Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 33 . MINNINGAR GISLIJONSSON + Gísli Jónsson fæddist á Dunk í Hörðudal í Dala- sýslu 9. janúar 1926. Hann lést á Borgarspítalanum 7. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Laxdal, f. 1891, d. 1981, bóndi í Blönduhlíð, og Kristjana Ingiríður Krisljánsdóttir, f. 1902, d. 1993, hús- móðir í Blönduhlið. Systkini Gísla eru: Unnur, f. 1923, d. 1986, Magnús, f. 1927, Krislján, f. 1931, Gunnar Aron, f. 1934, Jónas Steinar, f. 1938, og Rögn- valdur, f. 1941. Gísli byrjaði búskap í Blönduhlið árið 1955 og bjó þar alla tíð. Hinn 14. júlí 1956 giftist hann Svanhildi Jóhönnu Kristjánsdóttur, f. 20. maí 1933. Svanhildur er dóttir Kristjáns Magnússonar, f. 1902, d. 1988, bónda í Seljalandi, og Þorbjargar Sigvaldadóttur, f. 1910, d. 1981, hús- freyju í Seljalandi. Börn Gisla og Svanhildar eru: Kristján Þormar, f. 1955, kvæntur Rannveigu Finns- dóttur, f. 1956. Eiga þau fjögur börn, Finn, f. 1975, Svanhildi, f. 1977, Fannar _ Þór, f. 1985, og ívar Orra, f. 1989; Helga, f. 1957; Inga Jóna, f. 1958, gift Ingóifi K. Þorsteinssyni, f. 1956. Eiga þau tvær dætur, Ingu Sif, f. 1989, og Hildi Hönnu, f. 1991. Ingólf- ur á dóttur, Guðnýju Maren, f. 1978; Unnar Laxdal, f. 1973. Einnig eiga þau uppeldisson, Magnús Kristjánsson, f. 1959, kvæntur Oddrúnu Maríu Páls- dóttur, f. 1962. Eiga þau þijá syni: Ingþór, f. 1982, Gísla Svan, f. 1986, og Almar, f. 1990. Útför Gísla verður gerð frá Snóks- dalskirkju í dag. ELSKU afi, þú ert dáinn. Við erum svo ungar, að erfitt er að fyrir okk- ur, að skilja þá staðreynd. Við skilj- um þó, að þú kemur ekki framar í dyragættina á móti okkur, þegar við komum í Blönduhlíð, þú smalar ekki saman kindunum þínum, og slærð ekki oftar túnin þín, sem þú varst nýbúinn að ljúka við. Við vorum svo heppnar að fá að taka þátt í bú- skapnum með þér, og nú síðast fyr- ir örfáum vikum vorum við að hjálpa þér við heyskapinn. Það er dýrmætt fyrir okkur að eiga svo margar góð- ar myndir af þér við ýmis tækifæri, t.d. úti í fjárhúsi, við heyskap, á hestbaki og í réttunum. Elsku amma, þinn missir er mik- ill, þið afi hafið verið saman í 40 ár. En veistu hvað, amma, við ætlum að koma oft í heimsókn til þín svo þú verðir ekki einmana. Harpan er hljóðnuð - Sumri hallar senn og sölna blóm. „Hverf þú til duftsins." - Skynja skuium enn vom skapadóm. Varir um eilífð vorsins fyrirheit að vakni fræ í nýjum gróðurreit. Allt það sem lifir, leitar afturhvarfs af leyndri þrá. Hærra - æ hærra, upp til æðra starfs, vill andinn ná. Dauðinn er aðeins þögn við þáttaskil, á þroskans leið, sem hver er vígður til. Elsku afi, við þökkum fyrir allar góðu stundirnar. Inga Sif og Hildur Hanna. Vér horfum allir upp til þín, í eiiíft Ijósið Guði frá, þar sem að dásöm dýrð þín skín. Vor Drottinn Jesú, himnum á. (P.J.) Elsku afi okkar lést á gjörgæslu- deild Borgarspítalans miðvikudaginn 7. september síðastliðinn. Okkur langar að kveðja hann með þessum fáu línum. Þú varst svo góður afi og kenndir okkur svo margt, að umgangast dýrin og bera virðingu fyrir þeim og jörðinni sem þau lifðu á. Þú varst óþreytandi 'að leyfa okkur að vera með í heyskapnum, vera í dráttarvél- inni þegar þú varst að snúa heyinu eða hirða og oft sofnuðum við í henni við taktfast vélarhljóðið. Þá hélst þú á okkur inn til ömmu og sagði með afsökunartón: „Hann sofnaði víst anginn litli.“ Eins viljum við þakka þér fyrir, afi, að leyfa okkur að taka þátt í sauðburðinum, að sjá nýtt líf koma í heiminn, síðan að bólusetja og marka litlu greyin og að lokum að reka upp fyrir tún. Og eins fyrir öll dýrin sem þú og amma hafið gefið okkur, nú síðast þegar við hittumst öll í afmælinu hans Fannars Þórs 19. ágúst. Þá vakti gjöfin ykkar, rauðblesótt hestfolald, ólýsanlega hamingju í bijósti afmælisbarnsins. En nú er haustið komið og leitir og réttir framundan. Það verður sárt að sjá ekki afa sinn lengur draga fé í Blönduhlíðardilkinn. En nú ert þú kominn til Guðs og við vitum að langamma hefur tekið á móti þér og vafið þig örmum sínum, það er svo stutt síðan hún fór líka til Guðs. Við söknum þín, afi minn, en við verðum dugleg að hjálpa ömmu og hugga hana í hennar miklu sorg. Þetta er gangur lífsins, við vitum það, en alltaf er jafnerfitt að sætta sig við það er ástvinur hverfur á braut. Við kveðjum þig með ijóðinu sem á svo vel við þig: Undir Dalanna sól, við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta fór, undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör, undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftast. í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arinn, minn svefnstað og skjól. (Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum.) Góður Guð blessi minningu þína. Finnur, Svanhildur, Fannar Þór og ívar Orri. t Frændi okkar, GUNNAR NÍELSEN BJÖRNSSON, Teigaseli 4, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 15. september. Ættingjar og vinir. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARIA ALDÍS PÁLSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrrum Austurbrún 2, er lést 8. september sl. verður jarð- sungin frá Langholtskirkju föstudaginn 16. september kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega af- þakkaðiren þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofn- anir. Margrét Jörundsdóttir, Kristinn Sveinsson, Karl Jörundsson, Valgerður Frímann, Páll Trausti Jörundsson, Inga indiana Svala Vilhjálmsdóttir, Jórunn Jörundsdóttir, Geir Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, bróður og mágs, BJÖRNS EINARSSONAR, Kleppsvegi 120. Gertrud Einarsson, Halla Einarsdóttir, Jónas Einarsson, Guðbjörg Haraldsdóttir, Ingimar Einarsson, Matthea K. Guðmundsdóttir, Georg Fransson, Brynja Ragnarsdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, SIG. GUNNARS SIGURÐSSONAR fyrrv. varaslökkviliðsstjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks Reykjalundar, Hjúkrunarheimilisins Skjóls og Hrafnistu í Hafnarfirði. Guðmundur Sigurðsson, Helga Halldórsdóttir, Sigurður Ágúst Sigurðsson, Guðrún B. Björnsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og vináttu okkur sýnda við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, AXELS JÚLÍUSAR JÓNSSONAR frá Stóru-Hildisey, Engjavegi 45, Selfossi, Guð blessi ykkur öll. Guðjón Axelsson, Ásdis Ágústsdóttir, Ingigerður Axelsdóttir, Jón Axelsson, Erla Axelsdóttir, Birgir Schram, barnabörn, barnabarnabörn, Vigdís Jónsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR, frá Steðja, Anna Eggertsdóttir, Stefán Eggertsson, Guðrún Eggertsdóttir, Edwin Kaaber, Sigvaldi Þór Eggertsson, Sigríður Einarsdóttir, Ragna Valgerður Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar DR. BRODDA JÓHANNESSON- AR, fyrrverandi rektors, verða sk-rifstofur skólans, bókasafn, gagnasmiðja og kennslumiðstöð lokuð frá kl. 14.00 föstudaginn 16. september. Kennsla fellur niður frá kl. 14.00-16.30. Kennaraháskóli íslands. I.O.O.F. 12=176916872= ( I ( ( ( ( Pýrmídinn - andleg miðstöð námskeið Laugardaginn 17. sept. kl. 10-16, dagsnámskeið sem June Hughes annast. Námsefni: 1. Ilmolíumeðferð (Aroma- therapy). 2. Viöbragðaflæði (Reflexo- i°gy)- 3. Nudd. Sunnudaginn 18. september kl. 10-16, dagsnámskeið sem June og Geoff Hughes annast. Náms- efni: 1. Áran 2. Áru-teikningar. 3. Hugleiðsla. 4. Slökunar-hugleiösla. Kynnið ykkur kvölddagskrána, hún er mjög spennandi. Pýramídinn Dugguvogi 2, símar 882526 og 881415. Félagsfólk! Vinnudagur verður í nýjum aðal- stöðvum félaganna við Holtaveg á morgun. Unnið verður frá kl. 8 og fram eftir degi. Þvífleiri sem mæta, því styttri tími. Allt vinnu- framlag þegið með þökkum. Tökum höndum saman um að Ijúka þrifum og frágangi fyrir vígsluna eftir rúma viku. Matur og kaffi á staðnum. Hallveigarstíg 1 •sími 614330 Dagsferðir um helgina: Laugardaginn 17. sept. Kl. 9.00: Skarðsheiði 8. áfangi háfjallasyrpu. I þessum næstsíð- asta áfanga háfjallasyrpunnar er stefnt á Skarðsheiðina en hún er hæst 1040 m. Ath. brottför er kl. 9.00 frá BSl bensínsölu. Verð kr. 1800/2000. Sunnudaginn 18. sept. Kl. 10.30: Vitagangan 6. áfangi og fjölskyldugangan. Farið verð- ur i Þorlákshafnarvita og Sel- vogsvita. Fjörur f nágrenni þeirra gengnar og lífríkið skoðað. Haustlita- og grillveisluferð í Bása 23.-25. sept. Fjölbreyttar gönguferðir. Sam- eiginleg grillveisla á laugardags- kvöld og kvöldvaka. Yfir Fimmvörðuháls 24.-25. sep. Nú fer í hönd einn fallegasti tíminn á hálendinu auk þess sem göngufæri yfir hálsinn er sérlega gott. Upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. Utivist. Frá Sálar- > > rannsókna- félagi íslands Skyggnilýsingafundur Skoski miðillinn Mary Armour verður með skyggnilýsinga- fund í kvöld, föstudaginn 16. september, í Garðastræti 8, kl. 20.00. Mary Armour býður einnig uppá einkafundi og eru bókanir í sím- um 18130 og 618130. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Helgarferðir 16.-18. spet. kl. 20.00: Landmannalaugar - Hrafnt- innusker - Álftavatn. 16.-18. sept. kl. 20.00: I sam- vinnu við fslenska fjallahjóla- klúbbinn - hjólað um Fjalla- baksleið. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Mörkinni 6. Dagsferðir: Sunnudagur 18. sept. 1) Kl. 10.30 Hrómundartindur - Grændalur. 2) Kl. 13.00 Reykjadalur - Grændalur. Mánudaginn 19. sep. kl. 20.00: Vættaganga í Hafnarfirði. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Alnonn samkoma i kvöld kl. 20.30 í umsjón ungs fólks. Frá kl. 20.00 er bænastund fram að samkomunni. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.