Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 41 fl 4 I 4 4 € 4 4 4 4 4 4 i 4 4 4 i i 4 i i i i i 4 c; 4 er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur þó látinn mig haldið. En þegar þér hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þó látinn sé, _tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Ókunnur höfundur.) Guð blessi og varðveiti þig, Heba mín. Kolbrún Björnsdóttir. Elskuleg tengdamóðir mín, Heba Hilmarsdóttir er látin, aðeins fimmtug að aldri. Við sem vorum búnar að ráðgera að hún yrði í horninu hjá okkur þegar hallaði að. Á sinn sérstaka hátt minnti hún stundum á það með kímni að við þyrftum að muna eftir að gera ráð fyrir horninu hennar og ruggu- stólnum. Ég kynntist Hebu þegar við, ég og einkasonur hennar, vor- um sautján ára. Tveir ástfangnir og bráðlátir unglingar. Um hávetur fór ég með honum norður á Siglu- fjörð eins og ekkert væri sjálfsagð- ara, inn á heimilið þeirra Bósa og systranna. Foreldrar mínir dauð- hræddir við þetta gönuhlaup en þau komust brátt að því að ungl- ingnum þeirra var tekið af þeirri ástúð og hlýju sem einkennir besta fólkið. Elsku Heba mín, ég minnist þessa tíma með þakklæti, kvöld- anna sem þú sast með okkur ungl- ingunum, rabbaðir um alla heima og geima og hlustaðir. Kynslóðabil- ið hvarf í návist þinni og það gerði allt svo einfalt og ljúft. Ég, nú móðir barnabarnanna þinna hefði óskað þess að þau fengju að njóta þín lengur. Hún Rebekka, sem er að nálgast ungl- ingsárin og syrgir hana ömmu sína svo mikið, Helga Birna sem enn er svo lítil og ófædda barnið sem er á leiðinni og þú varst í veikindunum búin að einsetja þér að fá að sjá áður en þú kveddir. En Guð ræður og ég er viss um að hann sér til þess að þú færð að fylgjast með þeim og okkur öllum, sú vissa er okkur sem nú kveðjum þig styrkur í harmi. Blessuð veri minning þín. Gunna Dóra. Elsku Heba, nú ertu horfin okkur sjónum. Nú hefur myndast mikið tómarúm í hjörtum okkar sem erf- itt verður að fylla. Þrátt fyrir að við höfum aðeins þekkt þig í 5 ár er eins og við höf- um þekkst mikið lengur. Eins og öllum öðrum reyndist þú okkur jafn traustur og góður vinur sem alltaf tókst á móti manni með opnum örmum hvernig sem á stóð. Hversu þungur sem maður var gast þú allt- af létt á manni. Þú gast alltaf hlust- að og gefið ráð. Þú fékkst mann alltaf til að líða eins og maður væri fullkomnasta persóna sem til væri. Þrátt fyrir mikil og erfið veikindi nú um nokkurra mánaða skeið, stóðst þú þig eins og hetja og studd- ir þína nánustu með glaðværð og einlægni. Þú gafst aldrei upp. Það er sjaldan sem maður hefur kynnst slíkri samheldni sem ríkti og ríkir í íjölskyldunni þinni. Slík umhyggja sem þú veittir öllum er ekki á hveiju strái. Við áttum margar og mikið góð- ar stundir með þér elsku Heba okkar og þín verður sárt saknað meðal okkar. Við vitum þó að þú svíkur ekki það loforð að vaka yfir og vinka okkur á hverjum degi. Eina huggunin sem við fáum við því að þú ert farin er sú að fyrir þinn sérstæða og sterka persónu- leika hafi góður Guð þurft á hjálp þinni að halda við mikilvæg störf hjá sér. Elsku Gummi, Guðmundur Sæ- vin, Halla og Rakel, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur sendum við ykkur og fjölskyldum ykkar. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Hugur okkar er allur hjá ykkur. Maggi, Ása, Kata, Palli og börn, Bjarni og Hrafnhildur. SIGRIÐUR SIG URÐARDÓTTIR + Sigríður Sigurðardóttir fæddist á Þiðriksvöllum í Hrófbergshreppi 7. október 1924. Hún lést á Landspítalan- um 30. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 8. júlí. Elsku Sidda mín, það fóru svo margar minningar í gegnum huga minn í dag er ég var við jarðarför þína, fallegustu athöfn sem ég hef verið við. Ég fann svo mikinn frið, mér fannst eins og þú værir þar meðal okkar og þér leið svo vel, og ég veit að Kristur Jesú var með þér og beið þess að leiða þig heim. (Jóh. 14,3): „Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo þér séuð einnig þar sem ég er.“ Ég veit að Drottinn hefur búið þér fallegan stað, því hann átti stað í þínu hjarta, eins og kom svo oft fram í ljóðunum þínum. Ég man eftir því þegar ég var lít- il og mamma fór með mig í heim- sókn til Siddu frænku. Það var mik- ið tilhlökkunarefni að heimsækja þig. Þú komst á móti manni með opinn faðminn, og maður fann sig svo inni- lega velkominn hjá þér. Svo fann maður ávallt ilminn úr eldhúsinu. Heimili þitt var líka alltaf skínandi hreint og fallegt og^ þar ríkti einhver sérstakur friður. Ég man svo vel eftir fallega blómagarðinum þínum. Ég gleymi því aldrei þegar þú sýnd- SIGURÐUR BJARNASON + Sigurður Bjarnason fæddist á Bæjarskerjum í Miðnes- hreppi 28. mars 1932. Hann lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 30. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvalsneskirkju 5. júlí. Elsku afi. Mig langar til að kveðja þig með þessum orðum. Það er satt að segja erfitt að hugsa til þess að þú sért horfinn. Eins og þú veist þá var ég erlendis, þegar þú hvarfst úr þess- um heimi. Tveimur dögum áður en ég fór út, kom ég á spítalann til þín með bangsa sem ég keypti handa þér. Við sátum og spjölluðum saman heillengi bara um heima og geima. Ég hef alltaf kunnað að meta ykkur, því allt sem þið amma hafið gert fyrir mig er ómetanlegt. Elsku afi minn, það var ekki fyrr en í mai í fyrra, sem við urðum svona yndislega náin. Þá komuð þið amma til mín á spítalann með alls- kyns gjafir og hlýleika. Þið voruð hjá mér allan daginn og þó ég hafi ekki getað talað mikið voruð þið langt fram á kvöld og stjönuðuð við mig. Eftir það sá ég að það mikilvægasta í lífinu væri að eiga ömmu og afa eins og ykkur. Elsku afi, við erum mjög náin, þú barðist fyrir sjálfum þér og fjölskyldunni fram á síðustu sekúndu. En elsku afi, þú varst stolt mitt og yndi og munt alltaf vera. Blái bangsinn sem ég gaf þér, við skulum nú bara kalla hann Tasla, þú einn skilur hvað ég meina. Ég elska þig, elsku hjartans afí minn, og ég veit að þú átt eftir að fylgja mér um ókomin ár. Ég hlakka til að sjá þig, en kveð þig í bili. Með einlægni og söknuði, þín Tasla. Sigi-ún Halldórsdóttir. HRAFNHILDUR S VEINSDÓTTIR + Hrafnhildur Sveinsdóttir fæddist. á Patreksfirði 2. des- ember 1924. Hún lést á Spáni 26. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 6. júní. Mig langar að minnast með fáum orðum vinkonu minnar Hrafnhildar eða Stellu, eins og hún var ætíð kölluð meðal vina sinna. Ég átti þeirri gæfu að fagna að kynnast Stellu þegar á unga aldri og einnig dætrum hennar. Þau kynni urðu að ævilangri vináttu sem aldrei bar skugga á. Það sama gildir um dæt- ur hennar. Stella var um margt einstök kona. Hjálpsemi var henni í blóð borin. Hún hafði alltaf tíma til að rétta öðrum hjálparhönd. Og var þá ekki hugsað um umbun í stað- inn, heldur það eitt að geta veitt öðrum lið. Margan greiðann þáði ég af henni um árin. Vinsemd henn- ar og hjálpsemi verða aldrei full- þökkuð. Slíkrar konu er sælt að minnast. Því hún skilur eftir dýr- mætan minningasjóð sem unnt er að leita til og ausa af, ef syrtir að í huga og sál. Með þessum fáu línum vil ég af heilum huga þakka fyrir öll góðu árin sem við áttum saman. Ég bið Guð að blessa minningu hennar og og varðveita ættingja og ástvini um ókomin ár. Klara Sigurgeirsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar og tengdamóðir, SÓLEY GUÐRÚN HÖSKULDSDÓTTIR, Skarðshlíð 30d, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 25. júlí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. ágúst kl. 13.30. Bjarni Baldursson, Oddný Kristjánsdóttir, Ágúst Þór Bjarnason, Ánna Soffía Rafnsdóttir, Þröstur Már Bjarnason, Oddný Elva Bjarnadóttir. ir mér blómin og kenndir mér um þau á því máli sem ég skildi. Þú hafðir einstakt lag á börnum. Þú komst fram við þau eins og jafningja. Við áttum líka sameiginlegt áhugamál. Þegar þú komst að því að mér þætti gaman að yrkja og lesa ljóð þá sýndir þú því mikinn áhuga, þú hvattir mig áfram. Ég man eftir því þegar við sátum saman og ég fékk að lesa öll ljóðin þín. Þau voru mér svo hvetjandi, þú ortir svo falleg ljóð, þau voru öll svo jákvæð og full af þakklæti, þakklæti fyrir hluti sem manni fundust svo sjálfsagðir. Það segir meira en nokkuð annað hvern- ig persónu þú hafir að geyma. (Jes. 57,15): „Ég bý á háum og helgum stað en einnig hjá þeim, sem hafa sundurkraminn og auðmjúkan anda til þess að lífga anda hinna lítillátu og til að lífga hjörtu hinna sund- urkrömdu." Sidda, ég er þér líka þakklát hve þú reynist mömmu vel, hún elskaði þig afar heitt og það ríkti sérstakt samband ykkur á milli. Eftir að þú veiktist þá kom hún oft til mín og sagði: „Æ Inga mín, viltu biðja með mér fyrir henni Siddu, hún er svo lasin núna.“ Og stundum þegar hún talaði um þig og var að rifja upp góðar minningar þá runnu tár, og ég veit að tárin segja meira en öll orð. Elsku Sidda mín, ég veit að þú varst orðin afar þreytt og þú þráðir að fá að hvílast, en ég veit líka að fjölskyldan þín var þér allt, það veitti þér því mikla sálarró að geta lagt hana í Drottins hendur og treyst honum, því Drottinn gaf þér fyrirhe- it. _ Ég er svo þakklát fyrir kynni okk- ar, það er svo margt gott sem þú skilur eftir. Þú áttir svo mikið að gefa, og þú varst alltaf að gefa frá þér hlý orð, kærleika, jákvæðni, þakklæti, án þess að biðja um nokk- uð á móti. Ég er líka svo þakklát fyrir þá stund sem við áttum saman stuttu áður en þú fórst. Þú tókst mig í faðm þinn og kvaddir mig svo inni- lega. Það var okkar síðasta stund, en ég átti svo fá orð að gefa þér, elsku Sidda, og því langar mig að kveðja þig með þessum fátæklegu orðum, þar til við sjáumst á ný. Ég elska þig. Elsku Birgir, synir, mágkonur og börn, ég bið almáttugan Guð að styrkja ykkur og hugga á þessari sorgarstundu. Svo margt sem vildi segja sem býr í hjarta mér. Með það ég þarf að þreyja þar til mæti aftur þér. Þig fel í faðm hans breiða sem finnur hverfa neyð. Hann mun í himin leiða í lífsins loka skeið. Veitist þér nú værð og friður von og hvíld í hverri þraut. Drottinn drottna fyrir biður, dijúpa tár í minni laut. Ingibjörg Sólveig Sveinsdóttir. t Elskuleg frænka okkar, ÞÓRUNN ÁSGEIRSDÓTTIR frá Hvítanesi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 30. júlí. Systkinabörnin. t Móðir mín, SVEINBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Kleppsvegi 40, Reykjavik, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 30. júlí. Fyrir hönd vandamanna, Þórunn Franz. t Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI JÓHANNSSON, andaðist á hjúkrunardeildinni Víðihlið, Grindavík, miðvikudaginn 31. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Valgerður Gísladóttir, Willard Ólasson, Gísli Willardsson, Elín Þorsteinsdóttir, Dagbjartur Willardsson, Brynja Hjörleifsdóttir, Guðrún Willardsdóttir, Ingi Ingason og barnabarnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT SVEINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 2. ágúst kl. 13.30. Stella Hjaltadóttir, Kjartan R. Zophoniasson, Hjalti Kjartansson, Nína Sigurjónsdóttir, Margrét Kjartansdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Sveinn Kjartansson, Birna G. Kristinsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför GUÐJÓNS ÓLAFS AUÐUNSSONAR frá Svinhaga. Fyrir hönd aðstandenda, Auðunn Ágústsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.