1948 samþykkti fundur í Lækna- félagi Reykjavíkur þá tillögu Al- freðs og fleiri lækna að skipa nefnd til að fjalla um þetta mál. Boðaði sú nefnd til fundar „til undirbúnings stofnunar félags er hafi baráttu gegn krabbameini að markmiði". Á þeim fundi, sem haldinn var 1. febrúar 1949, var skipuð önnur nefnd til að undirbúa og gangast fyrir stofnun slíks fé- lagsskapar. í þeirri nefnd var Gísli Sigurbjörnsson meðal átta ann- arra öndvegismanna, karla og kvenna, og voru þau öll kosin í fyrstu stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur á stofnfundi, 9. mars 1949. Gísli var kosinn gjaldkeri hins nýja -félags og lét þegar að sér kveða, enda ráðsnjall atorkumaður eins og alþjóð veit. Þegar stofnuð voru landssamtök krabbameinsfé- laganna, Krabbameinsfélag ís- lands, tveimur árum seinna var Gísli kjörinn í stjórn þeirra. Einnig þar tók hann að sér hið mikilvæga hlutverk gjaldkera. Þót Gísli sæti ekki lengi í stjórn- um þessara félaga - hann hvarf úr stjórnunum báðum að eigin ósk árið 1952 - var það samtökunum ákaflega mikils virði að fá að njóta afburða hæfileika hans og fram- sýni einmitt á þessum fyrstu árum meðan starf þeirra var að mótast. Og jafnan síðan sýndi hann þeim áhuga og velvild. Krabbameinsfélag Reykjavíkur minnist heiðurfélaga síns, Gísla Sigurbjörnssonar, með virðingu og þökk fyrir ómetanlegan þátt hans í stofnun þess og starfí. Eftirlifandi eiginkonu hans, frú Helgu Björnsdóttur, börnum þeirra og öðrum aðstandendum vottar félagið innilega hluttekn- ingu. Sigríður K. Lister, formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.