Morgunblaðið - 15.11.1996, Page 22

Morgunblaðið - 15.11.1996, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ J- Mörg ríki reiðubúin að senda herlið til hjálparstarfs í Zaire Bíða aðeíns samþykkis SÞ London. Reuter. BÚIST er við, að öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna samþykki á hverri stundu að senda ijölþjóðlegt herlið til aðstoðar flóttafólki í Austur- Zaire. Er nú verið að skipuleggja hvar á svæðinu herflokkamir skuli vera en herliðið verður allt undir stjóm Kanadamanna. Franska stjómin kvaðst í gær vona, að fyrstu sveitimar fæm til Zaire um helgina. Hér á eftir segir frá fram- lagi einstakra ríkja til þessara aðgerða: Kanadamenn segja, að fyrstu sveitirnar verði komnar til Zaire innan tveggja sólarhringa frá því SÞ gefur þeim grænt ljós og verð- ur þar meðal annars um að ræða 350 manna kanadíska neyðar- hjálparsveit. Frakkar, sem hafa beitt sér manna mest fyrir aðstoð- inni, bjóðast til að senda 1.500 menn og þar af 600 innan sólar- hrings frá því samþykkt SÞ liggur fyrir. Bandaríkjamenn varkárir Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hefur með nokkmm semingi fallist á þátttöku bandarískra her- manna í aðgerðunum en talið er, að þær muni standa í nokkra mánuði. Yrði um að ræða 1.000 hermenn, sem gætu þó reitt sig á stuðning nokkurra þúsunda ann- arra hermanna. Bandaríkjastjórn, sem er minnug ófaranna í Sómal- íu, hefur krafist nákvæmrar útlist- unar á hlutverki ijölþjóðaliðsins og hefur auk þess nú þegar sent flokk manna á vettvang til að kanna aðstæður. Belgar, sem áður réðu ríkjum í Zaire, hafa boðist til að þjálfa þarlenda hermenn til friðargæslu en munu ekki taka annan þátt í aðgerðunum. Bretar em reiðubún- ir að leggja sitt af mörkum en John Major forsætisráðherra seg- ir, að áður verði öll skipulagning aðgerðanna að liggja fyrir. I breskum fjölmiðlum er talað um, að allt að 3.000 hermenn verði sendir og Major leggur áherslu á, að allt verði gert til að tryggja öryggi þeirra. Þýskt fé, ekki hermenn Þjóðveijar hafa boðist til að leggja fram fé, ekki hermenn, en Nelson Mandela, forseti Suður-Afr- íku, býðst til að senda nokkum liðs- afla. Spánveijar hyggjast senda 350 til 450 hermenn strax og fleiri síðar og þetta mál átti að ræða á hollenska þinginu í gær. Hollenska vamarmálaráðuneytið tilkynnti í gær, að hafin væri bólusetning á 270 hermönnum. írar segjast munu taka því vel, verði þeir beðnir að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, og er búist við, að þeir sendi á vettvang nokkum hóp verkfræðinga og skipuleggj- enda. Finnar munu ekki senda hermenn en em að skoða með hvaða hætti þeir geta komið að gagni. Reuter SLÖKKVILIÐSMAÐUR í St. Petersburg í Flórída dælir vatni á eld að loknum óeirðum í bænum. Óeirðir blossa upp í St. Petersburg í Flórída Táragasi beitt gegn reiðum blökkumönnum St. Petersburg. Reuter. LÖGREGLAN í St. Petersburg í Flórída beitti í gær táragasi til að dreifa reiðum ungmennum sem hleyptu af byssum og köstuðu gijóti á götum borgarinnar til að mót- mæla þeirri ákvörðun sextán manna kviðdóms að hafna ákæm á hendur hvítum lögreglumanni sem skaut blökkumann til bana í október. Að minnsta kosti fimm menn, þar af tveir lögreglumenn, særðust í átökunum sem blossuðu upp ná- lægt höfuðstöðvum Uhuru-hreyf- ingar blökkumanna sem vilja beita ofbeldi til að stofna aðskilið samfé- lag blökkumanna í Bandaríkjun- um. „Uhum“ merkir „frelsi“ á Swahili og hreyfingin hvatti nýlega til þess að lögreglustjóri St. Peters- burg og borgarstjórinn yrðu „tekn- ir af lífi“ eftir að hafa haldið eigin réttarhöld. „Við höfum fengið hótanir síð- ustu tvær vikur um að verði kvið- dómurinn ekki við kröfu þeirra skuli borgin brenna," sagði lögreglustjór- inn, Darrel Stephens. Borgaryfírvöld sögðu að fátt benti til þess að hægt yrði að semja við Uhuru-hreyfinguna, sem þrífst á óánægju margra blökkumanna vegna meints harðræðis lögregl- unnar og mikils atvinnuleysis. Skaut í skjálfsvörn Óeirðir blossuðu einnig upp þegar lögreglumaðurinn skaut blökku- manninn til bana fyrir þremur vik- Delors gagnrýnir óbilgimi Þióðveria París. Reuter. ^ *^ *^ JACQUES Delors, fyrrverandi for- seti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, hefur alvarlegar efa- semdir um ofuráherzlu Þýzkalands á „stöðugleikasáttmála", sem tryggja á strangan aga í ríkisfjármál- um væntanlegra aðildarríkja Efna- hags- og mynt- bandalags Evrópu (EMU). Á blaða- mannafundi í Paris í gær sagði Delors að ekki mætti ein- angra umræður um EMU við sameiginlega mynt og aga í ríkisfjármálum; slíkt myndi leiða til þess að almenningur sneri baki við framtakinu. „Eins og Jacques Santer [núver- andi forseti framkvæmdastjómar- innar] er ég hlynntur sáttmála um hagvöxt og samstöðu, fremur en [stöðugleikasáttmála],“ sagði Delors á blaðamannafundi, þar sem hann kynnti nýja bók sína um Evrópumál. Forsetinn fyrrverandi sagði að hætta væri á að Þýzkaland reitti samstarfsríki sín til reiði, að minnsta kosti sum hver, með óbilgimi í EMU- málum. „Við verðum að losna út úr þeirri hugmynd að því harðar, sem við tökum á aðildarskilyrðunum, þeim mun betur gangi okkur að róa Þjóðveijana, sem hafa áhyggjur af að þurfa að leggja niður markið. Þetta hlýtur að leiða til átaka," sagði Delors. „Ef einhver er að reyna að þröngva upp á okkur efnahags- og myntbandalagi, þar sem orðið „efna- hags“ er strikað út og „myntbanda- lag“ einangrað við sameiginlega mynt og aga í ríkisfjármálum, þá segi ég nei. Þetta er ekki það, sem við samþykktum með Maastricht- samningnum." Ummæli Delors eru í andstöðu við stefnu stjórnar íhaldsmanna í Frakklandi, sem hefur stutt Þjóð- veija í viðleitni þeirra til að tryggja stöðugleika evrósins. Jean Arthuis fjármálaráðherra sagði í gær að stöðugleikasáttmálinn myndi tryggja að aðildarríki myntbanda- lagsins myndu ekki fylgja rfkisfjár- málastefnu, sem ylli hækkun vaxta eða stefndi stöðugleika evrósins í voða. Opinberar umræður flækja málið Delors sagði að menn hefðu legið yfír ákvæðum Maastricht-sáttmál- ans árið 1992 til að skapa nægilegt svigrúm fyrir pólitíska ákvörðun um það, hvaða ESB-ríki ættu að fá að- ild að EMU. Umræðan nú um stund- ir spillti aðeins fyrir. „Opinberar umræður um það hveijir verði með [í fyrsta hópi aðildarríkja EMU] flækja aðeins málið og auka á efa- semdir í Þýzkalandi og Hollandi," sagði hann og bætti við að stjórn- málaleiðtogar í Evrópu ættu að hafa hægt um sig og leyfa ríkjum á borð við Ítalíu, Spán og Portúgal að tak- ast á við það verkefni að uppfylla inntökuskilyrði EMU. um. Að minnsta kpsti ellefu manns særðust í átökunum og eldur var lagður í hartnær 30 verslanir, skrif- stofur og íbúðarhús áður en lögregl- unni tókst að koma á lögum og reglu á götunum. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að sak- sækja lögreglumanninn þar sem hann hefði skotið í sjálfsvörn eftir að hafa stöðvað bíl blökkumanns- ins, sem ók á ólöglegum hraða. Ökumaðurinn er talinn hafa reynt að aka á lögreglumanninn. Þrátt fyrir niðurstöðu kviðdóms- ins ákváðu lögregluyfirvöld að vikja lögreglumanninum frá í tvo mánuði án launa fyrir að bijóta reglur lög- reglunnar um notkun skotvopna. Þing Spánar Aukin áhrif ÍNATO Madrid. Reuter. SPÆNSKA þingið samþykkti í gær að Spánveijar tækju full- an þátt í hemaðarsamstarfi Atlantshafsbandlagsins, NATO, eftir að hafa átt aðild að bandalaginu frá árinu 1982. José María Aznar forsætis- ráðherra hafði hvatt þingið til að samþykkja ályktun þessa efnis og sagt að viðhorfín i varnarmálum hefðu gjörbreyst á síðustu árum eftir lok kalda stríðsins og breytingar á upp- byggingu NATO. Spánveijar gengu í Atlants- hafsbandalagið á valdatíma Sósíalistaflokks Felipe Gonz- ález árið 1992 en stjórnin frest- aði þátttöku Spánveija í hem- aðarsamstarfinu meðan beðið var þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að NATO. Gengið var til atkvæða 1986 og aðildin samþykkt með 52% atkvæða en González lofaði að Spán- veijar tækju ekki þátt í hem- aðarsamstarfinu. Hann hét því einnig að engin kjamavopn yrðu á Spáni og það skilyrði var sett í þingsályktunina sem samþykkt var í gær með 293 atkvæðum gegn 23. Ályktunin veitir stjóm Azn- ars, sem komst til valda í maí eftir 13 ára valdatíma sósíal- ista, umboð til að semja um skilmála aðildar að hemaðar- samstarfinu. „Spánveijar ótt- ast að þeir heltist úr lestinni innan NATO,“ sagði stjómar- erindreki í Madrid. „Þeir vilja ekki dragast aftur úr Póllandi, Ungveijalandi og Tékklandi." > \ > í l \ I L E I í í I ■ I L t í t r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.