Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 27 LISTIR íslensk ljóðlist í Finnlandi Viðamikil kynning NÝJASTA hefti Finnlands-sænska menningartímaritsins HORISONT er komið út. Tímaritið sem hefur verulega útbreiðslu í Finnlandi og Svíþjóð og talsverðan lesendahóp á hinum Norðurlöndunum, er að þessu sinni tileinkað íslenskri sam- tímaljóðlist. Ritið hefur að geyma um það bil 90 ljóð eftir sextán íslenska höfunda, 4-9 Ijóð eftir hvert skáld, sem sýna vel breidd í íslenskri sam- tímaljóðlist og margbreytileika, segir í frétt frá útgefanda. Gesta- ritstjórar tímaritsins að þessu sinni, þýðendur ljóða og höfundar kynn- ingartexta eru rithöfundarnir Martin Enckell og Lárus Már Björnsson. Þetta mun vera ein umfangsmesta kynning á íslenskri samtímaljóðlist á erlendum vett- vangi um árabil. 16 höfundar Höfundarnir sem kynntir eru eru ■ fæddir á árunum 1932 til 1970. Þeir eru í stafrófsröð: Arni Ibsen, Baldur Óskarsson, Bragi Ólafs- son, Elísabet Jökulsdóttir, Gyrð- ir Elíasson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jóhann Hjálmars- son, Kristín Ómarsdóttir, Lárus Már Björnsson, Linda Vilhjálms- dóttir, Pjetur Hafstein Lárusson, Sigfús Bjartmarsson, Sindri Freysson, Sjón, Steinunn Sigurð- ardóttir og Vigdís Grímsdóttir. Unnt er' að panta tímaritið hjá útgefanda á Hándelsplanaden 23A, 65100 Vasa, Finnlandi. Einnig mun það fáanlegt á helstu bókasöfnum. Skaga- leikflokk- urinn frum- sýnir Mark SKAGALEIKFLOKKURINN á Akranesi frumsýnir nýtt leikrit eftir Bjarna Jónsson á morgun, föstudag, leikritið Mark, í leik- stjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. I kynningu segir: „Leikritið seg- ir frá ungum hjónum og fjölskyld- um þeirra. Allt þetta fólk hefur lagt ofurkapp á allt annað en það sem skiptir mestu máli í lífinu, þ.e.a.s tilfinningar og mannleg samskipti. Eins og nafnið ber með sér kemur knattspyrnan töluvert við sögu, því ein aðalpersóna þess er þjálfari fótboltaliðs bæjarins og gerist leikritið síðasta hálfa sólar- hringinn áður en strákarnir hans leika úrslitaleikinn á Islandsmeist- aramótinu.“ Með helstu hlutverk fara Árni Pétur Reynisson, Ásta Ingibjarts- dóttir, Sigríður Hjartardóttir, Jó- hanna Sæmundsdóttir, Matthías Freyr Matthíasson, Arnar Sigurðs- son, Gauti Halldórsson, Guðleifur Einarsson og fleiri, en alls taka 35 leikarar þátt í sýningunni. Út- lit sýningarinnar er í höndum Bjarna Þórs Bjarnasonar og Hrannar Eggertsdóttur. -----».♦....... Nýjar bækur • ÚT ERU komnir Villtir svan- ir. Þijár dætur Kína eftir Jung Chang. Villtir svanir er í senn kvennasaga, íjöl- skyldusaga og mannkynssaga. I bókinni segir höf- undurinn sögu fjölskyldu sinnar frá sjónarhóli þriggja kynslóða kvenna: sjálfrar sín, móður sinnar og ömmu. Les- andinn fær í bók- inni innsýn í sögu Kína á þessari öld, en um leið er bókin lýsing á örlögum einstaklinga sem urðu fórnarlömb maóismans. Bókin Villtir svanir hefur farið sigurför um öll Vesturlönd frá því hún kom út í Bretlandi 1991 og hefur trónað á metsölulistum víða um lönd. Gagnrýnendur hafa hlað- ið hana lofi. Hjörleifur Svein- björnsson þýddi. Utgefandi er Mál og menning. Bókin er 485 bls., prentuð íPrent- smiðjunni Odda hf. Ingibjörg Ey- þórsdóttir gerði kápuna. ViIItir svanir verða seldir sem Bók mán- aðarins á 30% afslætti, 2.700 krónur í nóvember, en hækkarsíð- an í 3.880 krónur. Jung Chang Nú er vissara að koma hlaupandi, síðasta sending seldist upp á 2 dögum! se®'*S 28" Supertech litasjónvarp með Nicam stereo, flötum skjá, textavarpi og fjarstýringu fæst nú á þessu ótrúlega verði! Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO © © © © Sjðundl hlmlnn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.