Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 MORGUNBIjAÐIÐ ERLEIMT Sænska kosningabaráttan setur svip á götulífið Kosningahúsin spretta upp eins og gorkúlur Stokkhóimi. Morgunblaðið. ÞEGAR nálgast kosningar ráðast sænsku flokkarnir í víðtækar byggingarframkvæmdir um allt land, því kosningahúsin svokölluðu eru hluti af sænskri kosningahefð. Baráttan um hylli kjósenda fer ekki aðeins fram í fjölmiðlum og á vinnustöðum, heldur í ríkum mæli á götum úti, svo kosningar gefa bæjar- og borgarlífinu sér- stakt andrúmsloft. Og það kemst enginn langt í sænskum stjórnmál- um ef hann hefur ekki gaman af að eiga orðastað við kjósendur, sem vilja hitta stjórnmálamennina í eigin persónu, en ekki aðeins horfa á þá í sjónvarpi, eða lesa um þá í blöðunum. Og svo eru kjósendur dregnir hópum saman í sjónvarps- og útvarpssal til að ræða flokkana og boðskap þeirra. Kosningahús í slagveðri Fyrir kosningar skýtur alls stað- ar upp litlum og ljósum furuhús- um, ekki ólíkum litlum sumarbú- stöðum, sem Svíar kalla kosninga- hús. Þar hreiðra stjórnmálamenn- imir um sig með áróðurs -og upp- lýsingabæklinga sína, bjóða kannski upp á kaffi og eitthvað með því. Kristilegi demókrata- flokkurinn býður upp á sérlega ljúffengar karamellur pakkaðar inn í flokksstafina, en allt kemur fyrir ekki, því flokkurinn er alveg við fallmörkin. Og eins og veðrið er í Stokkhólmi þessa dagana, þegar gengur á með slagveðurs- rigningu, kemur sér vel að eiga í kosningahúsin að venda. En það eru ekki aðeins flokk- arnir sjö, sem nú bjóða fram til þings, er fara út á götur og torg og ræða við kjósendur. I gær ræddu nokkrir meðlimir „Stelpu- gengisins“ eða „Tjejligan“ við kjósendur á einni af aðalgötum Stokkhólms. Stelpugengið eru samtök fjórtán þúsund kvenna innan verkalýðshreyfingarinnar, sem stofnuðu með sér samtök fyr- ir nokkrum árum til brýna stjórn- málamenn til að sinna kvennamál- unum og ýta undir stjórnmálaá- huga og -þátttöku kvenna. Nokkr- ar þeirra fræddu blaðamann Morgunblaðsins á því að þó sam- tökin væru ópólitísk, hölluðu flest- ir þátttakendur sér að jafnaðar- mönnum, eins og tíðkast hefur í verkalýðshreyfingunni. Noþkrar þeirra sátu við borð og lásu upp spumingar um ýmis kvennamál, sem þær svöruðu samkvæmt áætl- unum jafnaðarmanna. Við borið sat svo karlmaður, sem greinilega stældi Carl Bildt forsætisráðherra og gaf nokkuð önnur svör. Unga fólkið vill heyra um framtíðina Bildt sjálfur hefur hins vegar heimsótt sænska stúdenta undan- farið, fyrst í Lundi og síðan í Stokkhólmi. Unga fólkið kýs frem- ur að heyra um framtíðina, en spá í krónur og aura í sparnaðaráætl- unum og á þessum fundum er for- sætisráðherrann í essinu sínu. Hann elskar að tala og rökræða og á meðan ýmsir aðrir stjórn- málamenn þreytast í baráttunni virðist Bildt nærast á henni, enda er vinnuþol hans annálað. Hann hefur líka allt að vinna, því þó almennt sé gert ráð fyrir að stjórn hans falli, getur hann enn haldið í daufa vonarglætu um að halda stjórnartaumunum. Áhugi fjölmiðla En það eru ekki aðeins stjórn- málamenn, sem eru leiddir fram í fjölmiðlum og látnir tala yfir fólki, heldur leita fjölmiðlar mikið út til fólks að heyra skoðanir þess. Dag- lega eru umræðuþættir í sjónvarpi og útvarpi, bæði lands- og svæðis- varpi, þar sem hópar kjósenda eru spurðir út úr um skoðanir sínar, með eða án þátttöku stjómmála- manna. í gær var rætt um einka- væðingu á einni stöðinni og hvern- ig hún hefði snert viðstadda. Um það voru svo skiptar skoðanir, að stjómandanum gekk erfiðlega að fá fólk til að tjá sig skipulega, enda er einkavæðingin nátengd hugmyndafræði stjórnmálaflokk- anna og eitt aðal bitbein þeirra. ÞORIR þú að þrýsta á eins og við er spurt á kosningaspjaldi Sænska þjóðarflokksins. Þrýsti menn á heyrist rödd sem segir: „Til hamingju, þú þorðir. Þú hlýtur að vera þjóðarflokksmaður.“ Reuter FLUGVIRKI athugar hreyfil serbneskrar farþegaþotu í Belgrad. Talið er að banni við farþegaflugi til og frá Serbíu verði aflétt. Líkur á slökun gagnvart Serbí Leyfa takmarkaö landamæraeftirlit Sarajevo. Reuter. AUKNAR líkur eru á að slakað verði á refsiaðgerðum Sameinuðu þjóð- anna gegn Serbíu eftir að vestrænir samningamenn skýrðu frá því að serbnesk stjórnvöld hefðu samþykkt takmarkað alþjóðlegt eftirlit með því að vopna- og eldsneytissölubanni þeirra á Bosníu-Serba verði fram- fyigt. Vestrænir samningamenn segja að stjórn Serbíu hafi fallist á tak- markað alþjóðlegt eftirlit með landa- mærunum að Bosníu til að ganga úr skugga um að Bosníu-Serbum verði aðeins sendur nauðsynjavarn- ingur, en ekki vopn og eldsneyti. Milosevic setti skilyrði Vestrænir stjórnarerindrekar segja að Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, hafi knúið fram skilyrði fyr- ir eftirlitinu. Eftirlitsmennirnir verði ekki hermenn og mun færri en ráð- gert var, auk þess sem þeir fái ekki rétt til að stöðva vörubíla til að kanna farma þeirra. David Owen, milligöngumaður Sameinuðu þjóðanna, kvaðst þó sannfærður um að eftirlitsmennirnir gætu tryggt að engin vopn yrðu send yfir landamærin til Bosníu- Serba. Hann sagði að eftirlitsmenn- irnir yrðu umsvifalaust kallaðir heim ef vafi léki á því að serbnesk yfir- völd framfylgdu vopnasölubanninu en hann lagði áherslu á að þau kapp- kostuðu að hafa góða samvinnu við eftirlitsmennina. Vesturlönd hafa sett alþjóðlegt eftirlit við landamærin sem skiiyrði fyrir því að refsiaðgerðunum gegn Serbíu verði aflétt í áföngum. Málefni kvenna áberandi í sænsku kosningabaráttunni Hvað hefur einstæð sænsk móðir á mánuði? Stokkhólmi. Morgunblaðið. EINSTÆÐAR mæður eru hópur sem hagfræðingar og stjórnmála- menn hafa sérstakar gætur á og kjör þeirra eru oft notuð sem mæli- kvarði á velferð. Málefni og kjör kvenna hafa verið áberandi í barátt- unni fyrir þingkosningarnar sem fram fara í Svíþjóð á sunnudag og um tíma var rætt um stofnun sér- staks kvennaflokks. Catharina Gustavsson, einstæða sænska móð- irin, sem sænska blaðið Dagens Nyheter heimsótti i vikunni, hefur rétt rúmar 120.000 ísl. kr. í ráðstöf- unartekjur á mánuði. Það dugir henni tæplega, svo að í mánaðarlok er hún vanalega staurblönk og kom- in með yfírdrátt í bankanum. Catharina fór í fjölbrautaskóla og fékk strax vinnu eftir að honum lauk. Sonurinn fæddist 1986 og eftir barnsburðarleyfí fór hún að vinna sem húshjálp og síðar í stál- verksmiðju. Vinnan þar var slít- andi, svo að hún var oft veik og fann að vinnuveitandmn var fullur tortryggni vegna þess. Þegar henni bauðst styrkur frá fyrirtækinu, um ein milljón kr., til að hefja eigin atvinnurekstur, tók hún tilboðinu. Ætlunin var að opna búð með not- uð húsgögn árið 1992 en sá draum- ur fór veg allrar veraldar. Nú vill hún fara í nám í félagsráðgjöf en til þess þarf hún stúdentspróf og námslán. Annar draumur er að búa uppi í sveit, rækta eitthvað, vera í hlutastarfi og hafa nægan tíma fyrir soninn. Uppbót vegna hlutastarfs Eftir að hafa verið atvinnulaus í rúmt ár er Catharina nú í hluta- starfi með 62.500 ísl. kr. á mán- uði. Frá atvinnuleysissjóðnum fær hún 48.700 á mánuði, sem uppbót fyrir að vera ekki í fuilu starfí. Eftir skatt eru það 78.920 kr. Þar við bætast 7.500 kr. í meðlag, 11.730 í meðlagsauka, 21.480 í leigustyrk og foreldra- og sjúkra- bætur upp á 4.850. Alls gerir þetta 124.480 ísl. kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði. Af tekjum Catharinu eru 67% í formi bóta, afgangurinn eru eiginlegar vinnutekjur. Ef hún ynni fulla vinnu ykjust tekjur hennar ekki að marki og gætu hugsanlega lækkað en hlutfall bóta af ráðstöf- unartekjum væri um 33%. Fátæktarmörkin 111 þúsund Catharina býr í leiguíbúð þar sem leigan er 47.320 kr. á mánuði en eins og áður segir fær hún leigu- styrk sem nemur tæplega helmingi leigunnar. Sænska alþýðuhreyfing- in miðar við að fátæktarmörkin séu um 111.200 kr. á mánuði, svo að Catharina er rétt ofan við þau, þó að tekjurnar hrökkvi aldrei fyrir því sem hún telur sig þurfa á mánuði, án þess ^ð hún lifí neinu lúxuslífi. En í sænska velferðarkerfinu búa fátæklingar ekki endilega í lélegu húsnæði og Catharina býr í fjög- urra herbergja bjartri blokkaríbúð, sem er 80 fm að stærð og í nýlegu blokkarhverfi í Borlange, 43.000 manna bæ í Mið-Svíþjóð. Eins og áður er nefnt fær Cathar- ina, sem er láglaunamanneskja, 67% af tekjum sínum í formi bóta, en greiðslurnar koma fleirum til góða. 7% af tekjum hátekjufólks og 10% af tekjum fólks með meðal- HJÓN með barn við skilti þar sem varað er við sigri jafnað- armanna því það þýði niður- skurð hvers kyns barnabóta. laun eru opinberar greiðslur. Cat- harina lítur ekki á sig sem fátæka þó að hún vildi óneitanlega hafa meira fé á milli handanna ekki síst til að sonurinn nyti góðs af. Á náð- ir félagsmálastofnunar vill hún þó ekki leita heldur bjarga sér sjálf. Uppi á vegg hangir miði þar sem á stendur: Ofundaðu engan af vel- gengni hans, því þú veist ekki hvaða sorg hann ber innra með sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.