Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR DALAMENN hafa í hyggju að hefja mikla sögutengda uppbyggingu í Búðardal og á Ei- ríksstöðum í Haukadal til þess að minnast Leifs heppna Eiríkssonar og landafunda hans fyrir 1000 árum. Komið hefur til tals að reisa safnahús í Búðardal, þar sem menn geta kynnzt sögunni, afrek- um Leifs heppna og ennfremur að reist verði eftirlíking af bæ Eiríks rauða Þorvaldssonar, föður hans, á Eiríksstöðum. Dalirnir eru sveit, þar sem sagan er allt um kring, enda er þar sögusvið víð- frægra íslendingasagna. Árið 2000 er talið rúmt árþús- und liðið frá því er Leifur heppni fann Vínland hið góða. í því sam- bandi hafa forseti íslands og for- seti Bandaríkjanna rætt um að minnast þessara landafunda og er því í sjálfu sér mjög vel við hæfi að Dalamenn minnist þessara Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. tímamóta, en talið er að Leifur hafi fæðzt á Eiríksstöðum. Er í sjálfu sér vel til fundið að hefja til vegs og virðingar minningu hans, þessa kristna víkings, sem fór ótroðnar slóðir, fann ónumin lönd og hlaut viðurnefni sitt fyrir að bjarga fólki úr sjávarháska. Hátíðahöld, sem fyrirhuguð eru til þess að minnast landafund- anna, verða væntanlega glæsileg. Með hugmyndum sínum hafa Dalamenn komið sér ótvírætt inn í sviðsljós þeirra. Þetta ætti að geta orðið þeim mikil lyftistöng í ferðamannaþjónustu, því að þótt gaman sé að koma í Dalina, þá minnir ekkert á söguna nema bæjarheitin og örnefnin, sé við- komandi ekki því fróðari um hana. Ferðaþjónusta byggist á því að ferðamennirnir vilja skoða sögu- sviðið og þá þarf að vera eitthvað áþreifanlegt til þess að skoða. En þetta mál er ekki aðeins mál Dalamanna. Sigurður Rúnar Friðjónsson oddviti Dalabyggðar segir í Morgunblaðinu á fimmtu- dag: „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki okkar einka- mál, heldur mál allra íslendinga og vina okkar úti í heimi. Við munum því vinna að málinu í sam- vinnu við stjórnvöld og aðra áhugaaðila." BRUNI í ÍBÚÐAR- HÚSUM ASTÆÐA er til að staldra við síendurtekna bruna í íbúð- arhúsum, sem hafa m.a. verið tíð- ir að undanförnu. Hvað veldur? Þegar steinsteypt hús tóku við af timburhúsum fyrr á öldinni var talið að eldhætta væri mun minni. Nú kviknar aftur og aftur í ein- býlishúsum og íbúðum í fjölbýlis- húsum. Ástæðan virðist ekki sízt vera sá fjöldi rafmagnstækja, sem nú er í hverri íbúð eða húsi. I yfir- liti um þessi mál hér í blaðinu í gær kemur fram að á fyrstu 7 mánuðum þessa árs hefur kvikn- að í 14 slíkum tækjum og umtals- verður eldsvoði hlotizt af í sumum tilvikum. Af þessum 14 tækjum er um að ræða 5 sjónvarpstæki og 5 eldhústæki. Það er ástæða til að gera sér- stakt átak í að upplýsa almenning um hvernig á að umgangast þessi tæki, þannig að minni hætta verði á, að í þeim kvikni. VÍNLANDS- SAFN í DÖLUM ÞAÐ ER • næsta líklegt að Þorgils saga skarða og Þórðar saga kakala séu yngri en margir kaflar Is- lendinga sögu Sturlu. Hann hefur hafið ritun samtíðar- sögu sinnar uppúr dauða Snorra Sturlusonar, eða jafnvel fyrr. Áhrif hans á íslendinga sagna ritun benda a.m.k. til þess. Aðvísu hafa fræði- menn ávallt haft tilhneigingu til að ætla að Sturla hafi fremur þegið efni úr öðrum ritum en þau frá honum. Hefur þetta getað verið á báða vegu og með ýmsum hætti. Sturla hefur örugglega verið lengi að skrifa Landnámugerð sína og að öllum líkindum unnið að henni og íslendinga sögu jöfnum höndum lengst af ævinnar. Ætla má að hann hafi ekki lokið ritun hennar fyrren á síðustu æviárum sínum einsog Jakob Benediktsson hefur bent á. En margt í henni hefur verið alkunna löngu áður. Þannig er engan veginn hægt að fullyrða að hann hafi notað Hænsna-Þóris sögu og Eyrbyggju, en ekki öfugt, svo oft sem til rita hans virðist sótt þegar íslendinga sögur eru saman settar á þessum sömu áratugum. Þannig hafa vísur í Eyrbyggju og íslendinga sögu verið einsog böggl- að roð fyrir brjósti fræðimanna, svoað dæmi sé tekið. Sú hugmynd hefur jafnvel komið fram að Sturla Þórðarson sé höfundur Eyrbyggju (Gunnar Benediktsson 1961, Peter Hallberg 1965; sbr. ísl. fornr. I 1, LXIV). Þá hefur Peter Hallberg leitt rök að því að sagan sé yngri en frá 1220 einsog Einar Ólafur Sveinsson taldi. HÖFUNDUR ÞORGILS • sögu skarða er einn merki- legasti rithöfundur síns tíma. Þó að íslendinga saga sé stórmerkur undanfari Islendinga sagna á borð við Njálu stendur Þorgils saga þess- um sögum nær, bæði að efnistökum og stíl. Lítill vafi leikur á því að höfundur Þorgils sögu er einnig höfundur Njáls sögu. Til gamans má geta þess að í Þorgils sögu skarða kemur fyrir orðið húsþing sem einkum er notað í konungasögum, þ.á.m. Sverris sögu, og Sturlungu, notuð sögnin að telja á e-n, þ.e. ávíta, margnotuð í Njáls sögu en þó einkum í heil- agra manna sögum að því er segir í orðabók Fritzners, en jafnframt í Hákon- ar sögu Sturlu Þórð- arsonar. Það er hveijum manni ljóst að tvær persónur Þorgils sögu eru aðalheimildamenn hennar, Sturla Þóðarson og Þórður Hvítnes- ingur. Björn M. Ólsen taldi að Þórð- ur, sem átti Aldísi systur Þorgils skarða og var því kvæntur inní sturlungaætt, væri höfundur Þor- gils sögu en hann er alls óþekktur sem rithöfundur og raunar lítið um hann vitað. Sturla er aftur á móti helzta ljóðskáld samtímans, mikil- virkastur og mikilvægasti rithöf- undur landsins að Snorra iátnum og því augljóst hvor þeirra Þórðar er líklegri höfundur sögunnar. Auk þess má af íslendinga sögu og Þor- gils sögu ráða að um þær fjallar sami maður, svo margt sem er líkt með þeim en þó einkum vegna þess hve kerfisbundið er reynt að sneiða hjá endurtekningum í frásögnun- um. ÍSLENDINGA SÖGU • lýkur fyrir 1262 en Sturla Þórðarson deyr ekki fyrren 1284 og hefur því haft nægan tíma til að ljúka sögu sinni. Samt er hún endaslepp og illa farin í lokin. Engu líkara en hún hafi orðið fyrir hnjaski. En víða fer Sturla hratt yfir sögu og þá einungis þegar hann fjallar um sama efni og rækilegar er tíundað í Þórðar sögu, Þorgils sögu og Svínfellinga sögu og er það meðvituð tilraun höfundar til að vega ekki sífelldlega í sama kné- runn. En þegar allar þessar sögur, auk annarra sagna, koma saman í einn bálk er íslendinga sögu lokið með reisn þrátt fyrir tillitslausa rit- skoðun höfundar sturlungasafnsins, Þórðar Narfasonar, sem hefur limað það sundur og afbakað með ýmsum hætti þóað hann eigi heiður skilið fyrir að hafa sett safnið saman, þvíað óvíst er hvort sögurnar væru nú til, ef það hefði ekki verið gert. Þess má geta að Þórður var af Skarðsætt einsog Helga, kona Sturlu Þórðarsonar, og í Sturlu- þætti sem hann skrifaði sjálfur er þess getið að hann hafi verið í Fagurey hjá Sturlu síðustu árin sem skáldið lifði. ÞAÐ ER MARGT • illa farið í fornum ritum. Dr. Haraldur Matthíasson minnist á það í bók sinni, Landið og Land- náma, að ónákvæmni gæti jafnvel í landnámufrásögn Sturlu Þórðar- sonar þegar hann lýsir landamerkj- um Þórólfs Mostrarskeggs í Þórs- nesi. „Þetta er einkennileg óná- kvæmni," segir Haraldur, „svo kunnugur sem Sturla hefur verið á þessum slóðum." Og í neðanmálsat- hugasemd við þýðingu sína á riti Kr. Kálunds, Islenskir sögustaðir, segir dr. Haraldur þessi eftirminni- legu orð sem fræðimenn mættu vel staldra við: „Þetta frávik höfundar (Hænsna-Þóris sögu) frá því sem getur staðizt, er merkilegt dæmi um það hvernig stórskekkjur geta verið við hliðina á náinni staðþekk- ingu. Hann víkur einfaldlega vit- andi vits frá réttum staðháttum, ef hann telur að frásögn hans krefj- ist þess. Hið sama kemur fram í Njálu, svo sem fyrr segir, og vera má, að síðar verði enn þörf að rifja þetta upp.“ Bæði í Landnámugerð Sturlu og Hænsna-Þóris sögu er talað um Þórsnes í stað Þingness. Kannski þetta sé vísbending um að Sturla hafi átt einhvern þátt í ritun Hænsna Þóris sögu. Kannski Landnámugerð Sturlu og sagan hafi komið úr sama verkstæði á suðvesturhominu? Þar hefur Sturla ýmist verið höfundur eða ritstjóri. Landnámugerð Sturlu og texti Hænsna-Þóris sögu fara saman í fieiri atriðum, t.a.m. um nafn Blund-Ketils sem inni var brennd- ur. En Ari fróði nefnir hann Þorkel blund-Ketilsson í íslendingabók sinni. Sturla skirrist ekki við að skrifa gegn fullyrðingum Ara ef svo ber undir. Engu líkara en það sé regla í ,,rangfærslunum“(!) Það er kannski ekki heldur nein tilviljun að Gunnar á Hlíðarenda kemur við sögu í Hænsna-Þóris sögu með lík- um hætti og skírskotað er til Njáls- brennu í Gunnlaugs sögu orms- tungu, en báðar þessar sögur tengj- ast Eglu með sérstökum hætti. Þá fjalla bæði Hænsna-Þóris saga og Njála um brennur og afleiðingar þeirra. Það þarf engan snilling í sálarfræðum til að gera sér þess fulla grein að brennumál hafa oft leitað á Sturlu Þórðarson eftir Flugumýrarbrennu, svo harmsögu- legur atburður sem hún var í lífi hans. M. HELGI spjoll REYKJAV f KURBRÉF Laugardagur 16. ágúst RÍKISSTJÓRN VERKA- mannaflokksins í Bret- landi ákvað í síðasta mánuði að efna í haust til þjóðaratkvæða- . greiðslu í Skotlandi um ' aukna sjálfsstjórn landsins innan brezka ríkisins. Tillögur stjórnarinnar, sem lagðar verða fyrir íbúa Skotlands, gera ráð fyrir að skozka þingið, sem lagt var niður árið 1707, verði endurreist. Það á að hafa víð- tækt löggjafarvald um eigin málefni Skota, þar á meðal heilbrigðismál, menntamál, félagsmál, sveitarstjórnarmál, umhverfis- mál, löggæzlu, landbúnað, fiskveiðar og menningarmál. Á atkvæðaseðlinum við kosningarnar 11. september næstkomandi verður einnig sérstök spurning um hvort kjósendur vilji að þingið fái vald til að hækka eða lækka tekjuskatt um 3% til eða frá. Skotland fær jafnframt heimastjórn og eigin forsætisráðherra („first minister" til aðgreiningar frá „prime minister" Bret- lands). Brezka stjórnin í London fer áfram með utanríkismál, varnarmál og gæzlu öryggis ríkisins. Með tillögum sínum er Verkamanna- flokkurinn að koma til móts við háværa kröfu Skota um að viðurkennt verði að þeir séu sérstök þjóð og eigi rétt á að stjórna eigin málum. Nútímaleg barátta fyrir skozku þingi hófst árið 1949, þegar 1,2 milljónir af fimm milljónum íbúa Skot- lands undirrituðu bænaskrá þar sem farið var fram á „skozkt þing með fullnægjandi löggjafarvald um málefni Skotlands", en þó í „í fullri hollustu við krúnuna og innan ramma hins sameinaða konungdæmis“. Ætla má að meirihluti Skota hafi fyllt þennan hófsama heimastjórnarflokk allar götur síðan. Minnihluti hefur hins vegar stefnt að fullu sjálfstæði og hefur Skozki þjóðarflokkurinn, næststærsti stjórnmála- flokkurinn í Skotlandi á eftir Verkamanna- flokknum, verið boðberi þeirrar stefnu. Ákvörðun stjórnar Tonys Blair er jafn- framt í samræmi við þá þróun, sem átt hefur sér stað í flestum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu undanfarna áratugi. Þar hefur einstökum landshlutum og héruðum í síauknum mæli verið afhent meira vald í eigin málum. Verkamannaflokkurinn stefnir ekki eingöngu að heimastjórn Skota, heldur einnig flutningi valds til héraða í Englandi og takmarkaðri heima- stjórn Walesbúa. Ríkisstjórn íhaldsflokks- ins, sem var við völd í sautján ár, fækk- aði verkefnum ríkisvaldsins en gerði Bret- land að einu miðstýrðasta ríki í Vestur- Evrópu hvað varðaði þau, sem eftir voru. Ástæðan var ekki sízt sú að íhaldsmenn byggðu þingmeirihluta sinn einkum á fylgi í hinum fjölmennari kjördæmum suðurs- ins. Hefðu þeir fært vald í hendur heima- stjórna í Skotlandi og Wales og héraðs- stjórna í Norður-Englandi hefði mátt ætla að Verkamannaflokkurinn hefði farið með það vald. Nýjar forsendur fyrir aukinni valddreifingu í Bretlandi hafa því skapazt með valdatöku Verkamannaflokksins. Evrópsk héraðs- hyggja SJÁLFSTÆÐIS- kröfur Skota eru angi af hreyfingu, sem hefur á undan- förnum árum og áratugum vaxið ás- megin í mörgum hinna grónu ríkja Vestur- Evrópu, sem sum hver urðu til við sam- runa smærri ríkja og sameinuðu margar þjóðir og þjóðabrot undir einni miðstjórn. Þessa hreyfingu mætti kalla héraðs- eða svæðishyggju. Hún tengist í fyrsta lagi víðtækari lýðræðisvitund og kröfum borg- aranna um að fá að taka þátt í umræðum um mál, sem snerta daglegt líf þeirra og að ákvarðanir séu teknar á vettvangi eins nærri þeim sjálfum og unnt er. í öðru lagi tengist héraðshyggjan nýjum gildum á borð við aukna umhverfisvitund og ábyrgð einstaklingsins á umhverfi sínu og tengsl- um sínum við það. í þriðja lagi hafa verið færð rök fyrir því að hið gamla, miðstýrða ríkisskipulag henti illa nýrri þróun í at- vinnumálum, sem sumir hafa kallað „óskipulagðan kapítalisma“ upplýsinga- byltingarinnar og byggist meðal annars á hugviti, frumkvæði og sérhæfmgu og á sér ekki sízt.stað í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessi þróun er ólík hinum „skipulagða kapítalisma“ stórra verk- smiðja sem á rætur að rekja til iðnbylting- arinnar og þróun hins miðstýrða ríkisvalds tók ekki sízt mið af. Héraðsstjórnir standa nær athafnamönnum á hveiju svæði, þekkja betur til boðleiða og upplýsinga- flæðis og eru betur í stakk búnar til að styrkja t.d. svæðisbundin fyrirtækjanet, efla þekkingu og auka sérhæfingu. Stundum er þó ein ástæða enn fyrir kröfum landshluta og héraða um sjálfs- stjórn. Hún er þjóðernishyggja smáþjóða eða þjóðarbrota, sem hafa verið innlimuð í eitthvert hinna evrópsku „þjóðríkja" en fínnst þau eiga takmarkaða samleið með hinni ríkjandi þjóð. Dæmi um minnihluta- þjóðir af þessu tagi eru Skotar og Walesbú- ar í Bretlandi, Bretónar og Korsíkumenn í Frakklandi og Baskar og Katalóníumenn á Spáni. Fyrir ýmsa duttlunga sögunnar hafa þessar smáþjóðir, sem allar eiga eig- ið land, merka sögu og skilgreinda þjóðar- vitund, ekki eignazt eigið ríki eins og ýmsar aðrar evrópskar smáþjóðir, til dæm- is íslendingar, Norðmenn eða Slóvenar, og njóta þar af leiðandi ekki sömu stöðu og réttinda í samfélagi þjóða. ATHYGLISVERT Evróna er að Þessar ÞJóð- , ., 3 „ ernishreyfingar PJOÖanna: leggja allar mikla áherzlu á áfram- haldandi samrunaþróun innan Evrópusam- bandsins. Þróun ESB hefur oft verið talin andstæð þjóðernisvitund og sérkennum einstakra þjóða. Þannig lítur það hins veg- ar ekki út í augum hinna ríkislausu smá- þjóða. Þær líta á hið yfirþjóðlega Evrópu- samband sem bandamann í baráttunni gegn „þjóðríkjunum" sem þær heyra und- ir. Þjóðernishreyfingarnar, ásamt héraðs- hreyfingum sem ekki kenna sig við þjóð- erni, ráðast að ríkinu „neðan frá“ og segja ákveðin verkefni betur komin heima í hér- aði en hjá ríkisstjórnum. Þróun Evrópu- sambandsins étur hins vegar úr verkefnum ríkisins ofan frá og færir á yfirþjóðlegan vettvang, á þeirri forsendu að sum verk- efni séu betur komin þar. Draumsýn margra minnihlutaþjóðernis- hreyfinga er að til verði „Evrópa þjóð- anna“ í stað Evrópu ríkjanna. Þetta hug- tak má til dæmis finna í stefnuskrám Skozka þjóðarflokksins, Plaid Cymru í Wales, Vlaamse Blok í Flæmingjalandi, Baskneska þjóðarflokksins og Convergénzia i Uniö, samfylkingar þjóð- ernisflokka sem fara með völdin í héraðs- stjórn Katalóníu. Blæbrigðamunur er á hugmyndum þessara þjóðernisflokka, en í grofum dráttum má segja að hugmyndin sé sú, að til verði evrópskt sambandsríki, þar sem grunneiningarnar verði ekki nú- verandi ríki, heldur héruð og svæði, sem njóti víðtækrar sjálfsstjórnar og fari með t.d. mennta-, menningar-, heilbrigðis-, fé- lags- og atvinnumál. Á könnu sambands- stjórnarinnar í Evrópuhöfuðborginni Brussel verði hins vegar stærri ákvarðanir í efnahagsmálum, peningamálum, utanrík- ismálum og varnarmálum. Þessar hreyf- ingar telja flestar að hin hefðbundnu þjóð- ríki séu einfaldlega úrelt og óþarft stjórn- sýslustig og er ósárt um afdrif þeirra, enda töldu þær sig aldrei eiga hlutdeild í þeim. Þannig stefnir Baskneski þjóðarflokkur- inn, hófsamur flokkur sem hefur meiri- hluta á svæðisþingi Baska, að „sambands- ríki Evrópu þjóðanna, með því skilyrði að borin verði virðing fyrir tilveru allra þjóða á jafnréttisgrundvelli og að virkur réttur þeirra til frjálsrar sjálfsákvörðunar sé við- urkenndur." í stefnuskrá Convergéncia Democrática de Catalunya er svipaða áherzlu að finna: „Við Katalóníumenn viljum taka þátt í pólitískum samruna Evrópu í framtíðinni, án milliliða, sem ein af þjóðum Evrópu ... við förum fram á sama rétt og aðrar þjóð- ir álfunnar: réttinn til að vera til, njóta frelsis og lýðræðis með því að nýta okkur réttinn til sjálfsstjórnar og til að ákvarða okkar eigin framtíð." Og tekið er fram að þjóðernishyggja og Evrópuhugsjónin fari saman í stefnu CDC. Forsvarsmenn Plaid Cymru í Wales orð- uðu það svo í kosningastefnuskrá sinni fyrir kosningar til Evrópuþingsins að nú væri „tækifæri, sem á sér ekki fordæmi, innan ramma hinnar nýju Evrópu, til að byggja upp þjóðlíf okkar“. Plaid Cymru vill að Walesbúar verði viðurkenndir sem „raunveruleg þjóð“ í nýrri Evrópu og hyggst stuðla að því að ungir Walesbúar þrói ,jákvæða sjálfsvitund sem velskir Evrópumenn og leiði Wales sem sjálfstæða þjóð inn í Evrópu þjóðanna". Slagorð skozka þjóðarflokksins hefur undanfarin ár verið „sjálfstæði í Evrópu" og í kosningastefnuskránni fyrir kosning- arnar í maí síðastliðnum segir meðal ann- ars: „Skotland verður fullgilt aðildarríki Evrópusambandsins og tekur fullan þátt í stofnunum sambandsins. Sem lítið, sjálf- stætt ríki getur Skotland haft umtalsverð áhrif í Evrópusambandi, þar sem lítil aðild- arríki ráða æ meiru.“ Þjóðernishreyfingar smáþjóða hafa fært rök fyrir því að þróun Evrópusambandsins geri baráttu þeirra auðveldari, þótt rök- semdafærslan leiði stundum til mismun- andi niðurstöðu. Þannig lét Xavier Arzall- us, leiðtogi Baskneska þjóðarflokksins, hafa eftir sér í viðtali fyrir nokkrum árum að eftir 20-30 ár myndi ESB ekki aðeins hafa sameiginlegan gjaldmiðil, heldur sameiginlega utanríkisstefnu og sameigin- legan her. „Af hveiju ættum við að stofna nýtt ríki í hinni nýju Evrópu? Ríkin munu leysast upp,“ sagði Arzallus. Skozki þjóðarflokkurinn hefur hins veg- ar haldið því fram að þróun Evrópusam- bandsins þýði að sjálfstæði sé ekki lengur það sama og aðskilnaður. Landamæri milli ESB-ríkja séu brátt úr sögunni og sjálf- stætt Skotland muni áfram eiga mikil og góð samskipti við England. í kosn- ingabæklingi flokksins fyrir nokkrum árum sagði: „Þróun hinnar nýju Evrópu hefur umbreytt forsendum fyrir sjálfstæði Skotlands. Sýnt hefur verið fram á að gamlar grýlusögur um aðskilnað og gaddavír á landamærunum eru fullkomið rugl. Þess í stað höfum við nú tækifæri til að ná pólitísku sjálfstæði og eiga þess um leið kost að koma vörum okkar á heimamarkað 340 milljóna manna í stað 55 milljóna." ■■■■■■■■■ ÞÓTT LANGT SÉ Kröfum frá því að hugsjón- s irnar um Evrópu mætt ao þjóðanna hafi orðið hluta til að veruleika - enn hafa aðildarríkin töglin og hagldirnar í Evrópusambandinu - hefur kröfum þjóðemissinna um aukin milliliðalaus tengsl fulltrúa smáþjóðanna við stofnanir ESB í Bmssel verið mætt að hluta til. Baskaland og Katalónía reka t.d. skrifstofur í Brussel og leitast við að hafa áhrif á stefnu ESB í þágu eigin hags- muna, ekki sízt hvað varðar veitingu ýmiss konar styrkja til atvinnuþróunar. Sama á raunar við um þýzku sambandslöndin; þau reka í auknum mæli sjálfstæða stefnu gagnvart Evrópusambandinu. í tillögum brezku stjórnarinnar um skozka heimastjórn er einmitt lögð mikil áherzla á tengsl Skotlands við ESB. Heill kafli er helgaður þeim í „hvítbók“ stjórnar- innar um heimastjórn Skotlands. Þar kem- ur fram að ríkisstjórnin vilji að heima- stjórn Skotlands tengist ákvarðanatöku um Evrópumál eins náið og með eins bein- um hætti og hægt sé. Gert er ráð fyrir að Skotland setji upp sérstaka skrifstofu í Brussel og að ráðherrar úr heimastjórn- inni geti tekið þátt í ráðherraráðsfundum ESB og öðrum samningaviðræðum um málefni, sem hafa áhrif á heimastjórnar- FRÁ MÝVATNI Lj'ósmynd/ Snorri Snorrason mál Skotlands, þótt lögð sé áherzla á að þeir fylgi stefnu, sem stjórnin í London og heimastjórnin hafi áður komið sér sam- an um. Þá er gert ráð fyrir að skozka þingið geti rannsakað tillögur að nýrri ESB-löggjöf og gert athugasemdir við þær og að heimastjórninni beri að framkvæma nýjar reglur ESB um málefni, sem undir hana heyra. í hvítbókinni kemur fram sú skoðun, að bein tengsl Skotlands við stofnanir ESB styrki áhrif Bretlands sem heildar innan ESB, eins og fordæmið frá öðrum ESB-ríkj- um sýni. Stofnanir Evrópusambandsins hafa ekki gert mikið til að ýta undir aukið sjálfstæði minnihlutaþjóða, enda er um viðkvæmt mál að ræða gagnvart mörgum aðildarríkjum. Framkvæmdastjórnin hefur þó lýst því yfír að stefna sambandsins gangi á engan hátt gegn því að verkefni séu færð frá ríkis- stjómum til lægri stjómsýslustiga og nær fólkinu. Nálægðarreglan, sem sett var í Maas- tricht-sáttmálann og kveður á um að taka skuli ákvarðanir eins nálægt borgurunum og hægt sé, hefur enn ekki verið útfærð með skýmm hætti, þannig að ekki er ljóst hvort hún styrkir málstað héraðshyggjunn- ar. Jordi Pujol, forsætisráðherra Katalóníu, hefur sagt að þegar aðildarríki ESB haldi nálægðarreglunni á lofti sé það til að veija eigin valdsvið fyrir stofnunum sambandsins en ekki í þágu héraðanna. Með samþykkt Maastricht var jafnframt komið á fót svokallaðri héraðanefnd ESB, en í henni eiga sæti fulltrúar héraðs- og sveitarstjóma í aðildarríkjunum. Nefndin fékk hins vegar lítil völd og hefur eingöngu ráðgjafarhlutverk. Hún á engan þátt í hinu formlega löggjafarferli ESB, þrátt fyrir kröfur þjóðernissinna um slíkt. Á ríkjaráð- stefnunni, sem lauk í Amsterdam í júní, var ekkert gert til að auka áhrif nefndarinn- ar. Þó er hún fyrsta stofnun ESB, sem tryggir bein, formleg tengsl héraðsstjóma við löggjafarstofnanir ESB og minnihluta- þjóðirnar telja þátttöku í henni mikilvæga. Þannig sitja forsætisráðherrar Baskalands, Katalóníu, Flæmingjalands og Vallóníu í nefndinni og forsetar héraðsþinga Bretóna- skaga og Korsíku, svo dæmi séu nefnd. Þá má ekki gleyma áherzlu ESB á að styrkja menningarleg sérkenni smáþjóða og héraða í ríkjum sambandsins. Ariane- áætlun ESB kveður til dæmis á um þýðing- ar bókmenntaverka af tungumálum smá- þjóða, hvort sem þær eiga sitt eigið ríki eða ekki, yfir á tungumál stórþjóðanna til að auka útbreiðslu þeirra. Þessi þróun er athyglisverð í ljósi þess að þegar hin vold- ugu þjóðríki, til dæmis Spánn, Bretland, Frakkland og Ítalía, voru að verða til, var áherzla lögð á að þurrka út staðbundin menningarsérkenni í þágu „þjóðarheildar- innar". Nú er unnið að því að bjarga þess- um sérkennum, meðal annars fyrir tilstuðl- an ESB. Þá hefur samstarf yfir landamæri, sem ESB hefur styrkt, orðið til þess að efla sjálfsvitund smáþjóða, sem búa í fleiri eða einu landi, og til að tengja þjóðarbrot bet- ur við „heimalandið“. Þannig efla katal- ónskumælandi menn beggja vegna landa- mæra Spánar og Frakklands nú menning- ar- og efnahagstengsl sín á styrk frá ESB. Sömu sögu er að segja af Suður- Týrólum á Ítalíu, sem eitt sinn tilheyrðu Austurríki og hafa nú myndað „Evró- svæði“ með Norður-Týrólum. Og annað Evró-svæði er að verða til í Slésvík-Holt- setalandi og stuðlar að því að þýzkumæ- landi íbúar Danmerkur og dönskumælandi borgarar í Þýzkalandi rækti tengslin yfir landamærin. Eins og áður sagði er áreiðanlega langt í að draumar smáþjóðanna um Evrópu þjóðanna verði að veruleika. Þjóðríkið hef- ur þrátt fyrir allt reynzt nokkuð lífseigt fyrirbæri. Hins vegar er það umhugsunar- vert, ef þróun Evrópusambandsins stuðlar að því að sætta smáþjóðir og þjóðarbrot betur við hlutskipti sitt en verið hefur, ekki sízt í ljósi ástandsins í austurhluta álfunnar, þar sem þjóðernisspenna kraum- ar víða undir. Hugsanlega mun stækkun ESB til austurs stuðla að því að draga úr þeirri spennu. Vestur-Evrópuríkin, sem setja ríkjunum í Austur-Evrópu þau skil- yrði fyrir aðild að ESB og NATO að þau virði réttindi minnihlutahópa og hindri þjóðernisdeilur, verða auðvitað að gera sitt ýtrasta til að leysa slíkar deilur í eigin ranni. „Þróun ESB hef- ur oft verið talin andstæð þjóðern- isvitund og sér- kennum einstakra þjóða. Þannig lít- ur það hins vegar ekki út í augum hinna ríkislausu smáþjóða... Draumsýn margra minnihlutaþjóð- ernishreyfinga er að til verði „Evr- ópa þjóðanna“ í stað Evrópu ríkj- anna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.