Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 6
„T tOfií Th’Ioá t t íJUSMijMMUö 6 SUNNUDAGUR 17, AGUST 1997 .... ERLENT Lífvörður Jeltsíns leysir frá skjóðunni Alexander Korzhakov var í áratug lífvörður Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og einn hans nánasti samstarfsmaður. Nú hefur hann skrifað 500 blaðsíðna bók þar sem greint er frá valdaferli forsetans og sagt að þegar Jeltsín sé ekki fullur sé verið að reyna að halda áfengi frá honum. ALEXANDER Korzhakov, sem eitt sinn var lífvörður Borís Jeltsíns og sagður einn valdamesti maður Rússlands, kynnti í liðinni viku minn- ingar sínar og dregur þar upp ófagra mynd af Rússlandsforseta. Sam- kvæmt frásögn Korzhakovs var Jelts- ín meira og minna fullur og greip líf- vörðurinn til þess ráðs að þynna áfengi til að stemma stigu við drykkju forsetans. Korzhakov var lífvörður Jeltsíns í 10 ár. Hann var pólitískur ráðgjafí Jeltsíns, lék við hann tennis og sat með honum í gufubaðinu. í bókinni, sem nefnist „Borís Jeltsín: Myrkranna á milli“, er greint frá valdaferli Rúss- landsforseta án þess að nokkuð sé dregið undan ef marka má það, sem kom fram á blaðamannafundi Korz- hakovs í Moskvu í síðustu viku, og brot, sem birt hafa verið úr bókinni í rússneskum og vestrænum ijölmiðl- um undanfamar vikur. Korzhakov var rekinn úr starfí í júní í fyrra og eftir það hefur hann veist að nánast öllum samstarfsmönnum Jeltsíns. Margir telja að hann sé í einstakri stöðu til að varpa ljósi á ýmislegt, sem gerðist á fyrsta kjörtímabili Jeltsíns í emb- ætti forseta, en aðrir segja að hann sé það hlutdrægur að líta megi á frá- sögn hans sem skítkast. Jeltsín sé ýmist fullur, veikur eða að fjargviðr- ast út í einhvem andstæðing. „Hefnigjörn vendilkráka“ Á miðvikudag lýstu rússneskir fjölmiðiar Korzhakov sem hefni- gjamri vendilkráku, sem ekki hefði áhuga á öðru en að græða peninga. „Ég sel vini mína myrkranna á milli,“ sagði undir forsíðuskrípamynd dag- blaðsins Moskovskí Komsomolets þar sem Korzhakov sást standa við hlið andlitsmyndar af Jeltsín, sem var al- sett pennalaga pílum. Á blaðamannafundinum sagði Korzhakov að hann hefði skrifað bók- ina vegna þess að almenningur ætti rétt á að vita hvað gerst hefði að tjaldabaki og hann ætti rétt á að þéna peninga. Hann kvaðst gera sér vonir um að græða tugi milljóna króna á bókinni og þuldi upp símanúmer ef svo vildi til að einhver hefði áhuga á að gefa bókina út eða birta kafla úr henni. Korzhakov kvaðst einnig vonast til þess að sér yrði stefnt vegna bókar- innar vegna þess að hann lumaði á ýmsu til viðbótar, sem gæti komið sér illa fyrir Jeltsín. Nefndi hann myndir, disklinga og sitt eigið minni. Hjartaáfall yfir Atlantshafi I bókinni lýsir Korzhakov frægri för Jeltsíns til írlands þegar hann lenti á Shannon-flugvelli en fór aldr- ei út úr vél sinni þótt móttökunefnd biði hans. I fjölmiðlum var almennt talið að Jeltsín hefði ekki komist út úr vélinni vegna drykkjuskapar en annað kemur fram hjá Korzhakov. Jeltsín var á leið frá Washington til Moskvu í september 1994 og hugðist millilenda á írlandi til við- ræðna við Albert Reynolds, þáver- andi forsætisráðherra. Að sögn Korzhakovs hafði Jeltsín drukkið ótæpilega af léttvíni í máls- verði hjá Bill Clinton Bandaríkjafor- seta og verið farinn að tala mjög ógætilega. „Allir vita að þegar skálað er á opinberum fundi fær maður sér lítinn sopa og leggur glasið frá sér,“ segir í kafla, sem birtist í breska dagblað- inu The Times. „Jeltsín fékk sér að- á vinsælasta eftirlaunasparnaöarkerfi Þjóöverja og athyglisveröri nýjung í slysatryggingum n.k. Þriðjudag. Tími: Kl. 17:00-18:30 og kl. 20:00-21:30. Staður: Síðumúli 32. Umboösaðili fyrir Allianz AG. á (slandi Síöumúla 32, sími 588 3060. í KOSNINGABARÁTTUNNI í fyrra steig Borís Jeltsín Rússlands- forseti á svið og dansaði nokkur spor á popphljómleikum í bænum Rostov. Alexander Korzhakov segir í nýrri bók sinni að þetta hafi hann gert að ráði dóttur sinnar, Taljönu. Ætlunin hafi verið að sýna að forsetinn væri enn fullur af þrótti æskunnar, en þenn- an dag hafi hann hins vegar verið fölur og fár. Dóttir hans hafi engu að síður sagt honum að láta slag standa. „Við báðum þess aðeins að frambjóðandinn dytti ekki dauður niður fyrir framan gáttaðan áhorfendaskarann," skrifar Korzhakov og bætir við að eftir þetta atvik hafi hann gert sér grein fyrir því að Taljana væri yfirborðið eitt. Reuter ALEXANDER Korzhakov, fyrrverandi yfirmaður líf- varðasveita Borís Jeltsíns Rússlandsf orseta. eins smábita af kjöti og tæmdi nokk- ur glös. Vínið steig honum beint til höfuðs og hann fór að segja hrylli- lega brandara sem virtust engar undirtektir fá. Túlkurinn reyndi í örvæntingu að fínna orð sem gætu komið dónaskap [Jeltsíns] til skila með fyndnum hætti." Korzhakov segir að Clinton hafí greinilega gert sér grein fyrir því að gestur hans væri farinn að hegða sér undarlega en reynt að láta eins og allt væri í lagi. Clinton hefði hins vegar séð að ílla gæti farið. Korzhakov kveðst hafa verið orð- inn sótrauður af reiði og sér hafi ekki orðið rótt fyrr en komið var á flugvöllinn \ Washington-borg til brottfarar. Á leiðinni yfír Atlantshaf- ið var Korzhakov hins vegar skyndi- lega vakinn. Yfír honum stóð Naina Jeltsín, eiginkona forsetans, og sagði að hann lægi í eigin þvagi á gólfinu. Korzhakov kveðst hafa kaliað til lækna sem þegar hófust handa við að gefa Jeltsín sprautur og í æð og hjálpa honum við öndun. „Hann hef- ur fengið hjartaslag," hefur Korz- hakov eftir Nainu. „Hvað eigum við að gera?“ Ekki voru nema þijár klukku- stundir til lendingar og segir Korz- hakov að það hefði beinlínis verið hættulegt að leyfa Jeltsín að fara frá borði. Jeltsín hafi hins vegar verið á öðru máli þegar hann vaknaði með hóp af læknum í kringum sig. Hann hafí reynt að setjast upp en verið svo kvalinn að hann féll aftur á koddann. „Ég ætla til viðræðnanna,“ sagði forsetinn. „Annars verður alþjóðlegt hneyksli." Við læknana á hann að hafa sagt: „Gerið mig eðlilegan og heilbrigðan. Ef þið getið það ekki getið þið farið til fjandans!" Þegar vélin lenti á Shannon-flug- velli leið dijúg stund án þess að nokk- uð gerðist. Korzhakov segir að á meðan Jeltsín hafí verið meðvitundar- laus hafí verið ákveðið að Oleg Sosko- vets, þáverandi aðstoðarforsætisráð- herra, færi í stað Jeltsíns. Jeltsín hafí hins vegar mótmælt harðlega. „Ég skipa þér að vera kyrr um borð í vélinni, ég fer sjálfur á fundinn,“ sagði Jeltsín og kveður Korzhakov hann hafa haft svo hátt að það hljóti að hafa heyrst út á flugvöll þar sem móttökunefndin stóð og beið með Reynolds í broddi fylkingar. Jeltsín hafí hvað eftir annað reynt að standa á fætur en hnigið niður jafnharðan. Þegar Soskovets gekk út úr vélinni hafí Jeltsín sest niður klæddur skyrtu og nærbuxum og brostið í grát: „Þið hafíð látið mig verða mér til skamm- ar fyrir augum heimsins með þvi að gera þetta.“ Eftir þetta hafí læknarnir gefíð Jeltsín róandi lyf og hann hafí sofíð þar til komið var til Moskvu. Korz- hakov kveðst hafa sagt Jeltsín að skýra það sem gerðist á írlandi svo að hann hefði verið þreyttur, stein- sofnað og lífverðir hans hefðu ekki leyft að hann yrði vakinn. Þetta hefði Jeltsín endurtekið þegar fjölmiðlar spurðu hvað hefði gerst á írlandi. Korzhakov segir að eitt versta at- vikið, sem hann muni eftir, hafí gerst þegar Jeltsín fór til Þýskalands í ág- úst 1994 til að taka þátt í sérstakri athöfn af því tilefni að rússneski her- inn væri að hverfa frá þeim svæðum sem áður kölluðust Þýska alþýðulýð- veldið. Jeltsín hefði verið niðurdreginn og fundist Rússar vera að hverfa frá Þýskalandi með skömm eftir allar fómir heimsstyijaldarinnar síðari. Naina hafí ságt að hún hefði aðeins gefíð Jeltsín bjór, en greinilegt hefði verið að hann hefði drukkið eitthvað sterkara án vitundar konu sinnar. Jeltsín hefði verið mjög þreytuleg- ur, en með því að gefa honum ammon- íak, kalla á hárgreiðslumann, sem þvoði hár hans og nuddaði andlitið hefði verið hægt að láta renna af honum. Þegar kom til athafnarinnar þar sem Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, tók á móti Jeltsín hefði hins vegar verið farið að draga af Rúss- landsforseta á nýjan leik. Studdur af Kohl Korzhakov segir að Kohl hafí náð bestu sambandi við Jeltsín af öllum erlendum leiðtogum, Jeltsín hafí nán- ast verið eins og yngri bróðir hans. I þetta skipti hafí kanslarinn séð hvers kyns var og nánast stutt Jeltsín að minnisvarðanum um frelsun Berlínar. Eftir því sem leið á hefði skap Jelts- íns batnað og í hádegismatnum hefði hann drukkið svo mikið rauðvín að þýski þjónninn hefði varla haft við. Hann hefði baðað út öllum öngum og ekki getað sagt orð af viti. Því næst hefði verið haldið að sov- éska minnisvarðanum um heimsstyij- öldina síðari til að leggja blómsveig. Við minnisvarðann hefði Jeltsín viljað ávarpa hóp „þakklátra" íjóðveija, sem stóðu skammt frá, og forsetinn hefði ekki tekið eftir því að þar voru á ferð reiðir fasistar, sem mómæltu hástöfum og veifuðu borðum og spjöldum. Korzhakov kveðst hafa varað Jelts- ín við og sagt honum að fara ekki nálægt þessu fólki því að allt yrði vitlaust yrði hann ljósmyndaður nærri því. Við það hefði Jeltsín hins vegar espast upp og þegar Korzhakov hugð- ist hefta för hans reif forsetinn í bindi lífvarðarins svo að það rifnaði og hljóp til fólksins. Kveðst Korzhakov ekki enn átta sig á því hvernig þetta atvik gat farið fram hjá fréttamönnum. Tónsprotinn á loft Næst hefði athygli Jeltsíns beinst að hljómsveit lögreglunnar í Berlín. Hljóp hann upp á sviðið, hrifsaði tón- sprotann af gáttuðum stjórnanda hljómsveitarinnar og tók að stjórna hljómsveitinni með miklum handa- hreyfíngum. Myndir af þessu atviki voru sýndar um allan heim. Korzhakov segir að ógerningur hafí verið að halda víni frá Jeltsín, sama hvað læknar sögðu. Jeltsín hefði alltaf fundið leið til að sniðganga bann við neyslu sterks áfengis. Ef hann hafí þurft á drykk að halda , hafí hann kvatt til sín einhvern vina sinna, eða sent einhvern húsvörðinn að sækja áfengi. Fundir með Víktor Tsjemomýrdín forsætisráðherra hefðu ávallt endað með því að gripið var til áfengis. Þegar Jeltsín hefði sent starfsfólk út af örkinni hefði Korzhakov brugðið á það ráð að láta það hafa flöskur, sem hann fyllti með vatni og blandaði dreitli af vodka til að blekkja forsetann. Hann hafí út- vegað sér rétta búnaðinn til að inn- sigla flöskutappa hjá lögreglunni og notað hann til að villa um fyrir Jeltsín. Korzhakov segir að í upphafí hafí hann aðeins starfað fyrir Jeltsín, en hafí farið að bera virðingu fyrir hon- um fyrir að skera sig úr restinni af valdastétt kommúnista í Sovétríkjun- um. Eftir valdaránið 1991 hefði hann fengið völdin upp í hendurnar og alla Rússa hefði þyrst í breytingar. | Valdið spillir „Jeltsín hefði getað notað þetta I frábæra tækifæri til að gera umbæt- ur, hreinsa út spillingu og bæta líf milljóna Rússa,“ segir Korzhakov. „En Borís Níkolajevitsj varð hneyksl- anlega fljótt spilltur af fylgifískum algers valds, smjaðri, efnislegum gæðum og algerum skorti á sjálf- stjóm.“ í skrifstofu Jeltsíns er engin við- i brögð að fá við bókinni. Þegar breska blaðið Guardian hafði eftir Korzhakov ' í júní að Jeltsín hefði reynt að fremja I sjálfsmorð árið 1990 með því að stökkva af brú í Moskvufljót og aftur tveimur ámm síðar með því að loka sig inni í gufubaði var hins vegar gefín út yfírlýsing í Kreml þar sem sagði að Korzhakov væri „blindaður af óvild" og léti stjórnast af hefndar- þorsta. Jeltsín hefur aftur á móti gefíð frásögn lífvarðarins ákveðinn k trúverðugleika. í ævisögu sinni skrif- ' ar Jeltsín að Korzhakov hafí alltaf ) verið sér við hlið: „Hann kann að virð- | ast einfaldur út á við, en að baki þessari einfeldni leynist skarpur hug- ur og framúrskarandi og skýr hugs- un. “ Jeltsín hefur einnig sagt að Korzhakov hafí skipulagt árásina á rússneska þingið árið 1993 þegar andstæðingar forsetans höfðu komið sér þar fyrir og hafíð vopnaða bylt- , ingu. Að sögn Korzhakovs hafði Jelts- I ín meira að segja slegið upp sam- | kvæmi áður en liðsmenn hans höfðu k náð þinghúsinu á sitt vald og þegar ’ hann sneri aftur til að segja forsetan- um tíðindin var veislan langt komin. Sérfræðingar um málefni Rúss- lands segja að Korzhakov hafí verið einn valdamesti maðurinn að tjalda- baki þar til Jeltsín var endurkjörinn forseti, sérstaklega meðan á tíðum fjarvemm hans vegna veikinda stóð. Korzhakov byijaði að starfa fyrir j) Jeltsín árið 1986. Hann starfaði þá t hjá sovésku leyniþjónustunni, KGB, v en sagði þar upp störfum til að geta » fylgt Jeltsín þegar honum var vikið úr stjórnmálaráði sovéska kommún- istaflokksins árið 1988. í kosninga- baráttunni á síðasta ári fór hins veg- ar að halla undan fæti hjá lífverðinum og að endingu rak Jeltsín hann. Korzhakov höfðaði mál gegn Jelts- ín fyrir að flekka heiður sinn og æru, en tapaði því í júní og var gert að k greiða málskostnað. Hann var kjörinn á þing í febrúar P og situr í Dúmunni, neðri deildinni. | Þar nýtur hann friðhelgi frá málshöfð- un.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.