Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 27 LISTIR Listin að eiga vini Morgunblaðið/Halldór ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ er á góðri siglingu um þessar mundir með hverja glanssýninguna á fætur annarri, segir í dómnum um Lista- verkið en hér eru þeir Hilmir Snær, Ingvar E. og Baltasar Kormákur að lokinni frumsýningu í gær. LEIKUST Þjóölcikhúsiö: LISTAVERKIÐ EFTIR YASMINA REZA Islensk þýðing: Pétur Gunnarsson. Leikarar: Baltasar Kormákur, Hilmir Snær Guðnason og Ingvar E. Sigurðsson. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Leikmynd og búningar: Guðjón Ketilsson. Lýsing: Guð- brandur Ægir. Dramatúrg: Bjarni Jónsson. Litla sviðið, miðvikudagur 23. apríl. VINATTA þriggja karia er í brenni- depli í leikriti frönsku skáldkonunnar Yasminu Reza, Listaverkið, sem var frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Verkið er tiltölulega ungt og hlaut Moliére-verðlaunin frönsku 1994. Efnið smellpassar inn í umræðu síðustu ára um nýja karlí- mynd og karlmennsku og gildi þess liggur ekki síst í því hvernig höfund- ur sneiðir vandlega hjá öllum klisjum um karla og vináttu þeirra og sýnir okkur þtjá trúverðuga einstaklinga og lýsir samskiptum þeirra á einlæg- an og áleitinn hátt og síðast en ekki síst af miklum húmor. Allir sem átt hafa vini, karlar og konur, geta auð- veldlega speglað sig og vini sína í þeim átökum sem hér er lýst. Þremenningarnir hafa þekkst hálf- an annan áratug og haldið saman í blíðu og stríðu. Einn þeirra er að fara að gifta sig og annar er nýfrá- skilinn og eins og í ljós kemur í rás leiksins hafa þeir hver um sig sínar hugmyndir um stöðu sína innan hóps- ins, hugmyndir sem reynast jafnvel stangast illilega á við hugmyndir hinna tveggja þegar allt kemur til alls. Leikritið er laglega upp byggt í kringum þau átök sem vinimir þrír lenda í innbyrðis þegar einn þeirra festir kaup á rándýru nútímalista- verki. Listaverkið verður það viðmið sem persónurnar máta líf sitt, skoð- anir og stöðu sína innan hópsins við. Ólíkar skoðanir þeirra á listinni og lífinu kristallast í umræðum þeirra um verkið, sem síðan leiðir þá til nánari skoðunar á eigin lífsmáta og vináttu. Listaverkið sem um ræðir er hvítur ferhymdur strigi. Höfundur leikur sér með „nýju fötin keisarans“ um leið og gefíð er í skyn að á hinum „auða“ fleti sé allt það rými sem ímyndunar- aflið þarfnast. Þannig er ómögulegt að negla niður „höfundarafstöðu" til listaverksins, en einmitt það gerir alla túlkun á því bæði skemmtilega og fljótandi. Leikaramir þrír sem eru í hlutverk- um vinanna em í hópi vinsælustu karlleikara af yngri kynslóðinni á Islandi um þessar mundir. Þetta eru skiljanlegar vinsældir; allir búa þeir yfír góðum hæfileikum sem hafa notið sín í margvíslegum hlutverkum (auk þess sem þeir em hver öðram myndarlegri). En Guðjón Pedersen sýnir enn að hann er snjall leikstjóri og varar sig á því að móta gervi persónanna ekki eftir leikurunum, þvert á móti reynir hann að skapa persónur sem eru óiíkar þeim „týp- um“ sem þessir leikarar hafa áður leikið. Með þessu móti tekst honum að koma áhorfendum skemmtilega á óvart. Sérstaklega á þetta við þá persónu sem Baltasar Kormákur leik- ur. Baltasar leikur Mark, nokkuð forpokaðan „bessesvisser", af mikilli innlifun. Hann var frábærlega hal- lærislegur og fór á kostum þegar hann túlkaði bamalegar mikil- mennskuhugmyndir Marks um sjálf- an sig. Hilmir Snær lék Ivan, taugaveikl- aðan og léttgeggjaðan tilvonandi brúðguma, og kitluðu hámákvæm svipbrigði hans og tilfþrif óspart hlát- urstaugar áhorfenda. Ingvar E. Sig- urðsson var listaverkakaupandinn, Sergé, og sýndi hann okkur persónu sem rambar skemmtilega á mörkum snobbs og ástar á listinni. Samleikur þeirra þriggja var með afbrigðum góður og saman náðu þeir á köflum að skapa sprenghlægi- legar farsakenndar aðstæður, jafnt sem viðkvæm og tregablandin augna- blik. Mikið mæðir á leikumnum því það er textinn sem er aðalatriði verksins (það gerist í sjálfu sér ekki mikið á sviðinu). Þýðing Péturs Gunnarssonar rann lipurlega og var mjög áheyrileg. Sviðsmynd Guðjóns Ketilssonar er einföld en vel úthugsuð og nýtist vel í rás leiksins. Búningar hans undir- strika bæði persónueinkenni hverrar persónu auk þess að sýna ákveðin líkindi þeirra (allir í svipuðum frökk- um en ólíkum fötum þar undir). Lýs- ingin Guðbrands Ægis var skemmti- leg, sérstaklega í eintölunum þar sem spilað er undir með skuggum. Þjóðleikhúsið er á góðri siglingu um þessar mundir með hveija glans- sýninguna á fætur annarri. Ekki verður annað sagt en fjölbreytni og gæði einkenni þau verk sem nú eru á fjölum hússins. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi - og þá er bara að drífa sig í leikhúsið. Soffía Auður Birgisdóttir Seljakirkja Seljur og Kveldúlfs- kórinn KVENNAKÓRINN Seljur og Kveldúlfskórinn verða með söngskemmtun í Seljakirkju laugardaginn 26. apríl kl. 16.30. Stjórnandi Selja er Kristín Pjétursdóttir, undirleikarar Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Bragi Hlíðberg harmonikku- leikari og Þorvaldur Stein- grímsson fíðluleikari. Kveldúlfskórinn er blandað- ur kór sem kemur úr Borgar- nesi. Stjórnandi hans er Ewa Tosik Warszawiak, undirleik- ari Clive Pollard og einsöngv- ari Ólöf Erla Bjarnadóttir. Aðrir tónleikar kóranna verða í Borgarnesi 7. maí kl. 21. Grímur Mar- inó í Safnhúsi Borgarfjarðar SÝNING á verkum Gríms Mar- inós í Safnhúsi Borgarfjarðar við Bjarnarbraut, Borgarnesi, verður opnuð laugardaginn 26. apríl kl. 15. Við opnunina les Hrafn Harðarson úr ljóðum sínum og Birna Þorsteinsdóttir og Anna S. Þorvaldsdóttir leika nokkur lög á píanó og selló. Sýningin ber heitið Þat mælti mín móðir og sýnir Grímur þar glerverk, högg- myndir og málverk. Sýningin verður opin dag- lega til 2. júní frá kl. 15-18. Vantar r i p u n HAGKAUP HÚSASMIDJAN Shellttö&vamar FLUGLEIDiR krónur punkta Matvara 1.000 Sérvara Staðgreiðsla og kort Reikningsviðskipti Allar vörur, veitingar, smur- og [ivottajijónusta HlJsneyti Almenn fargjöltl Pakkaferðir 1.000 25 1,000 50 — 1.000 Samk.lag 1-000. »40" lít) ikta trar pun 10 15 krónur pimkta 1.000 25 1.000 10 riKBAj' fln, Allar vörur 1.000 25 ® TOYOTA Nýir kílar 1.000 10 Notaðir kílar, vörur og þjón. 1.000 20 ^UBeknlval Staðgreiðsla í verslun 1.000 20 Hmhums Allar vörur og íramköllun 1.000 50 FLUGLEIDIR SS> INNANLANDSM Almenn fargjöld 1.000 30 Pakkaíerðir og frakt 1.000 15 @ UECASTIIE Allar vörur 1.000 25 1S LA N D S B A N K1 Hvar sem verslað er með deket- cða kreditkorti 1.000 i 2 ort? Lili nota nú Fríkortið að staðaliri ogf fleiri tætast viá dagflegfa. Ef vantar Frífcort cða ]oú liefur t.d. afm^a a að fa auka kort lianda unglingunum á keimilinu er Jpað auðsótt mál. Umsóknareyðuklöð liggja. írammi á öllum afgreiðslu- og sölustöðum Fríkortafyrirtækjanna og einnig er liægt að kringja í kjónustusímann 563 9000. Mundu að Jrá færð Fríkortið jjér algjörlega að kostnaðarlausu, en notkun jiess getur skilað þér ríkulegum ávinning'i. n« usr—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.