Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LÆKNASTOFA Hef opnaö læknastofu í Álfabakka 14 í Mjódd Tímapantanir alla virka daga í síma 587 2168 GYÐA BJARNADÓTTIR Sérgrein: Augnlækningar Villii viniia viíl tölvur? Tölvuháskóli VÍ er meö opiö hús laugardaginn 26. apríi 1997, kl. 14-16 í Verzlunarskólanum, Ofanleiti 1. HASKOLANAM í HUGBÚNAÐARGERÐ Tölvuháskóli Verzlunarskóla íslands er skóli á háskólastigi sem veitir tveggja ára nám í kerfisfræði og útskrifar nemendur með námstitilinn kerfisfræðing- ur TVÍ. Kerfisfræðingar TVÍ hafa þekkingu og þjálfun til þess að geta unnið við öll stig hugbúnaðargerðar, haft umsjón með rekstri tölvukerfa og annast notenda- þjónustu. Þekking þeirra nýtist einnig við skipu- lagningu og umsjón tölvuvæðingar hjá fyrirtækjum, við kennslu og þjálfun starfsfólks og við markaðs- og sölustörf í hugbúnaðariðnaði. TVÍ kappkostar að bjóða fram nám og vinnuaðstöðu í takt við hina hröðu þróun í tölvuheiminum. Megináherslan í náminu er á forritun í ýmsum forritunarmálum og öðrum greinum, sem snúa að hugbúnaðargerð og tölvufræði. Þeir, sem hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, geta sótt um inngöngu í kerfisfræðinám TVÍ. Námið er krefjandi og góður undirbúningur, sérstak- lega í stærðfræði, íslensku, ensku og tölvugreinum, kemur nemendum til góða. Reynslan hefur sýnt að konur og karlar eiga jafnmikið erindi í námið og atvinnutækifæri fyrir bæði kynin eru margvísleg. Tekið er við umsóknum frá 26. aprfl til 16. júní. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu Verzlunarskólans. Umsókn skal fylgja afrit af prófskírteini og innritunargjald kr. 4.000. Heimasíða TVÍ er http://www.tvi.is. S Tölvuháskóli VÍ Ofanleiti 1 103 Reykjavík Sími 568 8400 LISTIR BJÖRGVIN Snæbjörnsson arkitekt lætur fara vel um sig í herbergi Steins Steinarr. Skáldaherbergi á Hótel Loftleiðum Á Hótel Loftleiðum hafa verið gerð fimm skálda- herbergi sem tekin verða í notkun sumardaginn fyrsta. Að sögn Magneu Hjálmarsdóttur aðstoðar- hótelstjóra verða fimm önnur skáldaherbergi tek- in í noktun fljótlega. Herbergin eru kennd við skáldin og í þeim verða myndir af skáldunum, upplýsingar um þau og útdrættir úr verkum þeirra á íslenzku og ensku. Herbergin, sem nú verða leigð út, eru kennd við Einar Benediktsson, Halldór Laxness, Hannes Hafstein, Jóhann Sigurjónsson og Stein Steinarr. Að sögn Magneu er ekki endanlega ákveðið við hvaða skáld næstu fimm herbergi verða kennd. Burtfarartón- leikar Hauks Gröndal BURTFARAR- TÓNLEIKAR Hauks Gröndals saxafónleikara frá Tónlistar- skóla FÍH verða sunnudaginn 27. apríl kl. 20 í sal skólans, Rauðagerði 27. Á efnis- skránni eru m.a. Haukur Gröndal verk eftir J. Coltrane, 0. Colemann auk frumsaminna verka eftir Hauk. Sýningu Þor- valdar Þor- steinssonar að ljúka SÝNINGU Þorvaldar Þorsteinsson- ar, íslensk myndlist, í Galleríi Ing- ólfsstræti 8, lýkur sunnudaginn 27. april. Gallerí Ingólfsstræti 8 er opið fímmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Sumarfagnaður Barnabókaráðs íslands ÁRLEGUR sumarfagnaður sem Barnabókaráð íslands, íslandsdeild IBBY, stendur fyrir verður haldinn í Norræna húsinu í dag, fimmtu- dag, kl. 14. 22 böm á aldrinum 10-13 ára, sem hafa farið á leiklistarnámskeið Námsflokka Reykjavíkur, frum- flytja leikþáttinn Sumarleyfisbækl- ingurinn eftir Elísabetu Brekkan. Kór Melaskóla flytur lög undir stjórn Jónasar Þóris og börn úr skólanum leika á strengjahljóðfæri. Barnabókaráð veitir 2-3 aðilum, sem þykja hafa skarað framúr í barnamenningunni á síðustu árum, viðurkenningu. - kjarni málsins! Að fá sér sund- sprett í speglum SÓLVEIG Eggertsdóttir myndlist- armaður sýnir verk sín í neðri sölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg til 27. apríl næstkomandi. Speglar eru í aðalhlutverki á sýningunni, speglar huldir ólíkum efnum, svo sem vaxi, málningu og plastfílmu, og svart- málað gler sem þekur gólf í gryfj- unni, neðsta salnum, og endurspegla sýningarsalinn sjálfan og umhverfið að utan í gegnum gluggann á saln- um. Við fyrstu sýn er eins og grunnt vatn þeki gólfíð en svo er ekki. Verk- in heita „Huldir speglar" og „... svo sem í skuggsjá...“ en þar vitnar Sólveig í Biblíuna í Pál postula í 13. kafla fyrra Korintubréfs. „Ég fékk þá hugmynd að hylja nokkra spegla og gera úr þeim mynd- verk. Ég var þá að hugsa um tvennt; að búa til hreina sjónræna upplifun og hinsvegar að kanna tilfmningaleg viðbrögð og upplifun manns við að horfa í spegil sem búið er að um- breyta þannig að hann hefur tapað hlutverki sínu. Spegill sem ekki spegl- ar er dularfullur hlutur,“ sagði Sól- veig í samtali við Morgunblaðið. Huldu speglarnir eru að sögn lista- mannsins andstæða við speglana í gryfjunni sem ætlað er að spegla rýmið bæði inni og úti og í þeirri endurspeglun eru upphafín þau mörk tíma og rúms sem við lifum í. „Verk- ið krefst þess að áhorfandinn staldri við og gefi sér tóm til að upplifa þau áhrif sem verkið getur boðið honum upp á. Þetta eru speglar sem vitund- in getur fengið sér sundsprett í.“ Hjartað slær hægra megin Sólveig segir að helsta ástæða þess að hún vitni í Korintubréfið í verkinu....svo sem í skuggsjá...“ sé einkum sú að inntakið í sálminum sé í raun; því meira sem þú leitar því meira fínnur þú og það á einnig við um verkið. „Þú verður að horfa í það um stund og þá ferðu að sjá hlutina skýrar.“ Fyrir Sólveigu er spegillinn spennandi og hún segir hann vera op inn í eitthvað yfirskil- vitlegt og auðvitað er allt sem birt- ist í honum einskonar myndlist. „Hjartað slær hægra megin í spegl- inum og því endurspeglar hann ekki veruleikann nákvæmlega eins og hann er.“ Morgunblaðið/Ásdís SÓLVEIG Eggertsdóttir myndlistarmaður við verk sitt„. . . svo sem í skuggsjá. . .“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.