Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Útvaldir tenórar TENÓRARNIR Gunnar Guðbjörnsson og Ólafur Ámi Bjarnason voru vald- ir úr hópi 125 söngvara frá 38 löndum í 12 manna undanúrslit Jussi Björl- ing-keppninnar sem hald- in verður í Svíþjóð í haust. Ólafur hyggst taka þátt en Gunnar getur ekki not- að tækifærið. Aðstand- endur keppninnar sögðu honum að það væri verst af því einungis þrjú stór- veldi í söngnum hefðu komið að tveim fulltrúum hvert: Bandaríkin, Kína og ísland. Jussi Björling-keppnin fer fram í Borlánge, fæðingarbæ söngvarans fræga sem hún er kennd við. Hún verður haldin í fyrsta sinn dagana 19. til 23. október og síðan er ætlunin að hafa hana annað hvert ár. Keppn- in er eingöngu ætluð tenórum, sem er óvenjulegt ef ekki eins- dæmi, en snældur með söng þeirra auk meðmæla og sýn- ishorna af gagnrýni ákvörðuðu Ólafur Árni Bjarnason Gunnar Guðbjörnsson valið í undanúrslit. Söngkonan Elisabet Söderström er meðal dómnefndarfólks. Gunnar segist ekki fá frí úr óperunni í Wiesbaden til að taka þátt í keppninni, en hann sé að- eins 28 ára og geti því farið tvisv- ar enn. Hann söng fyrir skömmu á Alderborough-hátíðinni í Eng- landi og er um þessar mundir að syngja í Rakaranum í Se- villa í Wiesbaden í Þýska- landi. í september syngur Gunnar í Genfarópemnni og hingað kemur hann í desember til að taka þátt í flutningi Sinfóníunnar á Eddu Jóns Leifs. í mars- mánuði syngur hann í óperunni í Metz í Frakk- landi og með Fílharmón- íunni í Strassborg í apríl, en talsvert er um að hann komi fram á tónleikum. Ólafur er nú á þriðja og síðasta samningsári við óperuna í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Hann hefur verið önnum kafinn á árinu og hyggur á lausamennsku á því næsta. Nú er hann staddur á ítal- íu við æfingar á Luciu di Lam- mermoor og Madame Butterfly, en fyrrnefnda óperan bíður hans í Montevideo í Uruguay í ágúst. Ólafur syngur svo í Fiðrildisfrúnni í Gelsenkirkchen, Köln og Minne- appolis á næsta ári auk tónleika- halds í Washington og New York. Nýjar bækur Trú og þjóðfélag Afmælisrit dr. Þóris Kr. Þórðarsonar komið út FYRSTA eintakið af afmælisriti dr. Þóris Kr. Þórðarsonar pró- fessors „Trú og þjóðfé- lag“ var afhent honum í afmælishófi sem hann hélt 9. júní sl. en þann dag varð dr. Þórir sjö- tugur. Afmælisritið er 8. bindið í Ritröð Guð- fræðistofnunar. Studia theologiva islandica. Það hefur að geyma íjölmargar greinar eftir dr. Þóri sjálfan. Fjalla þær að sjálfsögðu eink- um um margvísleg við- fangefni guðfræðinnar. En þar er einnig að finna þijár greinar um dr. Þóri, sem skrifaðar eru af guðfræðiprófessor- unum dr. Birni Bjömssyni og Jóni Sveinbjörnssyni og dr. Páli Skúla- syni prófessor í heimsspeki. Meðal guðfræðigreina í afmælis- ritinu má nefna greinina „Hvað er Guð? - spyrja börnin", greinar um málfar ritninganna, um Jónasar- bók, um Andann í Gamla testa- mentinu og um lífs- hamingjuna og grein sem Þórir kallar „formál að siðfræði Gamla testamentis- ins.“ Ritið hefur einn- ig að geyma greinar Þóris um málefni Reykjavíkurborgar, en hann sat í borgar- stjórn á áranum 1962-1970, og um málefni Háskóla ís- lands en þar hefur Þórir starfað allt frá árinu 1954. Þá eru í ritinu nokkrar greinar Þóris um ýmsa af sam- ferðarmönnum hans. Loks má nefna viðtal Magdalenu Schram við Þóri en það nefnist: „Djöfullinn kann Biblíuna líka utanað." Ritnefnd afmælisritsins skipa dr. Gunnlaugur A. Jónsson (ritstjðri), dr. Einar Sigurbjömsson prófessor og dr. Pétur Pétursson prófessor. Það er Skálholtsútgáfan sem annast dreifingu ritsins, sem er 240 bls. og kostar innbundið 2990 kr. en óinn- bundið 2490 kr. Dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor. Myndlist barnaá Akureyri SÝNING á 120 úrvalsverkefnum úr myndlistarverkefni barna og unglinga á vegum ferðaátaksverk- efnisins ísland, sækjum það heim opnar í Gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri í dag föstudaginn 24. júní. Sýningin er farandsýning og er Akureyri þriðji viðkomustaðurinn. Hún var opnunaratriði Listahátíðar í Reykjavík, og sóttu hátt á tíu þúsund gestir sýninguna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Efnt var til myndlistarverkefnis bama og unglinga í tilefni af 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Það þótti við hæfi að vekja ungu kynslóðina til umhugsunar um land- ið á þessum tímamótum. Metþátt- taka var í verkefninu. Samtals tóku 19.534 ungir íslendingar á aldrin- um 6-20 ára þátt. Sýningin verður á Akureyri til 3. júlí. Hún er opin alla daga frá klukkan 15.00 til 21.00. ----♦ ♦ ♦-- Jónsmessu- hátíð í Nor- ræna húsinu JÓNSMESSAN verður haldin há- tíðleg að norrænum sið við Nor- ræna húsið á morgun, laugardag- inn 25. júní. Að hátíðinni standa norrænu vinafélögin ásamt Nor- ræna húsinu. Skemmtunin hefst kl. 20 og verður blómum skrýdd maístöng reist á flötinni við Norræna húsið. Dansað verður í kringum stöngina og farið í ýmsa leiki með börnun- um. Um kl. 22 verður tendrað bál og þar verður fjöldasöngur og ýmislegt annað gert sér til skemmtunar. Grettir Björnsson leikur á harmonikku og fleiri gestir munu koma. Grillaðar pylsur verða á úti- grilli og kaffistofa hússins verður opin allt kvöldið. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Frá Kjarval til Errós JÓHANNES S. Kjarval „Jökullinn", ca 1927, olía á Iéreft 60,2x73,5. Ríkislistasafnið i Kaupmannahöfn. MYNDLIST Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Listasafn Kópavogs ÍSLENSK MÁLVERK í DÖNSKUMSÖFNUM Opið alla daga nema mánudaga frá 14-18 til 14. ágúst Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 500 krónur. SÝNINGIN „Frá Kjarval til Err- ós“ sem markar íslenzk málverk í dönskum söfnum, er framlag Dan- merkur til lýðveídisafmælisins og var hún opnuð með viðhöfn sl. fimmtudag. Heiðraði Margrét Þór- hiidur drottning sýninguna með nærveru sinni ásamt Hinriki prins og fylgdarliði. Þetta er þó öðru fremur hluti þeirra myndverka sem era í eigu danskra safna, og þótt Danir hafi ekki frekar en hinar Norðurlandaþjóðimar sýnt ís- lenzkri myndlist umtalsverðan áhuga, og eru jafnframt lítið upp- lýstir um það sem hér hefur gerst á sviðinu, munu þeir vonandi eiga mun meira á listasöfnum sínum. Hér saknar maður einnig högg- mynda Siguijóns Ólafssonar, sem um árabil var búsettur í Danmörku og meira að segja lengi kvæntur þeirri mætu dönsku listakonu Tove Ólafsson. Minnist ég þess frá námsárum mínum í Höfn, að einstaka sinnum var eign Ríkislistasafnsins á ís- lenzkri myndlist á veggjum einnar af vinstri hliðarálmum safnsins á neðri hæðinni, svona fyrir skyldu- ræknina. Var ekki örgrannt um að mér og fleiri ungum listspíram þætti val á verkum einstakra lista- manna nokkuð metnaðarlítið, að Jóni Stefánssyni og Júlíönu Sveins- dóttur undanskildum, sem bæði vora þá búsett í Kaupmannahöfn og í núklum metum. Þetta var snemma á sjötta ára- tugnum og orðstír Svavars Guðna- sonar enn ekki eins mikill og seinna varð, en þessi þrjú mynda uppistöð- una á sýningunni. Þeir Kjarval og Erró sem sýningin er heitin eftir, eiga samtals færri verk en hver einstakur hinna, sem gerir nafngift sýningarinnar auðvitað tvíræða. Þannig er Kjarval einungis kynntur með einu verki, sem ég minnist ekki að hafa séð fyrr og Erró með tveimur. Málverk Kjarvals er sér- kennilegt og minnir í myndbygg- ingu og lit í senn á norska málar- ann Harald Sohlberg (1869-1935), sem hann hafði miklar mætur á, svo og Jón Stefánsson. En sá Kjarval í ham sem við þekkjum svo vel er hér hvergi nærri. Hins vegar era málverk Errós mjög einkenn- andi fyrir hann og verkið „Rauði sírninn" frá 1969, sem er í eigu Lousiana-safnsins, telst eitt af lyk- ilverkum hans frá því tímabili og hefur ratað í bækur. En hér getum við svo litið okkur nær, því við land- ar hans festum okkur engar mynd- ir listamannsins á þeim árum. Kannski er Svavar Guðnason jafnbest kynntur hinna þriggja, en vel frambærileg verk eru eftir þau öll og gætu sómt sér á hvaða sýn ■ ingu sem væri af íslenzkri list. Ein- stök verk Jóns Stefánssonar rísa þó að mínu mati hæst á sýning- unni og geta má þess að Margrét Þórhildur Danadrottning dvaldi einna lengst við myndina Skarðs- fjall eftir Jón, og lét fögur orð falla um hana. Norrænn andi og djúpar myndrænar gáfur eins og gneista frá myndum Jóns, hvemig sem menn nálgast þær. Fjallið sjálft er einfalt og sterkt í byggingu og form þess hefur höfðað til lista- mannsins og vísast saga þess einn- ig. Má þá geta þess, að fjallið er um fimm km langur móbergs- hryggur, miðsveitis á Landi og Jón Stefánsson „Standandi fyrirsæta" ca 1918, olía á striga 90x76. Ríkislistasafn- ið í Kaupmannahöfn. mest á hæð milli Þjórsár og Rang- ár og varð fyrir miklu hnjaski í jarðskjálftunum sem gengu yfír Suðurland haustið 1896. Varð ekk- ert fjall á því svæði fyrir eins miklu hnjaski og mynduðust víða sprang- ur í það og skriður hlupu fram og munu þær hafa orðið 13, og þá flestar í vestanverðu fjallinu. Að sjálfsögðu ber okkur að þakka með virktum að fá að bera þessi verk augum á einum stað, sem annars hanga á söfnum víðs vegar um Danmörku, þ.e. þegar þau eru á annað borð til sýnis. En óneitanlega verða ýmsar spuming- ar nærgöngular við skoðun sýning- arinnar og þá helst hví íslenzk list var og er ekki betur kynnt á dönsk- um söfnum, þó ekki væri nema sú list sem hér þróaðist meðan við voram hluti af hinu danska ríki. Aftur geta svo Danir gagnspurt, hvar danskrar listar sér stað á ís- lenzkum söfnum, og í beinu fram- haldi má það vera ráðgáta hve Norðurlöndum hefur verið ósýnt um að kynna list bræðraþjóðanna innbyrðis og lyfta henni á stall. Staðreyndin er sú, að þau hafa öll verið svo upptekin við að leita langt yfir skammt, að það þarf oftar en ekki erlenda menn til að benda þeim á sérstök einkenni og ágæti norrænnar listar. En þessi sérkenni virðast sumir áhrifamiklir Ieggja ofurkapp á að sveija af sér, og telja sig réttilega alþjóðlegri fyrir vikið. Þó verður ekki litið fram hjá því, að verk ágætustu og alþjóðleg- ustu myndlistarmanna Norður- landa hafa borið, og bera með sér, sterk og ótvíræð norræn einkenni. Þess má gjaman minnast þegar slíkar sýningar eru í gangi sem nú prýðir einn sal Listasafns Kópa- vogs, og telst auðvitað áleitinn umræðugrundvöllur, en á öðram vettvangi. Og í beinu framhaldi skulum við fremur gleðjast yfir því, að við eigum ekki von á slíkri sýningu í heimsborgunum, en vera má að einhveijir fordóma- og hrokalausir menningarvitar í þeim hefðu dijúga ánægju af að upp- götva það hjá okkur, sem þeir sjá síður á 'sínum heimaslóðum. Þetta er lítil og falleg sýning sem fer vel í sölum safnsins og í tilefni hennar hefur verið gefín út handhæg og vel hönnuð sýningarskrá, prýdd einni litmynd af verki hvers lista- manns fyrir sig. Meinbugurinn á skránni er þó sá, að hún hefur svip af því, að hér er á ferð kynn- ingarsýning á þessum listamönnum á erlendri grund. Við þekkjum þá alla svo vel að slík almenn kynning á ferli þeirra í heimalandinu er með öllu óþörf, og hefði verið ávinning- ur að fleiri litmyndum og sértæk- ari umfjöllun. Og mjög saknar maður skrár yfír öll íslenzk mynd- verk í eigu danskra safna. Að öðru leyti er þetta sem fyrr segir mikilsvert og þakkarvert framtak. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.