Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 11 FRÉTTIR Landssamtökin Heimili og skóli Vilja að grunnskólalögum verði framfylgt að fullu LANDSSAMTÖK foreldra grunnskólanema, Heimili og skóli, telja að grunnskólinn sé vanræktur. Samtökin vilja að yfirvöld tryggi í haust nægilegt fé til reksturs grunnskóla í samræmi við grunnskóla- lög frá 1991, sem þau telja ekki hafa verið framkvæmd að fullu. Þau telja að grunnskólinn fullnægi ekki kröfum til menntunar og vilji breytingar á skipulagi, innihaldi og áherslum í grunnskólanum. Unnur Halldórsdóttir, formaður samtakanna, fullyrti á blaða- mannafundi, sem Heimili og skóli efndu til, að málefni grunnskól- anna nytu ekki þeirrar athygli, sem þau ættu skilið. Þessi mál snertu um T00.000 manns beint eða óbeint. Unnur sagði að foreldrar hefðu ákveðnar skoðanir á málefnum grunnskólans og staðan í dag væri ekki viðunandi. Hún nefndi sem dæmi máli sínu til stuðnings að vitað væri um að í haust yrðu nokkrir 24 barna sex ára bekkir á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess hefði þörf fyrir sérkennslu aukist mikið undanfarið. Heimili og skóli vilja fá mun meiri íjolbreytni í skólastarfið en er í dag og vilja ekki að skóladagurinn verði lengdur ef starfsemi skólanna breytist ekki um leið. Arðbær fjárfesting Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok, samtökum foreldrafé- laga í grunnskólunum, sagði að öflugur grunnskóli skilaði arði. Hún vitnaði til skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla Islands frá 1991. Þar sagði hún að kæmi fram að einsetinn grunnskóli með 35 kennslustundum á viku krefð- ist viðbótarfjárfestingar upp á u.þ.b. 1,3 til 1,6 milljarða króna á ári en myndi skila þjóðinni um 2,5 til 3,6 milljörðum króna á ári. Þjóðhagslegur ábati yrði því töluverður. Hún sagði að hægt væri að sýna fram á bein tengsl milli vanrækslu grunnskólans og útgjalda til heilbrigðis- og félags- mála. Heimili og skóli telja að 400 milljónir króna vanti upp á, á ári til að lög frá 1991 séu fram- kvæmd að fullu. Morgunblaðið/Þorkell Vilja bættan grunnskóla SAMTÖKIN Heimili og skóli telja að grunnskólarnir hafi verið vanræktir. Hér sjást þau f.v. Guðmundur Arason, for- maður foreldrafélags Vogaskóla, Aðalbjörg Þorvarðardóttir úr foreldrafélagi Langholtsskóla, Unnur Halldórsdóttir og Guðbjörg Björnsdóttir ásamt nokkrum grunnskólanemendum. Norrænt bæklunarlæknaþing Ný aðferð við leng- ingu beina EINN helsti sérfræðingur Banda- ríkjanna í lengingu og réttingu beina var staddur hér á landi á norrænu þingi bæklunarlækna, fyrir skömmu. Þingið sóttu 600 manns, aðallega frá Norðurlöndunum. Nokkrir gesta- fyrirlesarar utan Norðurlandanna voru á þinginu, þar á meðal Dr. Dror Paley frá Bandaríkjunum. Hann er sérfræðingur í bæklunar- lækningum og er yfir stofnun í Bandaríkjunum fyrir lengingar og réttingar. Sú stofnun er í Baltimore og er einn helsti spítali Bandaríkj- anna á þessu sviði. „Ég meðhöndla sjúklinga," sagði Dr. Paley, „sem vegna sjúkdóms í æsku, siysa eða strax frá fæðingu eru með mismunandi langa fætur eða aflöguð bein. Fyrr á árum var hægt að rétta bein en ekki lengja þau en nú er það hægt. Til dæmis er hægt að hækka dverga um allt að 30 cm.“ Endurbætt aðferði „Við byijuðum á upphaflegu að- ferðinni frá Rússlandi en smátt og smátt höfum við endurbætt," sagði Paley. Hann sagði að í grófum drátt- um væru notaðar þijár aðferðir. í fyrsta lagi hin hefðbundna aðferð, þar sem grind utan um fótinn er fest í beinin með pinnum. í öðru lagi, þar sem ásamt grindinni er stöng komið fyrir inni í beininu, með því að taka beinið í sundur. Stöngin er svo smátt og smátt lengd. Sami árangur næst með þessari aðferð að sögn Dr. Paleys á þriðjungi þess tíma, sem áður þurfti. í þriðja lagi er nýjasta aðferðin, þar sem aðeins er notast við stöngina inni í beininu og engin tæki em höfð utan á. „Það bein, sem er erfiðast viður- eignar, er lærleggurinn. Fullorðið fólk, sem við höfum meðhöndlað lærlegginn í, hafa í 93% tilfella náð eðlilegum bata og hjá börnum er þetta hlutfall 97%. Hlutfallið er enn hærra hvað varðar önnur bein þann- ig að árangur okkar er töluverður. Þessa nýju aðferð er ekki hægt að nota við meðferð á börnum þannig að við þörfnumst enn allra þriggja aðferðanna. Aðalatriðið er að sjúkl- ingurinn nái eðlilegum bata og geti jafnvel stundað íþróttir," sagði Dr. Dror Paley. Ný sending - gott verð Mikið úrval afáklæðum Ný mynstur - öðruvísi mynstur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.