Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Morgunblaðið/Þorkell BLAÐBERINN eftir Viktor A. Ingólfsson hlaut 1. verðlaun. I umsögn dómnefndar segir m.a.: ... með útfærslu sinni minnkar fyrirhöfn notand- ans í viðleitni hans til umhverfis- og trjáverndar. S-HILLA eftir Snædísi Úlriksdóttur hlaut 2. verðlaun. Um S-hilIuna segir dómnefnd m.a.: Einfalt en fallegt, ódýrt í framleiðslu, ... hentar víða á heimilum. „Blaðberinnu sigraði í hönnunarsamkeppni IKEA Hvernig á að umgangast N óvemberkaktus? í HÖNNUNARSAMKEPPNI IKEA, sem efnt var til í tilefni af opnun nýrrar verslunar, bárust alls 64 tillögur frá 40 einstakling- um. Fyrstu verðlaun, 150 þúsund kr., hlaut Viktor A. Ingólfsson tæknifræðingur fyrir „Blaðber- ann“, geymslu fyrir endurnýtan- leg dagblöð og tímarit. Önnur verðlaun, 75 þús. kr., komu í hlut Snædísar Úlriksdóttur, sem stundar nám í innanhússarkitekt- úr í Lundúnum fyrir S-hillu; há- reista hillu með S-laga formi. Til stóð að veita tíu aukaverð- laun, en að sögn Finns Thorlac- íus, markaðsstjóra IKEA, reynd- ist erfitt að gera upp á milli 12 tillagna, þannig að ákveðið var að verðlauna þær allar. Eftirtald- ir hlutu aukaverðlaun: Sigurbjörn K. Haraldsson og Ingólfur Örn Guðmundsson hlutu báðir verð- laun fyrir tvær tillögur hvor, Vil- hjálmur D. Sveinbjörnsson, Þóra Sigurgeirsdóttir, Sigríður Heim- isdóttir, Bæring Bjarnar Jónsson, Egill Egilsson, Vífill Magnússon, Einar Þ. Ásgeirsson og Tinna Gunnarsdóttir. Finnur sagði að keppnin væri einsdæmi í sögu IKEA, enda hefðu undirtektir forráðamanna fyrirtækisins ytra verið dræmar í fyrstu. Að iokum var hægt að sannfæra þá um að tiltækið væri vænlegt, enda góður hljóm- grunnur fyrir keppninni hér heima. Keppnin var öllum opin og höfðu þátttakendur tvo og hálfan mánuð til að skila inn tillögum. Þeir höfðu frjálst val á viðfangs- efninu, en við mat á aðsendum tillögum lagði dómnefndin formfegurð húsgagnsins, hagan- lega pökkun þess og að stíll þess væri í anda IKEA húsgagna og hentaði framleiðslulínu IKEA einkum til grundvallar. Sænski fulltrúinn í dómnefnd- inni er þegar tekinn til við að kynna allar verðlaunatillögurnar fyrir þróunardeild IKEA í höfuð- stöðvunum í Almhult. „Við hér hjá IKEA fylgjumst grannt með framgangi þess verks og vonum að fyrirtækið hefji framleiðslu á einhverju þeirra húsgagna, sem vann til verðlauna í keppninni. AUt er enn óljóst í þeim efnum og engin trygging fyrir að það gangi eftir,“ segir Finnur, sem telur líklegt að hönnunarsam- keppni af þessu tagi yrði haldin árlega ef raunin yrði sú að IKEA hæfi framleiðslu á húsgagni eftir Islending og setti á alþjóðamark- að. NOVEMBERKAKTUS er inniblóm og nauðalíkur venjulegum jólakakt- usi. Hann er stöngulblóm með flöt- um og liðskiptum greinum, sem minna á blöð. Blómin eru löng, frek- ar mjó og aðeins óregluleg. Nóvemberkaktus byijar að blómstra um það leyti sem þessi næstsíðasti mánuður ársins fer í hönd njóti hann ákveðinna skil- yrða. Hvað skilyrði varðar skipta tengslin á milli daglengdar og um- hverfishita mestu. Sé hiti hærri en 22°C verður ekki blómgun, en við 15-18°C myndast blóm óháð ljós- lengd. Kaktusinn dafnar best og blóm hans verða skærust á litinn við fremur svalt hita- stig og getur við þannig aðstæður staðið í blóma í allt að mánuð. Glugga- sylla er því oft ákjósanlegasta staðsetningin svo fremi að ekki gæti of mikils hita- streymis frá ofni. Eftir að blómhnappar fara að sjást og á meðan að plantan blómstrar þarf að fylgjast vel með vökvun. Sé of lítið vökvað detta blómhnapparnir oft af og forðast skal að láta vatn safnast fyrir á skál undir plöntunni. Þá kafna ræt- urnar fljótlega enda hefur jurtin ekki sterkt rótarkerfi. Eftir blómg- un er hægt mjög á vökvun og plant- an hvíld fram á vor. Þá kemur umpottun vel til greina, en loftrík og sendin moldarblanda á vel við. NÓVEMBERKAKTUS Svo verðdæmi sé tekið hefur Nóvemberkaktus verið seldur í tveimur stærðum í Blómaval á 916 kr. og 495 kr., en að undanförnu hafa þeir verið á tilboðsverði á 325 kr. og 799 kr. AUKABUNAÐUR A MYND: ALFELGUR. j 20 ÁR HEFUR VOLKSWAGEN GOLF NOTIÐ FADÆMA VINSÆLDA VÍÐA UM HEIM. HANN HEFUR MARGA HEILLANDI KOSTI, SVO SEM FALLEGT ÚTLIT, EINSTAKT ÖRYGGI, GÓÐA AKSTURSEIGINLEIKA, RÍKULEGAN STAÐALBÚNAÐ, GOTT FARÞEGA- OG FARANGURSRÝMI. ÞETTA ALLT ÁSAMT LÁGUM VIÐHALDS- OG REKSTRARKOSTNAÐI ER ÁSTÆÐA ÞESS AÐ HANN ER í HÁVEGUM HAFÐUR... SAMT ER VERÐIÐ NIÐRI A JORÐINNI ! HEKLA tíÁÁeúYcz/ Volkswagen Oruggur á alla vegu! Laugavegi 170-174, sími 69 55 00 •2 DYRA FRÁ KR. 1.133.000.- *4 DYRA FRA KR. 1.237.000.- •LÆNGBAKUR FRÁ KR 1.288.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.