Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umsókn um aðild að Evrópusambandinu Fylgismenn og and- stæðingarjafnmargir FYLGISMENN þess að ísland sæki um aðild að Evrópusambandínu (ESB) eru nú álíka margir og and- stæðingar umsóknar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands hefur gert fyrir Morgunblaðið. Af þeim, sem taka afstöðu þegar spurt er hvort æskilegt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu, telja 50,2% það æskilegt, en 49,8% óæski- legt. Munurinn er ekki marktækur. Talsvert margir svarendur sögðust óákveðnir í afstöðu sinni til þess hvort ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu, eða 38%. í júní seldi meirihluti fráfarandi stjómar Stöðvar 2 þremur aðilum þau 20% í Sýn sem voru í eigu ís- lenska útvarpsfélagsi'ns. Eftir söluna áttu aðilar tengdir fráfarandi meiri- hluta í Íslenska útvarpsfélaginu yfir 50% í Sýn. Eignarhluturinn nam tveimur milljónum, en 1.850 þúsund króna hlutur var framseldur Jóhann- esi Torfasyni bónda. Núverandi meirihluti stjómar íslenska útvarps- félagsins fór fram á að lögbann yrði sett á hagnýtingu hlutarins og hélt því fram að ef stjóm væri komin í minnihluta innan hlutafélags mætti hún ekki aðhafast neitt það sem skaðað gæti félagið. Óskað hefði verið eftir að salan yrði rædd á hlut- hafafundi, en ekki hefði verið orðið við því. Óheimilt að ráðstafa bréfunum Sýslumannsembættin í Reykjavík og á Biönduósi höfnuðu lögbanni og héraðsdómar sömuleiðis, á þeirri for- sendu að sala og framsal bréfanna væri innan þeirra marka sem formleg Þeir, sem töldu það frekar óæski- legt að sækja um aðild, eru 29,3% og 20,5% telja það mjög óæskilegt. Yngra fólkið jákvæðara Konur em í meira mæli en karlar óvissar um hvort sækja beri um að- ild. Þannig eru 45% kvenna óviss í afstöðu sinni, en 29% karla. Stuðn- ingur við aðild er mestur meðal yngra fólks. Þannig telja 66% fólks á aldrin- um 18-24 ára æskilegt að sækja um aðild að Evrópusambandinu, en rúm- lega 70% elzta hópsins, 60-75 ára, eru andvíg umsókn. Reykvíkingar og Reyknesingar heimild stjórnarinnar náði til. Hæsti- réttur komst" að þeirri niðurstöðu í gær, að stjórn félagsins hafi verið óheimilt að ráðstafa bréfunum, þar sem fram hafi verið komin lögmæt krafa um að fjallað yrði um söluna á hluthafafundi. Ragnar H. Hall, lögmaður núver- andi meirihluta, sagði að hann myndi snúa sér til viðkomandi sýslumanns- embætta með dóm Hæstaréttar og krefjast lögbanns. „Ég á von á að lögbann verði komið á mjög fljótt og þá verður höfðað staðfestingar- mál fyrir viðkomandi héraðsdómum," sagði Ragnar. Stöndum við okkar rök „Þetta er lokaniðurstaða hvað lög- bannið varðar, en lögbann er bráða- birgðagerð og það verður tekið á efnisþáttum málsins fyrir dómi. Þar stöndum við við okkar rok, en málið frystist vissulega þangað til,“ sagði Jóhannes Sigurðsson, lögmaður fyrr- um meirihluta í stjórn Islenska út- varpsfélagsins. eru hlynntari umsókn en landsbyggð- armenn. Þannig líta 56,7% Reykvík- inga og 58,9% Reyknesinga aðilda- rumsókn jákvæðum augum, en þessi hópur er aðeins 38% úti á landi. Meirihluti stuðningsmanna stjóm- arflokkanna er hlynntur aðildarum- sókn; 92,8% alþýðuflokksmanna og 61,3% sjálfstæðismanna. Meirihluti framsóknarmanna, eða 72,2%, er hins vegar andvígur, og 78,7% al- þýðubandalagsmanna. Stuðnings- menn Kvennalistans og hugsanlegs framboðs Jóhönnu Sigurðardóttur skiptast hins vegar jafnt milli fylk- inga. Telurðu æskileat að__/ _ íslendingar sæklum ayðild að Evrópusaiqbandinu? Nóv.’92 Júni’94 Sept.’94 KÖNNUNIN var gerð dagana 9.-11. september og var úrtak- ið 1.200 manna tilviljunarúr- tak úr þjóðskrá. Nettósvörun, er 73,8% sem telst vel viðun- andi. Félagsvísindastofnun telur úrtakið endurspegla þjóðina, á aldrinum 18-75 ára. Greiðendur hátekjuskatts Vaxta- byrðin þyngri UPPLÝSINGAR úr skattframtölum sýna að skattgreiðendur sem greiða hátekjuskatt eru yfirleitt með mun þyngri vaxtabyrði en þeir sem ekki lenda í 5% viðbótarskattþrepinu. Því hærri sem vaxtagreiðslurnar eru þeim mun líklegra er að viðkomandi einstaklingur greiði einnig hátekju- skatt. Þannig greiðir um það bil fjórðungur þeirra einstaklinga sem greiða 5-600 þús. kr. vaxtagjöld á ári einnig hátekjuskatt og eru flest- ir þeirra með tekjur á bilinu 2-300 þús. kr. á mánuði. Tímabundinn 5% viðbótarskattur sem leggst á mánaðartekjur ein- hleypra sem eru yfir 200 þús. kr. og samanlagðar tekjur hjóna yfir 400 þús. kr. á mánuði var tekinn upp í ársbyrjun 1993 en á að falla úr gildi um næstu áramót. Frum- álagning hátekjuskatts á árinu vegna tekna á seinasta ári náði til 7.455 framteljenda, þar af 3.885 hjóna og 260 einstæðra foreldra. Heildarálagning hátekjuskatts nem- ur 435 milljónum kr. en talið er að endanleg álagning verði um 400 millj. þar sem hluti álagningar gangi til baka við kærur og endunírskurði. Meðalhátekjuskattur hjóna 6 _ þús. kr. á mánuði Meðalmánaðartekjur einhleypra sem greiða hátekjuskatt voru 275 þús. kr. á mánuði og er meðalskatt- ur hvers framteljanda á mánuði fjög- ur þús. kr. Meðaltekjur einstæðra foreldra sem greiða hátekjuskatt eru 278 þús. kr. á mánuði og hjóna 525 þús. kr. og er meðalhátekjuskattur hjóna á mánuði 6 þús. kr. í samantekt íj ármálaráðu neytisins kemur fram að skatturinn leggst hlutfallslega þyngra á framteljendur á höfuðborgarsvæðinu en utan þess og á það einkum við um hjón. Fjórð- ungur einhleypra sem greiða 5% há- tekjuskattinn er yngri en 30 ára, 60% eru yngri en 40 ára og innan við fimmtungur er eldri en 50 ára. Hins vegar er mikill meirihluti hjóna sem greiða skattinn á aldrinum 30-50 ára en álagning skattsins náði til 145 hjóna sem eru yngri en 30 ára eða innan við 4% allra hjóna sem greiða hátekjuskatt. Ríflega tíundi hver ein- hleypingur á gldrinum 31-50 ára greiðir hátekjuskatt og svipað hlut- fall hjóna á aldrinum 41-60 ára. Hæstiréttur fellir héraðsdóma úr gildi Lögbanns krafist á ný vegna sölu á 20% hlut í Sýn HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Norðurlands vestra og lagði fyrir sýslumannsembættin í Reykjavík og á Blönduósi að leggja lögbann við hagnýtingu 20% hlutar í Sýn. Höfða þarf staðfestingarmál innan viku frá því lögbann er sett á. Morgunblaðið/Sverrir Tilþrifamiklir taktar ÞESSIR hafnfirsku strákar er senn á enda en óformlegir sýndu snilldartakta með knött- vináttuleikir góðra félaga inn þegar ljósmyndarinn átti verða háðir meðan veður og leið hjá. Knattspyrnuvertíðin færð leyfa. FFJ ályktar um ásakanir vegna embættisfærslu Guðmundar Áma Stefánssonar Ekki sætt ef ekki fást skýringar Skipulagðar árásir og* hönnuð atburðarás, segir Guðmundur Arni Stefánsson GERA má ráð fyrir að flokksstjórn Alþýðu- flokksins komi saman um aðra helgi og þar vcrði meðal annars rædd ályktun stjómar Félags fijálslyndra jafnaQarmanna þar sem segir að ef ekki fáist viðhlítandi skýringar vegna þeirra ávirðinga sem fram hafi komið á opinberum vettvangi á embættisfærslu Guð- mundar Árna Stefánssonar telji stjórnin hon- um ekki sætt í trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu- flokkinn, þar með töldu varaformanns- og ráðherraembætti. Guðmundur Árni segir að um hannaða atburðarás og skipulagðar árásir á sig sé að ræða og það veki undrun sína að þessir fimm einstaklingar í stjórninni kjósi að koma fram með þessum hætti, þó hann hafi vitað að stuðningur þeirra við sig í flokksstarf- inu hafi ekki verið mjög áberandi til þessa. Ekki efnisleg afstaða í ályktuninni sem samþykkt var á stjórnar- fundi á þriðjudaginn segir að undanfarnar vikur hafi komið fram á opinberum vettvangi ásakanir og vísbendingar um að ekki hafi verið allt_ með felldu í embættisfærslu Guð- mundar Áma á ferli hans sem bæjarstjóri í Hafnarfirði og sem ráðherra. Síðan segir: „Félag fijálslyndra jafnaðarmanna tekur á þessu stigi ekki efnislega afstöðu til þessara ásakana. Félagið telur hins vegar ljóst að þær og svör ráðherrans til þessa hafa valdið trún- aðarbresti milli almennings og Guðmundar Árna Stefánssonar. Félag fijálslyndra jafnað- armanna beinir þeim tilmælum til fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins að nú þegar verði boðaður fundur í flokksstjórn þar sem Guðmundur Árni skýri mál sitt, en að því loknu taki flokksstjóm af skarið í þessu máli. Ef ekki fást viðhlítandi skýringar á þeim ávirðing- um sem fram hafa komið telur stjórn FFJ að Guðmundi Árna sé ekki sætt í trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn, þar með töldu varafor- mannsembætti og ráðherrastöðu." Guðmundur sagði að hann hefði farið lið fyrir lið yfir þær ávirðingar sem hefðu dunið á sér á undanförnum vikum og mánuðum og hrakið þær. Aðspurður um hvað hann ætti við með hannaðri atburðarás sagði hann að sér kæmi ekki á óvart árásir sem runnar væru undan rifjum pólitískra andstæðinga í Hafnarfirði. Hann hefði hins vegar átt erfið- ara með að henda reiður á gagnrýni á störf sín sem ráðherra og litið á það sem einhvers konar fjölmiðlafár. „Þetta útspil þessara ein- staklinga í flokknum gerir það að verkum að ég hlýt að hugsa minn gang eilítið meira og hlusta kannski nánar á þær kenningar sem uppi hafa verið.“ Sestekki á sakabekk Guðmundur sagði að þessir einstaklingar í stjórn FFJ væru enginn þverskurður af alþýðu- flokksmönnum í landinu og eftir þessa ályktun hefðu alþýðuflokksmenn tugum saman hringt í sig og lýst yfir undrun og andstyggð á þess- um málflutningi. Það hefði löngu verið ákveð- ið að flokksstjórnin kæmi saman í þessum mánuði og ef einhver hefði ekki skilið skýring- ar sínar til þessa myndi hann eyða tíma í að endurtaka það sem hann hefði áður sagt, en hann myndi ekki setjast á neinn sakabek’k. Guðmundur Oddsson, formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins, segir að for- maður kalli saman flokksstjórn. Löngu hafi verið ákveðið að kalla hana saman um miðjan september og hún muni væntanlega koma saman um aðra helgi og það hefði hún gert hvort sem þessi ályktun hefði komið fram eða ekki. Þetta mál yrði auðvitað rætt á fundinum. Ekki náðist í Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðuflokksins, í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.