Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ PEÐ í PÓLITÍSKU YALDATAFLI 1 Bréf sem gengu milli Jóns Baldvins Hannibalssonar þá- verandi fjármálaráð- herra og Jóns Helga- sonar landbúnað- arráðherra sýna að hækkun jöfnunar- gjalds á franskar kartöflur fyrir tæp- um tíu árum var fyrst og fremst leik- ur í pólitísku valda- tafli, þar sem land- búnaðarkerfið neytti allra úrræða til að verja innlenda framleiðslu. Páll Þórhallsson segir að ekki sjái enn fyrir endann á afieiðingum þessarar ákvörðunar sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta og ómál- efnalega. Ríkissjóð- ur stendur frammi fyrir kröfum frá sex innflutningsfyrir- tækjum um endur- greiðslu oftekinna gjalda er nema hundruðum milljóna króna ásamt drátt- arvöxtum og kostn- aði. Þrír einstakling- ar voru dæmdir í þungar refsingar á grundvelli reglugerðarinnar löglausu, tveir þurftu að afplána fangelsisdóma. Hæstiréttur hefur nú heimilað endurupptöku mála þeirra. FRANSKAR kartöflur eru vinsæl og eftirsótt mat- vara jafnt á veitingastöð- um sem í heimahúsum. Hafa þær verið fluttar inn áratug- um saman. Á áttunda áratugnum var byijað að framleiða íslenskar „franskar" á Svalbarðseyri og síð- ar í Þykkvabænum. Um miðjan níunda áratuginn, löngu áður en hugmyndin um evrópska efna- hagssvæðið hafði fæðst, þegar það þótti ennþá sérviska að halda því fram að gefa ætti innflutning á landbúnaðarvöru fijálsan, upphóf- ust atburðir í íslenska stjórnkerf- inu sem orðið hafa kveikjan að fjöl- mörgum dómsmálum sem enn sér ekki fyrir endann á. Helstu fyrirtækin sem þá fluttu inn franskar kartöflur voru: Garri hf., Sómaco hf., S. Óskarsson & Co, Reykjagarður hf., Daníel Ólafsson hf. og Dreifíng hf. Árið 1985 samþykkti Alþingi ný búvöru- lög. Þar var ráðherra veitt heimild til að leggja jöfnunargjald á inn- fluttar kartöflur á bilinu 0-200%. í greinargerð með frumvarpi var málið skýrt þannig að vegna nátt- úrufars og legu landsins væri ekki unnt að tryggja nægjanlegt vöru- framboð allt árið á vissum tegund- um búvöru, t.d. garðávöxtum, grænmeti og kartöflum. Yrði því að flytja þessar vörur inn. í ýmsum tilvikum væru hinar erlendu vörur greiddar verulega niður af þarlend- um stjómvöldum. Þegar innlend framleiðsla væri enn á markaði raskaði innflutningur þessarar vöru því mjög samkeppnisstöðu innlendu framleiðslunnar. Þessar aðstæður hefðu meðal annars gert þeim innlendu fyrirtækjum sem ynnu úr kartöflum erfitt fyrir í samkeppni við niðurgreidda fram- leiðslu að utan. Ágreiningur ráðherra Jöfnunargjaldið var fyrst lagt á í júní 1986. Var gjald af nýjum eða kældum kartöflum ákveðið 50% en 40% af unnum vörum. Síð- ar sama ár voru kartöflur til inn- lendrar framleiðslu undanþegnar gjaldinu. I apríl 1987 skrifaði land- búnaðarráðuneytið fjármálaráðu- neytinu bréf þar sem farið var fram á að tollyfirvöld stöðvuðu þegar innflutning á frosnu grænmeti og frosnum kartöflum þar sem hann væri óheimill nema með leyfi land- búnaðarráðuneytisins. Sendi fjár- málaráðuneytið bréf til allra toll- og tollgæslustjóra og brýndi fyrir þeim að stöðva slíkan innflutning nema fyrir lægi leyfi landbúnaðar- ráðuneytisins. Landbúnaðarráðu- neytið ákvað þá um haustið að stöðva útgáfu innflutningsleyfa fyrir frönskum kartöflum á meðan „athugað væri hversu miklar birgðir væru í landinu bæði af inn- lendri framleiðslu og innfluttri". Innflytjendur mótmæltu þessu harðlega og gaf fjármálaráðuneyt- ið hinn 15. febrúar 1988 út ný fyrirmæli til ríkistollstjóra um að þar sem frosnar „franskar kartöfl- ur“ flokkuðust í viðauka í tollalög- um sem iðnaðarvara en ekki land- búnaðarvara þyrfti innflytjandi ekki að framvísa leyfi fyrir inn- flutningnum heldur bæri að tollaf- greiða vöru þessa með sama hætti og aðrar iðnaðarvörur. Fyrirmæli ráðuneytisins frá 5. maí árið áður um að innflutningur á frosnu grænmeti og kartöflum væri óheimill nema með leyfl landbún- aðarráðuneytisins tækju sam- kvæmt þessu ekki til innflutnings á „frönskum kartöflum." Það má nærri geta að uppi varð fótur og fit í landbúnaðarráðuneyt- inu þegar afrit af þessu bréfi Jóns Baldvins Hannibalssonar ijármála- ráðherra barst þangað. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Daginn eft- ir, 16. febrúar 1988, svarar land- búnaðarráðuneytið af fullum þunga og mótmælir þessari afstöðu sem væri „tekin einhliða og án samráðs við landbúnaðarráðuneyt- ið. Ráðuneytið getur ekki sætt sig við slíka málsmeðferð . . . Nauð- synlegt er því að fjármálaráðuneyt- ið afturkalli nú þegar fyrirmæli í áðurnefndu bréfi til ríkistoll- stjóra . . . enda telur ráðuneytið að með þeim hafi fjármálaráðu- neytið farið út fyrir valdsvið sitt.“ Fjármálaráðherra gaf sig ekki í bréfi dags. 19. febrúar 1988. Er þar rakinn sá lagaskilningur fjár- málaráðuneytisins að franskar kartöflur falli ekki undir hugtakið kartöflur í búvörulögum og því sé innflutningur þeirra ekki háður leyfi landbúnaðarráðherra. ,,[F]jár- málaráðuneytið telur sér ekki fært að gefa tollstjórum fyrirmæli um að haga störfum sínum þannig, að þau fari í bága við lög að þess mati. I þessu sambandi breytir litlu hver túlkun hliðsetts stjórnvalds [þ.e. landbúnaðarráðuneytisins] kann að vera á lögmæti slíkra fyr- irmæla“, segir þar. Fimm dögum síðar, 26. febrúar 1988, kemur svar landbúnaðar- ráðuneytisins, en ekki í formi bréfs heldur nýrrar reglugerðar um jöfn- unargjöld. Eru jöfnunargjöld á franskar kartöflur þar hækkuð úr 35;40% í 190%. í ljósi bréfaskipta ráðuneytanna verður þessi skyndilega margföldun jöfnunargjaldsins ekki skilin öðru vísi en sem leikur í valdatafli. Það átti að sýna hver færi með valdið í þessum efnum. Þegar fjármála- ráðuneytið lét sig ekki og viður- kenndi að landbúnaðarráðherra hefði vald til að heimila eða banna innflutning á frönskum kartöflum, voru sótt ný vopn í vopnabúrið. Torvelda skyldi innflutninginn með öllum ráðum, og þar kom heimildin til að hafa jöfnunargjaldið allt að 200% í góðar þarfír. Nauðvörn Eins og nærri má geta breytti þetta forsendum rekstrar þeirra fyrirtækja sem fluttu inn franskar kartöflur. Vitanlega kom þetta misjafnlega við fyrirtækin. Tvö urðu gjaldþrota og rekja forsvars- menn þeirra það til þessara svipt- inga, það þriðja rambaði á barmi gjaldþrots. Hvað gera menn sem rekast á þann múr sem reistur hafði verið um innlenda fram- leiðslu? Sumir þeirra sem flutt höfðu inn franskar kartöflur borg- uðu hin stórhækkuðu aðflutnings- gjöld. Aðrir „gripu til þess í nauð- vörn,“ eins og Jón Magnússon hrl., lögmaður Sómaco hf., orðar það, að semja við birgja erlendis um að lækka heildsöluverð á frönsku kartöflunum en hækka verð á öðr- um vörum á móti. Þannig tókst þeim að draga úr áhrifum jöfn- unargjaldsins. En þeir tóku um leið mikla áhættu og áttu eftir að súpa seyð- ið af þessu. Upp komst um samn- ingana við erlendu birgjana. Töldu yfirvöld að þarna væri verið að svíkja undan tolli. Var höfðað refsi- mál á hendur fjórum einstakling- um, frá fjórum fyrirtækjum, á grundvelli 126. gr. tollalaga þar sem það er lýst refsivert að gefa tollstarfsmanni ranga skýrslu eða leggja fram gögn sem eru röng eða villandi í því skyni að svíkja undan eða fá ívilnun á tolli eða gjöldum. Þremur refsimálum af fjórum lauk með sakfellingu. Fram- kvæmdastjóri Sómaco hf. var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af 11 mánuði skilorðsbundið, og 100.000 kr. sekt með dómi Hæsta- réttar 23. febrúar 1995. Fram- kvæmdastjóri Garra hf. (nú Gnípu hf.) var dæmdur í 2 ára fangelsi, þar af 21 mánaðar skilorðsbundið. Framkvæmdastjóri Daníels Ólafs- sonar hf. var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og honum gert að greiða 400.000 kr. sekt. En þar með er ekki öll sagan sögð. Menn vildu ekki kyngja því að reglugerð Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra væri lögleg. Frumkvæðið átti Gnípa hf. (áður Garri hf.) með Othar Orn Petersen hrl. sér til fulltingis. Samhliða því sem refsimálin gengu sinn gang í kerfinu var höfðað einkamál á hendur íslenska ríkinu til ógilding- ar á ákvörðunum tollyfirvalda um heimtu jöfnunargjalds. Þrotabú S. Óskarssonar & Co fór síðan að dæmi þeirra. Málinu var skotið til ríkistollanefndar og síðan stefnt fyrir héraðsdóm. Hæstiréttur féllst á kröfur innflytjendanna í dómi sem upp var kveðinn í Hæstarétti 19. desember 1996. Líklega hefur dómstóllinn sjaldan komist nær því að kalla embættisfærslu ráðherra valdníðslu — misbeitingu pólitísks valds. Engin málefnaleg rök I dómnum segir að þótt landbún- aðarráðherra hafí með lögum verið heimilað að leggja allt að 200% jöfnunargjald á innfluttar kartöflur þá hafi hann ekki mátt beita þeirri heimild að eigin geðþótta. Heimild- in til þessarar skattlagningar hafi verið bundin við skilgreindan til- gang laganna og telja yrði að í þeim skýringum sem fram komu í athugasemdum við frumvarpið og umræðum á Alþingi hafi falist mikilvæg afmörkun. Jöfnunar- gjaldið hafi verið hækkað í einu vetfangi í 190% en var áður 40%. Til marks um hve brátt þetta bar að getur Hæstiréttur þess að átta vikum áður, í ársbyijun 1988, var viðkomandi reglugerð endurskoð- uð og gefín út án þess að þá væri talin ástæða til að hækka jöfnunar- gjaldið. í málinu voru samkvæmt Hæstarétti engin gögn um að neitt hefði breyst á þessu átta vikna tímabili annað en það að fjármála- ráðherra tilkynnti ríkistollstjóra og landbúnaðarráðherra að franskar kartöflur væru flokkaðar sem iðn- E \ s i ; t; ! I. I L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.