Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 Skartgripir mikið úrwal Hagstætt verð 10% staðgreiðslu- afsláttur Guðmundur Andrésson guU&miðcuwólun Laugavegi 50 sími 551 3769 Hlúum að börnum heims -framtíðin er þeirra FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI <SlT hjálparstopnun Vnr-J k,rkjunnar 11 J - meo piniu njalp Biddu um Banana Boat sólmargfaldarann el |)ð vilt verða sólbrún/n á mettíma i skýjaveðri. □ Yfir 60 gerðir Banana Boat sólkrema, -olía,-gela,-úða,-salva og -stífta m/sólvöm frá I til 150, eða um tvöfalt öflugri en aðrar algengar sólarvörur. Banana Boat sólarlínan er fram- leidd úr Aloa Vera, kollageni og elastini, jojoba, minkolíu, banönum, möndlum, kókos, A, B, D og E vtamínum □ Sérhönnuð sólkrem fyrir íþróttamenn. Banana Boat Sport m/sólv. 115 og 130. □ 99,7% hreínt Banana Boat Aloe Vera gel (100%). Hvers vegna aó borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af Banana Boat Aloe Vera geii á 700 kr? Eóa tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 1000 kr? Án spímlínu, tilbúinna lyktarefna eða annarra ertandi ofnæmisvalda. Biddu um Banana Boat á sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Banana Boat E-gel fæst lika hjá Samtókum psoriasis og exemsjúklin- ga- Heilsuval - Barónsstíg 20 tr 562 6275 MAMAIEL ELEGANCE i STÆRÐIR: 75-95 B - C - D - DD SENDUMí PÓSTKRÖFU. Kringlunni, sími 553 3600 hymRÍi Laugavegi 26, sími 551 3300 • I DAG ÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega og færðu Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, ágóðann sem varð 2.359 krónur. Þær heita Harpa Dís, Rakel, Guðrún, Magnea og Anna Sara. COSPER HVAÐ viltu fá í morgungjöf? Farsi VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Armband tapaðist FÍNLEGT gullarmband, flöt þétt keðja, tapaðist á Reykjavíkursvæðinu sl. föstudag. Hafí einhver fundið armbandið er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 569-1323. Eyrnalokkur tapaðist SILFUREYRNALOKK- UR með blágrænum steini tapaðist sl. laugardags- kvöld á leiðinni frá Vogat- ungu í Kópavogi upp í Hamraborg. Hafi einhver fundið lokkinn er hann beðinn að hringja í síma 554-1432. Fundarlaun. Úr fannst ARMBANDSÚR fannst í Grasagarðinum í Laugar- dal um helgina. Upplýs- ingar í síma 553-9521. Hettupeysa tapaðist GRÁ hettupeysa af þriggja ára barni tapað- ist á tjaldsvæði Akur- eyrar eða nágrenni á tímabilinu 17. til 27. júlí. Finnandi vinsamlega hringi í síma 567-8084. Krakkahjól tapaðist SVART lítið gírahjól hvarf frá Freyjugötu að- faranótt sl. þriðjudags og er skilvís finnandi vin- samlega beðinn að hafa samband í síma 562-9797 eða 562-6625. Gæludýr Kettlingur KETTLINGUR, fress, fannst í Þingholtunum sl. sunnudag. Upplýs- ingar í síma 562-1481 (Davíð). SKÁK Umsjón Margcir Pétursson Staðan kom upp í áttundu umferðinni á stórmótinu í Novgorod í Rússlandi. Va- sílí ívantsjúk (2.730), Úkraínu, var með hvítt og átti leik, en Veselin Top- alov (2.750), Búlgaríu, hafði svart. 34. Re7+! og eftir þennan laglega leik gafst Topalov upp, því eftir 34. - Bxe7 35. Df7+ - Kh8 36. Dg6 - Bf5 37. Hxf5 getur hann mest lengt mátið í fjóra leiki til viðbótar. 34. Be7! var annar laglegur vinn- ingsleikur. Þrátt fyrir þetta tap var Topalov efstur fyr- ir tíundu og síðustu um- ferðina á mótinu. Hann hafði_5 72 v. af 9 möguleg- um, ívantsjúk 5 v., Short 4 72 v. og þau Kramnik, Júdit Polgar og Gelfand voru jöfn á botninum með 4 v. í síðustu umferðinni áttu ívantsjúk og Gelfand að tefla, Topalov og Short og Kramnik gegn Júdit Polgar. abcdefgh Hvítur mátar í átta leikjum Víkverji skrifar... VÍKVERJI brá sér til Akureyrar um daginn. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, en eitt fanst honum einkennilegt þar í höf- uðstað Norðurlands. Strætó gengur aldrei um helgar! Það þótti Víkverja léleg þjónusta við þá bæjarbúa og aðkomufólk, sem vildi gjarnan not- færa sér almenningssamgöngur til að koma sér á milli bæjarhluta. Eigi máður á Akureyri ekki bíi og geti ekki sníkt sér far í bæinn, svo dæmi sé tekið, skal hann bara sitja heima. Það er anzi langur göngutúr lengst utan úr Þorpi eða ofan af Brekku niður í miðbæinn, eða bara í Sundlaugina, sem er ein af perlum bæjarins. Þetta hlýtur einnig að vera bagalegt fyrir börn og unglinga, sem ekki komast spönn frá rassi nema foreldrarnir séu á þönum með þá á bílnum um bæinn. Þeir, sem ekki eiga bíl, eiga sennilega ekki fé til að spandera í leigubíla og sitja því bara heima. Lífið í miðbæ Akureyrar yrði vafalít- ið líflegra á fallegum sólskinsdögum, gætu íbúamir notfært sér ódýrar strætóferðir til að komast þangað. xxx ÓTT sá Víkverji er þetta skrif- ar sé ekki mikill sundmaður, er heimsókn í sundlaugina á Þela- mörk alltaf fastur liður í ferðalögum norður yfir heiðar. Sundlaugin er við skólann á Laugalandi, hæfilega lítil, notaleg og barnvæn. Gufubað er á sundlaugarbakkanum, þægi- legir heitir pottar og barnapollur og rennibrautin er hæfileg fyrir börn á öllum aldri. Allt yfirbragð er hið rólegast og bezta svo það er alveg óhætt að mæla með sund- spretti og salíbunu á Þelamörk. XXX ÍKVERJA þykir það alltaf jafn sérkennilegt, þegar ökumenn eru að rembast við framúrakstur við aðstæður, sem alls ekki bjóða upp á slíkt athæfi. Á leiðinni að norðan jókst umferðarþunginn jafnt og þétt eftir því sem nær dró höfuð- borginni og frá Grundarhverfi var röðin orðin nánast óslitin alla leið til Reykjavíkur og nokkur umferð á móti. Þrátt fyrir það voru stöku ökumenn að rembast við framúr- aksturinn og náðu kannski einum og einum bíl í einu, en urðu einnig oft að hætta við. Með svona látum næst ekkert annað en að stefna sjálfum sér og öðrum í óþarfa hættu. Á svona stuttri leið munar aðeins örfáum mínútum á því hvort keyrt er á 90 eða 100. Reyndar gekk umferðin mjög vel í þetta skipti og bílalestin rann áfram á rúmlega leyfilegum hámarkshraða og ættu allir að geta sætt sig við það. Fram- úrakstur við aðstæður af þessu tagi er álíka gáfulegur og þegar öku- menn eru að þenja bílana á milli umferðarljósa með þeim árangri einum að þeir þurfa að bíða lengur eftir grænu en ella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.