Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MARIA ALDIS PALSDOTTIR + María Aldís Pálsdóttir fæddist í Borgar- gerði í Höfðahverfi, S.-Þingeyjarsýslu, 28. maí árið 1904. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafnar- firði 8. september síðastliðinn. For- eldrar Maríu voru Páll Friðriksson bóndi óg Margrét Ámadóttir frá Brekku í Kaup- angssveit, hús- freyja, kona hans. Páll átti móðurætt að rekja um Amarstapa í Ljósavatnshreppi, Skóga í Fnjóskadal og Hjalta- dal fram af Fnjóskadal, þar sem þessi ætt bjó í 96 ár samfellt. María átti því sterka rót í Fnjóskadal. Foreldrar hennar fluttu __ að Borgargerði árið 1899. í Borgargerði ólst María upp til fermingaraldurs. Þeim hjónum varð tíu baraa auðið. Þrjú dóu í bernsku en sjö komust á legg. Þau em í aldursröð: Þómnn, Páll Trausti, Krístinn, Friðrika, Kristbjörg, María AI- dís og Olína. María Aldís gekk að eiga Jömnd Jóhannesson skipstjóra og útgerð- armann úr Hrísey árið 1928. Þeim varð fimm bama auðið, sem öll komust á Iegg. Þau era í ald- ursröð: Margrét, gift Krístni Sveinssyni; Jóhannes, sem látinn er fyrír allmörgum áram, hann var kvæntur Þóreyju Skúladóttur; Karl, kvæntur Valgerði Frí- mann; Páll Trausti, kvæntur Ingu I. Vilhjálmsdóttur og Jór- unn, sem gift er Geir Hauks- syni. Jörundur andaðist 1. júní 1952. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju í dag. Við kveðjum þig milda móðir, og minnumst þín alla stund. Okkar er harmur hljóður, þú heldur á vinafund. Við biðjum þér berist kraftur og bænimar drottinn sér. Hann gefur þér efalaust aftur sem áður var tekið frá þér. (Ók. höf.) í dag kveðjum við tengdamóður mína, Maríu Aldísi Pálsdóttur, sem andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. september. María fæddist árið 1904 í Borg- argerði í Höfðahverfí, S.-Þin- geyjarsýslu. Hún hafði því lokið Iangri og vinnusamri ævi, er hún Iést níræð að aldri. Ættbogi henn- ar verður ekki rakinn hér, þar sem það er gert hér á öðrum stað. A stundu sem þessari sækja minning- amar á, og oft er örðugt að meta hvað skal setja á blað. Ég man hvað hlýlega mér var tekið, þegar ég byijaði að heim- sækja Jórunni unnustu mína á heimili hennar í Austurbrún 2. Já, það var ávallt notalegt að koma í litlu íbúðina á Austurbrúninni og víst var að oft var boðið upp á kleinur og soðið brauð, sem enginn skákaði Maríu í að búa til. María átti fremur þröngan en góðan vinahóp, hún var ekki allra, eins og sagt er. En ég fann strax að ég var tekinn í fjölskylduna og mat ég það mikils. Fjölskyldan var ávallt í fyrirrúmi hjá Maríu, og fylgdist hún vel með meðlimum hennar ungum sem öldnum. Og oft rétti hún hjálparhönd. María varð fyrir þungum áföllum í lífi sínu. Hún missti mann sinn Jörund á miðjum aldri, og síðar dó Jóhann- es sonur hennar úr hjartasjúkdómi einungis 31 árs. Já, það hefír sannarlega þurft mikinn dugnað að koma upp bömum og byggja sér eigið húsnæðið. En tengdam- amma skilaði ávallt sínu, vinnusöm og dugleg. En samt hafði hún allt- af nægan tíma fyrir sína nánustu. Hún fór vel með sitt, stóð ávallt í skilum og skuldaði engum neitt, en átti samt afgang. Já, tengdam- amma var mikil kona, sem mér þótti mjög vænt um. Við minn- umst boðanna hennar á jóladag, þegar öll fjölskyldan kom saman, það var oft þröng á þingi, en allir höfðu það gott og skemmtu sér vel. María bar ávallt sterkar taug- ar til átthaga sinna, og reyndar unni hún landi sínu öllu og náttúru þess. Síðustu árin dvaldist hún á Hrafnistu í Hafnarfirði, sem er í nágrenni við heimili okkar. Oft þegar maður horfði út úm eldhús- gluggann á hið reisulega dvalar- heimili fannst manni notalegt að vita af henni þar í góðum höndum. Ég vil þakka starfsfólki Hrafnistu frábæra umönnun og viðmót við tengdamömmu. Og veit ég að þessu óeigingjama starfi er haldið áfram á þeim bæ. Þegar ég nú kveð þig, María mín, er það huggun í harmi, að vita að nú ertu hjá ástvinum þínum hinum megin. Guð blessi þig, Mar- ía mín, og vertu sæl. Geir Hauksson. Elskuleg tengdamóðir mín, Mar- ía Aldís Pásldóttir, er látin eftir stutta legu. Ég minnist þess þegar ég hitti þig fyrst, titrandi og skjálfandi af taugaóstyrk, en ég hefði mátt vera róleg vegna þess að þú tókst mig í opinn faðminn, bauðst mig vel- komna í fjölskylduna og faðmur þinn var mér ætíð opinn eftir það. Þú komst alla tíð fram við mig sem kæra dóttur og ég mun alla tíð þakka þér það. Það var alltaf svo gott að koma til þín í Austurbrúnina, það var alltaf til soðið brauð og kleinur, pönnukökur, vöfflur eða aðrar góð- gerðir. Þá voru það jólaboðin á jóladag öll árin þar til heilsan fór að bila og íbúðin varð of lítil því það bætt- ist alltaf við afkomenduma. — Ég minnist þess hvað þér þótti það leitt þegar þú gast ekki tekið fólkið þitt allt saman heim um jól- in lengur. Þegar svo heilsan varð þannig að þú gast ekki búið lengur ein fluttist þú á Hrafnistu í Hafnar- firði. Þú varst kannski ekki alveg sátt við það í fyrstu, en á betri stað hefðirðu ekki getað farið. Slík var umhyggja allra þar við þig og hafi allt það fólk einlægar þakkir fyrir það. Ég vona að ég halli ekki á neinn þegar ég segi að hún Jómnn dótt- ir þín var einstök í allri umhyggju sinni við þig og ég veit að ég mæli líka fyrir munn Palla sonar þíns og hafi hún okkar hjartans þökk fyrir það. Þú varst ekki allra, en Iifðir íyr- ir börniri þín og fjölskyldur þeirra. Hafðu kæra þökk fyrir allt, elsku vina. Minningin um þig lifir. Guð veri með þér. Þín tengdaóttir, Inga. Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins og segin „Hverfið aftur, þér mannanna böm!“ Því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já, eins og næturvaka. Þú hrífur þá burt sem í svefni, þá er að morgni voru sem gróandi gras. Að morpi blómgast það og grær, að kveldi fölnar það og visnar. (Daviðssálmur 90, 3-9.) Að ætla að lýsa því í nokkmm orðum hvemig hún amma var eða hvers virði hún var okkur er erf- itt. Hún var amma okkar í besta og fallegasta skilningi þess orðs. Ófáar nætur vomm við hjá henni á Austurbrúninni í góðu yfirlæti. Hún vildi allt fyrir okkur gera og væri t.d. bamamynd í Laugarás- bíói gaf hún okkur fyrir miða og var svo með lummur eða pönnu- kökur tilbúnar þegar við komum til baka. Hún sagði okkur sögur og ævintýri og var bmnnur hennar óþijótandi. Henni þótt ákaflega gaman að spila og flesta þá spila- leiki sem við kunnum kenndi hún okkur og ófáar áttum við stundim- ar við þessa iðju. Amma var sífellt pijónandi og ber fjöldi ullarsokka og vettlinga vitni um það. Okkur skyldi ekki verða kalt á vetuma fengi hún einhveiju þar um ráðið. Já, það var ævinlega gott að sækja ömmu heim því þar fór allt- af svo vel um okkur. Hin síðari ár dvaldist amma á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem við höfum unnið á sumrin. Eftir að við uxum úr grasi fækkaði heimsóknum okkar til hennar en alltaf var hún jafn góð heim að sækja. Það var alveg merkilegt að alltaf var nóg til af sælgæti hjá ömmu og var hún síður en svo nísk á það. Henni þótti alltaf jafn gaman að grípa í spil og þar sem önnur okkar hefur erft þessa spila- ást vom þau oft tekin fram. • Hún amma okkar var góð kona. Hún var hæglát og var ekki fyrir það að trana sér fram eða láta bera mikið á sér en fór hún þó sínu fram, enda gafst hún aldrei upp þegar á móti blés fyrr á lífs- leiðinni eftir að hún missti afa heldur beit á jaxlinn og tók öllu með jafnaðargeði. Það er svo skrýtið og sárt að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að sjá hana ömmu aftur. Hún hefur alltaf verið til staðar allt okkar Iíf. Með missi hennar hefur stórt skarð verið höggvið í líf okk- ar og hennar verður sárt saknað. Elsku besta amma okkar, þakka þér fyrir allt. Við vitum að núna líður þér vel, að þú er hjá afa sem þú hafðir ekki séð svo lengi, Jó- . hannesi syni þínum og fleiri ástvin- um. Þú verður hjá englum guðs um alla tíð, þeim sem þú baðst um að vektu hjá sængum okkar þegar við vorum litlar. Vertu sæl amma okkar. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú , munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Sigrún Ema og Araa María Geirsdætur. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð en ekki um þíg, ó móðir góð, upp þú minn hjartans óður. Hví hvað er engill og hróðrardís og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður. (Matthías Jochumsson) Mig langar til að skrifa fáein minningarorð um tengdamóður mína, Maríu Pálsdóttur. Er við kveðjum náinn vin og samferða- mann riQast upp óteljandi minn- ingar, sem ber að meta og þakka. Ég met mjög mikils öll kynni mín við sæmdarhjónin Maríu Aldísi Pálsdóttur og Jörund Jóhannesson frá Hrísey. Það var vorið 1950, sem ég fór í fyrsta sinn með unnustu minni, Margréti, eldri dóttur þeirra hjóna, vestan úr Dalasýslu til Hríseyjar. Margrét var kennari við Hús- mæðraskólann á Staðarfelli vetur- inn 1949-1950. Það var bæði til- hlökkun og kvíði sem bærðist innra með mér að hitta í fyrsta sinn tilvonandi tengdaforeldra og systkini kærustunnar — sem og Hríseyinga yfirleitt. Ráðgert var að koma á Ár- skógssand á tilteknum tíma og það stóðst. Við vorum mætt þar rétt fyrir áætlaðan tíma. Hríseyjarfeij- an vaggaði við bryggjuna. Upp úr feijunni komu tveir menn; til- vonandi tengdafaðir, Jörundur, og feijustjórinn, Símon að nafni. Jör- undur heilsaði dóttur sinni með miklum kærleikum og mér einnig. Ég fann strax á öllu að þar var sannur og góður maður á ferð. Ferðin yfir sundið til hinnar fögru eyjar gekk greiðlega og eft- ir skamma siglingu stigum við á land í Hrísey. Á bryggjunni stóð hópur fólks og fagnaði komu Mar- grétar. Sérstaklega man ég þó hvað móðir hennar geislaði af gleði yfir því að dóttirin skyldi vera komin heim. Þeir bræðumir Kalli og Palli vom svo sælir og glaðir, að ég tali nú ekki um litlu systur- ina, Jórunni, sem var eins og sólar- geisli á þessum bjarta vordegi að morgni lífs okkar. Feijumanninum var þökkuð góð ferð yfir sundið. Síðan var haldið heim í litla en snyrtilega húsið þeirra. Allt hafði verið undirbúið af mikilli kostgæfni. Þar var ekk- ert pijál eða skraut en allt hreint og fágað. Ég sá strax að þar var lögð alúð í hvert handtak hjá hús- móðurinni. Ég sá einnig að auður þeirra voru bömin, sem vom ákaf- lega vel upp alin. Öll áhersla var lögð á vinnusemi og heiðarleika í smáu sem stóru. María var afskaplega dugleg og velvirk kona eins og allar syst- ur hennar. Svo mjög að var til einstakrar fyrirmyndar. Víða hef ég komið og víða hef ég farið — en það get ég sagt með góðri sam- visku, að hvergi hefi ég séð meiri þrifnað og myndarskap samfara hagsýni en hjá þessum systmm öllum, sem ólust upp í Borgar- gerði. Sú jörð er nú löngu farin í eyði. En alltaf bar María mikla tryggð til æskustöðvanna — og alltaf minntist hún þeirra með virðingu og þökk: Fnjóská, sem rennur við túnfótinn; heillandi vegna lax- og silungsveiði; svo og allar fallegu beijabrekkumar í mynni Fnjóskadals. Oft reikaði hugur hennar þangað á kyrrlátum og góðum stundum; heim í glaða og góða systkinahópinn; til sinna góðu foreldra, er allt var þar í blóma. Páll, faðir Maríu, var feijumað- ur á Fnjóská, en þá var áin óbrú- uð. Þegar hann andaðist vom yngstu bömin afar ung. Þau þurftu snemma að fara að vinna fyrir sér. María var í þeirra hópi. En 1927 kynntist hún Jömndi Jóhannessyni. Þau gengu í hjóna- band og fluttu til Hríseyjar um það leyti. Það voru mikil viðbrigði að flytja af fastalandinu út í eyju og þekkja þar raunveralega engan nema eiginmanninn. En svo fluttu tvær systur hennar út í Hrísey og var afar mikið og kært samband milli þeirra systra. Þá flutti Mar- grét Ámadóttir, móðir þeirra, að Hámundarstöðum til dóttur sinnar Ólínu og manns hennar Þorsteins, sem þar bjuggu. Naut hún þar einstakrar aðhlynningar. Bömin fæddust hvert af öðm hjá Maríu og Jörundi. Fyrst Mar- grét, þá Jóhannes, því næst Karl, þá Páll Trausti og loks Jómnn. Óll vom bömin sólargeislar for- eldranna. Þær vom óteljandi ferð- imar hjá Maríu og bömunum að heimsækja móður sína og ömmuna — sem var einstök móðir og amma. Allir elskuðu hana og virtu. Bless- uð sé minning þeirrar góðu og göfugu konu, Margrétar Árna- dóttur. Allt kapp var lagt á sem best uppeldi. María sá u(n að hafa góð- an, notalegan mat og allan viður- gjöming sem best mátti verða. Þar var ekki súrmjólk í hádeginu og Cheerios á kvöldin. Nei! Hún lag- aði afburða góðan og lystilegan mat og sá um að bömin fengju notalegar móttökur er komið var úr skóla eða vinnu. María þurfti að gera út nesti fyrir mann sinn er hann fór á sjóinn, en hann var skipstjóri í mörg ár á ýmsum bát- um. Man ég vel hvað hún lagði mikla vinnu og alúð í það verk. Ég minnist þess að fyrsta barn okkar hjónanna fæddist í litla her- berginu inn af eldhúsinu á heimili þeirra Maríu og Jömndar. Þá lá María ekki á liði sínu frekar en venjulega. Hún lagði nótt við dag að hlynna að dótturinni og litlu nöfnu sirini. En árið 1951 veiktist Jömndur og andaðist 1. júní 1952. Þetta var erfiður tími. En hún María stóð það af sér og hertist við þá miklu sorg og erfiðleika, sem þessu vom samfara. Hún stóð ein uppi með börnin sín þijú, Jóranni, Palla og Kalla, í skóla. Þá fór hún að vinna í frystihúsinu og annað er til féll, en flutti svo til Akur- eyrar. Þar eignaðist hún litla íbúð fyrir sig og börn sín en vann í Sundlaug Akureyrar nokkur ár. Um 1958 flutti hún til Reykjavíkur og vann m.a. í Framsóknarhúsinu, Storkklúbbnum og Glaumbæ, en þetta hús skipti nokkuð um eig- endur á þessum ámm. Þegar Glaumbær var allur fór hún að vinna á Hressingarskálanum og vann þar mörg ár. Þá vann hún hjá Véladeild Sambandsins um nokkurra ára skeið. Þegar suður kom réðst hún í það stórræði að eignast nýja íbúð í Austurbrún 2. Þá var sonur henn- ar, Jóhannes, móður sinni afar hjálplegur að komast yfir þann örðuga hjalla. í þessari íbúð bjó hún í ein tuttugu og sex ár en flutti þá á Hrafnistu í Hafnarfirði. María var einstaklega hagsýn og fór vel með alla hluti. Hún átti alltaf næga aura til að greiða öll gjöld á réttum tíma. Hún var ákaf- lega gestrisin og tók á móti öllum gestum sínum af miklum myndar- skap. Við sem næst henni stóðum munum sjálfsagt alltaf minnast jólanna. En það var fastur liður að vera hjá henni á jóladaginn; börnin hennar með fjölskyldur sín- ar og bamaböm. Mér er minnis- stætt að ein jólin vom þijú barna- bömin í stofusófanum hennar, en-u þau höfðu öll fæðst í nóvember það ár. Já, móttökurnar voru vel undirbúnar og stórhöfðinglegar. María varð fyrir miklu áfalli er hún missti elsta son sinn, Jóhann- es. Hann andaðist 14. júlí 1962, frá konu og fjórum ungum börn- um. Hann hafði átt við veikindi að stríða frá bamsaldri. Jóhannes var glæsimenni og einstaklega fjölhæfur maður. Þó María ynni svo mikið alla tíð hafði hún alltaf tíma til að hjálpa börnum sínum ef veikindi bar að höndum. Mér er ljúft að minnast viðbragða hennar er konan mín var lasin. Þá var María alltaf kom- in heim til okkar úr vinnunni að hjálpa til. Og þau voru notaleg, handtökin hennar. Ég vil nota tækifærið og þakka nú enn og aftur fyrir alla hjálpina sem hún veitti okkur í smáu sem stóra. Síðustu æviárin dvaldi María á Hrafnistu í Hafnarfirði. Viljum við aðstandendur hennar þakka for- stjóranum, Pétri Sigurðssyni, svo og öllu starfsfólki á Hrafnistu fyr- ir frábæra umönnun og notalegt viðmót allan þann tíma er hún dvaldlþar. Það starf sem þar er unnið er til stakrar fyrirmyndar. Að leiðarlokum vil ég þakka þér, María, fyrir samfylgdina og biðja þér blessunar Guðs í fyrirhe- itna Iandinu. Börnum, tengdabörn- um, barnabörnum, barnabarna- börnum og öllum öðmm aðstand- endum sendi ég innilegustu sam- úðarkveðjur. Krístinn Sveinsson. Fleiri minningargreinar um Maríu Aldísi Pálsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.