Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 B 3 KÖRFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristinn Ben. TORREY John, sem lék vel með Njarðvíkingum, sækir hér að körfu Grindvíkinga. með 16 stiga mun, Bjöm 93:77 fyrir Keflvík- Blöndal ingum í Keflavík. sknfarfrá Leikurinn var oft Keflavik . ... , , skemmtuegur a að horfa og leikmenn beggja liða sýndu skemmtilega takta. Þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum um íslandsmeistaratitilinn en það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum kemst í úrslit. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem vesturbæjarliðið hafði oftast betur snerist dæmið við í þeim síðari. Á meðan Keflvíkingar voru með rétt stilltar kanónur gekk hvorki né rak hjá KR-ingum sem aðeins settu 11 stig á 11 mínútum gegn 26 stigum heimamanna sem með þessum leikkafla gerðu út um leikinn. í háifleik var staðan 46:46. Keflvíkingar áttu þó lengi vel erfitt uppdráttar og það voru KR- ingar sem höfðu frumkvæðið lengi vel. Bandaríkjamaðurinn, Roney Eford, í liði þeirra var þá mjög góður. Hann lenti fljótlega í villu- vandræðum og varð að fara af leik- velli með 5 villur um miðjan síðari hálfleik þegar hann fékk sína fimmtu villu. Hálfklaufalegt það. Slök byijun KR-inga í upphafi síð- ari hálfleiks skipti sköpum að þessu sinni og eins höfðu þeir ekki sömu breidd og Keflvíkingar sem stöðugt skiptu óþreyttum mönnum inná. „Þetta er aðeins áfangi en góður sigur. Það kom berlega í ljós að við höfðum yfir meiri breidd að ráða þegar leið á leikinn og nú er bara að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigurð- ur Ingimundarson þjálfari Keflvík- inga. Keflvíkingar hittu illa í fyrri hálf- leik en fundu rétta taktinn í þeim síðari, Damon Johnson, Guðjón Skúlason, Kristinn Friðriksson og Falur Harðarson voru þeirra at- kvæðamestir. Albert Oskarsson, vamarmaðurinn sterki, fékk það erfiða hlutverk að gæta Roney Eford og fékk þar verðugan and- stæðing. Albert stóð sig vel eins og ungu leikmennimir sem em stöð- ugt að sækja í sig veðrið. Hjá KR- ingum vom þeir Eford, Jonathan Bow, Ingvar Ormarsson, Hinrik Gunnarsson og Hermann Hauksson bestir. Grindvíkingar lögðu Njarðvíkinga Sálfræði- legur sigur Auðvelt hjá Keflvíkingum gegn KR „ÞAÐ er ákveðinn hluti af þessu búinn en núna er aðeins leikhlé. Ég er ánægður með að vera yfir en við þurfum að vera tilbúnir á þriðjudaginn [í kvöld]. Það er þó sálfræðilegt að sigra í leik sem þessum þar sem sig- urinn gat lent hvorum megin sem var,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvík- inga eftir sigur þeirra á ná- grönnum sínum úr Njarðvík, 86:84. Leikurinn var spennandi en ekki laus við mistök sem sjást oft þegar mikið er í húfi. Helgi Jónas Guðfinnsson var í miklum ham í byijun leiksins, gerði 11 fyrstu stig Grindvíkinga og heimamenn komust í 15:4 eftir aðeins 4 mínútur. Frímann Njarðvíkingar, sem Ólafsson era þekktir fyrir skrífarfrá annað en að gefast upp, tóku leikhlé og komu grimmir til baka, minnkuðu muninn og gott betur því þeir kom- ust yfir á 13. mínútu, 26:25. Heima- menn tóku þá góðan sprett og náðu forystu á ný og leiddu með 7 stigum í hálfleik. Þá hafði Helgi setið á bekknum nokkurn tíma og Herman Myers sat síðustu 2 mínútumar á bekknum til að safha kröftum fyrir seinni hálfleikinn. Njarðvíkingar byijuðu með mikl- um látum í seinni hálfleik og náðu muninum niður. Grindvíkingar virt- ust ekki alveg tilbúnir og hittnin var afleit þrátt fyrir góð færi sem þeir hefðu hitt úr á eðlilegum degi. Þegar 5 mínútur vora eftir af leikn- um komust Grindvíkingar þó í 80:70 og eftirleikurinn virtist auðveldur hjá þeim. Njarðvíkingar vora þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og jöfnuðu leikinn þegar rúm mín- úta var eftir. Myers fékk þá tvö vítaskot og hitti úr báðum. Torrey John fékk möguleika til að jafna með tveimur vítaskotum en bæði fóru forgörðum, Myers fór aftur á vítalínuna og náði fjögurra stiga forskoti fyrir heimamenn sem Jó- hannes Kristbjömsson minnkaði úr tveimur vítaskotum. Helgi Jónas skoraði eitt stig úr víti, Jóhannes svaraði með tveimur vítaskotum og það var síðan Marel Guðlaugsson sem skoraði síðasta stig heima- manna úr vítaskoti. Torrey John reyndi síðan skot utan þriggja stiga línunnar í blálokin en hitti ekki og sigurinn var Grindvíkinga. Það er þó til marks um spennu leikmanna að síðustu 10 stigin í leiknum komu af vítalínunni. Grindvíkingar mega vel við una að ná sigri í þessum leik. Hittnin hjá þeim var afleit, sérstaklega í fyrri hálfleik, og þá kom kafli und- ir lok leiksins sem hefði getað kost- að sigurinn í leiknum. Helgi Jónas Guðfinnsson lék mjög vel, bæði í vöm og sókn, og Myers sannaði mikilvægi sitt fyrir Grindavík í leiknum. Þá átti Jón Kr. Gíslason ágætan leik og hafði þá yfirvegun sem þarf. Aðrir í liðinu náðu sér ekki almennilega á strik. „Við gerð- um hlutina óþarflega erfiða fyrir okkur. Við voram ekki að spila okkar besta vamarleik og mér finnst við eiga mikið inni. Þeir spil- uðu hörkuvöm á okkur og við þurft- um virkilega að hafa fyrir hlutun- um. Það kom svo sem ekki á óvart því þeir vilja fylgja góðum sigri á Haukunum eftir. Sigurinn á þó að gefa strákunum gott púst og við ætlum að fylgja þessu eftir í næsta leik liðanna," sagði Friðrik, þjálfari Grindvíkinga. Hjá Njarðvíkingum átti Torrey John góðan leik en Sverrir Þór Sverrisson sýndi að hann er í mik- illi framför um þessar mundir. Hann mætti þó að ósekju keyra meira inn í vöm andstæðinganna því það gekk vel hjá honum. Kristinn og Friðrik vora traustir að vanda. „Leikurinn var illa spilaður hjá okkur, frá a-ö, ólíkt því sem við voram að spila í leiknum á undan. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu því við eigum mikið inni. Við áttum möguleika í leiknum en nýttum hann ekki. Það var galii hjá okkur að treysta of mikið á Torrey í stað þess að við höfum verið að vinna leikina okkar sem lið. Það vinnur þetta aldrei einn maður. Vamarleik- urinn var ágætur hjá okkur en sókn- in gekk ekki upp. Við ætlum að beija okkur saman fyrir næsta leik og tökum þá í honum," sagði Frið- rik Ragnarsson, fyrirliði Njarðvík- inga. KR-ingar gerðu aðeins 11 stig á 11 mínútum í Keflavík Leikur okkar í upphafí síðari hálfleiks var algjört bull auk þess sem við hittum afar illa og það gengur ekki gegn Keflvíkingum, sagði Hrannar Hólm þjálfari KR- inga eftir að lið hans hafði tapað Bikar- hefðin Stúdínum íblóð borin LIÐ Stúdína fagnaði bikar- meistaratitiinum í blaki á Sei- tjarnarnesi á laugardaginn eftir að hafa skellt aðaland- stæðingum sfnum í vetur, liði Þróttar í Neskaupstað, f fjór- um hrinum, 3-1. Stúdínur hömpuðu bikarnum annað árið f röð en félagið var jafn- framt að vinna níunda bikartit- ilinn frá upphafi. Lið Þróttar var annað árið f röð f úrslitum. Stúdínur hófu leikinn af krafti og það liðu einungis 14 mínút- ur þar til að fyrstu hrinunni lauk með afgerandi hætti, 15:3 fyrir Reykjavíkurliðið. Nokkuð óvænt, en lið Þróttar átti í mesta basli og fann greinilega ekki taktinn. Stúdínur röðuðu inn stigunum með gríðar- lega öflugum uppgjöfum. I annarri hrinunni var hið sama upp á teningnum, Stúdínur léku við hvem sinn fingur á meðan móttak- an hjá Þrótti skilaði framspilinu illa í hendumar á uppspilaranum, Mig- lenu Apostalovu. Sóknir liðsins vora eftir þvi, fálmkenndar og skellimir langt frá því hnitmiðaðir. Hrinan endaði 15:10 fyrir Stúdínur sem vora þá með öll trompin í höndum sér. í þriðju hrinunni náðu Þróttar- stúlkur sínum besta kafla en hrinan varð einnig hin besta skemmtun. Boðið var upp á líflegar nauðvamir í góifínu og frábær tilþrif þar sem boltinn gekk meðal annars meira en mínútu á milli liðanna. Eftir að jafnt hafði verið 10:10 vann Þróttur 15:11. Norðfjarðarliðið gaf veralega eft- ir í fjórðu hrinu. Hún endaði 15:4 og leikurinn stóð yfír í 73. mínút- ur, sem þykir ekki mikið. Stúdínur léku flestar hveijar nokkuð vel en að öllum ólöstuðum var Dagbjört Víglundsdóttir öflug- ust með sína ofurskelli. „Éjg var að vinna bikarinn í þriðja skipti sem þjálfari ÍS en þau §ögur ár sem að ég hef þjálfað liðið hefur það verið í úrslitum. Þetta var þó í fyrsta skiptið sem ég var þess fullviss að við myndum vinna ör- ugglega. Við eram meðbesta lið landsins í dag og ég myndi treysta mér til að velja allar stúlkumar í byijunarlið ef um landslið væri að raeða og ég væri landsliðsþjálfar- inn,“ sagði Búlgarinn Zdravko Demirev, þjálfari IS. Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1997 Fyrsti leikur liðanna i undanúrslitum, leikinn í Grindavik16. mars 1997 GRINDAVÍK NJARÐVÍK 86 Skoruð stig 84 21/31 Vitahittni 16/20 9/22 3ja stiga skot 6/19 17/44 2ja stiga skot 25/42 27 Vamarfrákðst 27 16 Sóknartráköst 5 12 Boitanáð 14 16 Bolta tapað 22 16 Stoðsendingar 16 20 Villur 26 Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1997 Fyrsti leikur liðanha i undanúrslitum, leikinn i Keflavik lS. mars 1997 KEFLAVÍK KR 93 Skoruð stig 77 13/17 Vítahittni 17/29 8/31 3ja stiga skot 4/17 26/44 2ja stiga skot 24/40 27 Vamarfráköst 21 8 , Sóknarfrákóst 10 14 1 Bolta nðð 9 9 Bolta tapað 21 18 Stoðsendíngar 8 26 Viilur 21 Skellur hjá Keflavík skrífar frá Grindavík Einhver óvæntustu úrslit í körfu- knattleik urðu í Grindavík í gærkvöldi og í Keflavík á laugar- ■■■■■■ daginn, þegar Frímann Grindavíkurstúlkur Ólafsson gerðu sér lítið fyrir og slógu margfalda íslands- og bikar- meistara Keflvíkinga úr keppni um íslandsmeistartitilinn með því að sigra þær, 61:55, og er sennilega ár og dagur síðan þær hafa verið komnar í sumarfrí áður en mars- mánuður er úti. Sigurinn kom í kjöl- farið á mjög óvæntum sigri Grind- víkinga í Keflavík, 57:43. Fyrir þessa leiki hafði Keflavíkurliðið ekki tapað leik í vetur. Leikurinn var botnlaus barátta frá upphafi til enda, spennan mikil. Keflavíkurstúlkur virtust koma vel stemmdar til leiks, ætluðu sér að hefna ófaranna í Keflavík. Grinda- víkurstúlkur tóku vel á móti og vamarleikurinn hjá þeim var frá- bær. Þessi mótspyma sló Keflvík- inga út af laginu og þær náðu aldr- ei að stilla saman strengi sína. „Þetta var frábært í kvöld og við höfum ekki leikið svona vel sem lið í allan vetur en núna kom þetta hjá okkur. Við spiluðum frábæra vöm og spiluðum sem lið og það er alveg frábært að sigra lið Keflvíkinga í tveimur leikjum, sérstaklega því þær hafa aðeins tapað fyrir okkur í vetur. Það skiptir ekki máli á móti hveijum við lendum því ef við spilum eins og við gerðum í kvöld föram við alla leið,“ sagði Penny Peppas, fyrirliði Grindvíkinga, sem átti mjög góðan leik eins og reynd- ar allt liðið. Hún þakkaði áhorfend- um stuðninginn og fyrir að hafa trú á liðinu. „Við áttum ekkert skilið eins og við lékum í kvöld því við spiluðum ekki saman sem lið. Við vorum þó skárri en í leiknum á laugardaginn en það dugði ekki til. Við voram búnar að vinna þær létt í leikjunum í vetur en þær komu okkur í bobba í báðum leikjunum og við náðum ekki að stilla strengi okkar saman í kvöld. Ég man nú ekki eftir að hafa farið svona snemma í sum- arfrí og það verðu skrýtið að þurfa að horfa á úrslitakeppnina," sagði Anna María Sveinsdóttir, fyrirliði Keflvíkinga, eftir leikinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.