Morgunblaðið - 30.10.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 30.10.1997, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sex Bosníu- Króatar myrtir Eykur spennu milli Króata og múslima Sarajevo. Reuters. MIKIL spenna er nú í Bosníu í kjölfar morða á sex Bosníu- Króötum á skömmum tíma. Samband múslima og Króata hefur verið afar stirt og þykir sambandsríki þeirra nú standa enn ótryggari fótum auk þess sem áætlunum um endurkomu flóttamanna er stefnt í voða en morðin virðast tengjast þeim áætlunum. Fyrr í vikunni var þrítugur Bosníu-Króati skotinn við bæ- inn Travnik í Bosníu en faðir hans og bróðir særðust. At- burðurinn varð í sömu götu og tveir Króatar voru skotnir í fyrir þremur mánuðum. Þrír menn hafa verið myrtir til við- bótar og öll hafa morðin verið framin skömmu eftir að emb- ættismenn Króata og múslima hafa náð samkomulagi um að hópi flóttamanna sé heimilt að snúa heim. Lögreglu hefur ekki tekist að upplýsa þau en talsmenn hennar sögðu að talið væri lík- legast að harðlínumenn, sem væru andvígir sambandsríki múslima og Króata, stæðu að baki morðunum. Menn úr alþjóðlegu lög- regluliði sem sent var til Bosn- íu í kjölfar Dayton-friðarsam- komulagsins, segja að burtséð frá því hverjir hafi framið morðin, þá hafi þau beinar og alvarlegar pólitískar afleiðing- ar. Gæsluliðar teknir fyrir smygl Sjö hermenn úr alþjóðlega gæsluliðinu í Bosníu, SFOR, eru nú í varðhaldi eftir að upp komst um smygl á áfengi og sígarettum. Mennimir eru frá Ukraínu, einn er liðsforingi og annar lagalegur ráðgjafi. Kínastjórn segir Vesturlandabúa skorta skilning á kínverskum veruleika Kínverskir ráðamenn segja ágreining óhjákvæmilegan Reuters FYLGJENDUR sjálfstæðishreyfingar Tævan brenna kínverska fánann í höfuðborginni, Taipei, þegar forseti Kína átti fund með forseta Bandaríkjanna. Kínverjar líta svo á að Tævan sé hluti af Kína, en margir íbúa eyjarinnar vilja lýsa hana sjálfstætt lýðveldi. Washington, Peking. Reuters. KÍNVERSKIR ráðamenn væntu þess ekki að fundur forseta þeirra, Jiangs Zem- ins og bandaríska starfsbróð- ur hans, Bills Clintons, myndi lægja allar öldur í samskiptum ríkjanna. Fund- urinn, sem haldinn vár í Washington í gær, var sá fyrsti milli leiðtoga þessara landa í átta ár, en áður en hann hófst sagði talsmaður kínverskra stjómvalda að deilur ríkjanna yrðu ekki út- kljáðar á svipstundu. Talsmaðm- kínverska ut- anríkisráðuneytisins, Shen Guofang, tjáði fréttamönnum að ágreiningur væri óhjá- kvæmlegur vegna menning- arlegs, sögulegs og þjóðfé- lagslegs mismunar, en þetta ætti þó ekki að þurfa að hindra að tvíhliða samskipt- um verði komið á. Shen sagði að Kína væri ekki fullkomið og gæti margt lært af Bandaríkjunum en bandarískum stjórnvöldum bæri engu að síður að reyna að sýna kínverskum stjórnvöldum skilning og virðingu. „Við viðurkennum það að Bandaríkin eru þróað ríki að mörgu leyti, og af sumu getum við dregið lærdóma. En það em líka margar hliðar á Kína sem kæmi sér vel fyrir Bandaríkin að kynnast og læra af.“ Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að beita Kínverja þrýstingi vegna mannréttindamála, en vilja einnig koma á jafnvægi í samskipt- um ríkjanna. Utlægir, kínverskir andófsmenn hafa hvatt Clinton til að krefjast þess að Wei Jingsheng, einn þekktasti pólitíski fanginn í Kína, og Wang Dan, námsmaður sem fór fyrir mótmælaaðgerðunum 1989, verði látnir lausir. Wei var dæmdur í 14 ára fangelsi 1995 og Wang í 11 ára fangelsi í fýrra. Shen vildi ekkert segja um þann útbreidda orðróm að Kína myndi láta Wei lausan til þess að friðþægja Bandaríkjunum. Kínverjar bera af sér alþjóðlega gagnrýni á mannrétt- indamál í landinu og segja hana vera afskipti af innanríkismálum. Shen gerði lítið úr mótmælum gegn Kína sem hafa verið höfð í frammi þar sem Jiang forseti hefur farið frá því heimsókn hans hófst í Honolulu, og sagði þá, sem hafa haft mótmæli í frammi, vera illa upplýsta. „Ég held að þetta fólk skilji fæst stöðu Kína sérlega vel. Sumir sam- starfsmanna minna spurðu það hvort það hefði komið til Kína og það sagði nei, þeir spurðu hvort það vissi hvar Tíbet væri og það sagði nei,“ sagði Shen. Nokkur hundruð stuðningsmenn sjálfstæðishreyfingar Tíbets efndu til friðsamlegra mótmælaaðgerða við kínverska sendiráðið í Wash- ington á þriðjudag og kröfðust frelsis fyrir Tíbet nú þegar. Kín- verjar halda því fram að þeir hafi aukið lífsgæði í Tíbet verulega frá því andlegur leiðtogi þess, Dalai Lama, fór í útlegð til Indlands 1959 í kjölfar misheppnaðrar uppreisnar gegn yfirráðum kommúnista. Sjónum beint að Tíbet Vestrænir mannréttindahópar saka Kínverja um að reyna að brjóta á bak aftur tíbetska trú og menningu. Segja fulltrúar þeirra að margir tíbetskir munkar hafi verið hnepptir í varðhald og pyntaðir fyr- ir að hafa veitt Dalai Lama stuðn- ing. Shen sagði að ný, bandarísk kvikmynd leikarans Richards Ger- es, sem hefur lýst stuðningi sínum við frelsishreyfingu Tíbeta, myndi ekki hljóta neinn hljómgrunn í Kína. Kínverska fréttastofan Xinhua hafði nýverið eftir áströlskum námsmanni í Tíb- et að lífsgæði ykjust þar dag frá degi og að honum hafi komið á óvart hversu margir bílar, bæði kínverskir og er- lendir, væru á götum Lhasa, höfuðborgar Tíbets. Bandaríski öldungadeild- arþingmaðurinn Jesse Helms átti fund með nokkrum kínverskum og tíb- etskum andófsmönnum á þriðjudag. Eftir fundinn sagðist Helms vonast til að geta vakið máls á mannrétt- indamálum í Kína á meðan heimsókn Jiangs stendur. Helms sat í gærkvöldi máls- verð í Hvíta húsinu og í dag snæðir hann morgunverð með kínverska forsetanum, sem leiðtogar á bandaríska þinginu bjóða til. Meðal þein-a sem funduðu með Helms á þriðjudag var Harry Wu, kínverskur andófsmaður sem sat í 19 ár í Laogai-fangelsinu. Hvatti hann þingmenn til að krefj- ast þess af Jiang að fangabúðunum verði lokað og hætt verði að selja líffæri úr föngum sem séu teknir af lífi. Gagnrýni á Kína á Bandaríkja- þingi undanfama daga hefur að mestu beinst að meintum mannrétt- indabrotum, en leiðtogi repúblíkana í öldungadeildinni, Trent Lott, tók fram að fleira ylli þingheimi áhyggj- um af Kína. Þar á meðal væri óhag- stæður viðskiptajöfnuður, fjölgun kjarnorkuvopna, viðskiptavenjur og trúarofsóknir. „Ég skil andstöðuna," sagði Lott á fréttamannafundi. „En ég held líka að leiðin til að eiga við þetta sé ekki sú að einangra þá.“ Reuters TEKIÐ var á móti Karli Bretaprinsi með viðhöfn á Matshapha-flug- velli í Swazilandi í gær. Karl Bretaprins þakkar samúðina KARL Bretaprins hóf í gær fyrstu opinberu heimsókn sína til útlanda frá því að fyrrverandi eiginkona hans, Díana prinsessa, lést. Við komuna til Swazilands þakkaði hann þá samúð sem umheimurinn hefði sýnt sér og fjölskyldu sinni vegna hins sviplega fráfalls henn- ar. Með Karli í för er sonur hans og Díönu, Harry, en hann var ekki viðstaddur móttökuathöfnina. Báðu blaðafulltrúar prinsins fjöl- miðla um að hlífa honum og faðir hans brosti út í annað er hann sagði að líklega væri hin há- timbraða móttökuathöfn „ekkert fyrir lítinn dreng“. Sagði Karl að Harry liði ágætlega og að hann myndi koma fram opinberlega í Suður-Afríku á laugardag, er hann fer á góðgerðartónleika með Kryddpíunum og hittir þær bak- sviðs að þeim loknum. Ferð Karls stendur í átta daga og ferðast hann um suðurhluta Afríku. f gær hitti hann Mswati III, konung Swazilands. Mótmæli, sem standa átti fyrir í tilefni komu prinsins, voru bönnuð. Clarke vill þverpólitíska baráttu fyrir EMU-aðild London. The Daily Telegraph. KENNETH Clarke, fyi-rverandi fjármálaráðherra Ihaldsflokksins, hvatti í gær Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, til að efna til þverpólitískrar baráttu í því skyni að tryggja stuðning kjós- enda við aðild Bretlands að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Clarke vill efna til at- kvæðagreiðslu um EMU-aðild þeg- ar á þessu kjörtímabili, en ekki á því næsta eins og Gordon Brown, núverandi fjár- málaráðherra, hefur lýst yfir að verði gert. í grein í The Daily Telegraph segir Clarke að ríkisstjóm Verka- mannaflokksins kunni að þurfa að taka ákvörðun um þátttöku í EMU fyrr en margir búist við. Hann segir að stjómin eigi sigur vísan í þjóðaratkvæðagreiðslu ef hún leiti stuðnings í öðram flokkum og hjá samtökum vinnumarkaðarins og fjármálageiranum. Þvert á stefnu Hagues Með þessu gefur Clarke sterklega í skyn að hann muni beita sér fyrir EMU-aðild, komi til þjóðarat- kvæðagreiðslu, og ganga þannig þvert á stefnu leiðtoga íhaldsflokksins, Williams Hague. Hague vill útiloka að- ild að myntbandalaginu á þessu kjörtímabili og berjast gegn henni í næstu kosningum. Clarke, sem tókst á við Hague um leiðtogaembættið í íhaldsflokknum síðastliðið sumar, er einn vinsælasti forystumaður flokksins. Fréttaskýrendur telja að hann gæti endurtekið leik Roys Jenkins, fyrrverandi fjár- málaráðherra úr röðum Verkamannaflokksins, sem andæfði stefnu flokks síns og hafði forystu um að 69 þingmenn Verkamannaflokksins studdu aðild Bret- lands að Efnahagsbandalaginu í upphafi áttunda ára- tugarins. Hague hefur heitið því að þingmenn íhaldsflokksins verði ekki beittir flokksaga, komi til atkvæðagreiðslu í þinginu um EMU. Hins vegar er talið að afstaða Clark- es muni gera að engu viðleitni Hagues til að breiða yfir klofning flokksins í Evrópumálunum, þegar nær dreg- ur næstu kosningum. Tækifærið gæti komið fyrr en menn búast við í grein sinni segir Clarke að stefna Gordons Brown, núverandi fjármálaráðherra, um að fresta ákvörðun um þátttöku í EMU fram á næsta kjörtímabil, sé pólitískt klúður. Brown og Tony Blair séu gi-einilega komnir í vörn og uppteknir af því að stýra umfjöllun fjölmiðlanna, í stað þess að vanda sig við að taka ákvarðanir. Clarke segist sammála því að Bretland eigi ekki að ganga í myntbandalagið strax í ársbyrjun 1999 og eigi að bíða þar til efnahagslífið hefur náð svipaðri stöðu og á meginlandinu. Hann skrifar hins vegar: „Enginn veit nákvæmlega hvenær tækifærið mun koma, en það gæti orðið fyrr en margir brezkir stjórnmálamenn búast við.“ Paddy Ashdown, leiðtogi flokks frjálslyndra demókrata, gaf í fyrradag í skyn að hann myndi styðja þverpólitískt átak til að fá EMU-aðild samþykkta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann bergmálaði spádóma Clarkes og sagði að ríkisstjórnin kynni að neyðast til að taka ákvörðun um EMU-aðild fyi'ir árið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.