Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 11 PRÓFKJÖR Á REYKJANESI hagsmunamál fjölskyldnanna í landinu. Á þessu kjörtímabili hefur verið mikið unnið i þessum mála- flokki og ég vil að Sjálfstæðisflokk- urinn fylgi því eftir með því að hafa hann í fyrirrúmi á því næsta.“ Hún segir mikilvægt að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur í efnahagsmálum með lágri verð- bólgu, stöðugu gengi, lágum vöxt- um og betri skilyrðum fyrir at- vinnureksturinn. „Sem gamall sveitarstjórnar- maður hef ég mikinn áhuga á að efla sveitarfélögin í landinu, til dæmis með því að færa þeim fleiri verkefni. Það erum við að gera með frumvarpi til laga um grunn- skóla. Ég tel að það mætti gera með miklu fleiri verkefni sem sveit- arfélögin myndu standa betur að en ríkið því þau standa nær þeim sem eiga að njóta þjónustunnar.“ Sigurrós Þorgrímsdóttir Bjóða ódýrari raforku Sigurrós Þorgrímsdóttir vill lækka raforkuverð með því að lengja afskriftartíma orkumann- virkja. Næg raforka sé til í landinu og hana megi selja iðnfyrirtækjum á hagstæðara verði en nú er gert. Með því mætti t.d. laða að erlend fyrirtæki og efla ylrækt. Hún vill breikka Reykjanes- brautina og lýsa upp. Hún vill veita íjármuni í hafnargarðinn út á Kársnes í Kópavogi. í skólamálum vill hún auka áherslu á verkmennt- un, meðal annars með því að styrkja iðnskólana og efla menntun í fisk- og matvæiaiðn. Sigurrós leggur áherslu á jöfnun atkvæðisréttarins. Hún vill tryggja betri hag barna og fjölskyldna og laga skattakerfið, m.a. með því að heimila hjónum að nýta persónuaf- sláttinn að fullu, hækka skatt- leysismörkin og herða aðgerðir gegn skattsvikum. I ljósi þess að Islendingar séu fiskveiðiþjóð telur hún að halda eigi öruggum yfirráðum yfir fisk- veiðilögsögunni. Varasamt sé að ganga í Evrópusambandið ef það leiði til þess að yfirstjórn auðlindar- innar flytjist til Brussel. Þá telur hún brýnt að kanna möguleika á aðild að fríverslunarsamningi Norður-Ameríku. Stefán Þ. Tómasson Ríkið aðstoði við nýsköpun Stefán Þ. Tómasson leggur áherslu á atvinnumálin. Hann seg- ir að ríkisvaldið eigi að halda að sér höndum við framkvæmdir og greiða niður skuldir þegar vel árar í þjóðfélaginu en framkvæma þeg- ar efnahagslífið er í lægð. Þessu hafi verið öfugt farið hjá síðustu ríkisstjórn, árin 1987-91, eg efna- hagsstjórnin brugðist. „Við ættum að vera með stórframkvæmdir í gangi nú, til dæmis í vegamálum.“ Telur hann tvöföldun Reykjanes- brautarinnar brýnasta verkefnið í vegamálum. Stefán segist vilja að ríkisvaldið hjálpi til við nýsköpun í atvinnulífinu með því að leggja fram áhættufé í formi víkjandi lána eða með hlutafjárkaupum. Hann vill reyna að lækka skatta almennings með því að lækka stað- greiðsluskattinn í það hlutfall sem upphaflega var sett á og hækka skattleysismörkin í samræmi við hækkun framfærslukostnaður. Þá vill Stefán sjá þá fjármuni sem varið er til félagsmála nýtast betur í þágu þeirra sem raunveru- lega þurfa á aðstoð að halda. Vill t.d. að þroskaheftir fái vinnu við sitt hæfi og laun fyrir vinnuna. Einnig að þeir geti lifað sem eðli- legustu lífi í sambýlum. Viktor B. Kjartansson Ný viðhorf í um- hverfismálum Viktor B. Kjartansson segir að breytingar á núverandi skatta- stefnu séu forsenda fyrir eflingu atvinnulífsins. Lækka verði hlut- fall virðisaukaskatts og hann færð- ur í eitt þrep jafnframt því sem allar undanþágur verði afnumdar. Hann vill lækka tekjuskatt fyrir- tækja verulega og afnema sér- stakan skatt af skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Hins vegar verði auknar skattaívilnanir vegna nýsköpunar, rannsókna og þróun- arstarfs. Viktor heldur fram því sem hann kallar ný viðhorf í umhverfismál- um. Hann vill að umhverfismálin verði tekin sem þáttur í gæða- stjórnun fyrirtækja og í stað þess að leggja skatta á alla verði þeir látnir greiða sem menguninni valda. Tekur hann álverið í Straumsvík sem dæmi. Stefna fyr- irtækisins í umhverfismálum liggi fyrir og henni sé fylgt eftir með gæðastjórnun. Þau séu því sjálf- sagður hluti af daglegum rekstri í stað þess að koma upp þegar slys- in verða. Þá vill hann auka forvarnir gegn ofbeldi með því að taka efnið fyrir í byrjun grunnskóla í stað þess að bíða þar til börnin verða eldri. Sirilir &ua Mrlirilr ilkpniv er vel menntuð kona með mikla reynslu af sveitar- stjórnarmálum. Hún hefur reynst dugandi og traustur þingmaður og einarður málsvari sjálfstæðisstefnunnar. Hún er dugnaðarforkur - hún er heiðarleg og samviskusöm. Tryggjum henni glæsilega kosningu í prófkjörinu á laugardaginn með því að velja hana í eitt af efstu sætunum Velium forystukonu í fremstu röð Stuðningsfólk Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 5. nóv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.