Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 B 5 INNANHÚSSMEISTARAMÓTIÐ í SUNDI þá kemur í ljós hvort það nægir til framfara.“ Á myndunum að ofan má sjá Kolbrúnu á fleygiferð í 200 m baksundinu á sunnudaginn en þar var hún önnur um leið og hún setti telpnamet og síðan með silfurverðlaunin fyrir sundið. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Rosalega gaman KOLBRÚN YR Kristjánsdóttir sundstúlka frá Akranesi minnti hressilega á sig á mótinu um helgina og setti sjö telpnamet og tvö stúlknamet, en stúlkna- flokkur er næsti aldursflokkur fyrir ofan. Tíunda metið hjá henni kom er hún setti, ásamt stöllum sinum, stúlknamet í 4x200 m skriðsundi. Kolbrún er á 14. ári en hefur eigi að síður skipað sér í fremstu röð hér á landi í kvennaflokki og komið Akranesi inn á sundkortið á ný, en sikt hið sama gerði frænka hennar, Ragnheiður Runólfs- dóttir, fyrir hálfum öðrum ára- tug eða svo. „Þetta hefur verið einstaklega skemmtileg helgi,“ sagði Kol- brún í samtali við Morgunblaðið. „Þessi árangur um helgina hefur komið mér inn í A-landsliðið og það er ég að sjálfsögðu mjög ánægð með. Árangurinn hefur verið góður og ég hef bætt mig mikið." Aðspurð hvort frekari framfarir væru væntanlegar sagði hún. „Ég geri bara mitt besta í hvert sinn sem ég keppi, HJALTI Guðmundsson sem er til vinstri er hér ásamt félaga sínum hjá SH, Þorvarðl Sveins- syni, að loknu 200 m bringusundi. Arnari Frey Ólafssyni og Ævari Emi Jónssyni. Þess má til gamans geta að þetta var síðasta metið sem Eðvarð Þór setti áður en keppnis- skýlan hans fór upp á hiliu. Stór- sveit SH var að þessu sinni skipuð Emi Amarsyni, Hjalta Guðmunds- syni, Ómari Snævari Friðrikssyni og Davíð Frey Þórunnarsyni. „Við vomm nálægt metinu í bikarkeppn- inni í haust og vissum að það yrði ekki langt að bíða eftir að við næð- um því, aðstæður þyrftu bara að vera réttar og þær vom það svo sannarlega að þessu sinni," sagði Öm, einn liðsmanna, glaðbeittur. Eftir glæsilega frammistöðu tvo fyrstu dagana buðu sundmenn ekki upp á neitt slor á lokadegi mótsins og strax í fyrstu grein féll enn eitt íslandsmetið og vafalítið var það sund hápunktur mótsins. Öm og Sigurgeir háðu hörkueinvigi í 400 m skriðsundi karla þar sem vart mátti greina hvor var á undan þess- ar tæpu ijórar mínútur sem sundið stóð yfir. Eitthvað hiaut að gefa sig og ekki vom það sundmennimir heldur rótgróin met. Öm kom fyrst- ur í mark á 3.58,29 pg setti sitt fyrsta íslandsmet í full- orðinsflokki upp á eigin spýtur og bætti 10 ára gam- alt met Ragnars Guðmundssonar, Ægi, um hálfa sekúndu. Um leið féll 13 ára gamalt piltamet Eðvarðs Þórs, en það var 4.00,40 mín. Sig- urgeir synti á sín- um besta tíma til þessa, 3.59,29 mín. Þar með hafa íjórir íslenskir sundmenn synt þessa grein á undir fjórum mínútum. „Ég vissi að þetta sund yrði hníf- jafnt og metið félli, spumingin var bara sú hvor yrði á und- an og það varð Öm, en báðir syntu þeir frá- bærlega eins og tíminn gefur til kynna,“ sagði Laine sund- þjálfari Ægis. Hjalti tvíbætti Lára Hmnd og Sunna Dís Ingi- bjargardóttir, Keflavík, háðu einnig einvígi í sömu grein kvenna og hafði Lára betur, en ekkert met féll. En áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fleiri metum því í næstu grein lét Hjalti til skarar skríða í 200 m bringusundi og bætti eigið met í greininni sem hann hafði sett um morguninn. Þá hafði hann synt feikivel og komið í mark á 2.17,76 sem var 28/100 úr sekúndu betra en gamla met hans. En í úrslitunum fékk hann góða keppni frá Magn- úsi Konráðssyni og þá var ekki að sök- um að spyija. Met- ið féll aftur og nú kom Hjalti fyrstur í mark á 2.16,82 mínútum. Þriðja íslandsmet hans á mótinu var stað- reynd. „Ég fann það í morgun að ég átti meira inni svo ég bætti í seglin og gerði betur svo ég er nú mjög sáttur við árangurinn. Þetta getur ekki orðið betra í bili en ég reikna með að geta gert enn betur þegar líður fram á vorið," sagði Hjalti og mátti vera stoltur með árangurinn. „Ég fann fyrir þreytu eftir laugardaginn en í dag var ég mikið betri." Annar sundmaður var ekki síður ánægður er hann kom í mark í sinni grein, en það var Halldóra Þorgeirs- dóttir, Ægi, eftir öruggan sigur í 200 m bringusundi kvenna. Hún kom í mark á 2.39,89 mín., sem er reyndar ekki íslandsmet en mikil- vægur áfangi hjá þessari ungu sundkonu. „Eg bætti mig um tvær sekundur og er þriðja konan hér á landi sem kemst undir 2,40 mínútur í greininni. Aðeins Ragga Run (Ragnheiður Runólfsdóttir) og Bima (Bjömsdóttir) eiga betri tíma. Ég er því mjög ánægð, ekki bara með árangurinn í þessu sundi held- ur einnig helgina í heild." Öm haféi ekki sagt sitt síðasta orð, áður en yfír lauk hafði harni bætt tveimur piltametum til viðbót- ar í safnið. í 100 m baksundi sigr- aði hann á 57,53 sekúndum og bætti piltametið um 6/100 úr sek- úndu. Þá synti hann sinn 100 m sprett í 4x100 m skriðsundi á 53,27 sek., en gamla metið var 53,50 sek. Kolbrún bætti safnið Hin 13 ára gamla Kolbrún frá Akranesi sló hedur ekki slöku við á síðasta degi og setti tvö telpna- met og það með skömmu millibili. Fyrst hafnaði hún í 2. sæti í 100 m baksundi á 1.06,43 mín., sem er nýtt telpnamet. Fyrra metið var 1.07,73 mín. Loks var komin röðin að henni í 100 m skriðsundi þar sem hún kom fyrst í mark á 58,59 sek. en gamla metið var 59,38. í þessu sundi sigraði hún m.a. Elínu Sigurð- ardóttur, SH. Elín varð önnur á 59,50 og Lára Hrund þriðja á 59,66. Áttunda og síðasta íslandsmetið sem sett var á mótinu kom met- hafanum á óvart. Það var er Eydís bætti eigið íslandsmet í 100 m skriðsundi um 23 hundraðshluta úr sekúndu, synti á 1.03,77. Metið kom Eydísi á óvart, sem fyrr sagði, enda hafði hún sagt að ekki væri stefnt á íslandsmet að þessu sinni. „Ég vissi að ég væri sterk og ætl- aði að reyna að fara undir 1,05 mínútur, en þetta var góð uppbót á helgina," sagði Eydís. „Það var gott að bæta eigið met en það stóð á sléttri 1,04 mínútum og það hefur verið erfíður múr að komast yfir, en metið er gott og gerir mér gott upp á framhaldið að gera,“ bætti hún við. „Þetta mót hefur í heild verið frábært og það hefur verið gaman að fylgjast með hversu margir ung- ir sundmenn eru að koma upp. Þá á ég ekki eingöngu við þá sem sigra og setja met heldur einnig alla hina sem hafa bætt sig verulega í hverri greininni á fastur annarri.“ Metnaður og skipulag! ÞRÁTT fyrir ungan aldur hefur Eydís Konráðsdóttir úr Keflavík verið í fremstu röð sundkvenna hér á landi i nokkur ár. Það hefur þýtt að hún hefur þurft að leggja mikla alúð og rækt við æfíng- ar. Ekki hvað síst sl. vetur erhún bjó sig undir þátttöku á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Atlanta i fyrra- sumar. Nú í vetur hefur Ey- dís æft af krafti fyrir heims- meistaramótið í sundi sem fram fer i næsta mánuði í Gautaborg. Þetta hefur ekki komið niður á námi hennar við Fjölbrautaskólann á Suð- umesjum þvi hún hyggst Ijúka þaðan stúdentsprófí á náttúruf ræðibraut ári fyrr en hefðbundið er því hún verður 19 ára á þessu ári. Er hún var spurð hvernig þetta væri hægt sagði hún stutt og laggott; „Með metn- aði og sldpulagi." Geri aðrir betur þvi auk þessa er hún í tónlistarnámi. ■ HÓPUR keppenda gisti í hús- næði Verkakvennafélagsins Snót- ar sem ekki væri í frásögur fær- andi nema sökum þess að í næsta húsi er skemmtistaður og bæði á föstudags-. og laugardagskvöldið var dansleikur á skemmtistaðnum þar sem rokkhljómsveit lék fyrir dansi með tilheurandi gauragangi. Fyrir vikið varð sundfólkinu ekki svefnsamt fyrr en langt var liðið á nóttina. ■ KAKLASVEIT SH setti glæsi- legt íslandsmet í 4x100 m flór- sundi á laugardaginn, 3.54,67 mín- útur og bætti fyrra metið um rúma hálfa sekúndu. Árangurinn er enn betri þegar á það er litið að tveir af fjórum liðsmönnum sveitarinnar eru enn í piltaflokki, þeir Örn Arnarson og Ómar Snævar Frið- riksson. Öm og Ómar era þar á ofan bræðrasynir. ■ ERNI ARNARSYNI tókst á mótinu að verða fyrstur íslenskra sundmanna til að ná lágmarki fyrir Evrópumeistaramót fullorð- inna sem fram fer í Sevilla á Spáni í ágúst. Lágmarkinu náði hann í 200 m baksundi er hann kom fyrstur í mark á 2.01,13 mínútum um leið og hann setti glæsilegt piltamet. ■ PETTERI Laine sem þjálfað hefur hjá Sundfélaginu Ægi sl. 5 ár hætti sem þjálfari félagsins í mótslok en hann hefur verið ráðinn einn af þjálfurum finnska lands- liðsins 5 sundi. ■ EKKI hefur verið ráðinn þjálf- ari hjá Ægi í stað Laine en félag- ið hefur verið í sambandi við þýsk- an mann sem nú er einn þjálfara hjá úrvalsliði Berlínarborgar. Er Þjóðverjinn væntanlegur til fundar við forráðamenn félagsins í næsta mánuði og kemur þá í ljós hvort af ráðningu verður. ■ ANNA Lára Ármannsdóttir sundkona frá Akranesi var í móts- lok valin efnilegasta sundkona mótsins. Friðfínnur Kristinsson, Selfossi varð fyrri valinu hjá piltunum. ■ ÖRN Amarson sundmaður úr SH fékk flest stig karla 891 stig fyrir að synda 200 m baksund á 2.01,13 mínútum. ■ EYDIS Konráðsdóttir frá Keflavík fékk flest stig kvenna 839 talsins fyrir að synda 100 m bak- sund á 1.03,77 mínútum semjafn- framt er nýtt íslandsmet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.