Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 47 er það aðeins flutningur á milli staða, því við lifum áfram hinum megin. Það er vissa mín og trú að vel hafi verið tekið á móti þér þarna hinum megin. Því við uppskerum jú eins og við sáum. Vertu sæl, elsku vina, og megi góður Guð leiða þig í ljósið eilífa. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við biðjum eiginmanni þínum, börnum og öllum ástvinum blessunar í sorg- inni og söknuðinum. Með þakklæti fyrir samveruna frá Magnúsi, Reyni og laugardagsbekknum. Hólmfríður Zophoníasdóttir. Mig langar til að minnast móður- systur minnar, Dagmarar Gunn- laugsdóttur, sem lést 16. apríl sl. Fyrst og fremst minnist ég henn- ar sem atorkukonu sem gustaði af hvert sem hún fór. Alltaf á hrað- ferð og með mörg járn í eldinum. Full af orku glaðværð og jákvæðni. Hún var á ferð og flugi á milli landa að heimsækja Aðalheiði systur sína í Danmörku, Gunnlaug bróður sinn í Ástralíu eða börn og barnabörn sín í Bandaríkjunum. Við heimkom- una skutust ættingjar í heimsókn til að fá fréttir af frændfólki og skoða myndir. Dagmar var alltaf með myndabunka með sér í veskinu og andlit hennar ljómaði af gleði þegar hún sýndi okkur myndir af barnabörnunum og frændsystkin- um. Þannig hélt Dagmar utan um alla stórfjölskylduna og litu allir á hana sem höfuð ættarinnar. Þegar Dagmar var tvítug og nýbytjuð búskap létust foreldrar hennar með skömmu millibili. Dag- mar var elst fímm systkina, en móðir mín, Sólveig, var yngst, að- eins 11 ára. Dagmar og eiginmaður hennar heitinn, Ólafur Pálmi, tóku þá móður mína að sér og bjuggu henni gott heimili þar til hún hóf sjálf búskap. Þegar við systkinin fæddumst bar hún mikla umhyggju fyrir okkur og hafði skoðun á upp- eldi okkar. Var hún þá í senn stóra systir og amma. Þegar Dagmar kom frá útlöndum var hún ávallt með gjafir handa okkur og hana munaði ekkert um að kaupa föt á okkur fyrir mömmu eða kjóla á vin- konurnar, enda með eindæmum greiðvikin. Á afmælisdaginn minn hringdi Dagmar frænka og óskaði mér til hamingju - það brást aldrei. Eftir að börnin mín fæddust hringdi hún á afmælisdögum þeirra. Já, hún frænka mín mundi eftir öllum í fjöl- skyldunni. Hún vakti yfir velferð allra í stórfjölskyldunni með reisn ættarhöfðingjans. Dagmar var formaður Kvenfé- lags Bústaðakirkju um árabil. Oftar en einu sinni þegar ég hringdi í hana var hún að útbúa 100 manna brauðtertur fyrir kvenfélagið, en hringingar trufluðu hana ekki, hún dansaði bara um eldhúsið með sím- ann á öxlinni. Dagmar veiktist af krabbameini fyrir 5 árum og virtist hún hafa unnið bug á því meini. Fyrir rúmu ári veiktist hún aftur. Hún lét eng- an bilbug á sér finna og var staðráð- in að sigrast á þessum vágesti. Bjartsýni og jákvætt lífviðhorf fylgdi henni alla leið, þar til lífsand- ann þraut. Eg kveð móðursystur mína með söknuði og þakka henni samfylgd- ina. Manni hennar, Henning, börn- um, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabarni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan guð að veita þeim styrk í sorg þeirra. „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað ... Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að að- eins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Sigríður Einarsdóttir. GUÐRÚNINGI- BJÖRGSÓLVEIG STEFÁNSDÓTTIR + Guðrún Ingi- björg Sólveig Stefánsdóttir fæddist á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð 14. júni 1913. Hún lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björg Sig- mundsdóttir hús- freyja og Stefán Sigurðsson, hrepp- stjóri og bóndi á Sleðbijót. Var Guðrún næstyngst af fjórum börnum þeirra, og er Geir yngsti bróðir hennar sá eini, sem er á lífi af systkinunum, en látin eru Magnhildur og Sig- urður. Einnig átti Guðrún tvö fóstursystkini, Frímann Jak- obsson, sem er látinn, og Ingu Pétursdóttur, sem býr í Seattle. Guðrún giftist árið 1943 Karli Gunnarssyni frá Fossvöll- um í Jökulsárhlíð, d. 30.4.1988. Þau hófu búskap á Fossvöllum, þar sem Karl var bóndi á föður- leifð sinni en fluttu árið 1944 að Hofteigi á Jökuldal, þar sem þau bjuggu í 38 ár. Guðrúnu og Karli varð sex barna auðið: Elsta barn þeirra, sonur, dó í frumbernsku, en hin börn þeirra eru talin í aldursröð: 1) Björg félagsráðgjafi í sambúð Ég var aðeins átta ára þegar amma og afi fluttu frá Hofteigi á Jökuldal til Reykjavíkur. Ég á því fáar minningar þaðan. Þó er skýrt í huga mér hve afa og ömmu var annt um velferð okkar bamabarn- anna og vorum við ætíð hlaðin gjöf- um. Einnig er mér minnisstæður góði sveitamaturinn hennar ömmu og hvemig hún síaði mjólkina úr kúnni Búbót á frumstæðan hátt gegnum viskustykki. Ég man líka vel eftir betri stofunni í Hofteigi sem var svo fín og snyrtileg. Reglulega sendu amma og afí stóran kassa fullan af góðgæti og gjöfum suður til Reykjavíkur og hlakkaði ég aldrei meira til en þeg- ar von var á þeim í heimsókn. Þegar amma og afí fluttu til Reykjavíkur saknaði ég Hofteigs, sveitarinnar minnar, en mikið var gott að fá þau heim. Amma hafði yndi af skák og stóð sig vel á því sviði. Hún kenndi börn- um sínum að tefla og var seinna dugleg að tefla við bamabörnin. Mér þótti fátt skemmtilegra en að taka skák við ömmu mína. Árið 1988 dó afí. Þau höfðu ver- ið svo samrýnd. Þau hjálpuðust að við allt og lásu hvort fyrir annað. Amma saknaði hans sárlega öll þessi ár. Veikindi fóru smám saman að hijá hana. Hún var þó skýr fram með Baidri Her- mannssyni eðl- isfræðingi, og eiga þau einn son, Her- mann. 2) Ragnheið- ur, doktor í uppeld- isfræði og kennir við Háskólann í Þránd- heimi, gift Þórarni Stefánssyni verk- fræðingi og eiga þau tvær dætur, Önnu og Sólveigu. 3) Stef- án sljórnmálafræð- ingur og guðfræð- ingur, kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, kvæntur Sigrúnu Sigmarsdóttur hjúkrunarfræð- ingi, og eiga þau þrjú börn: Guðrúnu Ingibjörgu, Sigmar Karl og Ulfar Frey. 4) Gunnar flugstjóri hjá Atlanta, kvæntur Unni Armannsdóttur, sem vinn- ur á saumastofu, og eiga þau einn son, Karl. Af fyrra hjóna- bandi á Gunnar eina dóttur, Auði Völu. 5) Guðlaug Berg- þóra hjúkrunardeildarstjóri, gift Arnbimi Arnbjörnssyni lækni, og eiga þau eina dóttur, Aðalheiði. Af fyrra hjónabandi á Guðlaug Bergþóra einn son, Benedikt. Guðrún og Karl fluttu til Reykjavíkur árið 1982 og bjuggu í Eyjabakka 30. Bálför hennar hefur farið fram í kyrrþey að hennar eigin ósk. á seinasta dag og fylgdist vel með daglegu lífi okkar unga fólksins. Amma var mjög nútímaleg og fylgdist með nýjustu straumum og stefnum í tískunni. Henni var um- hugað um að við værum vel til fara. Umhyggja hennar fyrir börnum sín- um og bamabörnum var hennar líf og yndi og ekkert gladdi hana meira en að vita að öllum vegnaði vel. Fjölskyldan kom oft saman á heim- ili ömmu í Breiðholtinu og var þá hlátur og gleði þegar rifjaðar voru upp minningar frá Hofteigi. Amma sat ávallt og hlustaði á samræðum- ar og átti hún erfitt með að stilla sig um að skella ekki upp úr. Gest- ir fengu ávallt góðar móttökur hjá ömmu og stóðu þeim ætíð tertur og ýmislegt góðgæti til boða. Fyrir nokkrum dögum lagðist amma inn á sjúkrahús í rannsókn. Mig óraði aldrei fyrir að hún kæmi ekki heim aftur. Á meðan á sjúkra- húsvistinni stóð versnaði henni skyndilega. Hún dó stuttu seinna og þurfti ekki að þjást lengi. Nú eru þau saman aftur, amma Gunna og afi Kalli. Kærar þakkir fyrir allt, amma mín. Ég mun geyma þig í minningu minni. Þín, Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttír. + Hjartans þakkir til allra, þeirra sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar unnustu minnar, dóttur okkar, systur og barnabarns, ÖRNU RÚNAR HARALDSDÓTTUR, Hléskógum 3, Reykjavík. Sigurður Oddur Einarsson, Sigurveig Úlfarsdóttir, Haraldur Á. Haraldsson, Elfa Huld Haraldsdóttir, Úlfar Gauti Haraldsson. Bjarndfs K. Guðjónsdóttir, Úlfar Magnússon, Ágústa Sigurðardóttir. + Kæru ættingjar og vinir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR KRISTÓFERS GEORGSSONAR, Túngötu 24, Álftanesi, Bessastaðahreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahjúkrunar Krabbameinsfélags (slands fyrir frábæra umönnun og stuðning. Jóanna Sæmundsdóttir, Steinn Sævar Guðmundsson, Guðmundur Georg Guðmundsson, Heiga Haraldsdóttir, Jóhann Arngrímur Guðmundsson, Katrín Ingibergsdóttir, Ásdís Harpa Guðmundsdóttir, Kristinn A. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem veitt hafa okkur ómetanlegan stuðning og styrk við fráfall ÞORGEIRS LOGA ÁRNASONAR, Keilufelli 35, Reykjavík. Sérstakar þakkir til allra vinanna, sem sýnt hafa einstakan hlýhug. Einnig til þeirra, sem að björguninni stóðu. Ingunn Erna Stefánsdóttir, Stefán Árni Þorgeirsson, Auður Rán Þorgeirsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Björn Óiafur Gunnarsson, Hallfríður Bjarnadóttir, Haraldur Árnason, Guðríður Kristjánsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Guðmundur F. Baldursson. + Alúðarþakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU ÁSBJÖRNSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, sem andaðist þann 23. mars síðastliðinn. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu í Hafnarfirði. Sverrir Sigfússon, Baldur Sigfússon, Jóhanna Sigfúsdóttir, Magnús Sigfússon, Ásbjörn Sigfússon, Hólmfríður Sigfúsdóttir, Hólmfríður Jónasdóttir, barnabörn og Sólveig Þórðardóttir, Elsa Hanna Ágústsdóttir, Björn Helgi Björnsson, Auðdís Karlsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Björn Þór Egilsson, Sigurður Guðjónsson, barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU GUÐMUNDSDÓTTUR hjúkrunarkonu, Vogatungu 41, Kópavogi. Hjálmar Guðmundsson, Gunnlaugur Hjálmarsson, Guðný Andrésdóttir, Sjöfn Hjálmarsdóttir, Sigurjón Arnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. A + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS ÞÓRIS ÓLAFSSONAR fyrrv. vörubílstjóra, Erluhrauni 3, Hafnarfirðí. Branddís Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Erlingur S. Haraldsson, Kristófer Kristjánsson, Kolbrún D. Jónsdóttir, Kristján Þór, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.