Morgunblaðið - 24.04.1997, Side 27

Morgunblaðið - 24.04.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 27 LISTIR Listin að eiga vini Morgunblaðið/Halldór ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ er á góðri siglingu um þessar mundir með hverja glanssýninguna á fætur annarri, segir í dómnum um Lista- verkið en hér eru þeir Hilmir Snær, Ingvar E. og Baltasar Kormákur að lokinni frumsýningu í gær. LEIKUST Þjóölcikhúsiö: LISTAVERKIÐ EFTIR YASMINA REZA Islensk þýðing: Pétur Gunnarsson. Leikarar: Baltasar Kormákur, Hilmir Snær Guðnason og Ingvar E. Sigurðsson. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Leikmynd og búningar: Guðjón Ketilsson. Lýsing: Guð- brandur Ægir. Dramatúrg: Bjarni Jónsson. Litla sviðið, miðvikudagur 23. apríl. VINATTA þriggja karia er í brenni- depli í leikriti frönsku skáldkonunnar Yasminu Reza, Listaverkið, sem var frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Verkið er tiltölulega ungt og hlaut Moliére-verðlaunin frönsku 1994. Efnið smellpassar inn í umræðu síðustu ára um nýja karlí- mynd og karlmennsku og gildi þess liggur ekki síst í því hvernig höfund- ur sneiðir vandlega hjá öllum klisjum um karla og vináttu þeirra og sýnir okkur þtjá trúverðuga einstaklinga og lýsir samskiptum þeirra á einlæg- an og áleitinn hátt og síðast en ekki síst af miklum húmor. Allir sem átt hafa vini, karlar og konur, geta auð- veldlega speglað sig og vini sína í þeim átökum sem hér er lýst. Þremenningarnir hafa þekkst hálf- an annan áratug og haldið saman í blíðu og stríðu. Einn þeirra er að fara að gifta sig og annar er nýfrá- skilinn og eins og í ljós kemur í rás leiksins hafa þeir hver um sig sínar hugmyndir um stöðu sína innan hóps- ins, hugmyndir sem reynast jafnvel stangast illilega á við hugmyndir hinna tveggja þegar allt kemur til alls. Leikritið er laglega upp byggt í kringum þau átök sem vinimir þrír lenda í innbyrðis þegar einn þeirra festir kaup á rándýru nútímalista- verki. Listaverkið verður það viðmið sem persónurnar máta líf sitt, skoð- anir og stöðu sína innan hópsins við. Ólíkar skoðanir þeirra á listinni og lífinu kristallast í umræðum þeirra um verkið, sem síðan leiðir þá til nánari skoðunar á eigin lífsmáta og vináttu. Listaverkið sem um ræðir er hvítur ferhymdur strigi. Höfundur leikur sér með „nýju fötin keisarans“ um leið og gefíð er í skyn að á hinum „auða“ fleti sé allt það rými sem ímyndunar- aflið þarfnast. Þannig er ómögulegt að negla niður „höfundarafstöðu" til listaverksins, en einmitt það gerir alla túlkun á því bæði skemmtilega og fljótandi. Leikaramir þrír sem eru í hlutverk- um vinanna em í hópi vinsælustu karlleikara af yngri kynslóðinni á Islandi um þessar mundir. Þetta eru skiljanlegar vinsældir; allir búa þeir yfír góðum hæfileikum sem hafa notið sín í margvíslegum hlutverkum (auk þess sem þeir em hver öðram myndarlegri). En Guðjón Pedersen sýnir enn að hann er snjall leikstjóri og varar sig á því að móta gervi persónanna ekki eftir leikurunum, þvert á móti reynir hann að skapa persónur sem eru óiíkar þeim „týp- um“ sem þessir leikarar hafa áður leikið. Með þessu móti tekst honum að koma áhorfendum skemmtilega á óvart. Sérstaklega á þetta við þá persónu sem Baltasar Kormákur leik- ur. Baltasar leikur Mark, nokkuð forpokaðan „bessesvisser", af mikilli innlifun. Hann var frábærlega hal- lærislegur og fór á kostum þegar hann túlkaði bamalegar mikil- mennskuhugmyndir Marks um sjálf- an sig. Hilmir Snær lék Ivan, taugaveikl- aðan og léttgeggjaðan tilvonandi brúðguma, og kitluðu hámákvæm svipbrigði hans og tilfþrif óspart hlát- urstaugar áhorfenda. Ingvar E. Sig- urðsson var listaverkakaupandinn, Sergé, og sýndi hann okkur persónu sem rambar skemmtilega á mörkum snobbs og ástar á listinni. Samleikur þeirra þriggja var með afbrigðum góður og saman náðu þeir á köflum að skapa sprenghlægi- legar farsakenndar aðstæður, jafnt sem viðkvæm og tregablandin augna- blik. Mikið mæðir á leikumnum því það er textinn sem er aðalatriði verksins (það gerist í sjálfu sér ekki mikið á sviðinu). Þýðing Péturs Gunnarssonar rann lipurlega og var mjög áheyrileg. Sviðsmynd Guðjóns Ketilssonar er einföld en vel úthugsuð og nýtist vel í rás leiksins. Búningar hans undir- strika bæði persónueinkenni hverrar persónu auk þess að sýna ákveðin líkindi þeirra (allir í svipuðum frökk- um en ólíkum fötum þar undir). Lýs- ingin Guðbrands Ægis var skemmti- leg, sérstaklega í eintölunum þar sem spilað er undir með skuggum. Þjóðleikhúsið er á góðri siglingu um þessar mundir með hveija glans- sýninguna á fætur annarri. Ekki verður annað sagt en fjölbreytni og gæði einkenni þau verk sem nú eru á fjölum hússins. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi - og þá er bara að drífa sig í leikhúsið. Soffía Auður Birgisdóttir Seljakirkja Seljur og Kveldúlfs- kórinn KVENNAKÓRINN Seljur og Kveldúlfskórinn verða með söngskemmtun í Seljakirkju laugardaginn 26. apríl kl. 16.30. Stjórnandi Selja er Kristín Pjétursdóttir, undirleikarar Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Bragi Hlíðberg harmonikku- leikari og Þorvaldur Stein- grímsson fíðluleikari. Kveldúlfskórinn er blandað- ur kór sem kemur úr Borgar- nesi. Stjórnandi hans er Ewa Tosik Warszawiak, undirleik- ari Clive Pollard og einsöngv- ari Ólöf Erla Bjarnadóttir. Aðrir tónleikar kóranna verða í Borgarnesi 7. maí kl. 21. Grímur Mar- inó í Safnhúsi Borgarfjarðar SÝNING á verkum Gríms Mar- inós í Safnhúsi Borgarfjarðar við Bjarnarbraut, Borgarnesi, verður opnuð laugardaginn 26. apríl kl. 15. Við opnunina les Hrafn Harðarson úr ljóðum sínum og Birna Þorsteinsdóttir og Anna S. Þorvaldsdóttir leika nokkur lög á píanó og selló. Sýningin ber heitið Þat mælti mín móðir og sýnir Grímur þar glerverk, högg- myndir og málverk. Sýningin verður opin dag- lega til 2. júní frá kl. 15-18. Vantar r i p u n HAGKAUP HÚSASMIDJAN Shellttö&vamar FLUGLEIDiR krónur punkta Matvara 1.000 Sérvara Staðgreiðsla og kort Reikningsviðskipti Allar vörur, veitingar, smur- og [ivottajijónusta HlJsneyti Almenn fargjöltl Pakkaferðir 1.000 25 1,000 50 — 1.000 Samk.lag 1-000. »40" lít) ikta trar pun 10 15 krónur pimkta 1.000 25 1.000 10 riKBAj' fln, Allar vörur 1.000 25 ® TOYOTA Nýir kílar 1.000 10 Notaðir kílar, vörur og þjón. 1.000 20 ^UBeknlval Staðgreiðsla í verslun 1.000 20 Hmhums Allar vörur og íramköllun 1.000 50 FLUGLEIDIR SS> INNANLANDSM Almenn fargjöld 1.000 30 Pakkaíerðir og frakt 1.000 15 @ UECASTIIE Allar vörur 1.000 25 1S LA N D S B A N K1 Hvar sem verslað er með deket- cða kreditkorti 1.000 i 2 ort? Lili nota nú Fríkortið að staðaliri ogf fleiri tætast viá dagflegfa. Ef vantar Frífcort cða ]oú liefur t.d. afm^a a að fa auka kort lianda unglingunum á keimilinu er Jpað auðsótt mál. Umsóknareyðuklöð liggja. írammi á öllum afgreiðslu- og sölustöðum Fríkortafyrirtækjanna og einnig er liægt að kringja í kjónustusímann 563 9000. Mundu að Jrá færð Fríkortið jjér algjörlega að kostnaðarlausu, en notkun jiess getur skilað þér ríkulegum ávinning'i. n« usr—

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.