Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Blöndal, þú er guðanna bænum griptu í taumana sem fyrst! í NEYÐ minni og flest allra Vest- manneyinga sný ég mér beint til þín vegna þeirra hörmulegu eða réttara sagt voðaverka sem framin ■ niO/ Taktu við taumnum, „maður fyrir borð“. Tortryggni í Alþýðubandalaginu um hlutverk Framsýnar Sáttaleið eða leik- ur í kosningaslag? Stofnun Framsýnar, hins nýja félags alþýðubandalagsfólks í Reykjavík, á sér talsverðan aðdrag- anda, og réðu átökin milli Alþýðu- bandalagsfélags Reykjavíkur (ABR) og Birtingar um kjörskrá í forvalinu fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar sl. vor mestu um þessa atburðarás. „Þetta er tilraun tii að skapa al- þýðubandalagsfólki vettvang til starfa í Revkjavík," segir Kristinn Karlsson, einn stjórnarmanna í Framsýn og félagi í Birtingu. Hann segir að kjördæmisráð alþýðu- bandalagsfélaganna hafi aldrei virkað sem skyldi vegna deilna. „Prófkjörið í vor gerði útslagið en þar var baráttan mjög hörð og sá sem hefði átt að sætta, fyrsti þing- maður flokksins í Reykjavík, tók mjög einarða afstöðu með annarri hliðinni,“ segir hann. Svavar Gestsson alþingismaður telur aftur á móti að tekist hafí að leysa deilurnar í vetur. Hrósar hann sérstaklega Árna Þór Sigurðssyni, formanni kjördæmisráðsins (félaga í ABR), og Arthur Morthens, vara- formanni ráðsins (félaga í Birt- ingu), sem hann segir að hafi tekið mjög mýndarlega á þessum málum. Forsvarsmenn Framsýnar ætla að sækja um aðild félagsins að kjör- dæmisráði Alþýðubandalagsfélag- anna í Reykjavík. Margir telja að framhaldið ráðist af því hvemig til tekst við ákvörðun um fyrirkomulag framboðsmála í vetur en aðalfundur kjördæmisráðsins verður haldinn í næsta mánuði. „Ef menn verða til- búnir að fara í opnara forval en síðast getur allt gerst en ef það verður lokað á alla enda og kanta þá upphefjast harkaleg átök,“ sagði einn víðmælenda minna. Mikil leynd var yfir aðdraganda að stofnun Framsýnar, og hefur það valdið nokkurri tortryggni meðal Skiptar skoðanir eru meðal alþýðubandalags- fólks um hvað vakir fyr- ir stofnendum Framsýn- ar en í fréttaskýringu Omars Friðríkssonar kemur fram að Svavar Gestsson vill sameina alla flokksmenn í Reykjavík í nýju félagi. félaga í ABR. Viðmælendur úr röð- um þeirra halda því fram að stofn- endur Framsýnar komi fyrst og fremst úr Birtingu og muni ekki valda breytingum á styrkleikahlut- föllum milli félaganna sem fyrir eru í kjördæmisráðinu en þar nýtur ABR yfírburðastöðu. Aðrir segja hins vegar að forysta ABR verði nú að horfast í augu við að valda- hlutföllin muni breytast verulega þótt ABR verði áfram í meirihluta innan ráðsins. Leggja forystumenn Framsýnar þó áherslu á að stofnfé- lagar Framsýnar komi úr báðum félögunum sem fyrir voru. „Það vekur athygli mína að það er mjög hæfur og breiður hópur sem situr í stjórn þessa fé'iags," segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. „Mér sýnist margt benda til þess að þessi viðbót geti, ásamt þeim félögum sem fyrir eru, búið til mjög verkhæfa flóru alþýðubandalagsfélaga í Reykjavík, sem starfa saman innan vébanda kjördæmisráðsins," segir hann. Svavari Gestssyni líst vel á sátta- yfirlýsingar talsmanna Framsýnar. „Það er eins og talað út úr mínu hjarta. Ég er mjög ánægður með þá stefnuyfirlýsingu og vona að okkur verði öllum að ósk okkar í þeim efnum þannig að ná megi enn betri samstöðu um hlutina en verið hefur," segir hann. Svavar hefur hins vegar aðrar hugmyndir en Ólaf- ur Ragnar um félagaflóruna í Reykjavík. „Ég væri alveg til í að búa til nýtt félag fyrir alla alþýðu- bandalagsmenn í Reykjavík. Ég er alveg til í að fara að undirbúa það með einhverjum hætti," segir hann. Steingrímur J. Sigfússon, vara- formaður Alþýðubandalagsins, segir að alltaf skapist viss hætta á óró- leika þegar félögum fjölgi og skipt- ar skoðanir hafi löngum verið um þá skipulagsbreytingu sem gerði mögulegt á sínum tíma að fleiri en eitt félag gætu starfað í sama kjör- dæmi. Leifur Guðjónsson, formaður Framsýnar, segir mikinn áhuga á að fjölga fulltrúum verkalýðshreyf- ingarinnar á Alþingi, en því sé þó ekki stefnt gegn núverandi þing- mönnum flokksins í Reykjavík, Svavari og Guðrúnu Helgadóttur. Ekki voru allir viðmælendur sömu skoðunar og halda þvi fram að unn- ið verði að því að koma fulltrúa Framsýnar í eitt af efstu sætum á framboðslistanum og eru nöfn Björns Grétars Sveinssonar, for- manns Verkamannasambandsins, og Bryndísar Hlöðversdóttur, Iög- fræðings ASÍ, oftast nefnd í því sambandi. Eru sumir ABR-félagar þeirrar skoðunar að Ólafur Ragnar sé einn af aðalhöfundum þessarar atburðarásar. Stuðningsmenn hans segja ekki rétt að hann sé arkitekt- inn á bak við stofnun Framsýnar, en hann hafí fýlgst vel með þróun málsins, „og þetta er auðvitað í þágu hans hagsmuna,“ sagði einn þeirra. Hver er afkoma fuglastofna? 120 hafernir á landinu Haföminn verpti allt frá Græn- landi, austur alla Evrópu og Asíu að Kyrrahafí og suður til Egyptalands og ísraels. Örninn er stærstur í Græn- landi og minnstur við Mið- jarðarhafíð. í langflestum löndum hefur öminn verið á undanhaidi, nema þá helst í Noregi. Hér á landi var stofninn í iágmarki á sjö- unda áratugnum en er nú að hjama við. Þegar haustar gera starfsmenn Náttúrafræði- stofnunar úttekt á viðkomu íslenskra fugla. Arnarstofn- inn hefur verið í eins konar gjörgæslu undanfarin ár. Hafernir eru friðaðir og strangar reglur gilda um umgengni á varpstöðum þeirra. Það liggur því við að spyija Kristinn Hauk Skarphéðinsson fyrst hvernig arnarvarp hafí geng- ið í sumar. „Við erum nú rétt að ljúka við að taka saman sumartalninguna og endanlegar tölur liggja ekki fyrir. Varp misfórst hjá meira en helmingnum af pöranum sem urpu í vor. Við vitum með vissu um 12 pör af 27 sem komu upp 16 ung- um.“ - Hvað er íslenski hafarna- stofninn stór? „Við getum talið með vissu full- orðin pör sem hafa helgað sér varpsvæði, því þau eru mjög átt- hagatrygg. Þau verpa ekki á hverju ári og eru reyndar ekki alltaf heima þegar við eram á ferð- inni. Undanfarin ár hafa verið 35 til 40 fullorðin pör á landinu. Til viðbótar er nokkuð af geidfuglum og ungar í uppvexti. Það er talið að alls séu um 120 fuglar í stofnin- um.“ - Hefur haförnum ekki fjölgað á undanfömum árum? „Það fer nú eftir því við hvað er miðað. Það eru þekkt um 160 amarsetur, forn og ný, og vafa- laust hafa ernir orpið víðar áður en þeim fór að fækka í lok síðustu aldar. Við höfum oft miðað við að varpstofninn hafí verið á bilinu 100 til 200 pör. Stofninn í dag er því ekki nema um einn fímmti eða sjötti af því sem var.“ - Var örninn þá ekki útbreidd- ari en nú er? „Fram yfír aldamót urpu emir í öilum landshlutum, meira að segja inn til landsins, þótt þeir væra algeng- astir á Vesturlandi. Hér í nágrenni Reykjavíkur urpu emir til dæmis í Úlfarsfelli, gegnt Lága- felli, allt fram undir 1920, þeir urpu líka nálægt Hafn- arfírði og á Suðurnesjum. Þegar stofninn var í hvað mestri útrým- ingarhættu á sjöunda áratugnum varp öminn hvergi nema við Breiðafjörð og ísafjarðardjúp.“ - Hvað varð tii að snúa við öfugþróuninni í stofnstærð am- arins? „Eftir að tókst 1964 að banna að eitrað væri fyrir tófu fór ömum að fjölga. Ernir og aðrir fuglar komust í hræ sem borin voru út og drápust. Um 1970 fóru menn að sjá bata í stofninum eftir stöð- uga hnignun í um 80 ár.“ - Hvað eru emir gamiir þegar þeir fara að para sig? „Þeir fara að para sig svona fimm til sex ára, en yfirleitt koma þeir ekki upp ungum fyrr en eftir nokkrar misheppnaðar varptil- raunir. Erlendis verða ernir 25 til 30 ára og verpa meira og minna út ævina. Hver öm getur því ver- Kristinn Skarphéðinsson ► Kristinn Haukur Skarphéð- insson líffræðingur er starfs- maður Náttúrufræðistofnunar íslands. Hann hefur stundað fuglarannsóknirjundanfarin ár og fylgst með varpútbreiðslu. Kristinn er fæddur 1956. Hann lauk BS-prófí í líffræði frá Há- skóla íslands og síðar meistara- prófi í dýravistfræði frá Uni- versity of Wisconsin í Banda- ríkjunum. Kristinn Haukur er giftur Unni Steinu Björnsdóttur lækni. Meðal verkefna Kristins hefur verið að fylgjast með við- gangi einnar viðkvæmustu dýrategundar á Islandi, hafam- arins. Það eru þekkt um 160 arnarsetur ið í varpstofni í 20 til 30 ár.“ - Breiðir stofninn ekki úr sér þegar hann stækkar? „Á síðustu 20 áram hafa emir farið að verpa á sunnanverðu Snæfellsnesi, þar sem þeir voru útdauðir. Þeir hafa líka sést víðar um land þótt ekki séu það varp- fuglar." - Hvernig hafa aðrir fágætir fuglar komið undan sumri? „Við höfum nú fylgst með fálk- anum í Þingeyjarsýslu í bráðum fimmtán ár. Honum gekk illa að koma upp ungum og það stafar nú af ijúpnaleysinu. Varppöranum hefur lítillega fækkað. Annars staðar á landinu virðist varp fálk- ans hafa verið með eðlilegum hætti.“ - Hvað með mikinn ungadauða ritu við Vestmannaeyjar? „Ritunni hefur fjölgað gífurlega undanfarin ár og menn hafa ekki áhyggjur þótt það verði við- komubrestur endram og sinnum.“ -Eru nýjar fugla- tegundir að nema land? „Það era 20 til 25 tegundir sem verpa hér af og til. Það var ein- mitt ný tegund, barrfinka, að bætast í varpfuglahópinn. Gráspör er farinn að verpa reglulega á ein- um stað í Öræfunum. Skógræktin býr í haginn fyrir nýjar fuglateg- undir. Það eru einar tíu tegundir dæmigerðra skógarfugla sem verpa hér við og við, þijár finku- tegundir, tvær dúfutegundir og þijár þrastategundir hafa orpið hér á undanförnum árum. Svart- þrösturinn er að verða fastur varp- fugl hér í Fossvoginum." - Hvað um gæsir og rjúpur? „Grágæsastofninn hefur stækk- að tvö- eða þrefalt og heiðargæsa- stofninn hefur sexfaldast á undan- förnum 30 til 40 árum. Samkvæmt talningu á körram þá stendur ijúpnastofninn í stað, er jafnvel á uppleið á sumum stöðum. Það eru sveiflur í stofninum og nú er hann í lægð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.