Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Skammarkrókurinn í 1. deild karla í handknattleik Brottrekstrar leikmanna liðanna Lið Fjöldi Mínútur Meðaltal, ; Selfoss 95 190 Stjarnan 88 176 Haukar 85 170 UMFA 84 168 HK 80 160 ÍKA 79 158 Fram 79 158 |íBV 76 152 ÍFH 74 148 fvalur 70 140 ;j Grótta 68 136 JR 64 128 1. deildarkeppninni Brottvísanir ■ PÉTUR Guðmundsson, fijáls- íþróttamaður úr Armanni, keppti á móti utanhúss í Alabama í Banda- ríkjunum um helgina. Hann varpaði kúlunni 19,18 metra og sigraði. Hann keppti einnig í kringlukasti og varð annar með 51,58 metra. ■ ENSKI knattspyrnumaðurinn Paul Gascoigne var í gær dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi á Ítalíu fyrir að slá ljósmynd- ara þegar hann lék með Lazio í Róm árið 1994. Gascoigne leikur nú með Rangers í Skotlandi. ■ SAVO Milosevic, júgóslavneski knattspyrnumaðurinn hjá Aston Villa, hefur verið orðaður við Na- pólí á Ítalíu. Skv. frétt í einu ensku blaðanna um helgina ætlar Villa að selja hann þangað fyrir 4 milljónir punda og kaupa Stan Collymore frá Liverpool í staðinn. ■ ZVONIMIR Boban staðfesti um helgina að Manchester United hafi áhuga á honum en segist vilja vera áfram hjá AC Milan á Ítalíu. Hann er með samning við Mílanóliðið til tveggja ára í viðbót. Boban, sem er 28 ára og fyrirliði knattspymulandsl- iðs Króatíu, segist aldrei hafa verið í beinu samband við fulltrúa Man. Utd. en vita að félagið hafí verið á eftir honum í nokkra mánuði. ■ THOMAS Hassler tilkynnti um helgina að hann ætiaði að vera áfram hjá Karlsruher næstu þijú árin. Þýski landsliðsmaðurinn, sem er þrít- ugur hefur verið orðaður við Bayer Leverkusen og sitt gamla félag, 1. FC Köln, síðustu mánuði. ■ ÁÐUR en leikur Aftureldingar og FH í úrslitakeppni íslandsmóts- ins í handknattleik hófst í fyrradag fékk Lárus Sigvaldason afhentan bikar fyrir að hafa leikið 400 leiki með Aftureldingu. Hann hefur verið með liðinu nánast óslitið síðan 1982. ■ EINAR Gunnar Sigvrðsson hjá Aftureldingu fékk högg á læri um miðjan seinni hálfleik í fyrmefndum Ieik og gat ekki beitt sér eftir það en hann skoraði ekki úr fímm tilraun- um í fyrri hálfleik. ■ PATRICK Vieira, franski knatt- spyrnumaðurinn hjá Arsenal, lét ósæmilega í leiknum gegn Sout- hampton um helgina. Eftir að hann var bókaður fyrir brot á Matthew Le Tissier þótti orðbragð hans ekki til fyrirmyndar og nokkrir nálægra áhorfenda kvörtuðu við lögreglu. Ekki er ljóst hvort þetta dregur dilk á eftir sér.B SIGURÐUR Sveins- son varð fyrir FH-ingnum Guðjóni Árnasyni um miðjan fyrri hálfleik og meiddist á lærvöðva. ■ SEBASTÍAN Alexandersson, varamarkvörður Aftureldingar, missteig sig í upphitun og kom ekki inná í leiknum. ■ BJARKI Gunnlaugsson fékk að líta rauða spjaldið á 70. mínútu er Mannheim sigraði Meppen 1:0 í þýsku 2. deildinni í knattspyrnu um helgina. ■ MATTLe Tissier, sem allan sinn feril hefur verið hjá Southampton, kvaðst um helgina verða að velta því fyrir sér að skipta um félag ef það fellur í 1. deild. ■ DARIUSZ Wosz, sem hefur verið meiddur, var óvænt í byijunarliði Bochum um helgina en gert hafði verið ráð fyrir að Þórður Guðjóns- son hæfi leikinn á móti Werder Bremen. Unglingalandsliðsmaður- inn Gueluenoglu sló í gegn og gerði annað mark Bochum sem vann, 3:2. SUND Innanhússmeistaramótið í sundi sem fram fór i Vest- mannaeyjum um helgina tókst vel, ekki einvörðungu fram- kvæmd þess heldur ekki síður var árangurinn óvenjugóður. íslands- metin voru átta sem er tveimur fleira en í fyrra. Það eitt og sér gerir mótið ekki svo frábrugðið öðrum meistaramótum síðustu ára. Það sem gerði mótið svo glæsilegt var góður árangur yngri sund- manna sem settu sterkan svip á flestar greinar og stóðu þeim sem eldri eru fyllilega á sporði. Nokkrir fóru með sigur af hólmi og saumuðu hressilega að ís- landsmetum sem staðið hafa lengi. Eins og einum varð að orði: „Þegar metin hans Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar eru farin að falla þá hlýtur sundíþróttin að vera að rétta úr kútnum.“ Ald- ursflokkametin hjá keppendum 17 ára og yngri voru á þriðja tuginn er upp var staðið og ungl- ingalandsliðshópurinn sem til- kynntur varí mótslok hefur aldr- ei verið Qölmennari. Það gerist þrátt fyrir að lágmarkstímar sem settir voru fyrir inngöngu þetta árið hafí ekki í annan tíma verið strangari. Alls telur hópurinn tuttugu ungmenni en í fyrra voru það átta unglingar sem náðu tilskildum árangri. Ekki er því að undra að for- svarsmenn sundíþróttarinnar beri höfuðið hátt. Eftir nokkurra ára lægð sjá þeir fram á bjart- ari tíma og verði rétt á spilunum haldið má vænta þess að íslensk- ir sundmenn verði samkeppnis- færir á eriendum vettvangi á ný. En til þess þarf að spila rétt úr spilunum sem eru á hendinni og það er jafnljóst og að starf und- anfarinna ára hefur kostað erfíði að næstu skref verða enn erfið- ari - að skapa þessum efnilegu sundmönnum grundvöli til að ná lengra, hærra og verða sterkari. Veldur jú hver á heldur. Tii þess þurfa jafnt félögin sem sérsambandið að móta stefnu um hvemig skuli tekið á máiefnum framtiðarinnar á sama tíma og huga verður að næstu kynslóð þanníg að ekki myndist tómarúm. Það félag sem að öðrum ólöst- uðum hefur unnið hvað markviss- ast síðustu ár er Sundfélag Hafn- arfjarðar. Í upphafí þessa áratug- ar var félagið komið að fótum fram en í stað þess að gefast upp var blásið til sóknar og á örfáum árum var félagið orðið það sterk- asta hér á landi. Sundmenn fé- iagsins settu flest met og unnu til flestra gull- og silfurverðlauna á meistaramótinu. Þar settust menn niður á sínum tíma, mótuðu stefnu og fylgdu henni undir ör- uggri stjóm og markvissri þjálf- un. í fyrra urðu þjálfaraskipti hjá félaginu, en áður nýr þjálfari var ráðinn hafði verið mótuð ný stefna til næstu ára þar sem tek- ið var tillit tii ailra féiagsmanna, jafnt byijenda sem landsliðs- manna. Ólium eru skýr markmið- in og enginn iætur góðan árang- ur dagsins í dag verða til þess að morgundagurinn gleymist. Á þennan hátt þarf hreyfíngin í heild að vinna, þá springa rósirn- ar út jafnt og þétt allan ársins hring. ívar Benediktsson Eftir nokkurra ára lægð sjá þeir loks fram á bjartari tíma Átti sundmaðurinn ungi ÖRN ARNARSON von á að bæta 10 ára gamalt íslandsmet? Það kom mér mestáóvart ÖRN Arnarson sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar sló heldur betur f gegn á Innanhússmeistaramótinu í sundi í Vest- mannaeyjum. Hann varð áttfaldur íslandsmeistari bæði í karla- og unglingaflokki auk þess að hafna í öðru sæti í einni grein í hvorum flokki. Hann fékk verðlaun fyrir öll sund sem hann tók þátt í. Auk þess setti hann átta piltamet og tvö íslandsmet - var í sveit SH sem sló metið í 4x100 m fjórsundi og bætti tíu ára gamalt met Ragnars Guðmundssonar Í400 m skrið- sundi. Þetta var fyrsta íslandsmetið sem hann setur í einstakl- ingsgrein. Örn er á 16. ári, fæddur 31. ágúst 1981, og lýkur í vor prófi frá Víðistaðaskóla og verður af þeim sökum að sleppa þátttöku á heimsmeistaramótinu siðari hluta apríl, en sam- ræmdu prófin eru einmitt á sama tíma og prófin. Það er rík hefð fyrir sundiðkun í fjölskyldu Arnar og bara þess vegna skal engan undra að hann valdi sundið umfram aðrar Eftir ivar Benediktsson ■róttir. Afí hans 'lafur Guðmunds- son var emn fremsti sundmaður sinnar kyn- slóðar og sama máli gegnir um afasysturina, Hrafnhildi. Börn hennar hafa verið í fremstu röð sundmanna hér á landi. Faðir Arnar, Örn Ólafsson, blandaði sér einnig í keppni þeirra bestu á sinni tíð, en móðirin Kristín Jensdóttir hefur hins vegar aldrei verið keppnismanneskja í sundi. Örn hefur undanfarin ár verið að feta sig áfram í hóp fremstu sund- manna landsins og um helgina tók hann allan vafa af, hafi hann ver- ið til staðar, Örn er kominn í fremstu röð. En kom það honum á óvart að siá íslands- og piltamet Ragnars Guðmundssonar í 400 m skriðsundi og bæta 14 ára gamalt piltamet Eðvarðs Þór Eðvarðsson- ar í 200 m baksundi? „Það má segja: bæði og. Metið í fjögur hundruð metra skriðsundi kom mér mest á óvart. Ég átti ekki von á að ná því núna. í flest- um hinna greinanna hafði ég sett Morgunblaðið/Sigfús Gunnar ÖRN Arnarson úr SH með bikarlnn sem hann fékk fyrir að vera stigahæsti sundmaður Innanhússmeistaramótsins. mér það takmark að bæta mig.“ / Ijósi sögunnar - varstu hvatt- ur til að æfa sund? „Ég fékk að ráða því sjálfur og reyndi mig í nokkrum greinum en á endanum var það sundið sem heillaði. Ég hef meira og minna verið í sundlaug síðan ég fæddist." Hvetjar eru þínar aðalgreinar? „Ég á auðvelt með að synda allar tegundir sunds, en samt sem áður eru það baksund og fjórsund sem eru í hvað mestu uppáhaldi hjá mér nú um stundir." Er ekki líkamsbygging þín hentug fyrir baksund? „Það er rétt. Ég er langur og mjór og þannig líkamsbygging hentar mjög vel fyrir baksund." Hvenærfórst þú að æfa á mark- vissan hátt? „Ég byijaði að æfa af mikilli alvöru þegar Klaus Jiirgen byijaði að þjálfa hjá SH árið 1991, en annars hef ég æft meira og minna síðan ég var sex ára gamall eða í tíu ár.“ Hvað æfir þú oft í viku hverri? „Ég æfi allt að níu til tíu sinnum í viku, tvo tíma í senn. Ég æfi engar lyftingar en tek aukalega ýmsar magaæfingar og eitt og annað styrkjandi." Nú hefur þú tekið miklum fram- förum, hvert markmið hefur þú sett þér? „Það er að vera á meðal kepp- enda á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu árið 2000 og komast í A-úrslit, að minnsta kosti í B- úrslit. Én ég er nú það ungur að ég gæti keppt á einum til tvennum leikum eftir það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.