Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 56
560 6060 MORGUNBLAÐW, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<S>CENTRUM.1S / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Innflytjendur franskra kartaflna Ríkið end- ~ urkrafið um tæpar 300 miilj. SEX fyrirtæki sem flutt hafa inn frosnar franskar kartöflur krefja ríkið um endurgreiðslu á 270 til 280 milljónum króna auk dráttar- vaxta og kostnaðar vegna ólög- mætrar álagningar jöfnunargjalds í febrúar 1988. Þá hækkaði land- búnaðarráðuneytið gjaldið úr 40% ■®í 190% í kjölfar deilu við fjármála- ráðuneytið um hvort franskar kart- öflur væru iðnaðarvara eða land- búnaðarvara. Álagning jöfnunargjaldsin's var dæmd ólögmæt með dómi Hæsta- réttar 19. desember 1996. Þegar hefur verið dæmt í máli eins fyrir- tækjanna sex og var fallist á end- urgreiðslukröfu þess. Önnur hafa ýmist þingfest endurkröfumál eða eru að undirbúa málshöfðun. Má búast við því að íslenska rík- **íð beri við fyrningu en fyrningar- tími í endurgreiðslu vegna oftek- inna opinberra gjalda er fjögur ár frá greiðslu. Endurupptaka refsimála Nokkur fyrirtæki gripu til þess á sínum tíma að víkja sér undan jöfnunargjaldinu með því að semja við birgja erlendis um lækkun á verði frönsku kartaflnanna gegn því að aðrar vörur hækkuðu. Þrír einstaklingar voru á sínum tíma sakfelldir fyrir tollalagabrot vegna þessa. Tveir þeirra þurftu að af- plána fangelsisdóma. Þessir þrír hafa nú fengið mál sín endurupp- jíekin í kjölfar dóms Hæstaréttar. Mál fjórða einstaklingsins gekk ekki tii dóms fyrr en á þessu ári og var hann sýknaður í héraðs- dómi. ■ Peð í pólitísku/22-23 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson SUMARREPJAN er farin að blómstra í góðviðrinu. Þó næringargildið minnki við gula litinn er hún augnayndi og kýrnar háma hana í sig. Ársframleiðsla mjólkur verður um 120 milljónir lítra Áhrifa verkfalls gætir enn ÞOKKALEGT jafnvægi er milli framboðs og eftirspurnar mjólkur að sögn Gísla Karlssonar fram- kvæmdasljóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Gísli segir að miðað við júlímán- uð verði ársframleiðsla mjólkur um 102 milljónir lítra eins og við- miðunarmörk geri ráð fyrir. Mjólkursalan sé ívið minni og sé þar fyrst og fremst um að kenna mjólkurverkfalli í marsmánuði. Salan hafi dottið niður í verkfall- inu og enn ekki alveg náð sér á strik. Að hlutatil verður umfram- framleiðsla t.il að styrlya birgða- stöðuna. Annað fer á erlendan markað í formi osta og lítilsháttar í formi smjörs og undanrennu- dufts. Ætíð er minni mjólkursala á sumrin en veturna hér á landi. Gísli sagði að útlit væri fyrir að framleiðslan yrði einhver hundruð þúsund lítra fram yfir kvóta á verðlagsárinu, en því lýk- ur í ágúst. Bændur mættu því eiga von á að fá minna greitt fyrir umframmjólk ef framleiðslan færi yfir 4% umfram kvóta. Olafur Dýrmundsson, ráðu- nautur hjá Bændasamtökum Is- lands, sagði að eftir kaldan júní hefði öll spretta verið afbragðs- góð sl. einn og hálfan mánuð. Veður hefði verið sæmilega hlýtt og nægur raki. Hins vegar hefði verið votviðrasamt og votviðri hefði tafið heyskap sunnanlands allt þar til um síðustu helgi og fram í vikuna. Hann sagði að von- ir stæðu til að bændur næðu a.in.k. meðaluppskeru. Um helg- ina og um næstu helgi kæmi svo í ljós hver áhrif kuldans í júní væru á berjasprettuna. Formaður Tölvunefndar segir aukna ásókn í upplýsingar um heilsu og erfðir Upplýsingar notaðar til að útiloka fólk frá viðskiptum? ÁSÓKN í upplýsingar um heilsufar fólks hefur stórlega aukist að því er fram kemur í formála sem Þor- geit' Örlygsson, formaður Tölvu- nefndar, ritar í ársskýrslu Tölvu- nefndar 1996. Þorgeir telur að þess kunni að vera skammt að bíða að aðilar hér á landi, sem stunda við- skipti, vilji komast yfir upplýsingar um erfðaeiginleika fólks og aðrar -aaheilsufarsupplýsingar í því skyni að útiloka einstaklinga, sem hafa til- tekna erfðaeiginleika, frá viðskipt- um við sig. í formála ársskýrslunnar fjallar Þorgeir um friðhelgi einkalífs, vernd persónuupplýsinga og hlut- verk Tölvunefndar. Fram kemur að sá málaflokkur sem sé hvað fyrir- .^ferðarmestur á borði Tölvunefndar sé skráning og önnur meðferð heilsufarsupplýsinga. „Ásókn i slík- ar upplýsingar hefur stórlega auk- ist, og nýjar tækniframfarir, sér- staklega á sviði erfðagreiningar, gera slíkar upplýsingar verðmætari en flestar aðrar upplýsingar, sem til persónuupplýsinga teljast. Þeirr- ar þróunar hefur orðið vart eriend- is, og er e.t.v. stutt að bíða að hún geri einnig vart við sig hér á landi, að ýmsir aðilar, sem viðskipti stunda, vilja komast yfir slíkar upp- lýsingar, einkanlega í því skyni að útiloka einstaklinga, sem hafa til- tekna erfðaeiginleika, frá viðskipt- um við sig. Má sem dæmi nefna vátryggingafélög og atvinnurek- endur. Þá hefur nýlega gengið í Danmörku dómur, þar sem yfir- læknir sjúkrahúss í Árósum var dæmdur í sektir fyrir að ijarlægja með ólögmætum hætti vefjasýni af sjúkrahúsinu og koma þeim fyrir á leyndum stað erlendis," segir í for- mála Þorgeirs. Hann bendir á að nota megi per- sónuupplýsingar til góðs og ills. Notkun upplýsinga um erfðaeigin- leika við lækningar sé af hinu góða en til ills sé hægt að nota slíkar upplýsingar þegar farið sé að nota þær til þess að útiloka einstakling- ana í þjóðfélaginu frá því að geta notið samfélagslegrar þjónustu í sama mæli og aðrir þegnar þjóðfé- lagsins gera. Auknar áhyggjur af skráningu í ættfræðirit Þorgeir greinir einnig frá því að Tölvunefnd verði þess vör í störfum sínum, að einstaklingar hafi í vax- andi mæli áhyggjur af söfnun og skráningu upplýsinga í þágu útgáfu ættfræðirita og ýmissa starfsstétta- tala. Þær spurningar, sem einkum brenni_ á mönnum, séu aðallega tvær. í fyrsta lagi, hvort skrásetjar- ar og útgefendur slíkra rita hafi fullt og óskorað vald til þess að ákveða sjálfir, hvort tiltekinn mað- ur, gegn vilja sínum, er tekinn með í slíkt rit, ef hann á annað borð tilheyrir ákveðinni ætt eða tiltekinni starfsstétt. í öðru lagi hvort sá sem upplýsingarnar varðar, geti ekki að einhveiju leyti ráðið því sjálfur, hvaða upplýsingar um hann birtast í slíku riti. Þorgeir segir mörgum spurning- um ósvarað og nú bíði nokkur mál af þessu tagi ákvörðunar á borði Tölvunefndar. Tvisvar fuglar í hreyfil sömu flugvélar TVISVAR með stuttu millibili hafa fuglar lent í hreyfli Metro- flugvélar Flugfélags íslands. Var í bæði skiptin um sömu flugvél að ræða og varð að skipta um mótor í bæði skiptin. Atvikin áttu sér stað nýverið er vélin var á flugi við Akur- eyri í annað skiptið og í hitt skiptið á flugvellinum í Aðaldal. Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir þetta afar sjaldgæft, hvað þá að um sömu vél sé að ræða. Segir hann að fuglar lendi ýmist á skrúfublöðunum sjálf- um eða inni í hreyflum og þurfi að skoða vandlega hversu mikl- ar skemmdir hafi orðið. í báð- um þessum tilvikum hafi orðið að skipta um mótor. Fyrirtækið er tryggt fyrir tjóni sem þessu en verð á mótor skiptir milljón- um króna. Páll segir að óþæg- indi hafi skapast vegna tafa meðan á viðgerð stóð. Þar sem hætta er á fugla- mergð við flugvelli reyna flug- vallarstarfsmenn að fæla fugla frá þegar flugvél er í aðflugi og í Reykjavík eru sérstakar fuglafælur notaðar. 10% aukning í júlí Páll Halldórsson segir Metro-vélarnar hafa reynst vel í innanlandsfluginu, þær henti bæði á fjölmennum og fámenn- um leiðum. Hann segir far- þegafjölda í júlí hafa aukist um 10% miðað við júlí í fyrra og verið sé að greina hvernig far- gjaldasamsetningin komi út til að hægt sé að móta áframhald- andi stefnu í þeim efnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.