Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER1994 RÁÐGJÖF MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SlMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. t iausasölu 125 kr. eintakið. FORRÉTTINDI OG SKYLDUR Sú ákvörðun stjórnar Flugleiða hf., að stofna sérstakt félag um rekstur innanlandsflugs félagsins, kann að hafa vissar breytingar í för með sér, að því er varðar flug- þjónustu Flugleiða við landsmenn. Eins og fram hefur kom- ið í fréttum hefur stjórn Flugleiða ákveðið að stofna sér- stakt dótturfélag um rekstur innanlandsflugsins, sem hefur verið rekið með umtalsverðu tapi mörg undanfarin ár. Tap á rekstri innanlandsflugs Flugleiða árið 1990 nam 135 milljónum króna, árið 1991 nam tapreksturinn 150 milljónum króna, árið 1992 var tapið 200 milljónir króna, árið 1993 náðist allnokkur bati í afkomu innanlandsflugs- ins, en þá var tapið 125 milljónir króna. 1993 var fyrsta heila árið sem nýjar Fokker 50-skrúfuþotur félagsins voru í áætlunarflugi hér innanlands og höfðu þá að fullu leyst Fokker 27-vélar félagsins af hólmi. Áætlanir fyrir árið í ár gera ráð fyrir að taprekstur innanlandsflugsins nemi 90 milljónum króna. Samtals hefur taprekstur innanlandsflugs- ins undanfarin fímm ár því numið 700 milljónum króna. Það er bæði skiljanlegt og eðlilegt að einkafyrirtæki í flugrekstri taki ákvörðun um uppstokkun og endurskoðun á rekstri, sem um árabil hefur verið með neikvæða rekstrar- niðurstöðu á bilinu 100 til 200 milljónir króna ár hvert. Sé einvörðungu litið til niðurstöðu liðins árs, þar sem tapið nam 125 milljónum króna, sést að sú úpphæð var 66,4% af heildartapi Flugleiða á árinu 1993, en þá tapaði félagið 188 milljónum króna. Þegar horft er til þess að tekj- ur Flugleiða af innanlandsfluginu voru ekki nema 7% af heildartekjum félagins árið 1993, verður enn ljósara hversu óviðunandi afkoma innanlandsflugs félagsins er. Óeðlilegt væri ef stjórnendur félagsins gerðu ekki það sem í þeirra valdi stendur til þess að snúa taprekstri í hagnað. Flugleiðir hafa um langt árabil verið ráðandi á innanlands- markaðnum í farþegaflugi og búið við litla sem enga sam- keppni frá öðrum flugfélögum. Flugieiðir flugu lengi til 10 áætlunarstaða hér innanlands, en frá árinu 1992 hefur félag- ið flogið til 9 áfangastaða, en þá var áætlunarflugi til Norð- fjarðar hætt. Flugleiðir búa nú við takmarkaða samkeppni á þremur áætlunarleiðum, til Húsavíkur, Vestmannaeyja og Egilsstaða, þar sem ákveðið þak er sett á flugferðir samkeppnisaðilanna. Helsta samkeppnin við Flugleiðir í fólksflutningum hér innanlands er fólgin í því, að bylting hefur átt sér stað í samgöngubótum á landi og því er það einkabíllinn sem er harðasti keppinautur Flugleiða um farþega. íslenskt vega- kerfí á enn eftir að batna, bundið slitlag á eftir að leggja víðar, brýr á eftir að byggja og vegaleiðir eiga eftir að stytt- ast. Samkeppnin frá bifreiðum, einkabifreiðum sem lang- ferðabifreiðum, á eftir að aukast að sama skapi. Að þessu þurfa Flugleiðamenn að hyggja, er þeir skipu- leggja rekstur hins nýja dótturfyrirtækis og því er viðbúið að nýtt félag Flugleiða um innanlandsflug muni bæði draga úr fjölda áætlanaferða og áfangastaða. Auk þess þarf að huga að samsetningu flugflotans í innanlandsfluginu, þar sem vera má að hagkvæmara verði fyrir félagið að nota minni vélar en Fokker 50 á smærri leiðunum, í auknum mæli frá því sem nú er. Á hinn bóginn mega forráðamenn Flugleiða ekki horfa frámhjá þeirri staðreynd, er þeir skipuleggja framtíðarþjón- ustu sína við landsmenn, að félag þeirra hefur notið mikilla forréttinda í formi einkaleyfa til flugrekstrar á helstu flug- leiðum hér innanlands, sem eru flugleiðirnar milli Reykjavík- ur og ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og Vestmannaeyja. Þessi forréttindi hafa auðvitað lagt þjónustuskyldur við landsmenn á herðar féiaginu — þjónustuskyldur sem félag- ið getur ekki í einni svipan látið lönd og leið. Samtals eru farþegar á þessum fjórum leiðum um 85% farþega í innan- landsflugi Flugleiða, eða um 210 þúsund farþegar á ári. Flugleiðir ættu, samkvæmt reglugerð, að halda einka- Ieyfi til flugs á ofangreindum flugleiðum til 1. júlí 1997, því aðlögunartíminn sem gefinn er, eftir að nýjar reglur tóku gildi vegna EES-samninganna þann 1. júlí sl., er þrjú ár. Verði raunin sú, að Flugleiðir dragi umtalsvert úr þjón- ustu sinni í innanlandsfluginu, eftir að sérstakt dótturfélag hefur verið stofnað um innanlandsflugið, er sjálfsagt að afnema einkaleyfi félagsins til flugs og opna Ieið til fijálsr- ar og opinnar samkeppni á öllum flugleiðum hér innanlands. Sanitas-appels rússneskar versl STARFSMAÐUR með gosdrykkjaflöskur frá rússneska fyrirtækinu BBP, sem meðal annars framleiðir undir merkinu Bravo. í RÚSSNESKRI stórverslun. Björgólfur Thor Björgólfsson fram- kvæmdastjóri BBP, Sindri Sindrason forstjóri Pharmaco og Kristinn Gunnarsson stjómarformaður Pharmaco við gosdrykkjahillur. Rússneskt-breskt fyrir- tæki keypti vélar gömlu Sanitas-gosverksmiðj- unnar og jafnframt lið- sinni og ráðgjöf seljend- anna við að ýta rekstrin- um úr vör í Pétursborg. í samtali við Pétur Gunnarsson sagði Björgólfur Guðmunds- son frá BBP og reynslu Gosan/Viking Brugg af samstarfi við Rússa. Starfsfólk fyrirtækisins Gos- an/Viking Brugg hefur undanfarið ár aðstoðað rússnesk-enska fyrirtækið Baltic Bottling Plant í St. Pétursborg í Rússlandi, við að hefja starfrækslu á gosdrykkjaverksmiðju, sem að grunni til var stofnuð með vélum gosdrykkjaverksmiðju Gosan á ís- landi, sem seldar voru tíl Rússlands um mitt sumar í fyrra. Rekstur verk- smiðjunnar er nú að komast í fastar skorður og fyrir nokkrum vikum var Björgólfur Thors Björgólfsson ráðinn framkvæmdastjóri BBP þar sem 80-100 manns vinna á vöktum allan sólarhringinn en fyrirtækið framleið- ir nú 20-25 milljónir lítra af gos- drykkjum á ári, sem má áætla að sé álíka magn og nemur ársfram- leiðslu Vífilfells hér á landi. Björgólfur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Viking Brugg, sem áður var framkvæmdastjóri Gosan hf., en bæði fyrirtækin voru í eigu Pharmaco/Delta, var einn þeirra sem gerði samninginn við BBP og hefur ásamt fleirum átt þátt í því að ýta starfsemi BBP úr vör. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að eftir að Gosan hefði hætt gosdrykkjafram- leiðslu og selt Ölgerð Egils Skalla- grímssonar uppskriftir þeirra drykkja sem Gosan framleiddi hefðu eigendur fyrirtækisins setið úpp með framleiðsluvélar sem mjög erfitt hefði verið hægt að selja hérlendis. Eftir að hafa leitað fyrir sér um skeið hefðu tekist samningar um að rússnesk-breska fyrirtækið keypti ekki aðeins vélarnar heldur einnig ráðgjöf seljendanna til þess að setja upp nýja gosdrykkjaverksmiðju og koma starfseminni af stað. Björgólf- ur sagði að BBP væri í eigu rúss- neskra aðila, sem ættu og hefðu lagt til húsnæðið það sem verksmiðjan er í og Breta, sem hefðu haft áhuga á að fjárfesta í framleiðsluíyrirtæki í Rússlandi. Islenskir aðilar eiga ekk- ert í fyrirtækinu. Keyptu vélar og ráðgjöf „Þegar vélamar vom seldar fylgdi það með í kaupunum að þær yrðu settar upp og við legðum fram áætl- anir fyrir framleiðslu-, sölu- og markaðsstarf fyrir BBP,“ sagði Björgólfur. Hann sagði að auk vélanna hefði verið innifalið í samningnum að selj- endur legðu fram vinnu við að koma verksmiðju BBP á laggimar. Þetta fyrirkomulag hafí verið hagstætt fyrir íslendingana. „Það vom hvort eð er okkar hagsmunir að reksturinn gengi vel hjá þeim því annars var hætta á að þeir gætu ekki staðið við samninginn og greitt fyrir vélarnar." Björgólfur vill ekki gefa upp heild- arverð samningsins við BBP. Hann segir að nú sé framleiðslan komin í fullan gang hjá BBP. Fyrirtækið hafi fyrir þremur mánuðum gert samning um að tappa á 5 milljónir dósa á mánuði, eða um 17 milljónir lítra á ári, fyrir Pepsi Cola í Rúss- landi í Pétursborg. Auk þess fram- ieiði það eigin gosdrykki fyrri rússn- eska markað t.a.m. appelsín líkt gamla Sanitas-appelsíninu. Ársframleiðslan verður allt að 25 milljónir lítra. Að auki framleiðir BBP eigin plastumbúðir og alls vinna 80-100 manns á sólarhringsvöktum hjá fyrirtækinu. íslenskur framkvæmdastjóri Alls hefur á annan tug íslendinga unnið við ráðgjöf að þessu verkefni, ýmist hér heima eða í Rússlandi. Meðal þeirra íslendinga sem unnið hafa að þessu verkefni er Björgólfur Thor Björgólfsson sem skipulagði markaðsstarf BBP frá upphafí. Hann var í sumar var ráðinn framkvæmda- stjóri BBP í Pétursborg og stjórnar nú fyrirtækinu. Verksmiðjan í Pétursborg er eins og gefur áð skilja mun stærri en verksmiðja Gosan. Til viðbótar við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.