Morgunblaðið - 09.12.1995, Síða 28

Morgunblaðið - 09.12.1995, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ 28 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 2000 eða 2001 STÓRSTÍGAR framfarir hafa orðið í framleiðslu á sérhönnuðum fatnaði til. vetrarhjólreiða og má þar nefna hátæknifatnað úr „undraefnunum“ Goretex, Polartec-Pleece og Climatec. Hægt er að fá innri og ytri fatnað úr þessum efnum, sem einangra afar vel og hrinda vætu frá hkamanmn. Þá má nefna sérsniðna jakka, úlpur, buxur, húfur og lambhúshettur auk hjólahanska með þre- mur fingrum, til að auka hitaeinangrun. Einnig má nefna höfuðbönd til notkunar undir lyálma og ef fólki finnst þau of fyrirferðamikií eru nýkomnar á markað eyrnahiífar, . sem smeygt er upp á festingar- | böndin á hjálminum og halda þau eyrunmn heitum í hörkufrosti. Á boðstólum er einnig íslen- sk framleiðsla svo sem múf- fur á stýrið, sem hön- dmium er smeygt ixm í og þarf þá aðeins vepju- lega hanska. Vert er að minna á mikil- vægi ljósabún- aðar í vetrar- myrkrinu, en hann er beinlínis hfsnauðsynlegur. Þar er úr mörgu að velja svo sem blikkjjósum og halogenljósum, svo fátt eitt sé nefnt. VETRARFÓT - fi-amleiðsla á fatnaði til vetrarhjólreiða hefur stóraukist. Sérhannaður fatnaður HVERNIG ÆTLAR ÞU AÐ VERJA GAMLÁRSKVOLDI ÁRIÐ 1999? / 5ENN líður að gamlárskvöldi árið 1999 og þá gefst eina tækifæri flestra til að snúa út úr ljóðlínum Valdimars Briem og syngja, með sínu nefi, Nú öldin er liðin í aldanna skaut og al- drei hún kemur tilbaka... og þar fram eftir götunum, eða hvaó? Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur að ný öld hefjist 1. janúar 2001 en ekki eru allir á eitt sáttir. í undirbúningi eru hátíðahöld vegna 1000 ára afmælis kristnitökunnar árið 2000 en íslensk stjóm- völd hafa ekki tekið ákvörðun um það hvenær miöa eigi við að næsta öld hefjist, að því best er vitað. Skiptar skoðanir hafa ver- ið um það hér á landi sem víðar hvort telja eigi nýtt árþúsund hefjast 1. janúar árið 2000, eða ári síðar, en þess má geta aö nítjánda öldin var kvödd og þeirri tuttugustu fagnað með aldamóta- hátíðum að kvöldi gamlársdags árið 1900 og fram undir morgun fyrsta dags ársins 1901. Þeir sem standa í ströngu við að finna fjármunum sínum farveg eru þegar teknir að huga að gjald- frekum leiðum til að verja síðasta degi ársins 1999. Birti breska tíma- ritið GQ nýverið yfirlit yfir þaö helsta sem í boði er hjá breskum ferðaskrifstofum. Hjá flugfélaginu British Airways er gert fastlega ráð fyrir því að sjö hljóðfráar þotur fyrirtækisins verði á ferðinni og fleiri flugfélög hafa tekið við fyrir- spumum frá fólki sem vill slást í hóp með öðmm í háloftaferö út- valinna umrætt kvöld. Tvöþúsundasta árinu verður fyrst fagnað á Fiji-eyjum og að því búnu er haldið yfir dægur- línu í austurátt til Cook-eyja á vit endurtekninganna. Búið er að ráðstafa flestum sætum í um- rædda ferð, sem tekur níu daga og kostar tæpar 450.000 krónur. Breska ferðaskrifstofan Kuoni hef- ur líka skipulagt bátsferð yfír dægurlínuna milli fyrrgreindra staða, tjaldferð við miðbaug og köf- unarferð við Maldív-eyjar í Indlandshafi yfir umrædd áramót. Þeir sem vilja sletta úr klauf- unum á syðstu endimörkum hins byggilega heims renna væntanlega hýra auga til Pehoes-gistiheimilis- ins í Torres del Paine í Chile. Húsnæðið er á lítilli eyju, umkringt jökium og fjalllendi, og þar er jafn- an hið versta veður, nema í desemb- er og janúar. Rússnesh fímm- stjiirnugisting Tímabeltaflakk Einhverjir hafa hug á að leika lausum hala um tímabeltin og þeim til aðstoðar er breska fyrirtækið Þúsundárastofnunin sem gerir harð- gerari gleðskaparmönnum kleift að fagna gamlárskvöldi tvisvar. Liggi leiöin til Pétursborgar er skyldugisting á Grand Hotel Europe í miöri borginni, eina fimm stjömu hóteli Rússlands. Hótelið var byggt 1824 og endurgert 167 áram síðar, nánar tiltekið 1991. Herbergin sem varðveitt vora í upprunalegri mynd eru ríkulega Tva Í5LENSK HÚTEL FRÁTEKIN DEILDAR MEININGAR ERU UM ÞAÐ HVORT NÝ ÖLD HEFST 1. JANÚAR 2000 EÐA 2001 EN ÞESS MÁ GETA AÐ NÍTJÁNDA ÖLDIN VAR KVÖDD OG ÞEIRRI TUTTUGUSTU FAGNAÐ MEÐ ALDAMÓTAHÁTÍÐUM AÐ KVÖLDI GAMLÁRSDAGS ÁRID 1900 OG FRAM UNDIR MORGUN FYRSTA DAGS ÁRSINS 1901 búin fommunum frá því fyrir byltingu og framhlið hótelsins var endurgerð í upphaflegum barokk- stíl. Ferðaskrifstofan Heimskauta- viðburður hefur pantað allt gisti- rými á Hótel Loftleiðum, um 220 herbergi, og meirihluta 119 her- bergja á Hótel íslandi yfir áramótin 1999-2000 og er gefinn kostur á nokkurra daga dvöl með skoðunar- ferðum, auk þess sem gestir verða vitni að hefðbundinni milljóna- brennu hérlendra á gamlárskvöld. Hóteleigendur í Lundúnum era klárir í slaginn og búast talsmenn Lundúnalögreglunnar við því að fjórum sinnum fleiri gestir heilsi nýju ári á Trafalgar-torgi en venja er til. Svipaða sögu er að segja af Times-torgi í New York en allt svefnpláss á Marriot Marquis- hótelinu umrætt kvöld hefur verið frátekið frá 1986. Hinum megin á hnettinum, ná- nar tiltekið í Sydney í Ástralíu, má spretta úr spori utandyra í sól og sandi og er búist við fjörugum götuveislum vegna tímamótanna. Ekki spillir heldur fyrir að 27. Ólympíuleikarnir verða haldnir í borginni þegar nýtt árþúsund gengur í garð. L eiguhallir ag píramídar Þeir sem eiga í erfiðleikum með að finna húsnæöi að halla sér í yfir títtnefnd áramót geta nýtt sér ind- verskar leiguhallir í Rajastan og Cochin. Annast furstarnir af Ud- aipur og Jodhpur skipulagningu hátíðahalda, þar sem meðal annars er slegið upp tjaldbúðum í heillandi umhverfi og bragölaukamir gladd- ir með framandi réttum. Ennfremur má benda á Oberei Mena í Egyptalandi en þeir sem hreiðra um sig í eldri hluta hússins geta sest út í kvöldhúminu og virt fyrir sér Keops-píramídann í Giza af svölunum. Þeir sem vilja taka það rólega og líta farinn vega eiga kosta á gist- ingu í Ladakh Sarai, á Tíbet- sléttunni í Norður-Indlandi. Þar eru hiröingjatjaldbúðir með litlum gufueldavélum og helsta skemmt- unin felst í því aö horfa eftir Indus- dalnum, á tinda Himalaja í ógleym- anlegri stjömubirtu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.