Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 12
A\*'H 4 Yfirburðir Guðmund- arogEvu FÁTT kom á óvart á íslandsmótinu í borðtennis sem fram fór um helgina. Guðmundur Stephensen úr Víkingi ber enn höfuð cg herðar yfir aðra borðtennismenn á íslandi, þó fjórtán ára sé, og sigraði í meistaraflokki og tvíliðaleik þriðja árið í röð. í meist- araflokki og tvíliðaleik kvenna sigraði Eva Jósteinsdóttir, einnig úr Víkingi, en það var aðeins ítvenndarleik að þeim tókst ekki að fullkomna þrennuna því Sigurður Jónsson og Lilja Rós Jóhann- esdóttir, einnig úr Víkingi, gerðu sér Iftið fyrir og unnu. Keppni hófst á föstudeginum með tvenndarleik. Átta pör voru skráð til leiks, þar á meðal meistararnir Guð- mundur og Eva úr Víkingi, sem töld- ust frekar sigur- strangleg. En Sig- urður Jónsson, sem sigraði í 1. flokki karla degi síðar, og Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi áttu skínandi dag og hrepptu gullið úr höndum meistar- anna, sigruðu í tveimur lotum en Stefán Stefánsson skrifar töpuðu einni; 21-19, 15-21 og 21-15. Úrslit öðrum flokkum voru á sunnudeginum. Hólmgeir Flosa- son úr Stjörnunni byijaði á að vinna 2. flokk karla og Margrét Ösp Stefánsdóttir úr HSÞ 1. flokk kvenna en það voru einu tveir flokkarnir, sem Víkingum tókst ekki að hampa sigri í. I tvíliðaleik karla létu Markús Árnason og Hilmar Konráðsson úr Víkingi fé- laga sína Ingólf Ingólfsson og Guðmund hafa fyrir sigrinum en GUÐMUNDUR Stephensen áttl ekki í vandræðum með að sigra I melstaraflokkl og tvíllðalelk karla þrlðja árið I röð. Klára tíunda bekk áður en ég hugsa um framhaldið GUÐMUNDUR Stephensen, borðtenniskappi úr Víkingi, sýndi enn og sannaði hversu öflugur keppnismaður hann er. Pilturinn er aðeins fjórtán ára en hefur sigrað í meistaraflokki og tvíliðaleik undanfarin fjögur ár þó að hann hafi „aðeins“ náð öðru sætinu í tvenndarleik í ár. í mörg ár hefur verið skegg- rætt um framtíð hans, hvort ekki skuli senda hann út í heim til að staðna ekki heima fyrir en það hefur oft orðið hlut- skipti þeirra efnilegu. Guð- mundur hefur hins vegar til að bera mikla tækni og er klókur spilari, sem nær að greina veik- leika mótherja sinna, hvort sem um er að ræða á móti á íslandi eða í landsleik og virðist hafa haldið sínu striki í gegnum árin. Spurður hvað framtíðin bæri í skauti sér sagði hann aðeins: „Ég ætla að klára tíunda bekk- inn fyrst, fyrr verður ekkert ákveðið." Kjartan Briem úr KR, sem lék til úrslita við Guðmund í meistaraflokki, segir að Guð- mundur eigi að fara utan sem fyrst. „Hann er mjög taktískur og les leikinn mjög vel en þó að hann sé bestur hér á landi er langt í frá að hann sé toppn- um í Evrópu. Það er mikilvægt fyrir hann að fara utan til að halda í við jafnaldra sína í heim- inum.“ Morgunblaðið/Ásdís EVA Jóstelnsdóttlr úr Víklngl endurheimti íslandsmelstarat- Itll sinn í einllöaleik kvenna. Ekkert annað en sigur kom til greina hjá Evu EVA Jósteinsdóttir úr Víkingi náði að endurheimta íslandsmeist- aratitil sinn af Lilju Rós Jóhannesdóttur i meistaraflokki en varð að sleppa honum í tvenndarleiknum í staðinn. Það var greinilegt í úrslitaleiknum að annað en sigur kæmi ekki til greina. „Ég var sár eftir tapið í fyrra og ætlaði mér svo sannarlega sigur núna. Það gekk að visu betur en ég bjóst við - fyrir utan aðra lotuna þegar ég varð of kærulaus en tap þar dugði til að reka mig af stað á ný og vinna tvær næstu,“ sagði Eva, sem er 19 ára og hefur æft í 7 ár. Hún er að ljúka stúdentsprófum og veit ekki hvað gerist á næsta íslandsmóti. „Ég veit ekki hvort ég fer í skóia erlendis og spila þá með svo að ég get ómögulega sagt hvað framtíðin ber í skauti sér.“ urðu að játa sig sigraða eftir þijár lotur; 22-20, 23-25 og 21-10. Spennan var ekki eins mikil í tví- liðaleik kvenna þar sem Eva og Lilja Rós unnu örugglega og sem fyrr segir sigraði Sigurður Jónsson í 1. flokk karla. í meistaraflokki reyndi Lilja Rós að veija titil sinn en mátti sín ekki mikils gegn Evu stöllu sinni úr Víkingi, sem ætlaði sér að end- urheimta hann eftir tap í úrslita- leik í fyrra og sigraði nú 21-17 í fyrstu lotu, steinlá í annarri 9-21 en sigraði næstu tvær 21-12 og 21-16. Hápunktur mótsins, úrslitaleik- ur meistaraflokks karla, var síð- astur á dagskrá en þar áttust við Kjartan Briem úr KR, sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni og Guð- mundur úr Víkingi. Kjartan byij- aði vel og hafði yfirhöndina þar til staðan var 18-18, þá sneri Guðmundur vörn í sókn, vann þijú næstu stig og lotuna og fór frem- ur létt með tvær næstu lotur. „Ég var alveg frosin í fyrstu lotunni en tókst að vinna úr því,“ sagði Guðmundur eftir sigurinn. meistarar HEIMSBIKARKEPPNINNI í alpagreinum skíðaíþrótta lauk í Vail í Colorado um helgina. Luc Alphand varð heimsbikar- meistari í karlaf lokki og um leið fyrstur Frakka til þess síðan Jean-Claude Killy vann fyrir 29 árum. Pernilla Wiberg varð fyrst Norðurlandabúa til að sigra í kvennaflokki. Alphand endaði tímabilið með 70 stigum meira en Norðmað- urinn Kjetil Andre Ámodt, sem þurfti að ná fyrsta eða öðru sæti í sviginu á sunnudaginn til að kom- ast upp fyrir Frakkann. Það tókst hins vegar ekki og hann endaði í sjöunda sæti og þá gat Frakkinn loks fagnað. „Ég var í mikilli geðshræringu meðan ég beið eftir úrslitunum," sagði Alphand sem fylgdist með keppninni við markið ásamt vinum sínum. „Þetta er eins og að vera laus úr álögum. Síðustu tVær vik- urnar hafa verið mjög erfiðar fyrir mig því ég hef verið undir miklu álagi. Þetta er stór dagur í lífi mínu. Áður en keppnistímabilið hófst hefði ég ekki einu sinni getað látið mig dreyma um að vinna heimsbik- arinn og bæði brun- og risasvigstit- ilinn. Þetta er stórkostlegt," sagði Alphand. „Það hefði þurft kraftaverk til að ég næði öðru sætinu eftir að hafa verið með 16. besta tímann í fyrri umferðinni," sagði Ámodt. „Alphand vann sex mót á tímabilinu en ég aðeins eitt og því á hann þetta fyllilega skilið. Ég óska hon- um til hamingju." Finn Christian Jagge frá Noregi sigraði í sviginu um helgina. Hann náði langbesta tímanum í fyrri umferð og gat leyft sér að renna sér af öryggi í síðari umferðinni og var 0,12 sekúndum á undan Austur- ríkismanninum Thomasi Stangass- inger. Alberto Tomba varð þriðji. „Sigurvegari dagsins er Luc Alp- hand,“ sagði Jagge eftir svigið á sunnudaginn. „Þetta var lokamótið og við komum hingað til að krýna heimsbikarmeistarann." Wiberg deildi fyrsta sætinu með Magoni Pernilla Wiberg frá Svíþjóð end- aði keppnistímabilið með sigri í svigi á sunnudag. Hún deildi fyrsta sæt- inu reyndar með Laru Magoni frá Italíu sem kom í mark á sama tíma. Wiberg, sem fyrir rúmri viku hafði tryggt sér heimsbikartitilinn, var í fimmta sæti eftir fyrri umferðina en átti frábæra síðari umferð. Urslit / B11 KNATTSPYRNA / PILTALANDSLIÐIÐ Á förum til Ítalíu PILTALANDSLIÐIÐ, skipað leikmönnum undir 18 ára, tekur þátt í alþjóða móti á Ítalíu í næstu viku en það á titil að veija. 12 lið leika í fjórum riðlum og er ísland í b-riðli með Belgíu og Bandaríkjunum auk þess sem leikið verður við Rúmeníu í a-riðli. Guðni Kjartansson hefur valið 18 leikmenn til fararinnar og eru eftirtaldir í hópnum: Árni Ingi Pjetursson, Freyr Karlsson, Haukur Hauksson og Stefán Logi Magnús- son f Fram, Arnar Jón Sigurgeirsson, Edilon Hreinsson og Egill Skúli Þórólfsson frá KR, Bjarni Guðjónsson, Guðjón Skúli Jónsson og Reynir Leósson frá ÍA, Kefl- víkingarnir Haukur Ingi Guðnason og Kristján Jóhannesson, Gylfi Einarsson, Fylki, Arnar Hrafn Jóhannsson, Val, Sæmundur Friðjónsson, Stjörnunni, Björn Jakobsson, ÍBV, Óðinn Árnason, Þór Akureyri, og Stefán Gíslason, Arsenal. MWUK BORÐTENNIS / ISLANDSMOTIÐ SKIÐI Alphand og Wiberg heimsbikar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.