Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 ERLEIUT MORGUNBLAÐIÐ BENJAMIN Gilman, formaður utanríkismálanefndar fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, býður hér hinn útlæga leiðtoga Tíbets velkominn til Bandaríkjanna. Þvert á aðvaranir Kínverja lét Bill Clinton Bandaríkjaforseti verða af því í gær að „líta inn“ á fund hans með varaforsetanum AI Gore í Hvíta húsinu. Sagðist Clinton ætla að hvelja Kínveija Clinton „lít- ur inn“ til Dalai Lama til að hefja beinar viðræður við Daiai Lama um framtíð Tíbets. Reuter Kínverskir embættismenn hafa áður sagt að hitti bandarískir ráðamenn Daiai Lama að máli verði það túlkað svo í Peking að Bandaríkin styðji „tilraunir hans til að kljúfa Kína“. I ávarpi, sem Dalai Lama hélt á ráðstefnu um Tíbet í Washington sagði hann að hann sæktist eftir sjálfsstjórn fyr- ir heimaland sitt, ekki fullt sjálf- stæði frá Kína. Spenna hlaupin í bresku kosningabaráttuna Major herðir róð- urinn gegn Blair Innrlnn Rnntnr MIKIL spenna hefur hlaupið í kosningabaráttuna í Bretlandi vegna skoðanakönnunar, sem sýn- ir, að verulega hefur dregið saman með Verkamannaflokknum og íhaldsflokknum. John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú öðlast nýja von um að sigra í kosningunum og fylgdi því eftir í gær með hörðum árásum á Tony Blair og Verka- mannaflokkinn. „Ég skora á ykkur að láta ekki hugsanlega óánægju ykkar með íhaldsflokkinn ráða ferðinni þegar um framtíð Bretlands er að tefla,“ sagði hann á fundi í Aberdeen í Skotlandi. Samkvæmt ICM-könn- un fyrir dagblaðið The Guardian munar nú ekki nema fimm pró- sentustigum á flokkunum. Kosningastjórar íhaldsflokksins segja, að áhersla Majors á Evrópu- málin hafi verið rétt en Gordon Brown, talsmaður Verkamanna- flokksins í efnahagsmálum, benti á, að Gallup-könnun, sem The DailyT'elegraph birti í gær, sýndi, að munurinn á flokknunum væri 21 prósentustig, fimm stigum meiri en fyrir viku. Efast um ICM-könnun Margar skoðanakannanastofn- anir hafa gagnrýnt ICM-könnun- ina og telja, að hún sé vafasöm og geti haft óeðlileg áhrif á kjós- endur. ICM-kannanir sýna ávallt minni mun á flokkunum en aðrar kannanir og ástæðan er sú, að þar er gert ráð fyrir, að kjósendur íhaldsflokksins séu tregari til að gefa upp afstöðu sína en kjósend- ur annarra flokka. Þess er hin eiginlega niðurstaða ICM-kann- ana „leiðrétt" íhaldsflokknum í vil. /T FASTEIGNA MARKAÐURINN ehf S. 551-1540 F. 562-0540 Faxafen 7 % Vorum að fá til sölu þetta glæsilega sérstæða verslunarhús við Faxafen 7. Húsið er kjallari og tvær hæðir, samtals að gólffleti 1243 fm. Innkeyrsla bæði í kjallara og á götuhæð. Næg bílastæði. Húsið er til afhendingar fljótlega.Teikningar og allar frekari upp- lýsingar á skrifstofu. ■ C,C>iL(Ccp,'t * Qfic Allar frekari upplýsingar á skrifstofu okkar. =m Jón Guðmundsson lögg., fasteignasali Ólafur Stefánsson lögg., fasteignasali Fjársterkir kaupendur óska eftir: • Raðhúsi - einbýli í Fossvogi, Gerðum eða Smáíbúðahverfi. • Einbýli - parh. í Foldum - Hömrum eða Húsahverfi. • 5 herb. íb. eða sérh. í Rvík - Kóp. • 3-4 herb. í Háaleiti - Vesturbæ. Ofangreindir kaupendur eru þegar búnir að selja sínar eignir. Uppl. hjá Bárði, Ingólfi eða Þórarni á Valhöll fasteignasölu á föstud. í síma 588-4477 eða í dag í síma 896-5222 Ingólfur eða 896-5221 Bárður. Áhugaverð eign á Stokkseyri 142 fm einbhús er til sölu á Stokkseyri. Stendur á fallegum stað viS stöðuvatn. TilvaiiS sem sumarhús. Upplýsingar gefa: Lögmenn Su&urlands, sími 482-2988, Fasteignaþjónustan Skúlagötu 30, sími 552-6600. Réttarhöld haf- in yfir McVeigh Denver. The Daily Telegraph. RETTARHOLD í málinu gegn Ti- mothy MeVeigh, sem ákærður er fyrir að hafa sprengt stjórnsýslu- bygginguna í Oklahoma-borg fyrir tveimur árum, hefjast í dag. Miklar öryggisráðstafanir eru vegna rétt- arhaldanna, sem fara fram í Den- ver í Colorado-ríki, og er þess enn- fremur vandlega gætt að blaða- menn komist ekki í tæri við kvið- dómendur. Hefur verið reistur hvít- ur veggur í réttarsalnum til að fólkið sem valið var í kviðdóminn, sjáist ekki. McVeigh er ákærður fyrir að hafa komið sprengiefni fyrir í sendibíl og sprengt hann í loft upp fyrir framan stjórnsýslubygging- una, með þeim afleiðingum að 168 manns fórust. Flytja varð réttar- höldin í annað ríki, vegna þess að ekki þótti mögulegt að rétta í málinu í Oklahoma, vegna tilfinn- ingahitans í málinu og vegna þess að nánast útilokað var að finna kviðdómendur sem ekki höfðu þeg- ar myndað sér skoðun á málinu. Tók enda sextán daga að skipa kviðdóminn nú. Vart eru fordæmi fyrir svo mik- illi gæslu um kviðdómendur eins og er við réttarhöldin nú. Þó eru dæmi um að ekki megi sjást í kvið- dóminn í réttarhöldum yfir mafíu- foringjum. Ástæða varkárninnar er ótti við að öfgamenn, skoðana- bræður McVeighs, kunni að leita hefnda, verði hann dæmdur sekur, auk þess sem dómarinn vill kom- ast hjá því að málið verði sami fjölmiðlafarsinn og réttarhöldin yfir O.J. Simpson. Samkvæmt lögum eru mynda- vélar bannaðar í réttarhöldum sem dómstólar einstakra ríkja rétta í. Þá hefur dómarinn bannað teiknur- um að rissa upp myndir í salnum og lögmönnum að ræða við þá 2.000 blaðamenn sem bíða frétta fyrir utan dómssalinn. McVeigh á yfir höfði sér dauða- dóm og urðu kviðdómendur að lýsa því yfir að þeir treystu sér til að fella slíkan dóm, kæmust þeir að þeirri niðurstöðu að hann væri sek- ur. Þykir McVeigh koma nokkuð vel fyrir nú, vel klæddur og af- slappaður, gjörólíkur þeim manni sem heimurinn sá á mynd, stjarfur í andliti og í fangabúningi. Reuter Merki að- skilnaðar- stefnu hverfa BRJÓSTMYND af Hendrik Verwoerd, upphafsmanni aðskiln- aðarstefnunnar í Suður-Afríku, var í gær fjarlægð af sjúkrahúsi í Pretoríu, sem nefnt var eftir honum en sjúkrahúsinu verður gefið nýtt nafn. Er þetta til marks um það að sýnileg ummerki að- skilnaðarstefnunnar eru smám saman að hverfa. Sj’ónarvottar lýsa hrotta- legri árás á þorp í Alsír rís. Reuter. SJÓNARVOTTAR að hrikalegasta fjöldamorði, sem framið hefur verið í Alsír á undanförnum fimm árum, lýstu í gær hvernig múslimskir upp- reisnarmenn skáru og skutu 93 menn til bana aðfaranótt þriðjudags. Tæpur helmingur hinna myrtu var konur og ungar stúlkur. Árásar- mennimir hikuðu ekki við að myrða börn og voru þijú börn á aldrinum níu mánaða til fjögurra ára meðal hinna myrtu. Fómarlömbin höfðu ýmist verið skorin á háls, hálshöggv- in eða skotin til bana. BÍóðbaðið átti sér stað á einangruðum búgarði um 25 km frá Algeirsborg, höfuðborg landsins, og lauk ekki fyrr en í dögun. „Þegar þeir fóru stóð ég upp og þarna í garðinum var ekkert nema blóð, blóðugir líkamar og höfuð um allt,“ sagði Radia, fjórtán ára gömul stúlka, sem lést vera dauð á meðan fjölskylda hennar var myrt. „Það leið yfir mig.“ Alsírsk dagblöð höfðu eftir vitnum að milli 40 og 50 manns hefðu tekið þátt í árásinni. „Við vöknuðum við sprengingu," sagði Houria, 33 ára gömul kona. „Nokkrum mínútum síðar hófu þeir að draga okkur út í miðju þorpsins þar sem þeir fóru að skera fólk á háls.“ Stjórn Alsírs sagði að ekki væru fordæmi fyrir slíkri grimmd og verið væri að leita morðingjanna. Öryggis- sveitir hefðu þegar skotið nokkra árásarmannanna. Ahmed Ouyahia forsætisráðherra hét því að binda enda á hryðjuverkastarfsemi í landinu. Ali Rachedi, talsmaður samfylk- ingar sósíalista, sem er í stjórnar- andstöðu, sagði að kominn væri tími til þess að Ouyahia segði af sér. Hann hefði hvað eftir annað lýst , yfir því að stjórnin hefði sigrað hryðjuverkamennina: „Fjöldamorðin sýndu að það er ekki satt.“ Árásin var gerð í sama mund og fresturinn rann út fyrir frambjóð- endur til að skrá sig í fyrstu kosning- arnar frá því kosningunum í janúar 1992 var aflýst þegar ljóst var að rétttrúnaðarflokkur múslima hafði náð afgerandi forustu. Tæplega 300 manns hafa verið myrtir í svipuðum árásum á undan- förnum vikum í Alsír, en alls er tal- . ið að 60 þúsund manns hafi látið ' lífið í ofbeldisverkum frá því að kosn- í ingunum var aflýst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.