Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Embættismannaviðræður við Rússa og Norðmenn um fiskveiðideilur Úthafsveiðiregl- ur vísa á lausn Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra ----------?----------- segir í viðtali við Olaf Þ. Stephensen að embættismannaviðræður við Norðmenn og Rússa geti einkum verið gagnlegar til að ræða úthafsveiðireglur, sem vísi á varanlega lausn fískveiðideilna. UTANRÍKISRÁÐHERRAR ríkjanna þriggja, sem deila nú um fiskveiðar í Smugunni, á fundi Barentsráðsins i gær. Frá vinstri: Jón Baldvin Ilannibalsson, Bjarn Tore Godal og Andrej Kozyrev. EMBÆTTISMENN íslarids og Noregs munu hittast 11. október til að ræða fiskveiðideilu ríkjanna og önnur samskipti ríkjanna á sviði sjávarútvegs. Jafnframt hefur ver- ið ákveðið að ræða við embættis- menn Rússa um veiðar í Smugunni og önnur sjávarútvegsmál. Rætt var við Jón Baldvin Hannibalsson í gær, er fundi Barentsráðsins var nýlokið, en þar átti hann einka- fundi með Bjorn Tore Godal, utan- ríkisráðherra Noregs, og Andrej Kozyrev, sem er utanríkisráðherra Rússlands. „Á miðvikudagskyöld átti ég fund með Kozyrev. í stuttu sam- tali kom okkur saman um að við myndum setja sameiginlega upp vinnuhóp til að ræða á embættis- mannagrundvelli sameiginleg mál milli íslands og Rússlands," segir Jón Baldvin. „í hádeginu [á fimmtudag] ræddum við svo sam- an allir þrír, Kozyrev, Godal og ég. Þar varð niðurstaðan sú, hvað varðar þær viðræður, sem við God- al ákváðum á Borgundarhólmi að myndu verða milli íslendinga og Norðmanna, að þær skyldu hefjast 11. október.“ Utanríkisráðherra segir að á sín- um tíma hafi verið skilgreint um hvað viðræður þessar ættu að snú- ast, og Norðmenn þá tekið fram að þeir vildu ekki ræða um Sval- barðasvæðið. Af íslands hálfu hafi það hins vegar verið tekið fram á Borgundarhólmsfundinum í ágúst- lok að íslendingar kynnu að taka upp málefni Svalbarða í viðræðun- um. Ekki þríhliða viðræður Jón Baldvin segir það misskiln- ing, sem fram kom í norskum fjöl- miðlum í gær, að um þríhliða við- ræður Rússa, íslendinga og Norð- manna verði að ræða. „í þessum samtölum í hádeginu var það skýrt tekið fram af minni hálfu að þar með færu fram tvennar tvíhliða viðræður, og þær yrðu aðgreind- ar,“ segir Jón Baldvin. „Annars vegar væru sérfræðingaviðræður um sameiginleg hagsmunamál og eftir atvikum ágreiningsmál milli íslendinga og Norðmanna, sem áður hefðu verið ákveðnar og nú tímasettar 11. október. Hins vegar væri embættismannafundur ís- lands og Rússlands, sem yrði tíma- settur síðar.“ Jón Baldvin segir að embættis- mannafundurinn með Rússum verði til undirbúnings opinberri heimsókn sinni til Moskvu, þar sem hann mun ræða við Kozyrev. Utanríkisráðherra segir ekkert hafa verið ákveðið um þríhliða við- ræður í framhaldi af tvíhliða fund- um. „Það mun ráðast af því hvort út úr þessum samtölum kemur eitt- hvað, sem gefur sérstakt tilefni til að löndin ræði það sameiginlega. Þetta eru eðlilega aðskildar við- ræður, vegna þess að við viljum ræða ýmislegt við Rússa, sem er óskylt því sem við viljum tala um við Norðmenn.“ Smuguveiðar ræddar við Rússa — Hvaða mál verða rædd við Rússa? „Það verða áreiðanlega veiðar íslendinga í Smugunni, en jafn- framt tvíhliða samskipti Islands og Rússlands, ekki sízt á vegum sjávarútvegsmála og viðskipta- mála. Öll mál, sem varða úthafs- veiðimál, úthafsveiðiráðstefnan .og þau mál, sem þar liggja fyrir, sam- starf á sjávarútvegssviðinu, hvort sem er við veiðar, vinnslu, mark- aðssetningu, sölukerfi og fleira." Viðræðurnar við Kozyrev voru mjög vinsamlegar, segir Jón Bald- vin, og hann var ánægður bæði með innihald þeirra og tón. Rætt um framtíðarlausn — En hvaða árangri geta emb- ættismannaviðræður skilað? Þurfa ekki stjórnmálamenn að hittast til að koma málinu á hreyfingu fyrir alvöru? „Það eru fyrst og fremst þær hugmyndir, sem fyrir liggja á út- hafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem gagnlegt væri að ræða betur. Þær vísa á framtíðar- lausn almennt séð, ekki bara varð- andi ísland, Rússland og Noreg, þegar um er að ræða fiskistofna, sem ganga inn og út úr lögsögu. Grunnhugmyndirnar liggja fyrir; um svæðisbundna stjórnun, skil- greiningar á rétti strandríkja, af- neitun á einhliða aðgerðum, kröfu um samninga. Það, sem út af stendur og væri gagnlegt að ræða betur, væri hverjir eru hagsmuna- aðilar, hverjir skuli eiga aðgang að svæðisstofnunum og hvaða mælikvarða beri að leggja því til grundvallar.“ Göngum til viðræðna án skilyrða — Fóru Norðmenn fram á að íslenzk skip dragi sig til baka úr Smugunni á meðan viðræður fara fram? „Sú krafa kom hvergi fram. Ég var spurður á blaðamannafundi hvort Islendingar væru tilbúnir að gera eitthvað til að bæta andrúms- loftið eins og það var kallað, til dæmis __ að draga skip okkar til baka. Ég svaraði því á þann veg að við hefðum frá fyrsta degi leit- að eftir viðræðum og samningum vegna þess að við teldum að það væri engin lausn að eitt ríki af mörgum afsalaði sér einhliða rétti sínum. Norðmenn gerðu það ekki heldur. Slíkt væri þess vegna eng- in lausn. Við göngum til þessara viðræðna án nokkurra fyrirfram- skilyrða.“ Öryggis- gæzla um Jón Baldvin SJÓMENN í Norður-Noregi voru mátulega hrifnir af komu ís- lenzka utanríkisráðherrans til Tromsö á fund Barentsráðsins. Norsk sljórnvöld sáu ástæðu til að Ieggja Jóni Baldvin Hannib- alssyni til öryggisvörð, en sjó- menn hafa þó ekki veitzt að ráð- herranum í eigin persónu. „Það er auðfundið á norður- byggjum og strandbyggjum að þetta er mikið tilfinningamál," sagði Jón Baldvin í samtali við Morgunblaðið. „Á miðopnu Norðurljóssins [norður-norsks dagblaðs] voru viðtöl við sjó- menn, sem sögðu hunzkastu heim, Hannibalsson.“ — Hefur verið gerður að þér , aðsúgur? „Ekki nema af fréttamönn- um.“ I — Er rétt að þér hafi verið fenginn öryggisvörður? „Það er einhver maður, sem labbar hérna í humátt á eftir mér.“ Frumsýna samadag BORGARLEIKHÚSIÐ og Þjóðleik- húsið frumsýna leikrit á sama degi í næstu viku, þ.e. fimmtudaginn 22. september. Þetta er óvenjulegt, en stjómendur leikhúsanna reyna að forðast að frumsýna á sömu dögum. Borgarleikhúsið frumsýnir Leyni- mel 13 eftir Emil Thoroddsen, Har- ald Á. Sigurðsson og Indriða Waage og Þjóðleikhúsið Sannar sögur af sálarlífi systra eftir Guðberg Bergs- son í leikgerð Viðars Eggertssonar. Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu, sagði að upphaf- lega hefði verið ráðgert að frumsýna Leynimel 13 laugardaginn 17. sept- ember. Ákveðið hefði verið að fresta frumsýningunni vegna þess að þann dag frumsýnir Þjóðleikhúsið óperuna Vald örlaganna. Sigurður sagði að Borgarleikhúsið hefði ekki vitað af frumsýningu á Sönnum sögum úr sálarlífi systra fyrr en um seinan. Ákveða þurfi frumsýningu með 2-3 vikna fyrirvara og því væri ekki hægt að' breyta dagsetningunni nú. Sambandsleysi Stefán Baldursson, Þjóðleikhús- stjóri, sagði að leikhúsin hefðu í gegn- um árin haft samráð þegar frumsýn- ingardagar væru ákveðnir og reynt að forðast að hafa frumsýningar á sömu dögum. Hann sagði að í þessu tilviki hefði eitthvað skort á samband. Kostnaður Landsvirkjunar af samningi við landeigendur Sjálfstæðisflokkurinn á Yestfjörðum Bætur til heima- manna 381 millj. HEILDARKOSTNAÐUR Landsvirkjunar af samningi við heima- menn vegna virkjunar Blöndu frá árinu 1981 til ársloka 1993 nam 381 milljón króna reiknað á verðlagi um seinustu áramót. Italski ferða- maðurinn talinn af FORMLEGRI leit að ítalska ferða- manninum sem hvarf við Gullfoss var hætt í gærkvöldi og er hann tal- inn af, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. í gær settu leitarmenn brúðu í svipaðri þyngd og hinn horfni í foss- inn og rak hana á land í Nauthaga- vík í Hvítá nærri Jaðri. Hyggjast ieitarmenn viðhalda eftirgrennslan á því svæði næstu daga. Þrátt fyrir að formlegri leit sé hætt, verður leit- arlið kallað út á morgun og gengið eftir árbökkum frá Gullfossi og leitað með bátum niður að ármótum Hvítár og Brúarár. í Morgunblaðinu sl. miðvikudag var frá því greint að kröfur á hend- ur Landvirkjun vegna vatnsrétt- inda og bóta fyrir það land á heið- unum beggja vegna Blöndu sem farið hefur undir vatn vegna virkj- unar árinnar er samtals tæplega 192 millj. kr. Skv. upplýsingum frá Landsvirkjun nemur kostnaður í samræmi við samning við heima- menn vegna bóta til iandeigenda og endurbóta á heiðunum vegna þeirrar röskunar sem virkjunin hafði í för með sér rúmlega 380 millj. kr. Þar af éru beinar bóta- greiðslur til landeigenda 88 millj. kr., kostnaður vegna vegagerðar á heiðum og girðinga tæplega 220 millj. kr., 42 millj. vegna gangna- mannaskála og annar kostnaður við framkvæmd samnings Lands- virkjunar og heimamanna 31,5 millj. kr. Þá hefur Landsvirkjun greitt um c Bætur vegna Alls, 1981-1993: 381.000.000 kr. Blöndu 187.000.000 kr. Heiðavegir 88.000.000 kf. Bætur til landeigenda 42.B00.000 kr. 32.500.000 kr 31.500.000 kr Gangnamannaskálar Girðingar Annar kosln. v. samn. R&iknaö á verölagl viö sföustu áramót 41 millj. kr. fyrir vatnsréttindi sam- kvæmt úrskurði matsnefndar en ógreiddar eru um 53 millj. kr. fyr- ir vatnsréttindi sem tilheyra afrétt- um þar sem eignarréttur er um- deildur. Þessu til viðbótar.hefur Lands- virkjun staðið fyrir uppgræðslu og rannsóknum á gróðurfari á heiðun- um ofan virkjunarinnar og á lífríki árinnar og heiðavatna skv. samn- ingi við heimamenn. Hefur Lands- virkjun varið um 300 millj. kr. til uppgræðslu og um 100 millj. tii fiskirannsókna og seiðasleppinga. Olafur Hannibalsson i profkjor ÓLAFUR Hannibalsson blaðamað- ur hefur tilkynnt Geirþrúði Charl- esdóttur, formanni kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- um, að hann hafí ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum. Ólafur -sagði þegar hann var spurður hvort hann gæfi kost á sér í ákveðið sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum fyrir næstu alþingiskosningar: „Nei, ég | geri það ekki. Mín skoðun er sú j að frambjóðendurnir eigi ekki að raða sjálfum sér niður, áður en prófkjörið fer fram. Prófkjör er að mínu mati til þess ætlað að ákvarða röð manna á framboðslista." Á ísafirði verður á morgun hald- inn fundur kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðiim, þar sem m.a. verður tekin ákvörðun um það hvort prófkjör fer fram eða ekki. Fastlega er búist við því að ákveðið verði að hafa prófkjör og er talið líklegt að annaðhvort 15. október eða 22. október verði fyrir valinu sem prófkjörsdagur. I I :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.