Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TEL BLAÐSINS Dýraglens ■ >E6ERF/Ep DO<?Á MMÞAUS ARl • J wMLu7v]) Í^M" f E0A.K4NN5W F«PPC) V ISTE.GTU.AÐ LKjGJAJ (HélZOGVOuA S 1B8P ' 8 # ° : : <L, 0 i ° 'y/Á ip ijr “n- 1 v\ ri! i i m 1 © 1994 United Feature Syndicate, Inc. | T Tjr tr T| t Ljóska Herbergisþjónusta! Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Svalbarðadeilan Hugsum okkur betur um Frá Árna Jónssyni: UNDANFARNA daga hefur staðið yfir deila milli okkar íslendinga og Norðmanna um hvort íslensk fiski- skip eigi rétt til veiða við Svalbarða. Undirritaður hefur hingað til verið talinn með allgóða þekkingu í landa- fræði og aldrei hefur mér dottið annað í hug en að Svalbarði væri norskt land. Þessu til stuðnings má vitna í alfræðiorðabókina Encyc- lopædia Britannica, en þar stendur undir Svalbarði í lauslegri þýðingu: „Svalbarði er hluti konungsríkisins Noregs og nær yfir allar eyjur í Norður-íshafi á milli 10° og 35° austur og 74° og 81° norður. Noreg- ur fékk yfirráð yfir Svalbarða skv. samningi, sem gerður var í París þann 9. febrúar 1920 og norski fáninn var dreginn að hún í Longye- arbyen (stærsti bærinn á Svalbarða) hinn 14. ágúst 1925. Norskur sýslu- maður hefur aðsetur í Longyearby- en. Norsk lög eru í gildi á Sval- barða.“ íslenska alfræðiorðabókin (Örn og Örlygur, 1990) orðar þetta þann- ig: „Þegar kolanám hófst á Sval- barða um 1900 komu upp deilur milli Norðmanna og Rússa um lands- réttindi. Árið 1920 fengu Norðmenn viðurkennd yfirráð sín og 1925 var nafninu breytt í Svalbarða." Hvergi er minnst á í þessum ritum að ísland eða íslendingar eigi rétt á Svalbarða. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að útgerðarmenn hér á íslandi sitja uppi með alltof stóran og dýran flota og minnkandi fiskigengd vegna of- veiði og illrar umgengni um fiskimið- in í kringum ísland. Við íslendingar erum ekki nema fjórðungur milljónar og eigum alveg að geta látið okkur duga það mikla hafsvæði sem við fengum úthlutað með 200 mílna lög- sögunni auk veiða á óumdeildum alþjóðlegum hafsvæðum. Norðmenn eru sú þjóð, sem mörg okkar finna til hve mest skyldleika við, enda komu flestir okkar landnámsmanna frá því landi. Hafa Norðmenn enda sýnt okkur íslendingum ótal sinnum vinsemd og nægir þar t.d. að minna á gosið í Heimaey, þegar Norðmenn sendu okkur fjölda húsa og buðu börnum í Vestmannaeyjum í sum- arfrí til Noregs. Auk þess gáfú þeir okkur íslendingum hús á vinsælum ferðamannastað, sem mikið er not- að. Einnig má minnast Reykholts í Borgarfirði og stuðnings Norð- manna við þann merka sögustað. Hafa þúsundir íslendinga bæði fyrr og síðar notið mikillar vinsemdar í okkar garð bæði við nám og störf í Noregi. Ekki skyldi vanmeta gildi vinátt- unnar, hvorki milli einstaklinga eða þjóða. í viðsjárverðum heimi er vin- átta þjóðar á borð við Norðmenn, sem njóta mikillar virðingar um heim allan, okkur íslendingum ómetanleg. Er skemmst að minnast þess, að utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, taldi Norðmenn hafa hjálpað okkur mikið á erfiðum enda- spretti við gerð EES-samningsins í Brussel. Fornar bókmenntir binda þjóðir íslands og Noregs saman. Þar stendur á einum stað: Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Þetta held ég að við íslendingar gerðum gott í að hafa hugfast í þessari fár- ánlegu Svalbarðadeilu. Við eigum sem fyrst að biðja Norð- menn afsökunar á þessu frumhlaupi okkar og leggja okkur þess í stað fram við að styrkja vináttuböndin við frændur okkar í Skandinavíu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. ÁRNIJÓNSSON, tannlæknir og læknir, Álftamýri 27, Reykjavík. Svar við grein Agústu Johnson Frá Ágústu Hjartar: ÉG SÉ mig knúna til að skrifa nokkrar línur eftir að hafa lesið mjög svo leiðinlega grein í Morgun- blaðinu 14. júní sl. þar'sem Ágústa Johnson líkamsræktarþjálfari fer niðurlægjandi orðum um starfssyst- ur sína, Sóleyju Jóhannsdóttur. Þar talar Agústa um, að Sóley sé aftarlega í faginu, og að hún hafi ekki fylgst með nýjungum í grein- inni. Svona umfjöllun á Sóley alls ekki skilið því hún er frábær leið- beinandi sem mundi aldrei tala svona um aðra né heldur að svara fyrir sig á sama hátt. Ég byrjaði að stunda líkamsrækt hjá stúdíói Ágústu Johnson, þar sem ég þurfti að troða mér inní sal svo fullan af fólki, að á meðan að á tím- anum stóð mátti maður hafa sig allan við að slá ekki næsta mann, eða að verða sleginn sjálfur af öðr- um. Allan tímann reyndi maður að fylgja leiðbeinandanum eftir, án þess að vera viss um það hvort maður væri að gera æfingarnar rétt eða ekki. Eftir að hafa mætt í nokkra svona stressandi tíma, þá gafst ég hreinlega upp, en ákvað að prófa í Dansstúdíói Sóleyjar, þar sem annað tók við. Þar er sko passað upp á að hafa hæfilega margt í tímum, per- sónuleg leiðsögn Sóleyjar er alveg hreint frábær, því þar er engin hætta á því að maður geri æfingarnar vit- laust, hún sér til þess. Eg sé ekki hvað það er mikið kappsmál hjá henni nöfnu minni Ágústu, að ný- tískulegustu æfíngarnar séu í gangi hveiju sinni, þegar þær gömlu þjóna tilgangi sínum alveg jafnvel, ef ekki bara betur!! Að lokum vil ég þakka Sóleyju fyrir alveg hreint frábæra tíma. ÁGÚSTA HJARTAR, Hrísmóum 13, Garðabæ. Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.