Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ■ GUÐJÓNHjörleifsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, setti Innanhússmeistaramót íslands stundvíslega klukkan fímm á föstudaginn. Um leið og hann hafði lokið máli sínu rak hver sveitin á fætur annarri upp striðsöskur til að efla andann áður en haldið var til keppni í lauginni. ■ HAFÞÓR Guðmundsson, ný- ráðinn landsliðsþjálfari í sundi, fylgdist að sjálfsögðu grannt með mótinu í Eyjum um helgina og tók m.a. mjólkursýrupróf af mörgum fremstu sundmönnum mótsins í þeim tilgangi að sjá í hvemig æf- ingu þeir eru um þessar mundir. ■ HAFÞÓR sagði það vera nauð- synlegt fyrir sig að fylgjast með því framundan væru ýmis verkefni fyrir bæði yngri og eldri landsliðs- menn. Þeir yngri keppa á opna Lúxemborgarmótinu í byrjun apríl og þeir eldri á heimsmeistaramót- inu í Gautaborg sem fram fer er líða tekur á sama mánuð. ■ ÖRN Arnarson getur ekki keppt á heimsmeistaramótinu í Gautaborg því á sama tíma standa yfir samræmd próf í grunnskólum landsins og Örn er einn þeirra sem þau þarf að þreyta. ■ ÞULURINN á mótinu var dug- legur að greina frá metaslætti sundmannana og var það vel því ekki eru allir áhorfendur með öll sundmet landsins á takteinunum. Einu sinni skaut hann þó yfír markið og það var er Elín Sigurð- ardóttir, sundkona úr SH, kom fyrst í mark í 50 skriðsundinu á föstudag. ■ ÞÁ tilkynnti þulurinn hátt og snjallt að nýtt Islandsmet hefði verið sett af Elínu og hún fagnaði eðlilega. En því miður fyrir Elínu hafði þulurinn farið línuvillt og lit- ið á metið í greininni í 50 laug en ekki 25 m laug en verulegur mun- ur er þar á. ■ HVORT sem það var af þess- ari ástæðu eður ei þá var annar þulur á mótinu á laugardaginn og sunnudaginn. ■ FRIÐFINNUR Krístinsson, sundmaður frá Selfossi, setti pilta- met í 50 m skriðsundi á föstudag- inn, 24,79 sekúndur og bætti fyrra metið um 15/100 úr sekúndu. Metið stóð hins vegar ekki lengi því innan við fimm mínútum síðar bætti Örn Arnarson, SH, metið í síðari riðli sundsins, synti á 24,21 sekúndu. ■ ÖLL tölvuvinnsla á úrslitum mótsins gekk hratt og vel fyrir sig en hún var í öruggum höndum tveggja 15 ára gamalla Vestmann- eyinga, þeirra Jóns Helga Erl- ingssonar og Ólafs Jóhanns Borgþórssonar. Þeir sáu einnig um að koma úrslitum mótsins inn á alnetið jafnóðum og þau lágu fyrir. ■ HJALTI Guðmundsson ís- landsmethafi í bringusundi fékk flest stig fyrir tvær greinar í karla- flokki, 1.736 talsins, fyrir 100 og 200 m baksund en hann setti ís- Iandsmet í báðum greinum. ■ EYDÍS fékk flest stig fyrir tvær greinar í kvennaflokki, 1.641. Þau fékk hún fyrir árangur sinn í fyrrgreindu baksundi og í 200 m fjórsund. ■ ELÍN Sigurðardóttir og Hjalti Guðmundsson, sundfólk úr SH, fara utan á fimmtudaginn og keppa á alþjóðlega sundmóti í Cardiff í Wales um næstu helgi. Þar keppa þau í 50 m laug og ætlar Hjaiti að reyna við íslands- metin í 100 og 200 m bringusundi í þess háttar laug, hvorugt þeirra er í hans eigu. Hann á bara metin í þessum greinum í 25 m laug. Elín er vís til þess að reyna við sitt eigið met í 50 m skriðsundi en það er 26,79 sekúndur. IÍMNAIMHÚSSMEISTARAMÓTIÐ í SUNPI_ Þarsemsett var á fulla ferð PETTA mót hefur verið mjög skemmtilegt og mörg met ver- ið sett, ekki bara í fullorðinsflokkum heldur einnig í yngri aldursflokkun- um og þar hafa Kolbrún Kristjáns- dóttir og Örn Arnarson verið sér- staklega afkastamikil. Mér fmnst breiddin einnig vera meiri sem sést best á þem stóra hópi sem hefur unnið sér sæti í uglingalandsliðinu,“ sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson, sund- þjálfari Keflavíkur og einn allra fremsti sundmaður sem þjóðin hef- ur alið, í mótslok á sunnudagskvöld- ið. „Það sama má segja um landslið- ið, þar eigum við orðið tvo góða sundmenn í öllum greinum. Þetta segir meira en mörg orð um þann uppgang sem við erum að verða vitni að í sundíþróttinni hér á landi. Undir þessi orð tekur Petteri Laine þjálfari hjá Ægi sem nú stýrði sínum hópi í síðasta skipti á meist- aramóti. „Þetta er besta meistara- mót sem ég hef tekið þátt í síðan ég kom til landsins árið 1992. í öllum greinum var mikil barátta og miklar framfarir. Hvert sekúndu- brot skipti meira máli en nokkru sinni fyrr. Hópur góðra sundmanna er að aukast og ég kveð sundíþrótt- ina hér á landi með söknuði en er jafnframt glaður yfir þeim framför- um sem hún er að taka og á enn eftir að fara mikið fram á næstu árum haldi menn áfram jafn öflugu uppbyggingarstarfi og hefur verið með markvissri þjálfun.“ Sjá og sigra Það var ljóst strax er keppni hófst á föstudaginn að til Eyja voru sundmenn komnir í þeim tilgangi að leggja sg fullkomlega fram. Heróp fylkinganna lýstu grimmd og baráttunni sem framundan var í 32 greinum, ákveðni, ákveðni, við erum komin til að sjá og sigra. Ekki þurfti að bíða lengi þar til fyrsta íslandsmetið féll. Ríkarður Ríkarðsson, Ægi, stakk sér til sunds í 50 m skriðsundi og bætti eigið íslandsmet um fjóra hundr- aðshluta, kom í mark á 23,47 sek- úndum. I kjölfarið fylgdu Friðfínnur Kristinsson, Selfossi, Órn Arnarson, SH, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, og stúlknasveit Skagamanna og settu aldursflokkamet. Aður en menn tóku á sig náðir voru úrslit ljós í átta greinum og eitt íslands- met og átta aldursflokkamet höfðu verið bætt. Með bros á vör mættu sveinar og meyjar ti leiks á laugardaginn og strax í undanrásum um morgun- inn byijuðu aldursflokkametin að fjúka. Órn synti 400 m fjórsund á 4.37,40 mín. og Kolbrún 200 m baksund á 2.23,80 mín. Hjalti virt- ist líklegur til að höggva nærri eig- in meti í 100 m bringusundi í undan- rásum en sparaði kraftana þar til í úrslitum síðar um daginn. Ríkarð- ur virtist einnig í metahugleiðingum í 100 m flugsundinu og var aðeins 6/100 frá eigin meti í undanrásum. Strax í fyrstu grein úrslitanna bætti Örn piltamet sitt frá því um morguninn er hann kom fyrstur í mark á 4.37.07 mín. „Þetta kom á óvart því ég ætlaði bara að taka því rólega og spara kraftana fyrir 200 m baksundið síðar í dag,“ sagði Örn og var yfirvegunin uppmáluð. Hann kom sjö sekúndum á undan Marteini Friðrikssyni, Ármanni, í mark. I sömu grein í kvennaflokki kom Lára Hrund Bjargardóttir, Þór, Þorlákshöfn, fyrst í mark og setti stúlknamet, 5.06,86, og bætti fyrra met sem var í eigu Hugrúnar Átta íslandsmet og á þriðja tug aldursflokkameta voru slegin í sundveislu ársins sem stóð yfir í Sundlauginni í Vestmannaeyjum um nýliðna helgi. Forráðamenn sundíþróttarinnar eru skýjum ofar vegna þessa mikla uppgangs eftir lægð undanfar- — inna ára. Ivar Benediktsson var við sundlaugar- bakkann í Vestmannaeyjum um helgina og fylgd- ist grannt með hverri hreyfingu sundfólksins. Ólafsdóttur, um rétt- ar tvær sekúndur. „Ég hafði lengi stefnt að þessu meti og loks tókst það,“ sagði Lára er hún kom í mark. Spenna í bringusundi Morgunblaðið/Sigfús Gunnar EYDÍS KonráAsdóttir fagnar hér óvœntu íslandsmeti í 100 m baksundi. Næstu greinar, 100 m bringusund karla, var beðið með eftirvæntingu því þar áttu menn von á Islandsmeti, enda ljóst að þar mættust stálin stinn. íslands- methafinn Hjalti Guðmundsson, SH, og Magnús Konráðs- son, Keflavík, fremstu bringu- sundsmenn landsins undanfarin ár. Það hefði mátt heyra saumnál detta er kappamir köstuðu sér til sunds. Hjalti tók strax forystuna og synti ákveðið til sigurs en Magnús var aldrei langt á eftir. Og Hjalti náði takmarki sínu, kom fyrstur í mark á nýju íslands- meti, 1.03,33 mín., en gamla metið var 1.03,52 mín. Magnús varð ann- ar á 1.04,49 mín. „Það small allt saman hjá mér og sundið var gott svo ég get ekki annað en verið sátt- ur,“ sagði methafinn. Magnús, sem lengi hefur staðið á efsta palli sagði að lokinni þessari grein: „Auðvitað er sárt að vera númer tvö þegar ég er öðra vanur, en ég er sáttur því ég er í læknanámi og hef því æft minna en áður. Árangurinn var betri en ég bjóst við,“ sagði hann. Halldóra Þorgeirsdóttir sigraði af öryggi í 100 m bringusundi kvenna. Enginn átti roð í Norður- landameistara unglinga er hún komst á skrið. Tími hennar var 1.13,94 mín., sem er hennar besti tími í greininni til þessa. „Auðvitað er ég ánægð, annað er ekki hægt eftir að hafa bætt árangur sinn og vinna þar á ofan,“ sagði þessi efni- lega sundkona, sem er 16 ára. Hársbreidd vantaði upp á að stúlknametið félli, sem er 1.13,14. Einn var sá sundmaður sem hafði setið fjarri skarkala mótsins og ein- beitt sér sem aldrei fyrr, staðráðinn í að gera betur en nokkra sinni fyrr í 100 m flugsundi. Það var Ríkarð- ur Ægismaður. Nú var komin röðin að honum og sem fyrr var gefín góð þögn áður en byssa dómara gaf merki og kapparnir ijórir í úr- slitum stungu sér til sunds. Ljóst var strax að Ríkarður var í ham og efir 25 m var tími hans 25,67 sekúndur. Hann sló ekki slöku við og kom fyrstur í mark á 55,88, sautján hundraðshlutum betri tíma en gamla metið frá því í nóvember sl. „Mér leið vel í morgun og fór nærri metinu og var því ákveðinn í að setja allt á fullt nú og það tókst, þetta var mjög fínt,“ sagði Ríkarður eftir að hann hafði kastað mæð- inni. Annað íslandsmetið í höfn hjá honum. „Hún er dugleg" Sunddrottningin Eydís Konráðs- dóttir sigraði örugglega í 100 m flugsundi kvenna og Elín Sigurðar- dóttir, SH, varð önnur og litla syst- ir Eydísar, Hanna Björg, kom í kjöl- far systur sinnar og tryggði sér bronsverðlaun. „Ég stefni ekki á nein met heldur bara sigra í þeim greinum sem ég keppi í,“ sagði Eydís og brosti sínu breiðasta er í mark var komið. En hvað með litlu systur, er hún farin að ógna stóra systur? „Hún er dugleg,“ var það eina sem Eydís sagði. Örn bætti enn einu piltametinu við er hann sigraði örugglega í 200 m baksundi karla og var tæplega 15 sekúndum á undan silfurhafan- um, Tómasi Sturlaugssyni, Ægi. Kolbrún sló heldur ekki slöku við í úrslitum sömu greinar kvenna og bætti telpnamet sitt frá morgninum um rúmar fjórar sekúndur er hún kom fyrst í mark á 2.19,32 og hafði þá fært metið í flokknum niður um rúmar átta sekúndur á nokkram klukkutímum. Gamla metið setti hún í janúar er hún bætti gamalt met Eydísar sem þótti frábær tími á sinni tíð. Jafnasta sund mótsins var þreytt þegar synt var til úrslita í 200 m skriðsundi kvenna, þar sem m.a. mættust Eydís og Lára Hrund. Eydis var eilítið á undan allan tím- ann en á síðustu 15 m bætti Lára kolum í ofninn og sótti að Eydísi. Þegar þær komu í mark var hægt að greina hvor hefði haft betur, en fullkomið tímatökukerfí laugarinn- ar sýndi að ekki lék vafi á að gull- ið var Eydísar, hún hafði orðið ein- um hundraðshluta úr sekúndu á undan í mark. Gamalt met slegið Þriðja íslandsmet dagsins var sett í 4x100 m fjórsundi karla er sveit SH kom langfyrst í mark á 3.54,67 mín. Gamla metið var 3.55,22 mín. frá árinu 1991 en það var einnig sett í Vestmannaeyjum af svokallaðri „súpersveit" sem sundmenn minnast með virðingu. Hún var skipuð Eðvarði Þór Eð- varðssyni, Maignúsi Má Ólafssyni, Æfi meðan ég hef gaman af „ÉG ER fullkomlega ánægður með minn hlut hér um helgina og reyndar má segja að hann sé framar vonum,“ sagði Magn- ús Konráðsson, sundmaður úr Keflavik. Hann hefur lengi ver- ið í fremstu röð og margoft borið sigur úr býtum á Innan- hússmeistaramótinu. Nú bar hins vegar svo við að hann fékk ekkert gull með heim. „Ég byrjaði síðasta haust í læknanámi i Háskólanum og af þeirri ástæðu hef ég þurft að fækka æfingum frá þvi sem áður var. Fyrir áramót æfði ég að jafnaði þrisvar í viku en hef nú fjölgað æfíngum upp í fimm á viku. Magnús segist slður en svo verajá þeim buxunum að hætta. „Ég verð í þessu á meðan ég hef gaman af og nú hef ég sett stefnuna á Smá- þjóðaleikana í vor. Til þess að keppa þar verð ég að vera í betri æfingu en nú.“ Magnús segist vera ny'ög bjartsýnn fyrir hönd sundíþrótt- arinnar hér á landi og mótið um helgina undirstriki þá skoð- un enn frekar. Ungiingametin falla eitt af öðru og yngri sund- menn eru farnir að nálgast ís- landsmet fullorðinna. „Nú er ég að bara að vona þeir sem stjórna málum sjái að tími er kominn til að verðlauna þessa ungu sundmenn með betri aðstöðu og þá á ég við 50 metra innilaug. Hún ætti að vera löngu komin, en þvi miður hefur ekkert gerst í því máli. Nú er hins vegar lag að verðlauna þessi ungmenni sem hafa staðið sig svo vel með þvi að koma upp sómasamlegri aðstöðu fyrir þau svo þau geti æft við bestu aðstæður og þann- ig náð í fremstu röð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.