Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ HERMANN BJARNASON -4- Hermann ' Bjarnason, bóndi í Auðsholti í Hrunamanna- hreppi, fæddist í Auðsholti 16. febr- úar 1910. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Kumbaravog-i 15. júní síðastlið- inn. Foreldrar Her- manns voru hjónin Vigdís Pálsdóttir og Bjarni Jónsson, bóndi í Auðsholti. Systkini Hermanns eru: Jón bóndi í Auðsholti, Páll bóndi í Lang- holtskoti (látinn), Guðbjörg, sem býr í Hafnarfirði, og upp- eldisbróðir, Ásgeir Hafliða- son, járnsmíðameistari, Reykjavík. Hermann bjó fé- lagsbúi með Jóni bróður sínum og síðan bróðursonum. Hann var ókvæntur og barnlaus. Útför Hermanns fór fram frá Skál- holtskirkju föstu- daginn 20. júní. Einn af föstu punktunum úr upp- vexti mínum í Auðs- holti, Hermann í Austurbænum, er all- ur. Þegar ég fletti minningarbrotum frá bernskudögunum er Hemmi ævinlega þar á sínum stað, hljóðlátur, smávaxinn og kvikur í hreyfingum,_ alltaf að sýsla við búskapinn. í barnshuganum var ríki Hemma í Selholtinu. Þar voru ijárhúsin og þangað fór hann dag- lega til gegninga, oft hlaupandi og sporléttari mann hef ég ekki ÓLA VÍA STEINUNN SVEINSDÓTTIR + Ólavía Steinunn Sveins- dóttir, hjúkrunarkona og Ijósmóðir, fæddist í Arnardal við ísafjarðardjúp 4. septem- ber 1928. Hún lést á heimili sínu, Borgarhrauni 6, Grinda- vík, hinn 25. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grindavíkurkirkju 1. ágúst. Ólavía kom hingað tii Grinda- víkur að vori árið 1952. Gegndi hún ljósmóðurstörfum ásamt þvi að vera eina hjúkrunarkonan hér en læknir hafði ekki verið búsettur í Grindavík frá því að Sigvaldi Kaldalóns læknir lést árið 1947. Mikil kyrrstaða hafði ríkt í öllu og afturför allt frá 1935 og fram yfir 1950 og mikill fólksflótti úr byggðarlaginu. Er ég lít til baka, finnst mér, að ferskur blær hafi fylgt komu Ólavíu hingað. Hún var alltaf á ferðinni, seint og snemma að vitja sængurkvenna, sjúkra og gamal- menna. Ef slys og óhöpp urðu, var alltaf leitað til Ólavíu og aldrei brást hennar hjúkrun og aðhlynn- ing. Ólavía hafði rólegt yfirbragð og vann verk sitt fumlaust og af yfirvegun. Skapaði það henni tiltrú allra Grindvíkinga sem settu traust sitt á hana í veikinda- og slysatilfellum. Lengi bjuggu Grindvíkingar við það að læknar komu hér tvisvar í viku og síðar oftar. Varð ég þess var, að þeir treystu Ólavíu vel til verka og mun hún oft í samráði við þá, hafa sinnt ýmsum alvarlegum tilfellum með góðum árangri. Fyrstu árin sem Ólavía starfaði hér í Grindavík, var mikill upp- byggingartími í byggðarlaginu. Útgerð fiskiskipa jókst til muna, og skip úr öðrum verstöðvum leit- uðu mikið til hafnar hér, einkum í mars og apríl og september til nóvember. Voru oft og tíðum um og yfir eitt hundrað skip hér í höfninni og mikil vinna í fisk- vinnsluhúsum, sem mörg risu af grunni á þessum tíma þ.e. 1953 NIELS KRISTINN GUNNARSSON + Níels Kristinn Gunnarsson fæddist á Árskógsströnd 15. júlí 1928. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. ágúst síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Stærri- Árskógskirkju 12. ágúst. mun í bijósti margra bæra streng sem muna eftir hraustum manni og ungum. Hann sótti djarft á sjávar hættuslóð og sigldi oft með hlaðinn bát að landi, í háskaveðrum einn við stýrið stóð, að stýra bát var honum enginn vandi. Elsku Rósa. Við samhryggjumst þér, systurdóttir mín að sjá á bak svo ljúfum tryggðavini því sár mun vera sorgarbyrði þín uns sorgin njúpast minninganna skini. Minningin um mætan, góðan dreng sem mæta þurfti örlögunum þungum Nú lifir eftir minningin um mann sem með þér lifði ótal góðar stundir, en síðar muntu aftur hitta hann, þá hlotnast ykkur ljúfir endurfundir. . (Sigfús Þorsteinsson.) Með hugheilum samúðarkveðj- um. Edda og Sigfús. SIGRÚNH. ÁGÚSTSDÓTTIR MINNINGAR hitt. Ég man það líka að fyrir Hemma var engin girðing svo há og enginn skurður svo breiður að það væri honum hindrun og oft horfði ég, full aðdáunar, á hvernig hann stökk yfir skurðina, hálffulla af vatni, áreynslulaust að því er séð varð. Margar eru líka minning- arnar af hlaðinu í Austurbænum. Þá sé ég Hemma fyrir mér á Mósa og Lappa skokkandi á eftir, var þá ýmist verið að leggja af stað með ijárrekstur á fjalla að vori, í leitirnar að hausti, réttirn- ar, einhveija smalamennskuna eða sýsl við fé í annan tíma. En Hemmi annaðist ekki ein- ungis féð, hann var líka liðtækur í fjósinu og sinnti mjöltunum af sömu trúmennsku og öðru sem hann tók sér fyrir hendur og ófáar voru ferðirnar hans á eftir kúnum, ýmist að sækja þær í hagann til mjalta eða reka þær að þeim lokn- um. Kæri Hemmi. Nú er dagsverki þínu lokið. Þú varst hluti af bernsku minni. Þakka þér fyrir að vera þar. Sigríður Ása. til 1960. Löndun afla úr skipum var oft seint á kvöldin og stóð yfir allt til morguns en þá hófst vinnan í fiskhúsunum, oftast fram á kvöld. Fjöldi fiskvinnslufólks mun hafa verið um 200 til 300 og sjómenn eftir skipaijölda, um 500 til 1.000. Oft urðu slys og óhöpp og var Ólavía þá oftast kvödd til jafnt nótt sem dag. Margs er að minnast frá þessum tíma. Björgunarsveitin Þorbjörn, sem nú hefur starfað í 50 ár, átti allt- af mjög gott samstarf við Ólavíu en sá er þetta ritar var formaður hennar um 30 ára skeið. Vart mun hafa verið það heim- ili í Grindavík, sem Ólavía kom ekki á. Ekki bara einu sinni, held- ur oft á hennar langa starfsferli. Hjúkrun og aðhlynning var henni ljúf skylda, hvort sem var á nóttu eða degi. Að leiðarlokum vil ég færa henni þakkir fyrir það góða starf sem hún innti af hendi hér í Grindavík og ég hygg, að ég mæli þar fyrir munn allra eldri Grindvíkinga svo og hinna yngri. Kristmundi og börnum þeirra bið ég Guðs blessunar og að hann sé með þeim allar stundir. Tómas Þorvaldsson, Gnúpi. + Skúli Ágústsson fæddist í Reykjavík 11. september 1936. Hann lést á Reykjalundi 25. júlí síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Fossvogs- kirkju 6. ágúst. Nú er þrautaganga Skúla okkar á enda. Við höfðum heimsótt hann á Reykjalund tæpum mánuði áður en hann dó. Var hann þá mjög máttfarinn en ekki kvartaði Skúli frekar en endranær. Hann spurði um búskapinn á Stærri Bæ og sagði frá skemmtilegri ferð til Hveragerðis, sem hann hafði farið. Þökk sé starfsfólki Reykjalundar fyrir alla hjálpsemina að drífa sig með sjúklinga, sem komnir eru í hjólastól svo þeir fái tilbreytingu eins og hinir. Skúli var okkar fyrsti vinnumað- ur, þegar við byijuðum búskap, það var fermingarárið hans. Þá var Skúli eins og aðrir unglingar, fór á böllin á Borg, engin var þá passa- skyldan, og ekki þurftum við að vera hrædd um hann því aldrei lét hann vín inn fyrir sínar varir. Skúli hafði þá verið í sveit á tveimur bæjum, Minna Núpi og Framnesi. + Sigrún Halldóra Ágústs- dóttir fæddist á Hákonar- stöðum á Jökuldal 1. júní 1917. Hún lést á heimili sínu, Blöndu- bakka 8, 5. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 13. ágúst. Elsku amma. Þegar ég fékk fréttirnar að þú værir farin trúði ég því ekki. Því þú varst hress og kát í mat hjá pabba og mömmu síðasta sunnudag. En um leið fór æska mín á hraðferð í huga mér. Allar þær helgar þegar ég kom á Hringbrautina til þín og afa á föstudögum og fór heim á sunnu- dögum. Mér þótti alltaf svo gott að vera hjá ykkur því þú hafðir alltaf nægan tíma og þolinmæði, kenndir mér að baka og hlóst svo bara ef manni mistókst í pönnu- kökubakstrinum þó eldavélin væri öll í soppu en lést mann bara halda áfram þangað til þetta tókst. Kenndir mér „Faðir vorið“ og sagð- ir mér sögur úr sveitinni og af elsku strákunum þínum, þeim pabba og Simma meðan þú klædd- ir mig í sokka fyrir nóttina. En þú hefur alla tíð talað um elsku litlu strákana þína sem þér þótti svo óstjórnlega vænt um. Einnig man ég eftir ferðum okkar með afa upp í Mjólkursamsölu á brúna Moskvitsnum, og þegar afi kenndi mér á píanóið og ég glamraði sama lagið heila helgi og alltaf nenntuð þið að hlusta. Þegar ég hugsa til baka um ykkur sér maður alltaf bros á vörum ykkar og ég er viss um að nú skælbrosið þið bæði út að eyrum því nú eruð þið aftur saman því þú saknaðir hans svo mikið. En elsku amma, nú kveð ég þig með miklum söknuði en veit jafn- framt að þér líður vel. Maður geymir ykkur bara vel í minning- unni. Vertu sæl, elsku amma. Þín sonardóttir, Ragnhildur Skúladóttir. Hún elsku amma okkar er dáin. Okkur langar til þess að kveðja okkur elskulegu ömmu með fáum orðum og þakka henni fyrir öll þau yndislegu ár sem við fengum að Hann hélt alltaf tryggð við þessi ágætu heimili og kom þar í heim- sókn á hveiju sumri, hann hrósaði fólkinu sem vae hans bestu vinir. Skúli var gæddur mikilli þolin- mæði enda þurfti hann á henni að halda. Hans aðalatvinna var, á meðan heilsan leyfði, að vinna í Héðni en þar mokaði hann sandin- um að mótunum ár eftir ár og kvartaði aldrei. Skúli var orðvar og vinur vina sinna, hann giftist ekki en átti 9 systkini og fylgdist vel með þeirra lífi. Hann kom allt- af til .okkar í sumarfríunum og dvaldist þá í nokkra daga eða vik- ur. Aldrei leið sú vika að hann hringdi ekki þegar hann bjó í Há- túninu. Þar var hann lengur en hann hefði getað nema af því að Ingi, bróðir hans, bjó þar líka og gat litið eftir honum. Hafi Ingi kæra þökk fyrir. Skúli hélt upp á 60 ára afmælið sitt 11. sept. síðasta haust. Mætt- um við þá allt skylduliðið og vinir hans, var það ánægjuleg kvöld- stund. Við hjónin og íjölskyldur okkar viljum þakka Skúla fyrir velvild alla tíð. Guð biessi minningu hans. Dóra og Gunnar. eyða með henni. Alltaf var amma svo blíð og góð, og hafði svo mikl- ar áhyggjur af öllupi. Það er svo margs að minnast um ömmu sem við geymum í hjört- um okkar. Elsku amma, nú ertu komin til hans afa og hvílir hjá honum. Guð geymi ykkur. Elsku pabbi, mamma, Simmi, og Ellý, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og Guð geymi ykkur. Sigrún, Ragnhildur, Anna María, Oskar og OIi Skúla- börn. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálks- entimetrar í blaðinu). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þijú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- Iýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í text- amenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í sím- bréfi - 569 1115 - og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Vin- samlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. SKÚLI ÁGÚSTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.