Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ■ CHRIS Waddle var í gær seldur frá 1. deildarliði Bradford City til Sunderland, sem hann hélt með í æsku, fyrir 75.000 pund. Þessi 36 ára fyrrum landsliðsmaður Eng- lands hóf ferilinn hjá Newcastle fyrir nærri 17 árum og lýkur honum j því einnig í norður austur Englandi. 1 ■ WADDLE brást hinn versti við þegar Bradford meinaði honum að fara tii Nottingham Forest í síð- ustu viku; sagðist hafa verið lofað að ef lið í úrvalsdeildinni falaðist eftir honum mætti hann fara. ■ SÍÐASTI leikur Sunderland i úrvalsdeildinni í vor verður gegn Everton 4.maí. Neville Southall, markvörður Everton, hlakkar varla mikið til; Waddle skoraði nefnilega hjá honum af 40 metra færi í bikar- leik 25. janúar og er það mark tal- ið koma til greina sem mark vetrar- ins í Englandi. ■ LEE Harper markvörður var í aðalliði Arsenal í fyrsta sinn um helgina. Hann er 25 ára og var keyptur fyrir 150.000 pund frá Sitt- • ingbourne fyrir tveimur árum. David Seaman og John Lukic eru báðir meiddir. og því stóð ■ ÞRÍR fastamenn í Iiði Arsenal voru í banni um helg- ina; Ian Wright, Steve Bould og Lee Dixon. Þá er Paul Merson meiddur. ■ PATJL Sbaw, sem skoraði ann- að mark Arsenal í Southampton, var í fyrsta sinn í byijunarliðinu. ■ TOMMY Johnson er líklega á leiðinni frá Aston Villa til síns gamla félags, Derby County, fyrir 2 milljónir punda. Framheijinn er 26 ára. ■ JOHNSON var seldur frá Derby til Villa fyrir 2,9 millj. punda fyrir tveimur árum. Félögin hafa samið um söluna nú, en Johnson hefur ekki enn komist að samkomulagi við Derby um launakjör. ■ BRIAN Borrows hjá Coventry var rekinn af velli á 71. mín. gegn Newcastle. ■ VINNY Jones, sem er 32 ára, á í deilum við Wimbledon. Hann vill gera samning við félagið til þriggja ára en það er ekki tilbúið í það. Jones er samningsbundinn út tíma- bilið og getur þá farið hvert sem hann vill. ■ BARRY Home, fyrirliði Birm- ingham, missti sætið í liðinu þegar það mætti Manchester Chy í sl. viku og er að hugsa sér til hreyfíngs. ■ NOTTINGHAM Forest seldi miðheijann Jason Lee til Brad- ford. ■ FOREST keypti tvo framheija í síðustu viku. Fyrst hollenska mið- heijann Pierre Van Hooydonk frá Celtic og síðan Ian Moore frá Tranmere. Sá síðamefndi er mið- heiji ungmennaliðs Englands. ■ AUSTURRÍSKI markvörðurinn Alexander Manninger frá Casino Graz æfði með Arsenal í gær til reynslu. Líklega kemur í ljós hvort -r hann gengur til liðs við Lundúnalið- ið. ■ MANNINGER er aðeins 19 ára , og talið er að austurríska félagið vilji fá rúmlega 70 miljónir króna fyrir piltinn. Hann kom inn í aðall- ið Casino í október - vegna meiðsla aðalmarkvarðarins - fyrir Evrópu- leik gegn Inter Milan, og lék stór- kostlega. ■ LAURENT Viaud, miðvallar- leikmaður frá Mónakó, fór í gær til Englands þar sem hann æfir með Everton næstu daga. Það kemur í ljós í vikunni hvort þessi 27 ára ieikmaður gengur til liðs við enska félagið. ■ ROBERT Pires, útheiji hjá franska félaginu Metz, hefur verið í sigtinu hjá Newcastle og París St Germain, en í gær var tiikynnt að þessi 23 ára bráðefnilegi leik- 1 maður verði hjá Metz þar til eftir . HM 1998. ________KNATTSPYRNA___________ Manchester United með þriggja stiga forystu á Liverpool og Arsenal „Eins gott að United sýndi ekki allar sparihlidamar11 Reuter NORÐMAÐURINN Ole Gunnar Solskjær, sem hefur lelklð vel með Man. Utd., er hér kominn framhjð Des Walker, varnar- lelkmannl Sheff. Wed. MANCHESTER United hefur þriggja stiga forystu eftir leiki helgarinnar í ensku úrvals- deildinni. Liðið sigraði Sheffi- eld Wednesday, 2:0, á heima- velli á sama tíma og Liverpool gerði aðeins jafntefli á úti- velli gegn Nottingham Forest, 1:1. Arsenal komst upp að hlið Liverpool eftir 2:0 sigur í Southampton og Newcastle - sem er í fjórða sætinu - burstaði Coventry, 4:0. Kól- umbíumaðurinn Faustino Asprilla fór á kostum í þeim leik. Sheffíeld Wednesday hafði að- eins tapað einum af síðustu 20 leikjum í deildinni áður en liðið kom í heimsókn á Old Trafford og heimamenn í Man. Utd. þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum. Andy Cole skoraði á 19. mín. en haltraði fljótlega af velli, tognaður í læri, og Tékkinn Karel Poborsky - sem kom inn á fyrir Cole - það síðara, eftir klukkustundar leik, eftir glæsilega sókn þar sem Ryan Giggs, Eric Cantona og Ole Gunn- ar Solskjaer, splundruðu vöm gest- anna. Giggs átti stórleik gegn Wed- nesday og Cantona var einnig frá- bær; þeir félagar stjómuðu gangi mála og Giggs átti þátt í báðum mörkunum. „Það er stórhættulegt að gefa mönnum eins og Cantona og Giggs tíma og rúm til að at- hafna sig. Það er eins gott að United menn sýndu ekki allar sparihliðamar. Tvö mörk dugðu þeim en þeir hefðu auðveldlega getað gert helmingi fleiri mörk,“ sagði David Hirst, leikmaður Wed- nesday. Hirst fékk sjálfur tvö góð færi snemma leiks en nýtti hvor- ugt. Áður hafði United þegar verið tvisvar nálægt því að skora og síð- an sótti heimaliðið linnulítið. Robbie Fowler kom Liverpool á bragðið eftir aðeins þijár mínútur gegn Nottingham Forest á City Ground, Liverpool var betri aðilinn fyrir hlé en náði ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir ágæt færi. Forest jafnaði svo eftir hálftíma eftir mistök Davids James mar- kvarðar. Eftir fyrirgjöf kýldi hann knöttinn út, beint til Ians Woans sem var rétt utan vítateigs og Woan þramaði í netið. Glæsilega að verki staðið hjá honum. Forest var óheppið að skora ekki meira og ekki hefði verið ós- anngjamt þó liðið hefði sigrað í leiknum. Jason McAteer bjargaði einu sinni glæsilega á marklínu Liverpool og Dave Bassett, stjórn- andi Forest, var ánægður. „Við voram betri í seinni hálfleik," sagði hann. „Örlögin era í okkar höndum og hef trú á að við komum okkur úr vandræðum." Roy Evans, stjóri Liverpool, kvaðst reyndar á því að hans menn hefðu átt að vera bún- ir að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Jamie Redknapp, leikmað- ur Liverpool, var á sama máli og sagði: „Við höfðum tögl og hagldir og hentum frá okkur tveimur stig- um. Ég get ekki útskýrt hvers vegna því við þörfnuðumst sigurs og þriggja stiga,“ sagði Redknapp. Arsenal tók forystu í Southamp- ton eftir hroðaleg mistök Marks Taylors markvarðar. Hann missti knöttinn fyrir fætur Steves Hug- hes, sem þakkaði kærlega fyrir sig; potaði í markið af stuttu færi. Paul Shaw gulltryggði svo sigurinn seint í leiknum. Asprilla frábær Newcastle á erfíðan leik fyrir höndum í kvöld í Mónakó - síðari viðureignina við liðið frá fursta- dæminu í átta liða úrslitum UEFA- keppninnar. Newcastle tapaði fyrri leiknum heima, 0:1, en hitaði upp um helgina með stórsigri á Cov- entry. Kólumbíumaðurinn Faust- ino Asprilla, sem var í banni í fyrri leiknum gegn Mónakó, fór á kost- um um helgina - lék við hvern sinn fíngur og lagði m.a. upp tvö markanna. Steve Watson og Ro- bert Lee skoraðu fyrir hlé, báðir eftir sendingu frá Asprilla og Peter Beardsley bætti þriðja markinu við úr víti, sem dæmt var eftir að Asprilla var felldur í teignum. Robbie Elliot gerði ijórða markið seint í leiknum. Clayton Blackmore, Brasilíu- maðurinn frábæri Juninho og Dan- inn Mikkel Beck skoraðu fyrir Middiesbrough í fyrri hálfleik og staðan í hléinu var 3:0 gegn Leic- ester. Ian Marshall minnkaði mun- inn fyrir heimaliðið í seinni hálfleik en það breytti litlu. Þessi lið mæt- ast á ný 6. apríl í úrslitaleik deildar- bikarkeppninnar á Wembley. „Ég skil ekki hvere vegna við erum í neðsta sæti. Við leikum mjög vel,“ sagði Juninho, sem var frábær í fyrri hálfleik. Sýndi þá allar bestu hliðar sínar. Kevin Gallacher gerði þrennu fyrir Blackbum í 3:1 sigrinum á Wimbledon og hefur þar með gert fímm í tveimur leikjum. Dave Watson gerði mark Everton gegn Derby (1:0) og liðið sigraði í aðeins annað skipti í 13 leikjum. Totten- ham sigraði Leeds 1:0 með marki Darren Anderton en Aston Villa og West Ham gerðu markalaust jafntefli. Slaven Bilic og Julian Dicks voru frábærir í vöminni hjá Lundúnaliðinu og markvörðurinn Ludo Miklosko lék einnig mjög vel. Chelsea í ham Leikmenn Chelsea léku af snilld þegar Sunderland kom í heimsókn á sunnudaginn og gjörsigraðu 6:2. Mark Hughes skoraði tvívegis, ítalimir Gianfranco Zola og Ro- berto di Matteo gerðu sitt markið hvor og einnig Frank Sinclair og Rúmeninn Dan Petrescu. Chelsea komst í sjöunda sætið með sigrinum og á enn möguleika á sæti í Evrópukeppninni. Staðan var 3:0 í hálfleik en Paul Stewart og Alex Rae minnkuðu muninn í eitt mark en Chelsea gerði svo þijú mörk á síðustu 12 minútunum. Italinn Gianluca Vialli, sem kom inn á sem varamaður undir lokin, lagði upp tvö mörk á skömmum tíma - fyrir Hughes og Di Matteo. ■ ðrallt / B«« ■ Sta#M / BIO Faustino Asprilla engum líkur KENNY Dalglish taldi sig hafa séð allt sem knatt- spyrnan hefur upp á að bjóða, en komst að því - er hann tók við liði New- castle fyrr í vetur - að svo var ekki; eftir að hann kynntist Kólumbíumannin- um Faustino AspriUa fram- herja hjá félaginu. „Hann er engum líkur sem ég hef áður starfað með - ég hef reyndar aldr- ei séð nokkurn eins og hann fyrr,“ sagði Dalglish um Asprilla, framherja New- castle, eftir sigurinn á Co- ventry um helgina þar sem Asprilla lék eins og hann best getur. Asprilla var borinn af velli gegn Coventry efir slæmt brot Dions Dublins, en brosti út að eyrum er hann veifaði áhangendum Newcastle á ieiðinni út af og sagði á eftín „Ég sneri mig á ökklanum en ég von- ast tíl að spila á þriðjudag- inn. Já, ég spila.“ Newcastle mætir Mónakó i kvöld í síð- ari viðureign átta liða úr- slita UEFA-keppninnar í furstadæminu. Asprilla var í leikbanni er Newcastle tapaði heima, 0:1. Fékk rautt spjald í upphitun- inni MARK van Bommel skráði nafn sitt á áður óþekktan hátt í knattspymusögu Hol- lands þegar hann sendi línu- verði tóninn i kjölfar vita- spymudóms og uppskar rautt spjald. Miðjumaður- inn var að hita sig upp en spjaldið gerði það að verk- um að hann fékk ekki að fara inná þjá Fortuna Sitt- ard sem tapaði 1:0 fyrir PSV Eindhoven og gerði Wim Jonk markið úr fyrr- nefndri vítaspyrau. Eindhoven er i efsta sæti með 58 stíg eftír 25 leiki en Feyenoord, sem vann RKC Waalwyk 5:0 - stærstí heimasigur liðsins á tíma- bðiau - er þremnr stigum á eftir. Tweate vann Vo- lend— 4:0 og eriþriðýa sæti með 52 s%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.