Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 17 LÍFEYRIR LAIMDSMANNA Adilar vinnumarkadarins stjórna lífeyrissjóðunum _______Uppbygging og rekstur almennu lífeyrissjóðanna Möffuleikar almennra sjóðfélaga til að hafa áhrif á stjóm eða rekstur lífeyrissjóðanna eru takmarkaðir. Fulltrúar í stjóm sjóðanna eru skipaðir af samtökum atvinnurekenda og launamanna. Þeir sem standa utan þessara samtaka geta ekki haft áhrif á kjör í stjómir þó að þeir greiði í lífeyrissjóðina. ___________í umfjöllun Egils Ólafssonar og Ragnhildar Sverrisdóttur kemur fram að lífeyrissjóðimir fjárfesta sífellt meira í hlutabréfum og hafa orðið umtalsverð áhrif á stjóm margra fyrirtækja í landinu. itt af því sem gagn- rýnt hefur verið við lífeyrissjóðina er að þeir séu ekki nægi- lega lýðræðislegar stofnanir. Eignir lífeyrissjóðanna eru í dag nálægt 300 milljörðum, en það er tiltölulega þröngur hópur manna sem tekur ákvarðanir um hvernig þessum fjár- munum er stjórnað. Það eru fulltrú- ar stéttarfélaganna og atvinnurek- enda sem sitja í stjórn sjóðanna og stjóma þeim. Þeir eiga jafnmarga fulltrúa í stjórn og skiptast yfirleitt á að fara með stjórnarformennsku. Þetta er það fyrirkomulag sem menn komu sér saman um þegar almennu lífeyrissjóðirnir voru settir á stofn 1970 og hefur verið óbreytt síðan. Þegar stjórnskipulag sjóðanna var ákveðið var m.a. horft til skipu- lags þeirra lífeyrissjóða sem þá voru starfandi. í þeim skipuðu vinnuveit- endur yfirleitt meirihluta stjórnar. Ástæðan var ekki síst sú að fyrir- tækin báru ábyrgð á skuldbinding- um sjóðanna. Eimskipafélagið bar t.d. ábyrgð á Lífeyrissjóði Eim- skipafélagsins og Samvinnuhreyf- ingin á Lífeyrissjóði Sambandsins. Vinnuveitendur skipuðu einnig áður meirihluta stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Á síðasta ári gerðu ASÍ og VSÍ með sér nýjan samning um lífeyris- mál og samkvæmt honum eiga líf- eyrissjóðirnir framvegis að halda ársfundi sem allir sjóðfélagar, virk- ir og óvirkir, og lífeyrisþegar eiga rétt á að sitja með málfrelsi og til- lögurétt. Fram að þessu hafa slíkir fundir ekki verið haldnir heldur hafa verið haldnir fulltrúaráðsfund- ir þar sem koma saman fulltrúar tilnefndir af aðalfundum stéttarfé- laganna sem aðild eiga að viðkom- andi lífeyrissjóði. Margir lífeyris- sjóðir eru með ákvæði í reglugerð um að leggja verði tillögur fyrir ársfund fram með nokkurra daga fyrirvara. Fulltrúaráðið hefur að jafnaði komið saman einu sinni á ári nema fyrir liggi að gera þurfi breytingar á reglugerð sjóðanna eða upp komi mál sem stjórnin hefur ekki umboð til að afgreiða. Fulltrúa- ráðið kýs fulltrúa launamanna í stjórn viðkomandi lífeyrissjóðs. Halldór Björnsson, stjórnarfor- maður Framsýnar og formaður Dagsbrúnar, sagði að málefni líf- eyrissjóðsins væru mjög oft rædd á aðalfundum stéttarfélaganna og oft á stjórnarfundum. Hann sagði að margvíslegir erfiðleikar væru því samfara að láta sjóðfélaga kjósa stjórnarmenn beinni kosningu. Það nægði í því sambandi að benda á þá staðreynd að sjóðfélagar í Fram- sýn væru 111 þúsund og virkir fé- lagar 29 þúsund. Framkvæmdastjórn VSÍ skipar alla fulltrúana F ramk væmdastjórn Vinnuveitemla- sambands Islands, sem í situr 21 mað- ur, kýs fulltrúa VSÍ í stjórnir lífeyris- sjóðanna sem VSÍ á aðild að, en það eru allir stærstu lífeyrissjóðir landsins. Fyrirtæki sem standa utan VSÍ liafa því ekki möguleika á að hafa bein áhrif á hveijir eru kosnir í stjórnirnar. Forstöðumenn fyrir- tækja utan VSÍ sitja þó í stjórnum sumra sjóðanna. T.d. situr starfs- mannastjóri Reykjavíkurborgar í stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar og kaupfélagsstjórinn í Borgarnesi situr í stjóm Lífeyrissjóðs Vestur- lands. „Reglurnar um lífeyrissjóðina, sem settir voru á stofn 1969 og sumir reyndar fyrr, eru kjarasamn- ingur og alveg jafngildur og hver annar kjarasamningur sem gerður er. Við sjáum engan mun á þessum kjarasamningi og öðrum kjara- samningum sem við höfum gert og teljum að ef stjórnvöld vilja fara að breyta reglum um uppbyggingu sjóðanna geti þau alveg eins tekið að sér að gefa út almenna kjara- samninga," sagði Þórarinn V. Þór- arinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Þórarinn sagði þessa uppbygg- ingu lífeyrissjóðanna tryggja jafn- vægi við stjórn þeirra og koma í veg fyrir að þeim væri misbeitt sem efnahagslegu vopni. Þetta hefði tekist. Hann sagðist aðeins þekkja eitt dæmi þar sem reynt hefði verið að beita lifeyrissjóði sem efnahags- legu vopni og það var þegar formað- ur Rafiðnaðarsambandsins reyndi að knýja fram brottrekstur starfs- manns SR-mjöls hf., en Lífeyris- sjóður rafiðnaðarmanna á hlutabréf í SR-mjöli. Þórarinn sagði að þessi uppbygg- ing á lífeyrissjóðunum hefði verið forsenda fyrir því að vinnuveitendur féllust á iðgjaldagreiðslurnar. Hann sagði athyglisvert að í Danmörku, þar sem verið væri að koma á sams- konar lífeyrissjóðakerfi og hér á landi, væri sama stjórnskipulag á lífeyrissjóðunum og hér. A VSI að eiga fulltrúa ístjórn sjóðanna? Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, sagðist vera þeirrar skoðunar að atvinnurekendur ættu ekki að sitja í stjórn lífeyrissjóðanna. Þetta væru sjóðir sem væru myndaðir um rétt- indi sjóðfélaga, ekki fyrirtækja. Líf- eyrisiðgjaldið væri hluti af launa- kjörum launþeganna og launþeg- arnir ættu því að sjá um að ráð- stafa því. Það skipti engu máli þó að fyrirtækin borguðu hluta af ið- gjaldinu. Það færi allt í að borga lífeyrisréttindi starfsmanna. Frið- bert varpaði fram þeirri spurningu hvort fyrirtækin ættu að hafa ein- hvern rétt til að ráðstafa hluta laun- anna ef launamenn myndu ákveða að lækka iðgjaldið og hækka iauna- taxtana á móti. Þórarinn sagði full rök fyrir því að atvinnurekendur ættu að hafa eitthvað um það að segja hvernig lífeyrissjóðunum væri stjórnað þó að allt iðgjaldið færi í að greiða fyrir lífeyrisréttindi launþega en ekki til fyrirtækja. „Iðgjaldið rennur ekki til launþegans fyrr en kemur að lífeyrisgreiðslu. Hann öðlast ekki réttinn fyrr en þá. Þangað til er þetta í sameiginlegri vörslu.“ Margir fulltrúar VSÍ sitja í stjórnum lífeyrissjóða þótt þeir eigi ekki sjálfir beina aðild að þeim held- ur greiði iðgjald í aðra sjóði. Sem dæmi má nefna Lífeyrissjóðinn Framsýn, sem samtök verkamanna og ófaglærðra á höfuðborgarsvæð- inu eiga aðild að. Fyrir hönd vinnu- veitenda sitja í sjóðnum Jón Krist- jánsson, starfsmannastjóri Reykja- víkurborgar, Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Eimskip, og Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu. Enginn þessara manna borgar iðgjald til Framsýnar. Þórarinn sagðist ekki sjá neitt óeðlilegt við þetta. Allir fulltrúar VSÍ greiddu í einhvern lífeyrissjóð, en þeir sætu ekki í stjórnum sjóð- anna sem einstaklingar heldur sem fulltrúar atvinnurekenda. VR skipar alla fulltrúa starfsmanna ------------- ífeyrissjóður verzl- unarmanna var settur á fót með samningum milli Verzlunarmanna- ________ félags Reykjavíkur og samtaka vinnuveitenda. Stjórn sjóðsins hefur þess vegna verið skipuð fulltrúum þessara tveggja aðila. Enginn fulltrúi verslunar- mannafélaga annars staðar af land- inu á sæti í stjórn sjóðsins og félög- in hafa enga formlega möguleika á að hafa áhrif stjórn hans. Formaður Landssambands verzlunarmanna hefur hins vegar yfirleitt setið í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunar- manna, en það hefur hann gert sem fulltrúi VR. Þar sem Lífeyrissjóður verzlunar- manna hefur ekki haldið ársfund fram að þessu hafa sjóðfélagar sem standa utan VR ekki haft vettvang til að koma sjónarmiðum sínum að með formlegum hætti. Rúmlega þriðjungur félaga í Lífeyrissjóði verzlunarmanna er ekki félagsmenn í VR. 28.000 félagar eru virkir greiðendur í sjóðinn. Þar af eru 18.000 i VR, 4.000 i öðrum stéttar- félögum og 6.000 eru utan stéttar- félaga eða sjálfstæðir atvinnurek- endur. Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur kýs ijóra fulltrúa til setu í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunar- manna og samtök atvinnurekenda kjósa fjóra til viðbótar. Þetta eru Félag íslenskra stórkaupmanna, Kaupmannasamtök íslands, Sam- tök iðnaðarins, Verslunarráð ís- lands og Vinnuveitendasamband Islands. Málefni Lífeyrissjóðs verzlunar- manna eru ætíð rædd á aðalfundi VR undir sérstökum dagskrárlið. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði að erfitt væri að koma því við að láta sjóðfélaga kjósa stjórn sjóðsins með beinum hætti. Félagar í sjóðnum væru 50-60 þúsund og hætta væri á að áhrif vinnuveitenda á stjórn sjóðsins yrðu lítil í slíkri kosningu því að þeir væru tiltölulega fámennir. Magnús sagðist ekki hafa orðið var við mikla gagnrýni í VR á fyrirkomulag við kjör í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunar- manna. Fulltrúar samtaka atvinnurek- enda og launþega stjórna ekki öllum lífeyrissjóðum í landinu. Stjóm Líf- eyrissjóðs verkfræðinga er ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.