Morgunblaðið - 30.10.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.10.1997, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Ung’ir nemendur fá viðurkenningar Akranesi - Tveir nemendur í Grundaskóla á Akranesi, þeir Ey- þór Friðriksson og Bjarki Þór Guð- mundsson, sigruðu í hjóireiða- keppni grunnskólanna sem haldin var í Reykjavík nú á haustdögum. Keppni þessi er á vegum Umferð- arráðs og er einn þáttur í fjöl- breyttu fræðslustarfi þess með nemendum grunnskólanna. Keppni þessi er haldin árlega meðal 8. bekkjar grunnskólabarna og er börnunum í upphafi sent bréf með spurningum um umferð- armál sem þau eiga að svara. Hlut- skörpustu nemendurnir í hveijum skóla taka síðan þátt í hjólreiða- keppni í sínu kjördæmi og þeir tveir sem sigra þar halda áfram í úrslitakeppni sem fram fer í Reykjavík. Að þessu sinni voru þeir Eyþór og Bjarki sigurvegarar á Vestur- landi og síðan einnig í landskeppn- inni. Á dögunum voru þeim afhent- ar viðurkenningar í tilefni af sigr- inum heima á Akranesi. Þar var lögreglan á Akranesi, ásamt Vá- tryggingafélagi íslands hf., sem færði þeim bókagjafír og Akranes- deild Rauða krossins sem afhenti þeim hjólreiðahjálma að viðstödd- um bekkjarsystkinum þeirra svo og skólastjóra og kennurum Grundaskóla. Þeir Pétur Jóhannes- son lögreglumaður og Gísli Björns- son, formaður Rauða kross deildar- innar, afhentu gjafirnar um leið og þeir vildu leggja áherslu á gildi þeirrar umferðarfræðslu sem fram fer i skólunum og þátttöku skóla- barna í leik og starfi á því sviði. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson TVEIR nemendur í Grundaskóla á Akranesi, þeir Eyþór Frið- riksson og Bjarki Þór Guðmundsson, sigruðu í hjólreiðakeppni grunnskólanna. 69.900,- • 43 db (re 1 pw) • Turbo þurrkun • Hurðar bremsa • Sjálfvirk vatns- skömmtun • Vatnsöryggiskerfi Uppþvottavél á mynd 8180 Verfc 124.714,- Þýskt vörumerki þýskt hugvit þýsk framleiðsla ara Umboðsmenn: Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búðardal. Vestfiröir: Geirseyrarbúöin.Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvík. Straumur.ísafirði.Norðurland: Kf.Steingrfmsfjaröar.Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA.Dalvík. KEA, Siglufiröi. KEA, Ólafsfiröi. Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urð, Raufarhöfn.Lóniö, Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi.Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn. Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavfk. AEG Uppþvottavelan Eruþærtil hlioölatari? Morgunblaðið/Björn Blöndal ÞÓRHALLUR Kristinsson ásamt föður sínum, Kristni Þórhallssyni, sem sér nú á eftir bátnum til sona sinna í Svíþjóð. Eikarbáturinn Gísli lóðs seldur til Svíþjóðar Gerður út á sjóstanga- veiðar á Eyrarsundi EIKARBÁTNUM Gísla lóðs úr Grindavík verður á næstunni siglt til Svíþjóðar þaðan sem hann verð- ur gerður út til sjóstangaveiða í Eyrarsundi og í Kattegat af fyrir- tæki í eigu Islendinga. Bræðurnir Þórhallur Kristinsson og Guðmundur Kristinsson hafa stundað útgerð af þessu tagi frá bænum Raa í grennd við Helsing- borg um nokkurra ára skeið og hafa keypt Gísla lóðs til þess að anna aukinni eftirspurn og hefur báturinn fengið nafnið Islandia. Nú er unnið að lagfæringum á Gísla lóðs í Grindavíkurhöfn. Eftir siglinguna til Svíþjóðar verður skipið tekið til gagngerra endur- bóta. Þórhallur Kristinsson sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir rækju þeir bræður 80 tonna eikar- bát sem tekur allt upp í 50 farþega til sjóstangaveiða. Hugmyndin er að um 60 manns geti farið til sjó- stangaveiða á endurbættum Gísla lóðs. Veiða þorsk og síld á stöng „Það aflast alveg þokkalega í Eyrarsundinu og það hefur verið að aukast frekar en hitt. Við höfum verið að fá tegundir eins og ýsu og ufsa sem hurfu úr sundinu vegna mengunar fyrir nokkrum áratugum en eru að snúa aftur,“ sagði Þórhallur. „Aðallega erum við samt að fá þorsk og síld. Síld- in tekur á stöng ef maður notar slóða með fímm smákrókum." Allt sumarið sigla þeir bræður þtjár ferðir á dag, alla daga vik- unnar, með veiðimenn. Yfirleitt eru þeir tveir í áhöfn en með 1-2 að- stoðarmenn yfir háannatímann. Yfir veturinn er farin ein ferð alla daga nema mánudaga. Þórhallur segir að sjóstangaveiði og sigling- arnar séu vinsælar, bæði hjá al- menningi og í starfsmannaferðum. Ekki síst hafi gamlir eikarbátar aðdráttarafl fyrir fólk. Aðallega eru farnar styttri ferðir á Eyrar- sund en einnig er nokkuð um lengri ferðir vestur í Kattegat. Báturinn sem þeir bræður eiga fyrir er eikarbátur smíðaður 1934. Áuk þess hafa þeir þriðja bátinn í skemmtisiglingum út í eyjuna Ven á Eyrarsundi en sá er smíðaður fyrir aldamót; gömul skúta sem mótor var settur í. Gísli lóðs var smíðaður í Dan- mörku 1961. Þetta er 100 tonna eikarbátur, sem hefði verið sökkt úti á rúmsjó vegna laga um úreld- ingu hefðu Þórhallur og Guðmund- ur ekki keypt hann af föður sínum til að flytja úr landi. Náttúrustofa Suðurlands opnuð í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, klippir á borða til merkis um að Náttúrustofa Suðurlands sé formlega opnuð. Vestmannaeyjum - Náttúrustofa Suðurlands var formlega opnuð í Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Dr. Ármann Jakobsson hefur verið ráðinn fortstöðumaður Náttúru- stofunnar en hún verður til húsa í húsnæði Rannsóknarseturs Há- skóla íslands. í tengslum við opnun Náttúru- stofunnar var efnt til námsstefnu í Eyjum, fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi, um breyttar áherslur í umhverfismálum. Tilgangur námsstefnunnar var að færa heim í hérað upplýsingar um þær miklu breytingar sem orðið hafa á um- hverfislöggjöf íslendinga. Fjölmenni var viðstatt er Náttúrstofan var formlega opnuð og voru þingmenn og ráðherrar í þeim hópi. I fjarveru Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra, klippti Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, á borða við inn- gang í húsnæði Náttúrustofunnar til merkis um að stofan væri form- lega tekin til starfa. i I l I > I I \ \ \
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.