Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Vinnings- Vinningar Hij fslensk Jtt*rgtutlribiíkito 1997 Guðni frá í þrjár vikur GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, varð að fara af velli í hálfleik í Ipswich um helgina og gerir ráð fyrir að vera frá keppni f þijár vikur. „Það var sparkað í mig með þeim af- leiðingum að ég fékk ljótan skurð á kálfa og rifnaði inn í vöðva,“ sagði Guðni við Morgunblaðið. Bolton var 1:0 yfir þegar þetta gerðist en samherjar fyrirliðans héldu fengnum hiut og er Bolton með 13 stiga forskot á toppi 1. deildar. „Staðan er vissu- lega mjög góð en við þurfum nokkur stig til viðbótar til að tryggja okkur úrvalsdeildar- sætið,“ sagði Guðni. „Ég missi af næstu tveimur leikjum en síðan fáum við tveggja vikna hlé og vonandi verð ég orðinn góður að þvi loknu,“ bætti hann við. Þórður frá Bochum? ÞÓRÐUR Guðjónsson var varamað- ur og kom ekki inná hjá Bochum sem vann Werder Bremen 3:0 í þýsku deildinni um helgina. Þórður hefur lítið fengið að spreyta sig síð- an keppni hófst á ný í liðnum mán- uði og telur að sér sé haldið úti í kuldanum vegna þess að hann hafí gefið tii kynna að hann yrði ekki áfram hjá félaginu. „Samningur minn rennur út 1. júlí og ég hef sagt að litlar líkur séu á því að ég verði áfram,“ sagði Þórður við Morgunblaðið. „Mér fínnst skrýtið að ég skuli ekki fá tækifæri en ef til vill er þetta ástæð- an.“ Engu að síður sagði hann of snemmt að hugsa um framhaldið því nægur tími væri til stefnu. Þórður fékk rautt spjald í fyrsta leiknum eftir vetrarfríið og fékk eins leiks bann. Síðan var hann varamaður í næstu fjórum leikjum, lék í 17 mínútur þegar Bochum tapaði fyrir Schalke á dögunum - fyrsta tap Bochum á heimavelli síð- an í desember 1995 - var varamað- ur í sigurleik á móti Karlsruhe fyr- ir viku og gegndi sama hlutverki á sunnudag. „Það er ekkert öruggt í þessu,“ sagði Þórður. „Síðan Topp- muller tók við stjórninni hef ég aðeins tvisvar leikið sem miðherji en verið nánast í öllum öðrum stöð- um, að vísu hvorki miðvörður né markvörður." ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ SUND BLAD Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson ÖRN Arnarson var maður innanhússmótsins í Eyjum, setti tvö íslandsmet og átta piltamet. Hafþór B. Guðmundsson velur landsliðið fyrir Smáþjóðaleikana Vandasamt en ánægjulegt val Það var vissulega vandi var velja þennan hóp þegar litið er á þann árangur sem náðst hefur hér á mótinu. Við í landsliðsnefndinni völdum stóran hóp að þessu sinni enda var vandi að velja. Jafnframt er það gaman að geta valið svo stór- an hóp sem þennan," sagði Hafþór B. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í sundi, eftir landsliðshópurinn sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum, sem varða í byijun júní, hafði verið opin- beraður að loknu Innanhússmeist- aramótinu í Vestmannaeyjum. 21 sundmaður er í landsliðinu, sem er þannig skipað: Arnar Freyr Ólafsson, Þór, Davíð Freyr Þórunnarson, SH, Hjalti Guðmundsson, SH, Logi Jes Kristjánsson, ÍBV, Magnús Konráðs- son, Keflavík, Ómar Snævar Friðriks- son, SH, Richard Kristinsson, Ægi, Ríkarður Ríkarðsson, Ægi, Sigurgeir Hreggviðsson, Ægi, Örn Arnarson, SH, Anna Lára Armannsdóttir, ÍA, Anna Valborg Gunnarsdóttir, Elín Sig- urðardóttir, SH, Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, Halldóra Þorgeirsdóttir, Ægi, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, Lára Hrund Bjargardóttir, Þór, Ragn- heiður Möller, UMFN, Sigurlín Garð- arsdóttir, Selfossi, Sunna Dís Ingi- bjargardóttir, Keflavík, Klara Sveins- dóttir, SH. Aðstoðarþjálfarar Hafþórs eru Eðvarð Þór Eðvarðsson, Keflavík og Sigurlín Þorbergsdóttir þjálfari á Selfossi. „Arnar Freyr og Logi Jes koma til landsins til þess að taka þátt í þessu verkefni en þeir eru báðir við nám í Bandaríkjunum. Nýverið feng- um við upplýsingar um Arnar Frey og af þeim að dæma er hann að ná frábærum árangri í 200 m fjórsundi og 200 m skriðsundi." Hafþór sagði að hann hlakkaði til að taka þátt í leikunum með þennan hóp. „Hann á eftir að eflast talsvert fram að Smáþjóðaleikunum." INNANHÚSSMEISTARAMÓTIÐ í SUNDI í EYJUM / B2,B4,B5,B11 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 15.03.1997 ; Vinningar Fjöldi Vinnings- §f| *J 5af5 1 2.029.980 V 2.4a'5 f 542.290 I 3.48,5 50 9.470 ú; 4.3af 5 1.561 700 j Samtals: 1.614 4.680.760 EINFALDUR 1. VINNINGUR Á LAUGARDAGINN IffKli j VINNINGSTOLUR MIÐVIKUDAGINN 12.03. 1997 AÐALTOLUR BÓNUSTÖLUR @ @ @ 54.613.000 3. 5al6 4. 4a16 55.900 1.760 1.215 1.575 56.699.650 HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: 56.699.650 352 210 Samtals: A ISLANDI: 2.086.650 74 000 •Míðino m«’v> 1. vínmnt)i iauijm - Víl* köVLliUi í SötiliikiihMUmi ÁSúum ú Eyivuliíikku <»n mi^.unb moð Lu>nuHvltmmounum » l'oss nvsti á SnHoiísi uy SKuHuuvi* Skngnbrout .x Akríinesi. A mntQuu. midv*kuvint>> v&iður auktmutröiuninn i Vikmyauutomu ondvu tokinu- hata tottusn»trUiu tvötitUlnu MUHuitmka & vínniniU. fyist ó um tUi 4S mki. 09 hvo um S? mkt. f tuiu>í>U?»kmuu í\ Hðs <2 nenntn föstuduu vuhAu iiuh> st.ntsmunu oy \ Roykínvrk SIMAR: UPPLÝSINGAR í SÍMA: 568-1511 GRÆNT NÚMER: 800-6511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.