Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LÍFEYRIR LAIMDSMANNA t.d. öll kjörin af sjóðfélögum á aðal- fundi félaganna. Atvinnurekendur eiga ekki fulltrúa í stjórninni á ann- an hátt en að atvinnurekendur sem greiða í sjóðinn geta kosið í stjórn á aðalfundi eins og aðrir sjóðfélag- ar. Jón Hallsson, framkvæmdastjóri sjoðsins, sagði að þetta fyrirkomu- lag hefði gefist vel. Fram til ársins 1980 hefðu tveir stjórnarmenn ver- ið kosnir á aðalfundi sjóðsins og þrír af stéttarfélagi verkfræðinga, en því hefði verið breytt. Lífeyrissjóður tæknifræðinga er með svipað fyrirkomulag. Fjórir stjórnarmenn eru kosnir á aðalfundi lífeyrissjóðsins og einn er skipaður af Tæknifræðingafélagi íslands. Áformað hefur verið að sameina Lífeyrissjóð tæknifræðinga og Líf- eyrissjóð arkitekta og í drögum að reglugerð fyrir sjóðinn er gert ráð fyrir að allir stjórnarmenn séu kosn- ir af sjóðfélögum á aðalfundi. Fleiri lífeyrissjóðir gera ráð fyrir að hluti stjórnar sé kosinn beinni kosningu af sjóðfélögum. Þetta á t.d. við Líf- eyrissjóð lækna. Samvinnulífeyrissjóóur- inn meó eins konar hluthafafund Við þær hræringar sem urðu inn- an samvinnuhreyfingarinnar upp úr 1990 var ákveðið að breyta stjórnarlegri uppbyggingu Sam- vinnulífeyrissjóðsins. Sjóðnum er stjórnað með þeim hætti að ársfund sækja tveir fulltrúar frá hveiju fyr- irtæki, annar er fulltrúi stjómenda og hinn starfsmanna. Fulltrúi starfsmanna er valinn af starfs- mannafélagi viðkomandi fyrirtækis, en fulltrúi fyrirtækisins er oftast nær framkvæmdastjóri þess. Stiga- fjöldi starfsmanna hvers fyrirtækis ræður því hvað hver og einn fer með mörg atkvæði á ársfundi með hliðstæðum hætti og er hjá hlutafé- lögum. Vægi starfsmanna og stjórnenda er jafnt. Ársfundurinn kýs síðan stjórn lífeyrissjóðsins. Margeir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnuiífeyris- sjóðsins, sagðist telja þetta fulltrúa- lýðræði vera fyrirmynd sem aðrir lífeyrissjóðir ættu að líta til. Hann sagðist telja að ein af ástæðunum fyrir þeirri gagnrýni sem oft beinist að lífeyrissjóðunum væri sú að þeir væru ekki nægilega lýðræðislega uppbyggðir. Veröbréfafyrirtœkin meö meirihluta í stjórn séreignasjóóanna E kki ríkir fullkomið sjóðfélagalýðræði hjá séreignarsjóð- unum sem verð- bréfafyrirtækin reka. í stjórnum Frjálsa lífeyrissjóðsins, ALVÍB, ís- lenska lífeyrissjóðsins og Lífeyris- sjóðsins Einingar sitja fimm menn. Þrír eru eru tilnefndir af verðbréfa- fyrirtækjunum sem reka sjóðina, Fjárvangi, VÍB, Landsbréfum og Kaupþingi, og tveir eru kosnir á sjóðfélagafundum til þriggja ára í senn. Verðbréfafyrirtækin fara því með meirihluta í stjómum sjóðanna. 3% eigna lifeyrissjóöa í hlutabréfum Lífeyrissjóðimir hafa á seinustu árum í auknum mæli fjárfest í hlutabréfum og margir hafa áhyggjur af því að þeir verði umsvifamiklir á hlutabréfamarkaði. Nú nemur hlutfall hlutabréfa af eignum lífeyrissjóða um það bil 3%. Stærstur hluti eignarma er ávaxtaður í húsnæðiskerfínu. ankaeftirliti Seðla- bankans var með lögum árið 1990 falið það hlutverk að hafa eftirlit með fjárreiðum lífeyris- sjóðanna. Vald bankaeftirlitsins til að grípa inn í starfsemi sjóðanna er hins vegar mjög takmarkað í lögunum. Það sendir lífeyrissjóðum sem ekki eiga fyrir skuldbindingum sínum bréf þar sem þeim er gerð grein fyrir því að þeir verði að grípa til ráðstafana og fjármálaráðuneyt- inu er jafnframt gert viðvart. Bankaeftirlitið fylgist einnig með almennum rekstri sjóðanna og læt- ur fjármálaráðuneytið vita ef það finnur eitthvað athugavert við hann. Árið 1995 gerði bankaeftirlitið athugasemd við rekstur 7 lífeyris- sjóða. Ásta Þórarinsdóttir, hjá bankaeftirlitinu, sagði að þar af þyrftu 3-4 sjóðir að gera breyting- ar á reglugerð til að laga skuldbind- ingar að eignum. Verði frumvarp fjármálaráðherra um skyldutryggingu og starfsemi lífeyrissjóða að lögum verða mögu- leikar bankaeftirlitsins til að hafa eftirlit með lífeyrissjóðunum auknir frá því sem nú er. Bankastjórn Seðlabankans getur þannig ákveðið viðurlög í formi dagsekta ef lífeyris- sjóður bregst ekki við kröfum bankaeftirlitsins. Við tilteknar að- stæður getur íjármálaráðherra skipað umsjónaraðila með lífeyris- sjóði, en það þýðir að stjórn og framkvæmdastjóri eru leyst frá störfum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að umsjónaraðili geti gert tillögu um sameiningu við aðra sjóði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ef munur á eignum og lífeyrisskuld- bindingum sjóðanna er meiri en 7,5% verði stjórnir sjóðanna að grípa til ráðstafana. Ljóst er að nokkrir sjóðir uppfylla ekki þetta lágmark. Sjóöir íerfiðleikum Eins og áður er minnst á í þess- um greinum áttu lífeyrissjóðirnir í miklum erfiðleikum áður en verð- trygging fjárskuldbindinga var tek- in upp í lok áttunda áratugarins. Sumir sjóðir hafa ekki enn komist yfir erfiðleikana. Af sjóðum sem bera sjálfir ábyrgð á skuldbinding- um sínum eru það fyrst og fremst Lífeyrissjóður sjómanna og Lífeyr- issjóður bænda sem eiga í erfiðleik- um. Samkvæmt tryggingafræði- legri úttekt, sem gerð var 1995, átti Lífeyrissjóður sjómanna eignir fyrir 87% af framtíðarskuldbinding- um sínum. Rúma 7 milljarða vant- aði í sjóðinn. Lífeyrissjóður bænda átti eignir fyrir 86% af framtíðar- skuldbindingum sínum og 1,8 millj- arða vantaði í sjóðinn. Staða sjóð- anna hefur farið batnandi á síðustu árum. Árið 1992 vantaði t.d. yfir þijá milljarða í Lífeyrissjóð bænda. Lífeyrisréttindi sjómanna hafa tvívegis verið skert á síðustu árum, 1992 og 1994. Áður gátu sjómenn tekið út fullan ellilífeyri sextugir, en nú er miðað við að þeir hefji töku ellilífeyris 65 ára. Ef þeir hætta fyrr skerðist lífeyrir þeirra sem því nemur svipað og hjá öðrum sjóðum. Áður var fullur örorkulíf- eyrir greiddur ef menn voru ófærir að vinna við sjómennsku, en nú er sjómaður sem verður óvinnufær metinn fyrstu þrjú árin með tilliti til starfsins og eftir þann tíma er örorkan metin með tilliti til starfa í landi. Nokkrar fleiri breytingar hafa verið gerðar í átt til þrenging- ar á örorkulífeyri sjómanna. Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjó- manna, sagði að þrátt fyrir þessar skerðingar væru maka- og ellilíf- eyrisréttindi sjómanna meiri en flestra annarra starfsstétta á al- menna markaðinum. Verið er að gera tryggingafræðilega úttekt á sjóðnum og sagði Árni að á grund- velli hennar yrði tekin ákvörðun um hvort þörf væri á að gera frekari breytingar á reglum sjóðsins. Lífeyrissjóður bænda hefur ekki gripið til þess ráðs að skerða rétt- indi sjóðfélaga. Sigurbjörg Björns- dóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, sagði að stjórn sjóðsins hefði ekki uppi áform um skerðingu á réttind- um. Staða sjóðsins hefði farið batn- andi. Ríkið hefði greitt mótframlag til sjóðsins, en þær greiðslur hefðu farið lækkandi. Viðræður stæðu yfir um greiðslu mótframlaga í framtíðinni. Samvinnulífeyrissjóðurinn er einn af þeim sjóðum sem hefur þurft að leggja mikið á sig til að koma á jöfnuði milli eigna og skuld- bindinga enda einn af elstu starf- andi h'feyrissjóðum landsins. Sjóð- urinn var stofnaður 1939 og voru lífeyrisréttindi sjóðfélaga að nokkru leyti sniðin að réttindum opinberra starfsmanna. Réttindaávinningur- inn var svipaður en fyrirtæki sam- vinnuhreyfingarinnar báru ábyrgð á óverðtryggðum skuldbindingum sjóðsins. Árið 1986 var reglugerð sjóðsins breytt til samræmis við aðra almenna sjóði og tekinn upp stigaútreikningur. Breytingin fól í sér að réttindi sjóðfélaga voru skert, en jafnframt voru iðgjöld hækkuð úr 10% í 11,5%. Starfsmenn greiða 4,5% og vinnuveitendur 7%. Allt var þetta gert til að ná jöfnuði í eignum og skuldbindingum. Nú er svo kom- ið að sjóðurinn á fyrir skuldbinding- um sínum. Meðal annars þess vegna stendur yfir endurskoðun á reglu- gerð sjóðsins. Nokkur fyrirtæki hafa rekið líf- eyrissjóði, sem þau bera ábyrgð á. Nú eru þrír slíkir sjóðir starfandi, Eftirlaunasjóður starfsmanna ís- landsbanka hf., Lífeyrissjóður Eim- skipafélagsins hf. og Lífeyrissjóður starfsmanna Sjóvátryggingafélags íslands hf. Lífeyrissjóði Islands- banka hefur verið lokað en tekur enn við iðgjöldum frá starfsmönn- um sem hófu störf hjá fyrirtækinu fyrir árslok 1993. Hinir sjóðirnir tveir taka ekki við iðgjöldum. Dæmi eru um að fyrirtækjalífeyrissjóðir hafi orðið gjaldþrota og nægir að nefna Lífeyrissjóð RAFHA, sem var lagður niður eftir að hann tæmdist. Margir starfsmenn RAFHA töpuðu þar með lífeyrisrétti sínum. Allmargir lífeyrissjóðir eru að komast í þá stöðu að geta farið að auka réttindi sjóðfélaga og nokkrir sjóðir hafa þegar gert það eins og t.d. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Framsýn og Lífeyrissjóður verzlun- armanna. Samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um lífeyrismál eiga stjórnir sjóðanna að auka rétt- indin ef eignir sjóðanna eru meira en 7,5% hærri en skuidbindingarn- ar. Kostnaöur lækkar K ostnaður við rekst- ur hfeyrissjóðanna hefur farið lækk- andi ár frá ári síð- ustu ár. Kostnaður sem hlutfall af eignum nam 0,41% árið 1991, en 0,28% árið 1995. Þetta endurspegl- ar að lífeyrissjóðum hefur verið að fækka og rekstur þeirra hefur orðið hagkvæmari. Allmargir smáir sjóðir hafa falið verðbréfafyrirtækjum að reka sjóðina, sem hefur leitt til lægri rekstrarkostnaðar. Rekstrarkostnaður fjögurra líf- eyrissjóða nam meira en 1% af eign- um árið 1995. Kostnaður við rekst- ur séreignarsjóðanna nam 0,47% af eignum þetta ár er 0,27% af eign- um samtryggingarsjóðanna. Arið 1995 nam kostnaður við að reka lífeyrissjóðakerfið 691 milljón. 115 starfsmenn störfuðu það ár hjá líf- eyrissjóðunum. Stœrstur hluti eigna ávaxtaóur í húsnæöiskerfinu í árslok 1995 námu eignir lífeyr- issjóðanna 262 milljörðum króna og má gera ráð fyrir að þær hafi numið um 300 milljörðum um síð- ustu áramót en endanlegar tölur liggja ekki fyrir. Lífeyrissjóðirnir ávaxta eignir sínar í skuldabréfum í eigu ríkisins, sveitarfélaga, banka, verðbréfasjóða, fyrirtækja og ein- staklinga. Lengi vel ávöxtuðu líf- eyrissjóðirnir eignir sínar í miklum mæli í formi lána til sjóðfélaga. Þessi þáttur i starfsemi sjóðanna hefur minnkað á seinni árum. I árslok 1995 voru 14% eigna sjóð- anna ávöxtuð í formi skuldabréfa á nafni sjóðfélaga, en 1991 nam þetta hlutfall 21%. I dag er langstærstur hluti eignanna ávaxtaður í húsnæð- islánakerfinu. í árslok 1995 höfðu lífeyrissjóðirnir lánað 105 milljarða í húsnæðiskerfið, en það var 40% af eignum þeirra. Sjóðirnir áttu skuldabréf á nafni ríkisins og sveit- arfélaganna að andvirði 33 millj- arða eða 13% af eignum. Aukinn áhugi á aö fjárfesta í hlutabréfum 40 af þeim 75 lífeyrissjóðum, sem voru starfandi í árslok 1995, áttu hlutabréf. Lífeyrissjóðir með ábyrgð ríkissjóðs, sveitarfélaga og ríkis- banka eiga engin hlutabréf. Bók- færð eign lífeyrissjóðanna í hluta- bréfum nam í árslok 1995 7,3 millj- örðum, en það er aðeins 2,8% af heildareign þeirra. Þar af nam eign þeirra í erlendum hlutabréfum 377 milljónum. Hlutabréfaeign sjóðanna hækkaði mikið á síðasta ári m.a. vegna hækkunar á gengi og má leiða líkum að því að hlutabréfaeign sjóðanna sé komin vel á annan tug milljarða. Hlutfall hlutabréfa af eignum sjóðanna er samt ennþá lágt og miklu lægra en í flestum Evrópulöndum. í Bretlandi liggur t.d. um 70% af eign lífeyrissjóðanna í hlutabréfum. Ástæðan fyrir því að þetta hlut- fall er ekki hærra hér á landi er þríþætt. í fyrsta lagi hafa sjóðirnir verið hikandi við að íjárfesta í hluta- bréfum, en óumdeilt er að mun meiri áhætta fylgir slíkum Qárfest- ingum en verðbréfum. I öðru lagi hafa lífeyrissjóðirnir haft takmark- aðar heimildir til að fjárfesta í hlutabréfum, en stjórnir sjóðanna hafa þó verið að rýmka þær á síð- ustu árum. í þriðja lagi hefur hluta- bréfamarkaðurinn til skamms tíma ekki verið það burðugur að hann hafi staðið undir mjög mikilli eftir- spurn. Möguleikar sjóðanna til að fjárfesta í góðum hlutabréfum hafa verið takmarkaðir einfaldlega vegna þess að það hefur verið skort- ur á slíkum bréfum. Már Guðmundsson, hagfræðing- ur Seðlabankans, sagði ljóst að á komandi árum myndu lífeyrissjóð- irnir í auknum mæli fjárfesta í hlutabréfum heima og erlendis ein- faldlega vegna þess að það yrði ekki hægt að koma eignum sjóð- anna fyrir á íslenskum skuldabréfa- markaði. Vonandi myndi framboð á skuldabréfum ríkisins með ríkis- ábyrgð minnka samhliða betri af- komu ríkissjóðs. Þar með yrðu líf- eyrissjóðirnir að leita annað eftir § árfestingarkostum. Arösemi hlutabréfa mikil ífyrra ífeyrissjóður verzl- unarmanna er sá lífeyrissjóður sem fyrstur hóf að fjár- festa á hlutabréfa- markaði í einhveij- um mæli. Sjóðurinn á í dag hluta- bréf í 24 fyrirtækjum. Bókfært verðmæti hlutabréfanna var um síð- ustu áramót rúmir tveir milljarðar. Ef verðmæti hlutabréfanna væri reiknað miðað við markaðsverð á hlutabréfamarkaði um sl. áramót væri verðmæti bréfanna 2,9 millj- arðar, sem gefur til kynna að lífeyr- issjóðirnir eigi talsverða dulda eign í hlutabréfum. Arðsemi hlutabréfa- eignar Lífeyrissjóðs verzlunar- manna var 50,3% á síðasta ári. Árleg raunávöxtun hlutabréfaeign- ar sjóðsins frá 1980 til ársloka 1996 er 14,3%. Lífeyrissjóður verzlunarmanna á yfir 10% hlutafjár í þremur félög- um, Aflvaka hf., íslandsbanka hf. og Þróunarfélagi íslands. Þetta á sér að hluta til sögulegar skýringar vegna þess að íslandsbanki og Þró- unarfélagið eru félög sem mynduð eru með samruna nokkurra hlutafé- laga sem sjóðurinn átti áður hlut í. Sjóðurinn á fulltrúa í bankaráði íslandsbanka og í stjórn Þróunarfé- lags íslands. Með liðveislu annarra stendur sjóðurinn að kjöri eins full- trúa í varastjórn Flugleiða. Sjóður- inn á ekki fulltrúa í stjórnum ann- arra hlutafélaga og hefur ekki uppi áform um að skipa fulltrúa í stjórn- ir einstakra hlutafélaga, að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar, forstjóra Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.