Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MINIMIIMGAR MYNDIN sýnir þá valkosti sem fyrir hendi eru um aðkomuleiðir að Þingvöilum. Nauðsyn heildarskipu- lags umferðarmála á Suðvesturlandi Viðbrög’ð við umferðarvandanum á Þingvöllum ENGELHART SVENDSEN I UMRÆÐUNNI upp á síðkastið um umferðarvandann sem kom í ljós á þjóðhátíðinni á Þingvöllum 17. júní sl. hefur það ekki komið nógu vel upp á yfirborðið að grun- norsök vandans er skortur á heild- arskipulagi umferðarmála á Suð- vesturlandi og nauðsynlegra mikil- vægra umferðarframkvæmda í þessum landshluta. Hinn 11. september sl. var haldin ráðstefna á Þingvöllum sem bar heitið „Land sem auðlind“. Þar var fjallað um byggða-, atvinnu- og samgöngumál, einkum á Suðvestur- landi. Fundarboðendur voru lands- hlutsamtökin á Suðvesturlandi: Samtök sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu (SSH), Samtök sveitar- félaga í Vesturlandskjördæmi (SSV), Samtök sunnlenskra sveitar- félaga (SASS) og Samband sveitar- félaga á Suðumesjum (SSS). Mark- mið ráðstefnunnar var að vekja athygli á nauðsyn þess að þessir landshlutar ynnu saman að skipu- lagningu ofangreindra málaflokka. Undirbúningur ráðstefnunnar stóð í u.þ.b. eitt ár og skipuðu fram- kvæmdastjórar landshlutasamtak- anna undirbúningsnefnd, en Trausti V^lsson skipulagsfræðingur starf- aði fyrir nefndina sem faglegur ráðgjafi. í riti sem Trausti tók sam- an í tilefni ráðstefnunnar og ber heiti hennar, „Land sem auðlind", er lögð áhersla á að landið er auð- Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11 -16 Heildarskipulag og heildarsýn vantar um umferð á Suðvestur- landi, segja þeir Jónas Egilsson og Trausti Valsson, enda hefur landshlutanum verið skipt í átta of smá skipulagssvæði. lind þeirrar framtíðaratvinnugrein- ar sem ferðaþjónustan er. Til þess að virkja þá auðlind þarf fyrst og fremst að leggja góða vegi sem bjóða upp á skemmtilegar hring- akstursleiðir. Jafnframt þessu var mikil áhersla lögð á nauðsyn vega- sambands Vestur- og Suðurlands um Leggjabijót og Uxahryggi og Suðurlands og Suðurnesja með lagningu Suðurstrandarvegar (sjá kört). Alls voru 15 erindi flutt á ráð- stefnunni, þar á meðal ávarp Dav- íðs Oddsonar forsætisráðherra. Al- mennt álit frummælenda og ann- arra sem þátt tóku í umræðunum var að vegamál í þessum lands- hluta, þar á meðal vegtengingar við Þingvallasvæðið, hefðu setið á hak- anum og að þar þyrfti að undirbúa stórátak. Fulltrúar landshlutasamtakanna fjögurra hafa unnið áfram að kynn- ingu þessa máls og mættu undirrit- aðir, ásamt Guðjón Guðmundssyni frá SSS, á fund Skipulagsstjórnar ríkisins í febrúar og gerðu grein Munið trúlofunarhringa litnnndalþstann <@uU&é>ilfur()/f Laugavegi 35 • Síini 20620 fyrir framkomnum hugmyndum. í bréfi frá Skipulagsstjórn ríkisins, dags. 3. mars sl., segir m.a.: „Skipu- lagsstjórn fagnar þessu framtaki landshlutasamtakanna í skipulags- málum og lýsir sig reiðubúna til samstarfs um framhald málsins." Gallinn í tökum á skipulagi um- ferðarmáia á Suðvesturlandi er sá, að vantað hefur heiidarskipulag og heildarsýn yfir svæðið, enda hefur Suðvesturlandi verið skipt upp í átta of smá svæðisskipulagssvæði. Með bættum samgöngum gæti þessi hluti landsins, þ.e. frá Markar- fljóti að Hvítársíðu, þar sem um 200 þús. manns eða um 75% lands- manna búa, orðið eitt samverkandi atvinnu- og þjónustusvæði. Umferðaröngþveitið á þjóðhátíð- inni sýnir að brýn þörf er á að bæta aðgengi að Þingvöllum og að slíkar endurbætur þarf að undirbúa fljótlega, ef þær eiga að vera komn- ar í gagnið fyrir árið 2000. Gera þarf nauðsynlegar breytingar á skipulagstillögum viðkomandi sveitarfélaga og síðan þarf Alþingi að samþykkja jjárveitingar til verksins. Islendingar munu halda upp á kristnitökuafmælið og alda- mótaárið á Þingvöllum eftir aðeins sex ár og síðan 100 ára afmæli Stjórnarráðsins árið 2004. Meðfylgjandi kort bendir á nauð- synlegustu vegaframkvæmdir, en þær eru: Gerð nýrrar leiðar til Þing- valla úr Hvalfirði um Brynjudal (15 km), bætur á Uxahryggjaleið sem og á Þingvallavegi í Grímsnesi og lagfæring Grafningsvegar þannig að Nesjavallaleiðin nýtist sem auka- aðkomuleið til Þingvalla. Ávinning- urinn af þessum samgöngubótum er margþættur. Suðvesturland með um 200 þús. íbúa yrði eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Með þeim hætti sköpuðust ný tækifæri í atvinnu- málum landsins í heild. Til viðbótar yrði öryggi meira og nýir möguleik- ar sköpuðust í framkvæmd og við skipulagningu stórhátíða á Þing- völlum í framtíðinni. Jónas er framkvæmdastjóri SSH, en Trausti er skipulagsfræðingur. + Engelhart Svendsen fædd- ist á Hesteyri við ísafjarð- ardjúp 31. júlí 1938. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ 13. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lágafellskirkju 22. júní. MIG langar til að minnast hans "Engelharts Svendsen örfáum orðum og þakka fyrir að fá að kynnast þessum manni. Ég kynntist Engelhart fyrir nokkuð mörgum árum, en þá keyrði hann sandflutningabíl hjá Steypu- stöðinni hf. Á þeim árum bjuggu þau hjón að Hjarðarnesi á Kjalar- nesi einn vetur og eitt ár að Völl- um, meðan þau byggðu sér hús að Dvergholti 10 í Mosfellssveit um 1973. Seinna eða um 1981 fékk ég hann til þess að aka fyrir mig stöku sinnum og hófst þá vinskapur okk- ar hjónanna og þeirra. Saman fór- um við til útlanda og tókum þátt í starfi íslensk-hollenska félagsins fram á þennan dag. Fyrir nokkrum árum hóf Engel- hart sendibílaakstur og seinna akst- ur frá Hópferðamiðstöðinni og var það í einni hringferð með útlendinga sem við mæltum okkur mót að Eið- um á sólstöðum 1993 og fórum niður í Mjóafjörð. Var það ævintýri líkast fyrir mig að fá svo kunnugan mann sem Engelhart var, sem fararstjóra, en hann ólst upp á Hofi í Mjóafirði og hafði frá mörgu að segja. Við fórum að Dalatanga og Hofi í heimleiðinni. Þar sýndi hann okkur húsið og hvar hann hefði sofið oftast og margt, margt fleira. Einnig komum við að Höfðabrekku og vorum lengi að skoða kirkjugarð- inn í Mjóafirði, þá björtu nótt. Ég hafði eignast Mjófírðingasögur Vil- hjálms Hjálmarssonar frá Brekku 1990 og lesið þær vel. Þar lýsir Vilhjálmur föður Engelharts og al- nafna, svo: Hann var snillingur og hamhleypa við hvers konar vélar og verk og hlífði sér þá hvergi. Hann var og einlægur hvatamaður allra framfara og fylgdu verk orð- um ef við varð komið. Þarna finnst mér Engelhart vini mínum vel lýst. Tilbúinn hvenær sem var að rétta hjálparhönd og fylgdu verk orðum. Þær eru orðnar nokkuð margar ferðirnar sem hann hefur farið fyrir okkur með ýmis- legt og mörgum sinnum kom hann til þess að hjálpa til við heyskap. Ég sagði í upphafi „vinar okkar“ og fullyrði að aldréi fyrr né síðar + Örn H. Matthíasson var fæddur í Haukadal í Dýra- firði 27. ágúst 1907. Hann lést á Elliheimilinu Grund 13. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 22. júní. HANN Örn Hauksteinn Matthías- son (Eddi) hefur safnast til feðra sinna. Fróðleiksfýsn Arnar átti sér lítil takmörk og skipti vandaður texti hann miklu máli. Hljómur ís- lenskunnar, hrynjandinn og átt- hagaeinkennin voru honum ávallt gleðiefni, ekki síst ef viðmælandinn var að vestan, Arnfirðingur eða spakur maður frá æskustöðvum hans Dýrafirði. Ljóðformið heillaði Vestfirðing- inn og verk snillinganna, skáldanna þjóðkunnu nam hann og flutti í góðra vina hóp, heilu bálkana. Hann lifði sig inn í listaverk þeirra. „Spyrðu hann Örn,“ ósjaldan gerðu menn það. — um hin marg- brotnustu efni, sögulegs eðlis, þau er snertu vísindi ellegar heimsmál, íslensk stjórnmál sem erlend langt aftur í tímann og ekki stóð á svari. hef ég og fjölskyldan í Varmadal átt eins tryggan vin og félaga sem hann. Við hittumst einu sinni til tvisvar í viku ef við varð komið í mörg ár og alltaf hafði hann frá svo mörgu skemmtilegu að segja sem hent hafði hann. Vil ég svo og öll fjölskyldan í Varmadal votta eftirlifandi konu hans og börnum innilega samúð og erum við þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með Engelhart og fyrir allt það sem hann gerði fyrir okkur. Háraldur, Sigríður og börnin í Varmadal. Fyndinn var hann og nær alltaf í góðu skapi. Ég kynntist Engel- hart Svendsen fyrst í starfi hans sem rútubílstjóri. Starfið krefst mikillar þolinmæði, tillitssemi við starfsfélaga og hjálpfýsi. Allt þetta hafði hann. I samskiptum sínum við erlenda ferðamenn reyndist hann mikilvægur fulltrúi þjóðar sinnar og var henni ætíð til sóma. Við áttum ólíkan bakgrunn, hann lítt talandi á suðrænum málum en úrræðagóður í alls kyns bifreiða- málum, ég með einhveija mála- kunnáttu en ekkert vit á bílavið- gerðum. Samt vorum við strax frá upphafí á sömu bylgjulengd og þekktum aldrei neinn skort á um- ræðuefnum. Stutt var í hláturinn, sama hvað barst í tal, enda tókum við okkur rétt mátulega hátíðlega. Ég veit að fleiri en ég virtu Eng- elhart mikils sem starfsfélaga. Hann hafði sínar skoðanir og var óhræddur að standa við þær. Það var m.a. þess vegna sem það var svo gott að eiga hann að. Á tíma þar sem margir færast undan ábyrgð og þora ekki að taka af- stöðu, vildi hann vanda verk sitt og var staðfastur. Hann var góður drengur og rétti alltaf hjálparhönd. Margt fékk ég frá honum, hlýju og skilning, and- legan stuðning og hagnýta aðstoð, að ógleymdu kvefinu i fyrrasumar. í nokkur ár hafði hann verið sam- ferðamaður minn, fyrst i bílnum, síðan í basli hversdagslífsins. Enda- lokin komu honum á óvart. Hann var með miklar framtíðarhugmynd- ir þegar'við hittumst síðast. Maður kemur í manns stað, seg- ir víst einhvers staðar. Þetta skarð verður þó ekki fyllt. Takk fyrir sam- veruna, Engelhart. Ingo Wershofen Herbertsson. Viðlesni Dýrfirðingurinn svalaði forvitni manns á eftirminnilegan hátt, kryddaði frásögnina og lauk oft máli sínu með stöku, gaman- málavísu, ef svo bar undir. Það spaugilega í fari sérhvers manns, í umhverfinu hér heima og í fréttum af erlendum vettvangi, sá hann manna best og gerði því ógleymanleg skil. Nokkur seinustu ár í lífi sínu dvaldi Örn á vistheimilinu Grund, og til að létta honum dvölina þar brá systir hans Hlíf á það ráð að bjóða honum á laugardögum í uppá- haldsrétt hans, sólþurrkaðan salt- fisk með hamsatólg og brauðsúpu í eftirmat. — Samsettan málsverð úr foreldrahúsum þeirra. Eftirlifandi móðir mín, systir Arnar, naut samverustundanna við' upprifjun bernskutímabilsins fyrir vestan og unglingsáranna í Reykja- vík. Þessar gleðistundir þeirra systkina verða ekki fleiri, ekki í þessari jarðvist, en minning Arnar mun lifa í framtíðinni með þeim sem trega hann nú. Hinsta kveðja frá Hlíf systur. Matth. Ól. ORNH. MATTHÍASSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.