Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Kaupávöxtunarkrafa Seðlabankans í spariskírteini og húsbréf hækkar um 0,23% Aukið framboð bréfa þrýstir upp vöxtiun SEÐLABANKI íslands hækkaði í gærmorgun kaupávöxtunarkröfu sína í húsbréf og spariskírteini til lengri tíma um 0,23 prósentustig. Þannig hækkaði kaupávöxtunar- krafa bankans í 10 ára spariskír- teini úr 4,82% í 5,05% og ávöxtun- arkrafa húsbréfa úr 4,97% í 5,20%. Sölukrafa 10 ára skírteina hækkar úr 4,57% í 4,87% og húsbréfa úr 4,96% í 5,1%. Þessar hækkanir koma í kjölfar og vaxandi þrýstings á bankann að undanförnu á að kaupa ríkistryggð bréf. Hins vegar lækkaði bankinn ávöxtunarkröfu sína lítillega í skammtímabréf til 30-90 daga og stystu spariskírteini eða um 0,05-0,14%. Verðbréfa- fyrirtækin hækkuðu í kjölfarið ávöxtunarkröfu sína í húsbréf í 5,30%. Viðskipti voru stöðvuð með hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóð- um Kaupþings, Einingabréf, um tíma í gær vegna vaxtahækkunar- innar og var gengisskráning aftur- kölluð. Nýtt gengi sem tók gildi í gær var 0,5-1% lægra frá því sem verið hafði. Ekki breyting á vaxtastefnu Seðlabankinn hefur metið þá þróun sem einkennt hefur verð- bréfamarkaðinn að undanförnu þannig að meiri munur þurfi að vera á milli ávöxtunar á skemmri tíma skuldbindingum og langtíma- skuldbindingum. Bankinn lækkaði því ávöxtunarkröfu sína á bréfum til skamms tíma og hækkaði á bréf- um til lengri tíma. Af hálfu bank- ans er lögð áhersla á að þessar breytingar feli ekki í sér afturhvarf frá markaðri vaxtastefnu heldur fyrst og fremst viðurkenningu á vísbendingum frá markaðinum. Útgáfa húsbréfa hefur verið mun meiri það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra og stefnir í að hún verði um 14 milljarðar króna á árinu í stað 11,5 milljarða eins og áætlað hafði verið. A sama tíma í fyrra var búið að afgreiða hús- bréf að nafnvirði 4,7 milljarðar en núna hafa verið afgreidd bréf fyrir 6 milljarða, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Þá hafa tæp- lega 5 milljarðar runnið til kaupa á verðbréfum erlendis og sömuleið- is hefur útgáfa skuldabréfa sveitar- félaga verið mikil á árinu. Vegna aukins framboðs hefur Seðlabankinn keypt allmikið af rík- istryggðum skuldabréfum á mark- aði að undanförnu og verið undir Seðlabankinn hefur hækkað kaupávöxtun- arkröfu sína í húsbréf o g spariskírteini ríkis- sjóðs. Af hálfu bankans er sagt, að hér sé ekki um fráhvarf frá mark- aðri stefnu í vaxtamál- um að ræða heldur við- brögð við stöðunni á markaðnum. talsverðum þrýstingi á að kaupa. „Við höfum orðið áþreifanlega var- ir við það að undanförnu að ójafn- vægi hefur skapast á markaðnum,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri. „Það er augljós- lega meira framboð af bréfum en eftirspurn þannig að það hefur ver- ið þrýstingur á vextina. Að okkar mati er þetta að hluta til árstíða- bundin sveifla. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur jafnan hækkað í maí og júní hin síðari ár og núna er búið að gefa út meira af húsbréf- um en á sama tíma í fyrra. Þá hefur komið fram í yfirliti Seðla- bankans yfir nýútgefin skuldabréf fyrirtækja að framboð slíkra bréfa hefur verið um einn milljarður á undanförnum vikum.“ Seðlabankinn með 18 milljarða í ríkisskuldabréfum Birgir ísleifur sagði að Seðla- bankinn ætti nú 3,4 milljarða í húsbréfum og húsnæðisbréfum en bankinn hefði fyrst keypt slik bréf í lok janúar. Heildarkröfur bankans á ríkissjóð nettó væru nú 14,7 millj- arðar og um 18 milljarðar að með- töldum húsnæðisbréfum og hús- bréfum. Seðlabankinn mun ekki lengur reyna að festa einhveija ávöxtun- akröfu í sessi heldur stýra dagleg- um aðgerðum sínum á markaði með hliðsjón af aðstæðum hverju sinni. Má því búast við að ávöxt- unarkrafan í tilboðum bankans á Verðbréfaþingi muni sveiflast nokkuð frá degi til dags, bæði upp og niður. Raunar gerir bankinn jafnvel ráð fyrir því að ávöxtunar- krafan lækki á ný á bréfum til lengri tíma. Seðlabankinn telur ekki forsend- ur til að endurmeta verðbólguspá sína fyrir árið en hún felur í sér að framfærslukostnaður hækki um 1,5% frá ársmeðaltali 1993 til árs- meðaltals 1994 og um tæplega 1% yfir árið 1994. I þessu sambandi leggur bankinn áherslu á að gengi krónunnar er traust og telur að hvorki ákvörðun um afla á næsta fiskveiðiári né nokkuð annað breyti þar nokkru, enda nægt borð fyrir báru til þess að mæta áhrifum nið- urskurðar þorskveiðiheimilda. Raungengið sé í sögulegu lágmarki og hafi raunar lækkað það sem af er árinu. Vaxtahækkanir erlendis Seðlabankinn telur jafnframt að það sem kunni að ýta undir hækk- un vaxta hér séu miklar vaxta- hækkanir sem átt hafa. sér stað erlendis á liðnum vikum og mánuð- um. „Það hafa orðið miklar breyt- ingar að undanförnu og nafnávöxt- un á 5 ára bréfum er lægst hér á landi miðað við Norðurlöndin. Vextir í Bretlandi eru einnig tölu- vert hærri svo og vextir í Banda- ríkjunum og Þýskalandi. Vextir sveiflast upp og niður í löndunum í kringum okkur þannig að þó svo við séum að hækka vextina um 0,2 prósentustig þá lítum við ekki mjög alvarlegum augum á það,“ sagði seðlabankastjóri. Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, sagði að staðan á verð- bréfasjóðum í vörslu fyrirtækisins hefði verið endurreiknuð í ljósi breytinga á vöxtum. Við vaxta- breytingar breyttist verðmæti verð- bréfa í sjóðunum um 0,5-1% og gengið endurspeglaðist af því. Hann sagðist telja vaxtabreyting- una mjög eðlilega aðgerð hjá Seðla- bankanum og benti á að framboð hefði aukist. á ýmsum tegundum verðbréfa. „Ég hef enga trú á því að stórkostlegar vaxtahækkanir séu í deiglunni,“ sagði Guðmundur. Sigurbjörn Gunnarsson, deildar- stjóri hjá Landsbréfum, sagði að ekki væri óeðlilegt að vextir hreyfð- ust á verðbréfamarkaðnum eins og gerst hefði á erlendum mörkuðum. Um ástæður vaxtahækkunarinnar sagði hann að eftirspum eftir ríkis- tryggðum langtímabréfum hefði verið dræm að undanförnu en meiri eftir bréfum til skemmri tíma. í j— Nafnávöxtun Verðbólga* Naf návöxtun og verðbólga í nokkrum löndum (nafnávöxtun (júní, % á ári) Ríkisvíxlar, 3ja mánaða (eftirmrkaður) Bandaríkin Bretland Japan Þýskaland Danmörk Svíþjóð Noregur Finnland ÍSLAND 0123456789 Ríkisskuldabréf, 5 ára (eftirmarkaður) 10% Bandaríkin Bretland Japan Þýskaland Danmörk Svíþjóð Noregur Finnland ÍSLAND Nafnávöxtun Verðbólga* 1 2 3 4 5 7 8 9 10% Ríkisskuldabréf, 10 ára (eftirmarkaður) Bandaríkin Bretland Japan Þýskaland Danmörk Svíþjóð Noregur Finnland ÍSLAND J 1 Lr~ Nafn ávöx 1 . 1 J , 1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10% *Spá um breytiugu ney5luv6ru»e(ðs milli éranna 1994 og 1995. Fyrir feiand er noluð spá um taytíngu Iramfærstuvfsitölu 1994. Skuldabréfaútboð Umtalsverð lækkun vaxta- kostnaðar fyrir borgina EGGERT Jónsson, borgarhagfræð- ingur, segir að það leiði til umtals- verðs sparnaðar fyrir borgina, að mæta lánsfjárþörf sinni með skulda- bréfaútgáfu í stað yfirdráttar á hlaupareikningi. Borgarráð samþykkti á þriðjudag að taka tilboði Verðbréfamarkaðs íslandsbanka í 430 milljóna skulda- bréfaútboð. Borgarhagfræðingur segir að sala skuldabréfanna standi til 14. júlí og ekki sé gott að meta sparnað í vaxtakostnaði fyrr en eftir þann tíma. Þá sé almennt ekki ein- falt að bera saman kostnað vegna skuldabréfaútgáfu og yfirdráttar- lána, en ljóst sé að skuldabréfaút- gáfan sé ódýrari. Þú færð vextina af Launabréfum senda heim á þriggja mánaða fresti Raunávöxtun Launabréfa hefur verið framúrskarandi hvort sem miðað er við síðustu 6, 12 eða 24 mánuði. Kynntu þér kosti Launabréfa, eignarskattsfrjálsra bréfa sem byggja einvörðungu á ríkistryggðum verðbréfum. Þú færð Launabréf hjá Landsbréfum hf. og umboðsmönnum í Landsbanka íslands um allt land. Landsbankinn stendurmeð okkur I Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-889200, fax 91-888598 £ Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. | LANDSBRÉF HF. —----

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.